Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44   SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
.>
BJORGVIN
JÖRGENSSON
+ Björgvin Jörg-
ensson fæddist í
Merkigerði á Akra-
nesi hinn 21. júlí
1915. Hann lést á
Héraðssjúkrahúsinu
á Blönduósi hinn 26.
febrúar sfðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jörgen V.
Hansson, vélstjóri og
smiður, fæddur á
.  Elínarhöfða     við
Akranes 20. nóvem-
ber 1881, d. 8. febrú-
ar 1953 á Akranesi,
og Sigurbjörg Hall-
dórsdóttir, fædd 13. júní 1891 á
Austurvöllum á Akranesi, d. 2.
september 1977. Björgvin var
fjórði í röð sex systkina. Þau eru:
Hallddr, smiður og útfararstjóri
á Akranesi, f. 24. júní 1911, d. 25.
mars 1988; Hans, skólastjóri, f. 5
jiíní 1912; Sigrún, f. 10. október
1913, d. 17. mars 1937; Ingibjörg,
f. 2. maí 1922, d. 30. mars 1936;
Guðrún, húsmdðir og skrifstofu-
maður, f. 4.7.1929.
,•>    Kveðja frá Landssambandi
' KFUM og KFUM og KFUM og K
á Akureyri.
Daginn lengir, sól hækkar á
lofti og vetur konungur linar brátt
tök sín. Vorið er á næsta leiti.
Aldrei vitnar náttúran eins sterk-
lega um mátt lífsins. Hærra og
hærra stígur á himinból, hetjan
lífsins sterka hin milda sól. Geisla-
straumum hellir á höf og fjöll.
Hlær svo roðna vellir og bráðnar
v mjöll. Svo kveður séra Friðrik
Friðriksson. Það virðist því í fljótu
bragði vera í mótsögn við framan-
ritað, að hugsa um dauða og endi
lífs. Engu að síður er það stað-
reynd að góður vinur og félagi,
Björgvin Jörgensson, hefur verið
kallaður burtu úr þessum heimi,
„heim til Jesú, heim að gista, hina
endurleystu jörð". Björgvin var
vormaður í mörgum skilningi.
Hann var boðberi lífs og sigurs.
Ungur stóð hann á krossgötum
lífsins og fannst Guð spyrja: Vilt
þú verða kristniboði eða starfs-
maður minn, þar sem ég set þig?
Honum fannst sem svarið við
þessari spurningu væri upp á líf
¦> eða dauða. Og svar hans var: Góði
Guð, ég vil vera þar sem þú vilt.
Hjálpaðu mér til þess að finna
hvar það er. Hlýðinn köllun sinni,
fór Björgvin til Akureyrar. Hann
hóf kennslu við Barnaskóla Akur-
eyrar og kenndi þar í áratugi.
Hann var kennari af Guðs náð
hvort heldur var um að ræða al-
menna kennslu eða söngkennslu.
Hann var brautryðjandi sem
stjórnandi barnakóra og náði
undraverðum árangri bæði með
Barnakór Borgarness og síðar
með Barnakór Akureyrar. Öll sín
störf vann hann af trúmennsku.
En „aðalstarf' Björgvins var samt
^ ekki hið hefðbundna kennslustarf.
Björgvin kynntist á unga aldri
séra Friðriki Friðrikssyni og
KFUM. Strax og hann flutti til
Akureyrar, hafði hann hug á að
stofna þar KFUM-félag. Hann hóf
Björgvin kvæntist
hinn 22. ágúst 1945
Bryndísi Böðvarsdótt-
ur kennara, f. 13. maf
1923, d. 13. desember
1963. Foreldrar henn-
ar voru Böðvar
Bjarnason, prófastur á
Hrafnseyri við Arnar-
fjörð, f. 18. apríl 1872,
d. 11. mars 1953, og
seinni kona hans, Mar-
grét Jónsdóttir, f. 30.
jiíh' 1893, d. 24. júní
1976. Börn þeirra eru
1) Ingibjörg, búsett á
Skagaströnd, f. 21. júí
1946, gift Steindóri R. Haraldssyni.
Þau eignuðust tvær dætur; Bryn-
dfsi Halldóru, f. 1972, d. 1990, og
Aðalheiði Mörtu, f. 1974. 2) Böðv-
ar, búsettur á Akranesi, f. 20. sept-
ember 1947, kvæntur Ástríði
Andrésdóttur, f. 25. febrúar 1956.
Þau eiga þrjú börn: Elísabetu, f.
1973, Elsu Margréti, f. 1977, og
Andrés Björgvin, f. 1980. Börn
Böðvars frá fyrra hjónabandi eru
Ágúst, f. 1971, og Bryndís, f. 1972,
starf meðal ungra drengja og
leiddi það loks til þess að árið 1951
var KFUM formlega stofnað á
Akureyri. Að telja upp allt það,
sem Björgvin kom í verk á vett-
vangi félagsstarfsins, er ógjörn-
ingur í stuttri minningargrein, en
verður vonandi einhvern tímann
sett á blað öðrum til fróðleiks og
eftirbreytni. Ekki má gleyma hlut
eiginkonu Björgvins, Bryndísar
Böðvarsdóttur, mannkostakonu,
sem stóð fast við hlið manns síns í
lífi og starfi. Bryndís lést langt um
aldur fram, aðeins 41 árs að aldri.
Björgvin lifði og starfaði á Akur-
eyri í meira en hálfa öld og skildi
eftir sig mikil og góð spor. Hann
var síungur í anda, síungur í
trúnni, glaður í Drottni. Köllun
hans var að boða fagnaðarerindið
um Jesúm Krist. Hann vitnaði af
krafti um þann frelsara, sem hann
hafði fengið að þjóna svo lengi. Að
vera farvegur Guðs náðar var hon-
um allt í þessu lífi. Og hann var
viðbúinn að mæta Drottni sínum.
Á kristilegu móti að Löngumýri í
Skagafirði sl. sumar, sagði Björg-
vin: Ég er nú orðinn gamall og fer
sjálfsagt að kveðja, en ég er ekki
hræddur við að deyja. Og hinn 16.
febrúar sl. hafði Björgvin svo sinn
síðasta Biblíulestur, með heimilis-
fólki á dvalarheimili aldraðra.
Hann var að til hinstu stundar
þessi eldhugi trúarinnar. Og nú er
hann kvaddur með virðingu og
þökk, af þeim mörgu, sem fyrir
hans orð og vitnisburð, eiga það
líf, sem öllum þeim er heitið, sem
trúa á Jesúm Krist. Börnum
Björgvins, Ingibjörgu, Böðvari og
Margréti, og öðrum ættingjum, er
vottuð innileg samúð. Blessuð sé
minning hins trúa þjóns, Björg-
vins Jörgenssonar.
•Iiín Oddgeir Guðmundsson.
Við fráfall Björgvins Jörgens-
sonar er genginn góður æskulýðs-
leiðtogi og einlægur kristinn bróð-
FASTEIGN ER FRAMTID
FASTEIGNA
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík,
fax 568 7072
SIMI 568 77 68
MIÐLUN
Sverrir Kristjánsson
lögg. fasteignasali
Opið í dag frá kl. 13.00-15.00
Stóriteigur — endaraðhús
Til sölu gott endaraðhús á einni hæð ca 146,6 fm með innb. bílskúr
og ca 45 fm rými (kjallara. Góður garður og sólpallur. Húsið skiptist
þannig: Forstofa, forstofuherbergi, hol opnast í stóra stofu, eldhús,
svefnálma með þremur svefnherb. og góðu baði. Úr holi er stigi
niður í kjallara þar sem er sjónvarpsherbergi, þvottaherbergi og
geymsla. Öll eignin er í góðu ástandi. Garður fullræktaður. Hiti í
stéttum og plani. Áhv. ca 7 millj.
gift Guðsteini Hauki Barkarsyni.
Barn þeirra er Rakel Eva, f. 1998.
Fyrir átti Bryndís Alexander
Ingvarsson, f. 1991 3) Margrét,
búsett á Akureyri, f. 5. nóvember
1949, gift Sigurvini Jóhann-
essyni. Þau eiga tvo syni, Bjarna
Randver, f. 1968, og Jóhann Þór,
f. 1971.
Björgvin ólst upp á Akranesi,
en fluttist unglingur í Hafnar-
fjörð og hóf nám í rafvirkjun.
Hann lól af því námi og fór í
Kennaraskólann og útskrifaðist
þaðan kennari. Hann hóf störf við
Miðæjarskólann en gerðist síðan
kennari í Borgarnesi og síðar á
Akureyri 1946. Björgvin kenndi
söng jafnframt almennri kennslu
og stofnaði barnakóra bæði í
Borgarnesi og á Akureyri, þar
sem hann setti einnig á stofn
KFUM-félög. Hann var ötull í því
starfi allt fram á efri ár, þrátt
fyrir alvarlegt vinnuslys er hann
lenti í í Sementsverksmiðju ríkis-
ins 1958, nokkru áður en hún tök
til starfa. Björgvin fluttist frá
Akureyri til Skagastrandar árið
1997 og bjó þar á Ðvalarheimili
aldraðra til dauðadags.
Útfðr Björgvins fer fram frá
Glerárkirkju á Akureyri mánu-
daginn 8. mars klukkan 14.
ir. Eftir Björgvin liggja spor sam-
felldrar þjónustu er hafði það eitt
markmið að leiða unga sem aldna
til trúar á Jesú Krist. Hann dró
aldrei af sér í því starfi jafnvel
þótt á móti blési og allt fram á
hinstu stundu hafði hann Biblíu-
lestra fyrir samferðafólk sitt og
vann að þýðingum á kristilegu
lestrarefni.
Þegar Björgvin var 12 ára fór
hann á samkomu á Akranesi hjá
Ólafi Ólafssyni kristniboða og
varð fyrir miklum trúarlegum
áhrifum. Frásögur Ólafs af
kristniboðinu í Kína greiptust í
huga unga drengsins og hann varð
mjög upptekinn af kristniboðsköll-
uninni. Kristniboð bæði hér heima
og meðal fjarlægra þjóða urðu síð-
ar köllun hans og lagði hann sig
allan fram við að breiða Guðsríkið
út um heim.
Á skólaárum sínum í Kennara-
skólanum í Reykjavík kynntist
hann KFUM og æskulýðsleiðtog-
unum Friðriki Friðrikssyni og
Magnúsi Runólfssyni. Kynni
Björgvins af þessum ágætu mönn-
um höfðu djúptæk áhrif á hann og
mótuðu lífssýn hans og köllun.
Árið 1946 flutti Björgvin ásamt
eiginkonu sinni, Bryndísi Böðvars-
dóttur, sem einnig var kennari, til
Akureyrar og hófu þau kennslu við
Barnaskóla Akureyrar. Má segja
að þá hafi orðið mikilvæg kafla-
skipti í lífi þessara ungu hjóna því
á Akureyri beið þeirra mikið og
fjölbreytt starf. Fyrsta árið sitt á
Akureyri eða haustið 1946 hóf
Björgvin KFUM-starf á meðal
ungra drengja sem átti eftir að
vaxa og dafna æsku Akureyrar til
heilla og blessunar. Björgvin stofn-
aði einnig þá kór Barnaskólans á
Akureyri sem hann stjórnaði í
fjölda ára.
Arin sem þau hjónin áttu saman
á Akureyri urðu afar erilsöm. Þau
voru ávallt reiðubúin til að takast á
við ný verkefni. Björgvin var m.a.
einn af stofnendum Gídeonfélags-
ins á Akureyri og tók þátt í að end-
urvekja Kristniboðsfélag karla í
bænum. Starf KFUM og KFUK
fór fram í kristniboðshúsinu ZÍON
og þar tóku þau hjónin virkan þátt
í samkomuhaldi. Alltaf var heimili
þeirra opið fyrir gestum og gang-
andi. Gestrisni og hlýja einkenndi
framkomu þeirra alla tíð. Starfs-
menn Sambands ísl. kristniboðsfé-
laga er ferðuðust um landið voru
jafnan velkomnir á heimili þeirra
og kristniboðið átti sérstakan sess í
hjörtum þeirra.
Er ég gekk í Gagnfræðaskóla
Akureyrar lá leiðin ekki sjaldan
heim í Grænumýrina til að ræða
við Björgvin og oftast var rætt um
andleg málefni og starf KFUM. Á
ég vini mínum mikið að þakka en
samtöl okkar og samstarf á þeim
árum er ég átti heima á Akureyri
höfðu djúp áhrif á mig og áttu þátt
í því að móta líf mitt og störf síðar.
Með línum þessum kveð ég góð-
an vin og samstarfsmann. Ég vil
einnig fyrir hönd kristniboðsvina
og Sambands ísl. kristniboðsfé-
laga þakka gott og mikið sam-
starf, stuðning og fyrirbænir. Án
manna eins og Björgvins væri
kirkjan og kristnilífið ekki sem
skyldi. Hann var leiðtogi með köll-
un frá Guði.
Ég votta börnum hans, tengda-
börnum og barnabörnum innilega
samúð og bið góðan Guð að blessa
þau og styrkja.
Jónas Þórir Þórisson,
formaður  Sambands ísl.
kristniboðsfélaga.
„Nú er á brautu borinn
vigurskær..."
(J.H.)
Vinur góður og kær, sem lengi
hefur barist trúarinnar góðu bar-
áttu, hefur nú fullnað skeiðið. Já,
og hann varðveitti vissulega þá lif-
andi trú á hinn krossfesta og upp-
risna, sem hann ungur eignaðist,
og með „lífið í Jesú nafni" (Jóhs.
20,31). Því leyndi hann ekki.
Fundum okkar - og síðar sam-
eiginlegs bróður og vinar, Þórðar
Möller læknis, er lést langt um
aldur fram - blessuð sé hans
minning - bar fyrst saman við
skátaskálann í Lækjarbotnum,
þegar ég var á fermingaraldri. Ég
var þá að byrja göngu mína með
Væringjum, skátasveitinni, sem
séra Friðrik stofnaði. Ég veitti
strax athygli þessum frísku og
myndarlegu vinum og foringjum
meðal skáta, Þórði og Björgvini.
Eg átti eftir að fá að njóta þeirra
góðu og jákvæðu áhrifa, mér til
mikils góðs. Fyrir það finn ég nú
löngun til að þakka, enn og aftur,
þegar þeir vinirnir eru nú báðir
gengnir á „Guðs síns fund". og
fjölmargar minningar „taka að
tala", en þær verða ekki allar
raktar hér. Tvennt er mér efst í
huga. Eitt sinn sem oftar, er ég
kom til dvalar í sumarbúðum
KFUM í Vatnaskógi, þá var
Björgvin einn af foringjunum þar.
Hann fagnaði mér vel og bauð mér
í tjald sitt. Hann tók fram Biblíu
sína og las fyrir okkur eftirfar-
andi: „Baráttan sem vér eigum í,
er ekki við menn af holdi og blóði,
heldur við tignirnar og völdin, við
heimsdrottna þessa myrkurs, við
andaverur vonskunnar í himin-
geimnum. Takið því alvæpni Guðs,
til þess að þér getið veitt mótstöðu
á hinum vonda degi og haldið
velli". (Ef. 6,12) Síðan þakkaði
hann í bæn, Guði, sem gefíð hafði
okkur lífið í ljósinu hjá og með
Honum og bað mér og drengja-
hópnum í Lindar-rjóðri allrar
blessunar á þessum björtu og
góðu sumardögum, þegar við með
mikilli gleði sungum m.a: „Ég þrái
líf í ljósi og náð, það líf er skín í
sannri dáð, mig langar til í lengd
og bráð, að lifa þér, ó, Jesús."
Þessi þrá hefur vaknað í brjóst-
um óteljandi drengja, sem notið
hafa dvalar í þessum blessuðu búð-
um í Vatnaskógi. Svo er enn og
yerður vonandi um ókomna tíð.
Önnur minning, ekki eins björt.
Það mun hafa verið 1947-48. Ég
og eiginkona mín, Inga, vorum þá
búsett og við störf í Kaupmanna-
höfn. Dag einn hringir til mín á
skrifstofuna vinur og félagsbróðir í
Reykjavík, Steinar Þórðarson hjá
Bókaversl. Sigf. Eymundssonar í
Austurstræti og biður mig fara út í
flughöfnina í Kastrup til að taka á
móti vini okkar Björgvin Jörgens-
syni, sem orðið hafði fyrir alvar-
legu slysi við byggingu steypu-
stöðvarinnar á Akranesi, er
steypufata féll þar á höfuð honum.
Við hjónin tókum á móti þessum
kæra vini í Kastrup, nær dauða en
lífi, og fluttum hann á spítala, þar
sem hann gekkst undir aðgerð hjá
hinum færasta lækni. Og aðgerðin
heppnaðist eins vel og nokkur tök
voru á þótt Björgvin bæri síðan
glöggt merki þessa mikla áfalls.
Eiginkona Björgvins, Bryndís,
systir hins þekkta og vinsæla tón-
listarmanns, Bjarna Böðvarssonar,
hún átti ekki heimangengt með
manni sínum strax eftir slysið, en
kom til Hafnar fáum dögum síðar.
Á þessum tíma áttum við fjögur
margar góðar samverustundir á
Hafnarslóð. Bryndís tók þar bílpróf,
leigði bifreið og gat því flutt og ann-
ast mann sinn eins og best var á
kosið. Þarna syrti að, en mér fannst
sem ég heyrði Björgvin raula: „Þótt
veröldin viti ei á Guðs orði skil, og
vilji það efa að sólin sé til, þá veit ég
af raun að hún vermir og skín, ég
veit hver mér líknar og sælan er
mín." Og sú vissa hvarf ekki frá
honum, hvorM í blíðu né stríðu,
heldur ekki þegar hans kæra Bryn-
dís var frá honum kölluð - langt um
aldur fram. - Ég vitjaði vinar míns,
Steinars Þórðarsonar, fyrir nokkru
síðan á Reykjalundi, þar sem hann
hefur dvaliist í ein 7 ár. Gott var að
sitja hjá honum og rifja upp þá
gömlu, góðu daga og einnig hina, er
við um skamma stund urðum að
hryggjast í margs konar raunum (1.
Pét. 3.6.-9). Þá var rifjað upp m.a.
símtalið forðum og við minntumst
Björgvins með þökk og gleði. Og á
aðventunni skrifaði ég Björgvin og
sendi honum nokkrar myndir af
okkur og vininum og lækninum
góða, Þórði, í Vatnaskógi, svo við
gætum aftur glaðst við minningarn-
ar frá ungu dögunum. Já, við feng-
um að lifa ríku og góðu lífi, þrátt
fyrir allt og allt.
Ég blessa minningu Björgvins
og votta ástvinum hans öllum inni-
lega samúð og bið þeim allrar
blessunar Guðs í bráð og lengd.
Hermann Þorsteinsson.
Kveðja frá KFUM í Reykjavík
„Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir
litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég
setja þig. Gakk inn í fógnuð herra
þíns." (Matt. 25:21).
Þannig er að leiðarlokum tekið á
móti þeim sem hafa kappkostað að
ávaxta talentur sínar. Guði til dýrð-
ar og náunganum til blessunar.
Þess vegna eiga þessi orð vel við er
við kveðjum og þökkum fyrir
Björgvin Jörgensson.
Ungur að árum ákvað hann að
helga Jesú Kristi líf sitt og leggja
starfskrafta sína fram í þágu Guðs-
ríkisins.
Björgvin hreifst af hugsjón sr.
Friðriks Friðrikssonar og lét ekk-
ert aftra sér frá því að hrinda
henni í framkvænd á Akureyri. Þar
stofnaði hann KFUM og var leið-
togi þess félags framundir það að
hann fluttist til Skagastrandar en
þar bjó hann síðustu æviárin í ná-
grenni við dóttur sína og fjölskyldu
hennar.
Björgvin var stórhuga baráttu-
maður og harður af sér. Líkamleg
fötlun í kjölfar slyss aftraði honum
t.d. ekki frá því að aka landshlut-
anna milli eða vera með drengjun-
um á Hólavatni og ekki var hann
að barma sér eða kvarta. Viljinn
var ódrepandi.
Á lífsgöngunni þurfti hann að
horfast í augu við margvíslegt mót-
læti en bugaðist aldrei heldur hélt
ótrauður áfram þá braut sem hann
hafði ákveðið að ganga.
Björgvin var fyrst og fremst sí-
starfandi að málefni kristindóms-
ins. Hann var alltaf upptekinn af
því að vitna um trú sína og starfa á
vettvangi kristinnar kirkju, hvort
sem það var drengjastarf KFUM í
Síon eða með biblíulestrum í söfn-
uðunum á Akureyri.
Guði séu þakkir fyrir hugsjóna-
manninn Björgvin Jörgensson. Líf
hans hefur sannarlega borið ávöxt
öðrum til blessunar og Guði til
dýrðar.
Við samfógnum honum með að
hafa nú fengið lausn og hvíld; feng-
ið að sjá frelsara sinn og sameinast
kærum ástvinum sem á undan eru
farnir.
Sr. Ólafur Jóhannsson lor-
maður KFUM í Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64