Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 B
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H=
I
'VARTUR líkbíll rennur niður
braggagötuna og staðnæmist fyrir^ framan
myndarlegasta braggann í hverfinu. Út stígur
Karolína spákona tuðandi um bannsettan skrjóð-
inn. „Alltaf á ég jafn helvlti erfitt með að fella
mig við að láta transportera mér á þessu helvít-
is farartæki," segir hún og skellir aftur hurð-
inni. Grettir situr undir stýri og Tommi húkir
aftur í. Þegar þau stíga útúr líkbílnum berst
háreysti mikil aftan að þeim úr bragga ofar í
götunni og þau snúa við og ganga forviða á
hljóðið. Inni í bragganum er Hreggviður sterki
að rífast við kerlinguna sína með þeim orðum
að hann sé sterkasti maður í heimi. Hann er
blindfullur eins og venjulega og til að leggja
áherslu á orð sín ryður hann framhliðinni úr
bragganum i heilu lagi svo hún fellur tignarlega
út á götu með háu braki. Neistaflug frá slitinni
rafmagnslínu hrynur yfir Hreggvið sterka sem
hristir sig eins og naut í braggagatinu.
Eins og vestrabær
Þetta er atriði í nýjustu bíómynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjunni, sem byggð
er á verkum Einars Kárasonar rithöfundar um
braggalífið í Túlekampi en Einar skrifar sjálfur
handritið. Braggahverfi hefur verið reist á Sel-
tjarnarnesi skammt frá Gróttu og að koma þang-
að er eins og að hverfa hálfa öld aftur í tím-
ann. Leikmyndin, sem kostar um 20 milljónir
króna, er eins og einn af þessum vestrabæjum
sem finnast í tugatali á baklóðum stóru kvik-
myndaveranna í Hollywood. Braggaþyrping
stendur við eina aðalgötu en upp af henni rís
nýi tíminn í iíki heljarmikillar blokkar sem þreng-
ir sér inn í braggamerminguna; blokkin er gerð
úr stórum flutningagámum sem er raðað hverj-
um upp á annan en framhliðin á þeim er timbur-
klædd og steypukústuð og við hana eru reistir
stillansar. „Svalir" eru á blokkinni og hægt er
að kveikja Ijós í „gluggum" hennar. Utikamrar
og dúfnakofar standa við braggana og ryðguð
bílhræ eru neðst í götunni, kerra og barnavagn
standa í braggasundum. Þetta er sóðalegur
kampur í niðurníðslu. Brúnn ryðlitur og drasl
og meira ryð.
En braggarnir eru ekki aðeins notaðir fyrir
útitökur. Af þeim hafa kvikmyndagerðarmenn-
irnir margvísleg not. Einn þeirra er innréttaður
sem upptökuver með hljóðeinangrun _og tilheyr-
andi þar sem eru teknar innisenur. í öðrum er
kaffistofa fyrir kvikmyndaliðið og skrifstofa. í
enn öðrum er búninga- og förðunardeildin. Kvik-
rnyndagerðármennirnar þurfa sáralítið að leita
út fyrir braggahverfið, um 80 prósent myndar-
innar eru tekin í hverfinu, sem gerir kvikmynda-
tökuna mjög vandræðalitla og fljótvirka. Flutn-
ingar á tökustaði og veður eru ekki til að draga
úr vinnuhraðanum. Braggahverfíð er skínandi
gott dæmi um þróaðan íslenskan kvikmyndaiðn-
að sem gengur eins og smurð vél. Að koma inn
í hverfið er ekki aðeins að ganga inn í sögusvið
bóka Einars Kárasonar heldur inn í íslenskt
kvikmyndaver. „Braggahverfið er byggt sem
stúdíó," segir Friðrik Þór. ¦
Innandyra í bragga Karolínu eru gömul og
slitin húsgögnog fáeinar bækur og stofuborð.
Á borðinu liggur gulnað breskt dagblað, The
Manchester Guardian Weekly, útgefið fimmtu-
daginn 13. desember, 1951. Innréttingarnar
gera Friðriki Þór kleift að sýna inn í braggann
utan af götunni sem gerir sviðsmyndina raun-
verulegri og eðlilegri. Þetta er ekki aðeins báru-
járn og spýtur heldur heimili. Lýst er inn um
gluggana fyrir innisenur og ekkert mál er að
taka út um gluggana með braggagötuna í bak-
sýn. Allt hverfið er leiktjöld. Og margar lausnirn-
ar eru broslega einfáldar. Búið var til sumar-
umhverfi fyrir utan aðalbraggann með því að
sprauta gulnað grasið grænt og líma laufblöð
úr gerviefni á hríslur.
1000 uppsef ningar
Friðrik Þór kallar „Gerið svo vel" til merkis
um að taka sé hafin og „Takk" þegar hann
ákveður að henni sé lokið. Annars virðist hann
lítið„leikstýra" á tökustað enda mikilli undirbún-
ingsvinnu lokið þegar loks tökur hefjast. „Leik-
stjórinn er sá maður í tökuliðinu sem virðist
aldrei gera neitt," segir hann. Mestur tíminn fer
eins og alkunna er í endalausa bið þrátt fyrir
einkar gott skipulag á hlutunum. Kvikmynda-
Einar Kárason varö ringl-
--------------------------------------------------------------------T-----------------------------------
aður, Magnús Olafsson
ruddi nióur braggg, Frió-
rik Þór réó skákþraut og
Ari Kristinsson hefði ekki
átt aó tala vel um veórió.
Braggahverfi hefur risið á
Seltjarnarnesi og þar
kvikmyndar Friðrik Þór
Frióriksson Gulleyjuna
sem byggir q sögum Ein-
grs. Arnaldur Indrióa-
son fylgdist meó upptök-
um fyrir skemmstu.
tökuhópurinn puðar endalaust. Ari Kristinsson,
sem stjórnar kvikmyndatökunni, segir að stefni
í 1000 uppsetningar á myndavélinni. Til saman-
burðar nefnir hann að myndavélauppstillingarn-
ar í Á köldum klaka hafi verið á milli 300 og
350. Hérna er hrynjandin öll önnur. Hraðinn í
frásögninni miklu meiri og í braggahverf-
inu/kvikmyndaverinu er ekkert mál að stilla
myndavélinni upp að vild. Unnið er frá því
snemma á morgnana og fram á kvöld og afrakst-
ur dagsins er yfirleitt ein og hálf til tvær mínút-
ur af efni.
Sögur Einars Kárasonar af braggabyggðinni
eru þjóðkunnar og persónurnar eru mörgum
kærar. Með aðalhlutverkin í myndinni fara
Baltasar Kormákur (Baddi), Gísli Halldórsson
(Tommi), Sigurveig Jónsdóttir (Karolína), Hall-
dóra Geirharðsdóttir (Dollí), Sveinn Geirsson
(Danni), Guðmundur Ólafsson (Grettir), Ingvar
E. Sigurðsson (Grjóni), Pálína Jónsdóttir (Gerð-
ur), Magnús Ólafsson (Hreggviður), Saga Jóns-
dóttir (Gógó), Sigurður Sigurjónsson (Tóti),
Árni Tryggvason (Afi), Margrét Ákadóttir
(Fía), Guðrún Gísladóttir (Þórgunnur) og Helga
Braga Jónsdóttir (Gréta). Bak við tökuvélina
standa margir samstarfsmenn Friðriks Þórs til
fjölda ára. Ari er tökustjórinn, Kjartan Kjart-
ansson sér um hljóðhönnun, Árni Páll Jóhannes-
son sér um leikmyndina, framleiðendur eru
Friðrik Þór, Peter Rommel og Egil Ödegaard,
klippari Steingrímur Karlsson, framkvæmda-
stjóri Inga Björg Sólnes og Karl Aspelund sér
um búninga.
Tökur hafa staðið yfir í nokkrar vikur og eiga
eftir að halda áfram til aprílloka. Þær ganga
mjög eftir áætlun. Kvikmyndagerð Djöflaeyjunn-
ar hefur þegar vakið athygli erlendis. Von var
á sjónvarpsfólki frá BBC í Bretlandi að fylgjast
með tökum. „Þetta er besti tíminn til að kvik-
mynda því maður fær svo misjöfn veður," segir
Friðrik Þór þar sem við sitjum í stofu Karólínu.
„Ég kom inn í einn bragga," segir hann aðspurð-
ur hvort hann þekkti bragga af eigin raun, „sem
búið var að breyta ansi mikið. Hann stóð skammt
frá Háteigsveginum þar sem Einar Kárason býr
.    11il Fli1 -
-t-
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32