Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36   FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
flfofgiitiMafrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MALEFNI LINDAR
ÞÆR UPPLÝSINGAR, sem nú Iiggja fyrir um málefni eignar-
haldsfélagsins Lindar hf., sem Landsbanki íslands eignaðist
með kaupum á Samvinnubankanum, sýna, að á málinu eru ýmsar
hliðar. Þó er ljóst, að ekki fæst yfirsýn yfir þau mál, sem að þessu
fyrirtæki snúa fyrr en bankaráð Landsbankans hefur tekið
ákvörðun um að leggja fram opinberlega frekari gögn um málið.
Gera má ráð fyrir, að það verði gert í dag. Raunar hefði verið
eðlilegra, að þau hefðu verið lögð fram á blaðamannafundi við-
skiptaráðherra strax í gær til þess að umræður um málið gætu þá
þegar farið fram á grundvelli allra þeirra gagna og upplýsinga,
sem fyrir liggja.
Tap Landsbankans á rekstri Lindar er gífurlegt, bæði í krón-
um talið en einnig og ekki síður, ef tekið er tillit til þess, að hér
var ekki um stórt fyrirtækí að ræða. Það er skiljanlegt, að spurn-
ingar vakni um þetta mikla tap. Ekki má gleyma því, að það varð,
þegar fjölmörg fyrirtæki og þ.á m. fjármálafyrirtæki áttu við
mikla erfiðleika að etja í rekstri sökum kreppunnar, sem gekk yf-
ir þjóðfélagið á þeim árum. Bankarnir sjálfir töpuðu miklum
fjármunum á þessum tíma. Engu að síður er ljóst, að rekstur fyr-
irtækisins hefur farið algerlega úr böndum.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar, sem dagsett
er 29. marz 1996 eða fyrir rúmum tveimur árum, sýnir, að þá þeg-
ar hafa legið fyrir upplýsingar um mjög ámælisverða þætti í
rekstri félagsins. Þar hlýtur framkvæmdastjóri fyrirtækisins að
bera mikla ábyrgð en einnig stjórn fyrirtækisins. Skoðanir hafa
verið skiptar á undanförnum árum um ábyrgð stjórnarmanna í
fyrirtækjum en þó er ljóst, að hún er umtalsverð.
Tap Landsbankans á Lind hefur vakið mikla athygli en þó ekki
síður sú staðreynd, að Ríkisendurskoðun lýsir þeirri skoðun í
skýrslu til bankaráðs 29. marz 1996, að brýn þörf sé á frekari
rannsókn á málefnum fyrirtækisins. Sú rannsókn fór aldrei fram
og er ekki hægt að leggja mat á röksemdir bankaráðs Lands-
bankans fyrir þeirri niðurstöðu fyrr en bankaráðið hefur að lokn-
um fundi sínum í dag birt opinberlega frekari gögn um málið.
Hins vegar hefur Kjartan Gunnarsson, þáverandi formaður
bankaráðs og nú varaformaður bankaráðs, ákveðið að leggja fram
tillögu á bankaráðsfundi í dag um sakamálarannsókn á málefnum
fyrirtækisins. í Ijósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið á
Alþingi síðustu tvo daga og blaðamannafundar Finns Ingólfsson-
ar, viðskiptaráðherra, í fyrradag er sú tíllaga varaformanns
bankaráðs eðlileg. Andrúmsloftið í kringum þetta mál og þar með
Landsbankann verður ekki hreinsað nema slík rannsókn fari
fram.
Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur legið undir þungu
ámæli stjórnarandstöðunnar á Alþingi síðustu daga fyrir það að
hafa leynt Aiþingi upplýsingum um þetta mál, þegar fyrirspurn
var borin fram um það 3. júní 1996. Samkvæmt þeim gögnum,
sem nú hafa verið lögð fram, fékk ráðherrann skýrslu Ríkisend-
urskoðunar, þar sem brýn þörf er talin á frekari rannsókn máls-
ins, til meðferðar 19. apríl 1996 eða u.þ.b. einum og hálfum mán-
uði áður en hann svaraði fyrirspurn á Alþingi um málið. Þótt
erfitt sé að halda því fram, að ráðherrann hafi í þeim umræðum
beinlínis sagt ósatt fer tæpast á milli mála, að hann veitti Alþingi
ekki upplýsingar, sem hann þó hafði undir höndum á þeim tíma.
Það er hægt að fallast á það, að ráðherrar eigi að fara varlega í að
fara með tölur eftir minni á Alþingi. Hins vegar er ekki hægt að
fallast á, að ráðherrann hafi ekki munað eftir skýrslunni sjálfri
um svo veigamikið mál og í ljósi þess, hvernig fyrirspurn Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur, alþingismanns, var orðuð á þeim
tíma, hefði verið eðlilegt, að ráðherrann hefði skýrt þinginu frá
því, að Ríkisendurskoðun hefði þá þegar tekið saman álitsgerð
um málefni Lindar.
Það er alvarlegt mál að gefa Alþingi ekki réttar upplýsingar
eða halda upplýsingum frá Alþingi með einhverjum hætti. Það
var mikill álitshnekkir fyrir Landsbanka fslands, þegar í ljós
kom, að bankinn hafði ekki sent frá sér réttar upplýsingar vegna
fyrirspurnar, sem fram kom á Alþingi.
Lindarmálið snýst því um þrennt um þessar mundir. í fyrsta
lagi um hið mikla tap Landsbankans á fyrirtækinu og sjálfsagt
liggja allar upplýsingar fyrir um það nú þegar, þótt það hafi ekki
verið upplýst fyrr en nú hvað þetta tap var mikið. I öðru lagi um
það hvers vegna ekki var farið að ráðum Ríkisendurskoðunar um
frekari rannsókn á málefnum fyrirtækisins hinn 29. marz 1996 en
væntanlega koma efnisleg rök bankaráðsins fyrir þeirri niður-
stöðu fram í dag og í þriðja lagi um það, hvers vegna við-
skiptaráðherra skýrði Alþingi ekki frá því að Ríkisendurskoðun
hefði tekið saman greinargerð um málið, þegar beinlínis gafst til-
efni til þess að veita slíkar upplýsingar vegna framkominnar fyr-
irspurnar í júníbyrjun 1996. Flest bendir til þess að frekari um-
ræður fari fram um málið á Alþingi og þá fær viðskiptaráðherra
væntanlega tækifæri til að gera frekari grein fyrir þeirri hlið
málsins.
Fyrirsjáanlegt er að sú opinbera rannsókn, sem tillaga verður
gerð um í bankaráði Landsbankans í dag, verður væntanlega ein-
hver umfangsmesta slík rannsókn, sem fram hefur farið hér á
landi. Eins og málum er komið er hún hins vegar óhjákvæmileg.
Asta R. Jóhannesdóttir f umræðum á Alþingi
F 1
:
IINNUR Ingólfsson við-
skiptaráðherra sætti enn á
ný harðri gagnrýni stjórn-
arandstæðinga í upphafi
þingfundar á Alþingi í gærmorgun.
Hann var sakaðar um að hafa sagt
þinginu ósattog leynt það upplýs-
ingum þegar Ásta R. Jóhannesdóttir
alþingismaður spurðist fyrir um tap
Landsbanka íslands vegna fjár-
mögnunarfyrirtækisins Lindar hf. í
óundirbúinni fyrirspurn fyrir tveim-
ur árum. Sögðu þeir að nú væri
vitað að á sama tíma og ráðherra
hefði sagt að hann^ kannaðist ekki
við þær tölur, sem Ásta Ragnheiður
hefði nefnt í fyrirspurn sinni um sex
til sjö hundruð milljóna króna tap,
hefði hann haft undir höndum
skýrslu Ríkisendurskoðunar um við-
skipti Landsbankans og Lindar hf.
og bréf formanns bankaráðs Lands-
bankans, Kjartans Gunnarssonar,
sem segði að tap Landsbankans
væri enn meira en 400 milljónir
króna. Sögðu stjórnarand-
stæðingar að í ljósi þessa
ríkti alger trúnaðarbrestur
milli Alþingis og við-
skiptaráðherra og jafhvel að
ráðherra ætti skilið van-
traust af hálfu þingsins.
Viðskiptaráðherra ítrekaði
hins vegar fyrri ummæli sín
um að í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar hefðu ekki falist
nægOegar upplýsingar til að
hann gæti svarað fyrirspurn-
inni og benti jafnframt á að
ábyrgð á þessu máli væri
einnig hjá Alþingi, þar sem
það hefði kjörið það
bankaráð Landsbankans
sem sat árið 1996.
Ásta R. Jóhannesdóttir,
þingflokki jafnaðarmanna,
hóf umræðuna um málefni
Lindar og sagði tilefnið vera
að frekari upplýsingar hefðu
borist um málefni Lindar hf.
og Landsbanka íslands. Þar
átti hún m.a. við skýrslu
Ríkisendurskoðunar sem
viðskiptaráðherra lagði fram
á blaðamannafundi í fyrra-
dag og bréf formanns
bankaráðs til ráðherra fyrri
part árs 1996 þar sem kemur
fram að tap bankans vegna
Lindar sé mun meira en 400
milljónir króna. „Þetta eru
allt upplýsingar sem
ráðherra hafði undir höndum
í margar vikur fyrir 3. júní
1996 þegar ég spurðist fyrir
um tapið vegna Lindar,"
sagði Asta og bætti því síðar
við að hann hefði þar með
verið að segja þinginu ósatt.
Hún vitnaði í orð ráðherra,
þegar  hann  svaraði  um-
ræddri   fyrirspurn   fyrir
tveimur árum, en þá sagði
hann  eftirfarandi:  „Þessar
heildarupplýsingar   liggja
fyrir og ég ítreka að ég
þekki þær ekki nákvæm-
lega. Ég hef reyndar heyrt
eins  og  háttvirtur  þingmaður  í
fjölmiðlum að tap bankans hafi verið
mikið vegna tiltekins fyrirtækis, en
ég treysti mér ekki til að fullyrða að
þær upplýsingar séu réttar."
Asta spurði því næst hvernig
Alþingi hefði átt að geta brugðist við
þegar viðskiptaráðherra hafði leynt
það upplýsingum. „Hann leyndi
þingið upplýsingunum þegar hann
var með upplýsingar sem fyrrver-
andi formaður bankaráðsins telur
nú að þurfi opinbera sakarannsókn
á. Hæstvirtur ráðherra brást upp-
lýsingaskyldu sinni gagn-
vart Alþingi fyrir tveimur
árum. Það er orðinn alger
trúnaðarbrestur     milli
þings og ráðherrans og það
er álitamál hvort hæstvirt- T"^-'~
um ráðherra sé sætt áfram á
ráðherrastóli. Svo mikill er trúnað-
arbresturinn," sagði Ásta
„Hefði reynt að snúa út úr"
Viðskiptaráðherra, Finnur Ing-
ólfsson, sagði í upphafi máls síns að
skýrsla  Ríkisendurskoðunar væri
Álitamál h\
viðskiptaráðl
sé sætt áfr
Þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi \
sagt sitt síðasta orð um málefni Lindar ]
gerir grein fyrir gagnrýni þeirra á við;
'.-¦¦"•; •¦_________í upphafi þingfundar í gæ
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir ræða máli
hafa þær fjallað um málefni Lindar á Alþingi.
Leyndi
þingið
upplýsingum
staðfesting á þeim upplýsingum,
sem hann hefði haldið fram á
Alþingi í fyrradag. En í skýrslu
Ríkisendurskoðunar kæmi fram að
bankinn hefði gengið í ábyrgðir fyr-
ir Lind hf. upp á 400 milljónir
króna. Hins vegar kæmi þar ekkert
fram hvert tap Landsbankans væri
vegna Lindar.
Þegar hér var komið sögu kallaði
Asta Ragnheiður fram í og sagði að
þessar upplýsingar hefðu hins veg-
ar ekki komið fram í umræðunni
um Lind fyrir tveimur árum. „Það
_______ er   hárrétt,   háttvirtur
þingmaður,"       sagði
ráðherra „vegna þess að
ef að ég hefði sagt það
fyrir tveimur árum að
¦"~""~ tapið væri 400 milljónir
króna eða ábyrgðir þar væru 400
milljónir króna þá býst ég við því
að háttvirtur þingmaður, eins og
hann gerir sér að leik hér hvað eftir
annað, hefði reynt að snúa út úr því
og sagt nú að sá sem hér stendur
hefði farið með rangar upplýsingar
gagnvart  þinginu.  Þess  vegna
passaði ég mig á því að fullyrða
ekkert um það hvert tapið væri
vegna þess að ég hafði ekki grein-
argóðar upplýsingar um það."
A eftir ráðherra steig Steingrím-
ur J. Sigfússon, þingmaður AJþýðu-
bandalags og óháðra, í pontu og
sagði: „Ég held að það sé
óhjákvæmilegt að horfast í augu við
það    að    hæstvirtur    við-
skiptaráðherra er í vondum málum
eins og sagt er nú til dags. Þetta er
sami hæstvirti ráðherrann og varð
það á hér í vetur að bera ábyrgð á
því að rangar upplýsingar voru
lagðar fyrir Alþingi. Nú kemur í
ljós að hæstvirtur ráðherra hefur
einnig með mjög alvarlegum hætti
algerlega brugðist upplýsinga-
skyldu sinni gagnvart Alþingi.
Engu að síður vísar hæstvirtur
ráðherra á Alþingi og reynir að
velta ábyrgðinni af sjálfum sér og
sínum herðum yfir á Alþingi með
því að vísa til þess að það hafi verið
Alþingi sem hafi kosið bankaráð
Landsbankans á sínum tíma," sagði
Steingrímur og var að vísa til orða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72