Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32    SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
Morgunblaðið/Árni Alfreðsson
SÉÐ upp að skerinu umrædda þar sem „fl júgamli virkið" endaði för sína. Jökullinn neðan við það er ekki beinlinis frýnileg flugbraut.
Stoimasamt flug

ARLA morguns þann 16.
september 1944 hefur sig
til flugs frá Keflavíkur-
flugvelli B-17G sprengju-
flugvél nr. 43-38471 úr áttunda flug-
her Bandaríkjanna. Hliðarvindur á
brautinni er svo mikill að næstu vél-
um sem á eftir koma er beint inn á
aðra braut. Hið „fljúgandi virki", eins
og þessar vélar voru gjarnan kallað-
ar, klifrar upp í 7000 feta hæð þar
sem við tekur blindflug með stefnu
131o. Flugstjórinn, C. J. MeCoilum
frá Texas, og áhöfn hans hafa haft
tveggja daga viðdvöl í Keflavík eftir
iangt flug frá Kandada. Nú liggur
"'léiðin til Bretlands þaðan sem til
stendur að gera sprengjuárásir á
Þýskaland. Aðstoðarfiugmaðurinn,
Frederic W. Harding frá Ohio, situr
honum á hægri hönd, en aftan við
þá er vélstjórinn, Edward L. Polick
frá Texas, sem jafnframt gegnir
hlutverki turnskyttu. Eftir flugtak
koma siglingafræðingurinn, Stephen
A. Memovich frá Oregon, og
sprengjuvarparinn, Joseph F. Harms
frá New York, sér fyrir í nefi vélar-
innar. Aftur í fjarskiptaherberginu
situr loftskeytamaðurinn, Morley R.
Conger frá Texas. Hann á í ein-
hverju baslí með fjarskiptatækin og
nær engu sambandi við flugturninn.
Hinir sitja í hrúgu á gólfinu hægra
* megin í herberginu. Þar er eina hit-
ann að fá þarna afturí vegna bilunar
í miðstöðinni. Þetta eru kúluskyttan
Robert S. Bell Jr. frá Kaliforníu,
aðstoðarvélvirkinn og bakborðs-
skyttan Richard Weemes frá Texas,
stjórnborðsskyttan Oscar Lane frá
New Hampshire, sem jafnframt hef-
ur umsjón með sprengjufarmi vélar-
innar, og stélskyttan Larvin L. Jenn-
ings frá Tennese. Það eru blendnar
tilfinningar sem bærast í brjósti þess-
ara manna, eftirvænting og ótti í
senn að verða komnir í stríð innan
skamms.
Þungar drunur berast frá hreyfl-
um „virkisins" þar sem það seiglast
áfram í slyddu og sunnan hvass-
viðri. Mikil ókyrrð er í lofti og sífellt
upp- og niðurstreymi á víxl veldur
því að að vængirnir og véiin öil nötr-
ar. Það gengur því illa að halda
hæðinni stöðugri. Smám saman
versnar veðrið auk þess sem flug-
mennirnir taka eftir að hraði vélar-
Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu grein um
atburði tengda því þegar bandarísk sprengju-
flugvél fórst í norðanverðum Eyjafjallajökli.
Sú saga byggðist á frásögnum heima-
manna. Nú hefur leynd verið létt af gögnum
frá Bandaríkjaher varðandi slysið. Þar er
að fínna lýsingar áhafnarinnar á sjálfu slys-
inu og því sem íylgdi í kjölfarið. Hér rekur
Arni Alfreðsson þennan hluta sögunnar
um þetta sérstæða flugslys.
FLUGSVEIT B-17G sprengiflugvéla á Keflavíkurflugvelli árið 1944.
innar hefur minnkað. Þá grunar að
ís sé farinn að safnast á vængina,
þó að afísingarbúnaðurinn sé í stöð-
ugri notkun. Hreyflarnir eru nú
keyrðir til hins ýtrasta en þrátt fyrir
það eykst hraðinn ekki neitt. Skyndi-
legt og mikið niðurstreymi veldur því
og vélin fellur á örskammri stundu
um nokkur hundruð metra. Þetta
tekur verulega á vængina og Conger
loftskeytamanni fínnst eins og þeir
ætli hreinlega af. Hraðamælirinn
sýnir nú aðeins 150 hnúta ferð. Til
að forða því að vélin falli enn meir
er flugstöðu vélarinnar breytt þannig
að nefið liggi hærra en áður. Harding
aðstoðarflugmaður, sem stöðugt hef-
ur fylgst með ísingu á hægri væng,
rekur allt í einu upp vein og öskrar;
varaðu þig, fjöll til hægri.
Brotlending
Harms sprengjuvarpari hefur gott
útsýni þar sem hann sem situr yfir
byssunum í glerbúrinu fremst í nef-
inu. Honum er mikið brugðið þegar
hann tekur eftir fjallshlíð á hægri
hönd. Hann stendur upp og ætlar
að hlaupa afturí og láta flugstjórann
vita. En hann kemst ekki langt.
Um leið og Harding tilkynnir um
fjöilin snarbeygir McoIIum vélinni til
vinstri. Það er þó um seinan því
augnabliki síðar tekur vélina niðri.
Brotlendingin er ekki mjög harkaleg,
vélin rennur áfram stutta stund en
stöðvast síðan mjög skyndilega. Það
hlýtur þó að vera tilkomumikið þegar
ferlíkið æðir eftir jöklinum þar sem
það plægir snjó og ís með braki og
brestum.
Þegar vélin hefur stöðvast fara
þeir Harms og Memovitch siglinga-
fræðingur, báðir ómeiddir, út um
neyðarlúguna á nefinu. Úti er kaf-
aldssnjór og snarvitlaust veður,
slydda og mjög hvasst. Vélin hefur
lent í stórum gljúpum skafli sem
dregið hefur úr högginu. Polick vél-
stjóri, sem stendur hjá flugmönnun-
um og fylgst hefur grannt með afís-
ingartækjunum, fínnur þegar vélin
skellur niður, en man svo næst eftir
sér þar sem hann liggur niðrí
göngunum sem liggja fram í nef
vélarinnar. Hann heyrir að flugstjór-
inn æpir; komið ykkur út, það er
kviknað í vélinni. Hann kemur sér í
snarhasti út um nefhurðina. Harding
aðstoðarflugmaður kemst strax út
um hægri gluggann á stjórnklef-
anum. McCollum flugstjóri á í erfið-
leikum með að losa beltið af sér, en
kemst fljótlega skólaus út um
gluggann sín megin. Hann hefur tek-
ið eftir því að ytri hreyfillinn á hægri
væng skíðlogar.
í fjarskiptaherberginu er atburða-
rásin öllu skrautlegri. Conger loft-
skeytamaður situr grunlaus í sæti
sínu með hugann við fjarskiptatækin.
Það næsta sem hann veit er að hann
þeytist út úr vélinni og út á vinstri
vænginn ásamt stélskyttunni. Hann
berst við að komast aftur inn í vélina
til að sækja fallhlíf. Það rennur hins
vegar upp fyrir honum að þeir eru
kyrrstæðir í slyddu og hífandi roki,
en ekki á flugi eins og hann hafði
haldið. Hvorki hann né Jennings stél-
skytta hljóta skrámu. Jennings upp-
lifír þetta svipað, því hann finnur að
vélin rekst á eitthvað og síðan svífur
hann út á vænginn á eftir Conger.
Það sem gerst hefur er að þegar
flugvélin stöðvast þá hefur hún
brotnað á samskeytunum milli fjar-
skiptaherbergisins og sprengirýmis-
ins þannig að afturhlutinn og stélið
liggja nánast í vinkil að hægri
vængnum. Vinstra megin er því stór
rifa á búknum fremst í fjarskiptaher-
berginu. Um þá rifu höfðu þeir kast-
ast út. Lane stjórnborðsskytta rankar
við sér þar sem hann liggur við flak-
ið fastur með fæturna í snjó sem
ruðst hefur upp. Weemes bakborðs-
skytta er einnig fastur í snjónum.
Þeim er hjálpað á fætur en báðir
missa þeir klunnaleg fóðruð flugstíg-.
vélin af sér í þéttum snjónum. Bell
kúluskytta hafði setið við hurðina,
sem iá fram í sprengjurýmið, þegar
óhappið á sér stað. Það eina sem
sést af honum er höndin þar sem
hún stendur upp úr sjónum, nánast
undir flakinu, í rifunni milli fram-
og afturhlutans. Þegar grafið er frá
andlitinu kemur í ljós að hann er á
lífi og fljótlega tekst að grafa hann
upp. Eins furðulegt og það kann að
virðast er hann svo til ekkert slasað-
ur frekar en aðrir áhafnarmeðlimir.
Allir sem voru í fjarskiptaherberginu
hafa því henst út um rifuna.
Eldurinn hefur breiðst hratt út og
því getur vélin sprungið á hverri
stundu. Flugstjóranum tekst að
brjóstast gegnum hurðina afturí vél-
ina og ná neyðarsendinum. Hann
fleygir eins miklu af neyðarbúnaði
út eins og hann þorir áður en þeir
koma sér burt frá brennandi flakinu.
Stutt þarna frá er klettasker þar
sem þeir leita vars. Þangað komast
þeir ýmist gangandi eða skríðandi
vegna veðurofsans, en þeir skólausu
eiga erfitt með að fóta sig í snjónum
og ísnum á sokkaleistunum einum
saman. í kaldri flugvélinni voru þeir
að venju í hnausþykkum fluggöllum,
með húfur og hanska sem núna ver
þá gegn veðurhamnum sem þeim
hefur verið „fleygt út í" án fyrirvara.
Þessi búnaður hefur einnig hlíft þeim
við hnjaski í brotlendingunni.
Fyrsta hugsun hjá þeim er að
koma neyðarsendingum frá sér til
flugvélanna sem þeir eiga að vera í
samfloti við. Neyðarsendinum fylgir
flugdreki, sem á að koma loftnetsvír-
unum nógu hátt, en handsveif á litl-
um kassa gefur sjálfa sendinguna.
Sökum veðurofsans er útilokað að
\ I
3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56