Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4     B     SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
?
Kommúnisminn er tal
dauða 85-100 milljóna
manna, en nasisminn
um 25 milljóna. Nas-
isminn er hvarvetna
fyrirlitinn en kommún-
ismann sjá menn víða í
rómantísku ljósi. Samt
eru fórnarlömb komm-
únismans fjórum sinn-
um fleiri. Hvers vegna
er það víða svo á Vest-
urlöndum að nasisminn
er álitinn hin „algera
illska", en kommúnism-
inn hálf-meinlaus
óþekkt við auðvaldið og
Bandaríkin? Jakob F.
Asgeirsson segir frá
umræðum sem spunn-
ist hafa um Svartbók
kommúnismans sem
gefin var út í Frakk-
landi í fyrra og er
fyrsta tilraun fræði-
manna til að rannsaka
ógnarverk kommún-
ismans á heimsvísu.
AATTATIU ára afmæli
valdaráns bolsévika í Rúss-
landi sl. haust kom út í
Frakklandi bók eftir
franska sagnfræðinga sem
áætluðu að fórnarlömb kommún-
ismans á þessari öld væru á milli
85 og 100 milljónir manna. Bókin
heitir „Le Uvre noir du commun-
isme - Crimes, terreur,
repression" eða Svartbók komm-
únismans - glæpir, ógn og kúgun.
Bók þessi hefur vakið geysimikla
athygli út um heim, en af einhverj-
um ástæðum hefur verið hljótt um
hana hér á landi. Hlýtur það að
teljast með nokkrum ólíkindum í
ljósi pólitískrar umræðu í þessu
landi á undanfórnum áratugum, en
málsvarar kommúnismans, sem
hér áttu meira undir sér en víðast
annars staðar á Vesturlöndum,
kölluðu það áratugum saman
„Moggalygi" þegar birtar voru
fréttir af ógnarverkum kommún-
istastjórna út um heim. Svartbók
kommúnismans er fyrsta tilraun
háskólamanna til að fjalla á fræði-
legan hátt um fórnarlömb komm-
únismans á heimsvísu. Fræði-
mennirnir komast að þeirri niður-
stöðu að kommúnistastjórnir beri
ábyrgð   á   dauða   55-72   milljóna
HITLER og Stalín - nasisminn og kommúnisminn - eru hliðstæður, ekki andstæður.
Það er ein meginniðurstaða Svartbókar kommúnismans.
manna í Kína, 20 milljóna í Sovét-
ríkjunum, 2,3 milljóna í Kambódíu,
2 milljóna í Norður-Kóreu, 1,7
milljóna í Afríkuríkjum, 1 milljónar
í Víetnam, 1 milljónar í Austur-
Evrópuríkjum og um 150.000
manna í Suður-Ameríkulöndum.
Samtals eru fórnarlömb kommún-
ismans því, sem fyrr segir, á bihnu
85-100 milljónir. Engin önnur
harðstjórn í samanlagðri sögu
mannkyns kemst í hálfkvisti við
harðstjórn kommúnismans - og má
til samanburðar nefna að fórnar-
lömb nasismans eru talin um 25
milljónir.
Svartbókin er geysimikil að
vöxtum, um 850 bls. Ellefu sagn-
fræðingar eiga ritgerðir í bókinni
og byggja þeir á frumrannsóknum
að miklu leyti, þ.á m. heimildum úr
nýopnuðum skjalasöfnum fyrrver-
andi kommúnistaríkja í Austur-
Evrópu. Sagnfræðingarnir eru allir
mikils virtir í heimalandi sínu.
Flestir hneigðust þeir til kommún-
isma á yngri árum, voru m.a.
maóistar og trotskistar. Þeir unnu
að bókinni í sátt og samlyndi, en á
lokasprettinum kom til nokkurs
ágreinings. Mestur ágreiningur
var um ýmsar fullyrðingar ritstjór-
ans, Stephane Courtois, í formála
og niðurlagi bókarinnar, t.d. þá
staðhæfingu hans að ógn væri höf-
uðeinkenni kommúnismans. Fyrir
þá sem aldrei hafa aðhyllst komm-
únisma sýnist þetta ekki róttæk
fullyrðing, en fræðimennirnir sem
hér áttu í hlut höfðu sem fyrr segir
allir laðast að þeirri stefnu og
væntanlega af annarri ástæðu en
hrifningu yfir ógnarverkum Sta-
líns. Þá voru ekki allir höfundar
bókarinnar jafnánægðir með þann
samanburð sem Courtois gerði á
kommúnismanum og nasismanum.
Tveir þeirra, Jean-Louis Margolin
og Nicholas Werth, drógu sérstak-
lega í efa þá ályktun Courtois að
leggja mætti að jöfnu múgmorð
(sem nasistar frömdu) á tilteknum
kynþáttum og múgmorð sem
fremja átti á stétt manna (og
kommúnistar frömdu). Ýmsir
höfðu áhyggjur af þessum deilum,
t.d. sagði Parísarblað sósíalista, Li-
beration, að deilurnar vörpuðu
skugga á það mikla framlag sem
bókin væri til skilnings á þeim
glæpum, ógnarverkum og kúgun
sem kommúnistaleiðtogar hefðu
gerst sekir um.
Útkoma bókarinnar olli nokkru
fjaðrafoki í Frakklandi. Kom til
harðra deilna í blöðum og á þingi,
en kommúnistar sitja nú í ríkis-
stjórn í Frakklandi í fyrsta skipti
síðan 1981. Blað kommúnista,
L'Humanité, lagði áherslu á að í
bókinni væri ekki sögð saga komm-
únismans, heldur brugðið upp
vissu sjónarhorni á þá glæpi og þá
kúgun sem framin hefði verið í
nafni kommúnismans! Gamli
stalínistinn Georges Marchais, sem
í rúma tvo áratugi var formaður
franska kommúnistaflokksins,
sagði örfáum dögum fyrir andlát
sitt að það væri fráleitt að halda
því fram að kommúnisminn væri
ekkert annað en stórkostlegt múg-
morð og minnast ekki á hvernig
hann hefði leyst fólk úr ánauð!
Svipaðar viðbárur heyrast jafnan
úr rauðum herbúðum á Islandi
þegar fjallað er um glæpi kommún-
istaleiðtoga. Eru þær af sama
meiði og viðbárur nasista sem
segja jafnan þegar minnst er á
ódæðisverk Hitlers að ekki megi
gleyma því að hann hafi upprætt
atvinnuleysið í Þýskalandi og kom-
ið á röð og reglu í landinu!
Svartbókin vakti einnig mikið
umtal í Þýskalandi, ekki síst vegna
samanburðarins við nasismann. En
athyglin í Bretlandi og Bandaríkj-
unum hefur verið í minnsta lagi.
Ástæðan er vafalaust sú að í þess-
um löndum hefur ekki verið farið
dult með ógnarverk kommúnism-
ans allt frá upphafi kalda stríðsins
og stefnan átt þar fáa formælend-
ur. Demókratar voru við stjórnvöl-
inn í Bandaríkjunum þegar kalda
stríðið hófst og Verkamannaflokk-
urinn sömuleiðis i Bretlandi. I báð-
um löndum var nánast einhugur
um stefnuna í utanríkismálum. I
Frakklandi - og einnig á íslandi -
bjuggu menn hins vegar við öflug-
an kommúnistaflokk sem neitaði
statt og stöðugt að horfast í augu
við staðreyndir og breiddi út áróð-
ur um kommúnismann og ríki hans
áratugum saman. I báðum löndum
hafa marxistar og Sovétvinir verið
ráðandi í umræðum menntamanna.
Þess vegna eru enn óuppgerðar
sakir á umræðuvettvanginum,
jafnt á íslandi sem í Frakklandi.
Ritstjórinn, Stephen Courtois,
segir í formála bókarinnar að stað-
reyndir verði ekki umflúnar,
kommúnistastjórnir hafi gengið af
85-100 milljónum manna dauðum,
en nasistar 25 milljónum. Hann
kannast fúslega við að nasisminn
og kommúnisminn hafi um ýmis-
legt verið ólíkir í framkvæmd, en
margt hafi þeir engu að síður átt
sameiginlegt. I báðum kerfunum
hafi verið um að ræða einn flokk,
drottnun einnar hugmyndafræði,
alræði flokks yfir stjórnarstofnun-
um, leiðtogadýrkun og fjöldaógn.
Hann segir að aðferðir þær sem
Lenín hafi tekið upp, og Stalín og
hans líkar fullkomnað, minni ekki
aðeins á aðferðir nasista heldur
hafi þær flestar verið Hitler bein
eða óbein fyrirmynd. Þá telur Co-
urtois að ekki sé eðlismunur á kerf-
isbundinni útrýmingu nasista á
gyðingum og markvissri útrým-
ingu kommúnista á tílteknum
stéttum - og skilgreinir hvort
tveggja sem „glæpi gegn mann-
kyni". Courtois bendir einnig á að
hneigð kommúnistastjórna til „var-
anlegs borgarastríðs", þ.e. að beita
þegnana stöðugu ofbeldi, byggist á
fræðilegum grunni - kenningum
marxismans um stéttastríðið, hina
„ofbeldishneigðu ljósmóður sög-
unnar". Á sama hátt sé ofbeldi nas-
ismans að einhverju leyti byggt á
kenningum samfélagsdarwinism-
ans um úrval þjóðanna sem skuli
drottna yfir lítilmótlegri kynþátt-
um. Ennfremur hafi hvorki nasist-
ar né kommúnístar myrt fórnar-
lömb sín vegna þess að þau hefðu
brotið eitthvað sérstakt af sér,
heldur fyrst og fremst vegna upp-
runa þeirra (ætternis eða stéttar).
Courtois vekur athygli á því að
geysimikið hafi verið ritað um
glæpi nasismans, en engin heildar-
úttekt hafi fyrr verið gerð af fræði-
mönnum á glæpum kommúnism-
ans. Astæðan sé m.a. hversu marg-
ir menntamenn hafi smitast af
byltingarhugmyndum marxismans,
ekki síst í Frakklandi. Courtois
vekur þannig máls á samsekt
þeirra Vesturlandamanna sem
gerðu Lenín, Stalín, Maó, Fidel
Castro eða Pol Pot að hetjum sín-
um og útbreiddu áróðurslygar
þeirra. Eins og fleiri á Courtois
erfitt með að sætta sig við hvernig
þessir menn hafa komist upp með
að yfirgefa het.iur sínar þegjandi
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20