Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996  23
LISTIR
EINN af dúkum Guðbjargar Lindar.
VIÐ S JÓN-
ARRÖND
MYNDIIST
Sólon íslandus
MÁLVERK
Guðbjörg Lind. Opið alla daga frá
kl. 14-18. Til 11. nóvember. Aðgang-
ur ókeypis.
EINFALDLEIKINN hefur frá
upphafi verið meginveigurinn í allri
listsköpun Guðbjargar Lindar, og
jafnan gengur hún út frá skýrt af-
mörkuðum myndstefjum á sýningum
sínum.
Aðskiljanlegur leikur með vatns-
form hefur verið Guðbjörgu hug-
leikinn, fossar, strengleikir, bunu-
lækir, loks víðáttur hafsins með ein-
stökum kennileitum. En þessi fyrir-
bæri nálgast listakonan á sinn hátt,
rífur ríkjandi lögmál úr samhengi
fyrir myndrænar vísanir, frumdýr
eins og sýgur til sín fossbunu eða
hún fellur á dúkað borð, myndar
jafnvel bogformað skreyti við jaðar
fallelfunnar þannig að skoðandinn
er á báðum áttum hvort þetta sé
alvörbuna eða slæða af himnum
ofan. Hér er sitthvað á ferð, sem
rekja má til skáldskapar á mynd-
fleti, táknsæis og ríkrar tilhneiging-
ar til óvenjulegra sjónarhorna. Fyr-
irbæri náttúrunnar birtast í óræðum
myndtáknum á fletinum, eru þó af
hlutlægum uppruna, og hér er allt
á fullu þótt nokkurra breytinga sjái
stað í þessum nýju dúkum hennar,
sem flestir eru frá þessu ári. Helst
fyrir upphafna birtu og fjölþættrai
leik með ljósið, sem nú sker mynd-
flötin allan í mynd láréttra ráka sem
búa yfir mörkuðum stíganda til
áherslu stökum einföldum formum
vtö sjónarrönd.
f fyrstu koma þessir dúkar manni
spanskt fyrir sjónir, því það er sem
þá skorti nokkuð innileika fyrri
mynda, en við nánari athugun sér
maður að hann er þrátt fyrir allt
ríkulega til staðar, en hins vegar eru
dúkarnir síður í réttu umhverfi. Hið
opna hráa hvíta rými og grófa gólf
eins og gleypir þá, því hvítu rákirn-
ar, stígandi þeirra, þensla og birta
myndheildanna skila sér ekki nægi-
lega sterkt til skoðandans. Menn
ímyndi sér einungis þessa dúka í
hlýlegra rými og með dekkri bak-
grunn, gjarnan mettum fölgrænum
lit. Útkoman yrði snöggtum önnur
myndunum og heildaráhrifunum í
hag.
Hér skortir þannig á hnitmiðaða
innsetningu í tilfallandi rými eins
og það er orðað, sem myndi gæða
dúkana þeim töfrum sem í þeim býr
og gerir sýninguna um leið óþarflega
einhæfa.
Guðbjörg Lind er framsækinn
málari og þessi sýning staðfestir að
hún er í miðri rannsókn á óræði og
dulmögnum myndflatarins.
Talnafíkn
fullorðinna
BÆKUR
Skáldsaga
LITLIPRINSINN
eftir Antoine de Saint-Exupéry.
Þýðing Þórarinn Björnsson. 95 bls.
Útgefandi Mál og menning.
Bragi Ásgeirsson
LITLI prinsinn kom fyrst út í
íslenzkri þýðingu Þórarins Björns-
sonar 1961. Hún er með fjöllesn-
ustu bókum franskra bókmennta -
ekki að ástæðulausu. Hún samein-
ar alvöru og gaman, djúpa speki
ogjétt grín.
í stuttu máli er söguþráðurinn
sá að flugmaður (sem um leið er
sögumaður) er staddur, ásamt bil-
aðri flugvél sinni, í Sahara-eyði-
mörkinni, með takmarkaðar vatns-
birgðir. Einn morgun vekur hann
lítill drengur og biður hann um að
teikna fyrir sig mynd af kind. Eft-
ir nokkrar tilraunir hefur hann
teiknað mynd sem drengurinn
sættir sig við. Flugmanninum
finnst skrítið að hitta dreng þarna,
sérstaklega dreng sem hefur ekki
meiri áhyggjur af stöðu sinni, að
vera þúsundir mflna frá öllum
mannabústöðum, en þá að hann
vilji bara fá mynd af kind. Dreng-
urinn segir flugmanninum sögu
sína sem aftur segir okkur hana.
Nú er þessi þýðing komin út að
nýju, lítillega endurskoðuð.
Kannski of lítillega? Á frummálinu
(frönsku) er bókin á fremur ein-
földu máli; söguhöfundur er barn.
Það gerir hana eilítið ótrúverðuga
þar sem söguhöfundur á líka að
vera flugmaður, og það mjög
reyndur     flugmaður     (sem
Saint-Exupéry var).
I þýðingunni eru orðin öll ís-
lenzk, en ég er ekki eins viss með
setningagerðirnar: „Það er þess
vegna líka að ég hefi keypt lita-
kassa og blýanta"(bls.l8). Er þetta
ekki nær því að vera franska?
Væri ekki eðlilegri íslenzka að
hafa „líka" framar, eða sleppa því
alveg? Sagnir eru yfirleitt fremstar
í íslenzkum spurningum: Ert þú
þarna enn? er spurning, jafnvel þó
spurningamerkinu sé sleppt. Þú ert
þarna enn, þetta er fullyrðing,
a.m.k. á prenti. Prentað mál býr
ekki yfir áherzlum talaðs máls.
Þrátt fyrir það eru margar spurn-
arsetningar í Litla prinsinum
venjulegar fullyrðingar með spurn-
ingarmerki skeytt aftan við (ná-
kvæmlega þetta dæmi er á bls.43).
Af því leiðir að maður veit ekki
að setningin sé spurning fyrr en
kemur að lokum hennar. Því hökt-
ir maður og byrjar gjarna aftur,
sérstaklega ef maður er að lesa
upphátt fyrir barn. Stirður og
höktandi lestur er eitthvað sem
börn eiga heldur erfítt með að
sætta sig við. Einnig er sums stað-
ar eilítið flókið mál á sógunni: „Og
til hvers er þér að eiga stjörnurn-
ar?" og „Og til hvers er þér að
vera ríkur?" (bls.45).
I kafla tíu (X) er sem Manngerð-
ir Þeofrastosar séu endurbættar
og færðar til nútímans. Litli prins-
inn flakkar milli pláneta (bezt er
að taka fram að þrátt fyrir það
er bókin alls engin Space Odyssey)
og hittir þar ýmsa menn, einn á
hverjum stað - pláneturnar eru
svo litlar; kóng, landfræðing og
kaupmann, svo einhverjir séu
nefndir, og er þeim lýst einsog
barnið sér þá. Sú lýsing er nokkuð
spaugileg, fyrir fullorðna.
Hins vegar er ekki víst að börn
nái húmornum. Hann er flóknari
en svo, jafnvel falinn. Oft á tíðum
er hann hrein kaldhæðni sem nokk-
urn þroska þarf til að skilja. Hvers
konar bók er þá Litli prinsinn .
Hvað ræður því hvort bók sé kölluð
barnabók eða ekki?
Stafastærð? Lengd kafla? Línu-
bil? Efni?
Hægt er að lesa Litla prinsinn
á margan hátt; sem ádeilu, dæmi-
sögu, létt heimspekirit, skemmti-
sögu eða allt þetta í einu. í henni
er að finna margt sem við erum
búin að týna, týna svo rækilega
að sakleysi æskunnar þarf til að
við áttum okkur á því.
Það er ekki mjög erfitt að trúa
sögunni, að hún sé sönn. A.m.k.
að sögumaður trúi að hann sé að
segja sanna sögu.
Heimir Viðarsson
Nýjar plötur
Saknað-
arljóð
• Elegía heitir geislaplata, sem
komin er út með leik Gunnars
Kvaran á selló og Selmu Guð-
mundsdóttur á píanó. Orðið
elegía er úr grísku og hefur
fengið merk-
inguna saknað-
aiijóð á ís-
lensku, en plat-
an er helguð
minningu Guð-
mundar Tómas-
ar Amasonar
(1969-94).
Á plötunni
leika Gunnar og
Selma 20 verk.
í kynningu eftir
Halldór Hansen
segir m.íi. um
lögin á plöt-
unni: „Þau eiga
það sameigin-
legt að vera
hæglát og inn-
hverf tónaljóð
með trega-
blöndnum und-
irtóni, en blær
laganna er þó afar ólíkur. Sum
lögin eru upphaflega samin fyr-
ir sellóið, eins og hið undurþýða
lag Svanurinn úr Hátíð dýranna
eftir Camille Saint-Saens og
Elegía Gabriels Fauré. SicUi-
enne eftir Fauré og Andantino
eftir Padre Martini/Kreisler
voru skrifuð jöfnum höndum
fyrir selló eða fiðlu ásamt
píanói. Intermezzo eftir
Mascagni er útsetning á gullfal-
legu hljómsveitarmillispili úr
óperunni Cavalleria Rusticana,
en hið angurværa Chanson
Triste eftir Tchaikovsky var
upphaflega píanólag. Flest hafa
þó lögin á plötunni upprunalega
verið sungin. Þar á meðal er hin
fagra Vókalísa Rachmaninoffs,
Á vængjum söngsins eftir Mend-
elssohn, og þrjár gersemar eftir
íslensk tónskáld, Nótt Arna
Thorsteinssonar, Sofðu, sof ðu
góði eftir Sigvalda Kaldalóns og
Sofnar lóa eftir Sigfús Einars-
son."
Útgefandi plötunnar er Japis.
Verð: 1.999 krónur.
Selma
Guðmundsdóttir
I
i
í
r-
BOKMENNTIR
Smásögur
ENGAR SMÁ SÖGUR
eftir Andra Snæ Magnason. 109 síður.
Útgefandi: Mál og menning. Reykjavík 1996.
LÍF íslenskra stráka og stelpna hefur
aldrei verið uppá marga físka. Og þrátt
fyrir að nýjungarnar berist nú fyrr til
landsins en nokkru sinni áður hefur fjöl-
breytileiki lífsins ekki vaxið með því. Sjald-
an stendur ungt fólk á íslandi í sporum
persónanna í ævintýrunum, á krossgötum
eða á eitthvert val. Hér finnst varla nema
ein leið.
Þó leynast ævintýrin stundum í hinu íá-
tæklega lífi. í draumi stráks um stelpu. í
draumi karls um hafmeyju. í upplifun ungs
garðyrkjumanns á þroskaðri konu. En ævin-
týrin breyta ekki miklu, ekki eins og is-
lensk kvenfrelsisbarátta sem breytti hvíta
hádegisfiskinum og kartöflunum í súrmjólk
og banana.
Það er auðvelt að flokka sögurnar í smá-
sagnasafninu Engar smá sögur eftir Andra
Snæ Magnason í tvennt. Bókin byrjar á
fimm smásögum sem eru sjálfstæðar. Hún
endar á Lögmáli árstíðanna sem eru fjórar
tengdar sögur sem fjalla um árstíðirnar fjór-
ar og sömu persónunum bregður fyrir. Þessi
seinni hluti er ólíkur hinum fyrri, í efni og
efnistökum.
Fyrstu fimm sögurnar kveiktu ekki elda
í huga mér þó þær væru oft snotrar og
sniðugar. Það sem ég held að hafi staðið í
vegi fyrir hrifningunni var gamaldags hugs-
Bundnarsögur
og frjálsar
anagangur, sumir sogumenn-
irnir eru a.m.k. illa haldnir:
„Oft varð honum hugsað til
síldaráranna, þá var gaman að
lifa, maður var annaðhvort á
sjónum eða í landi á kvenna-
fari. Það skipti heldur engu á
hvorum staðnum maður var,
aflinn var ávallt góður." (s. 7)
„Andri leit kvenþjóðina ofur-
sjaldan hýru auga, það var þá
helst að óvenju fleygbogalagað-
ur barmur vekti athygli hans
eða mjög gleitt horn á milli
útlima en aldrei miklu meira
en það." (s. 19)
„Bara af því hún var nokkuð      ™dn Snær
falleg átti ég að hoppa upp í       Magnason
rúm til hennar eins og hver önnur grúppía."
(s. 33)
Og lengi mætti telja.
í fyrri hluta verksins eru dæmigerðar
eða hefðbundnar sögur. Þó þær séu sjálf-
stæðar hanga þær lauslega á einhvers
konar festi. Perlurnar á festinni eru karl-
menn í hinum og þessum störfum og af-
drif þeirra sem stundum eru einhvers kon-
ar „meðferðir" hjá konum. Hér
eru:
Saga um sjóara. Saga um
vísindamann. Saga um skáld
og garðyrkjumann. Saga um
íslenskufræðing. Saga um
mann sem ekkert ætlaði að
rætast úr en fær „sérkenni" í
höndum kvenmanns sem er
„sérkennari". Nákvæmlega
þessi síðastnefndi orðaleikur er
dálítið skyldur Þórarni Eldjárn
og skyldleikann við sögur Þór-
arins má finna víðar. En það
er ekki það versta að verða fyr-
ir góðum áhrifum.
Sterku hliðarnar á Engum
smá sögum eru m.a. næmar,
viðkvæmar og oft ljóðrænar lýsingar:
Kinnin sem angar eins og birki eftir
regnskúr. Hvíti blindrastafur sólarinnar.
Lýsingarnar á grasinu í sögunni Gras. Frí-
merki sem falla eins og snjór, límast á söln-
uð haustbréf.
Og enn mætti lengi telja. Einnig kemur
höfundur oft horfnum orðum snyrtilega að:
„Við þennan glugga sat Bára og horfði
út á tjörnina á meðan hún kembdi hár sitt
og hugsaði um gamla kærasta." (s. 73)
í síðari hluta verksins kveður við nýjan
tón.
Höfundurinn heldur áfram með vísind-
atilbrigðin úr fyrri sögum í þessum sögum
því nú hefur guð aldeilis mótmælt framför-
um mannsins í tækni og vísindum og ruglað
svo árstíðirnar að varla nokkuð er öruggt
og lífið á jörðinni er orðið mjög óþægilegt.
Lesandinn upplifir síðan hverja árstíð fyrir
sig. Það byrjar um haust þegar slokknar á
aðdráttarafli jarðarinnar. Þá kemur vetur-
inn þegar vökvinn fær form föstu efnanna
og föstu efnin verða hlaupkennd. Á vorin
lagast allt nema hljóðin berast ekki heldur
fá áferð og þar með orðin, veðrið verður
alltaf eins á hverjum degi, 18,7 stiga hiti
og þyngdaraflið rokkar. Síðasta sagan fjall-
ar um sumarið en þá vaknar fólk hvern
morgun í öðrum líkama en sínum.
Frásögnin í sögunum í Lögmáli árstíð-
anna er frjálsari en í hinum sögunum,
myndvefnaðurinn verður loksins lifandi og
ævintýralegur. Hér verður maður stundum
fyrir sams konar áhrifum og við lestur
ævintýris eftir H.C. Andersen án þess að
um áhrif eða skyldleika sé að ræða heldur
hefur höfundinum tekist að hella ævintýra-
meðalinu út í og blandan heppnast. Textinn
losnar úr eldri viðjum og þó efnistökin sé
stundum óeinbeitt kemur það aldrei að sök
því að myndirnar seiða mann til sín.
Engar smá sögur er fyrsta sagnabók
höfundar og ber þess um margt merki en
það verður fróðlegt að fylgjast með honum
í framtíðinni.
Kristín Heimisdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52