Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ1999 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR KEFLVÍKINGAR rótburstuðu lið Þórs frá Akureyri í Keflavík á sunnudaginn 138:94 eða með 44 stiga mun. Þar með tryggðu Keflvíkingar sér deildarmeist- aratitilinn og fengu í leikslok afhentan deildarbikarinn. í leiknum settu Keflvíkingar nýtt met í þriggja stiga skorun og jafnframt var þetta 41. sigur þeirra í röð á Þórsurum. Kefl- víkingar settu 24 þriggja stiga körfur í leiknum en gamla metið var 20 þriggja stiga körfur í leik. Síðast tapaði Keflavík fyrir Þór 19. janúar 1981, þá á Akureyri. í hálfleik var staðan 73:53. Ekki þarf að fara mörgum orðum um leik liðanna að þessu sinni. Keflvíkingar náðu fljótlega yfír- burðastöðu og segja Bjöm rná að körfunum hafí Blöndal hreinlega rignt yfír skrífar norðanmenn í öllum útgáfum. Akureyring- ar höfðu ekki erindi sem erfiði suð- ur með sjó að þessu sinni, en þeir eiga samt athyglisverða unga leik- menn sem með meiri reynslu gætu orðið harðskeyttir. Vamarleikurinn var ekki í hávegum hafður eins og stigaskorið segir til um. Fljótlega varð ljóst að heimamenn áttu sér takmark í þriggja stiga skorun. Þar létu þeir vaða á súðum og tókst ætl- unarverkið. Leikurinn varð aldrei spennandi en margt laglegt mátti sjá hjá báð- um liðum, sem einnig gerðu mörg mistök. Bestu menn í liði Keflavíkur vora Damond Johnson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson og Hjörtur Harðarson. Bestir í liði Þórs voru Brian Reese, Magnús Helgason, Óðinn Ásgeirsson og hinn síungi Konráð Óskarsson. Njarðvíkingar sigruðu í nágrannaslagnum Það er alltaf öruggt að þegar Gr- indavík og Njarðvík eigast við er boðið upp á baráttuleik. Sú var líka raunin í þessum Garðar Páll leik °g höfðu gestirnir Vignisson betur, skoruðu 79 stig skrífar gegn 73 stigum heimamanna sem voru yfir í hálfleik, 37:36. Þegar þessi leikur hófst var ljóst að Njarðvíkingar væru öruggii' í öðru sæti en heimamenn voru í harðri bar- áttu um þriðja sætið við KR og KFÍ. Heimamenn komu því einbeittir til leiks en gekk illa að fínna takt í leikn- um. Njai’ðvíkingar virkuðu áhugalitl- ir og spiluðu frekar rólega sem þeirra er nú ekki vani. Fyrri hálfleik- ur var nánast jafn allan tímann og áttu þeir Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík og Bergui' Hinriksson hjá Grindavík stórleik í hálfleiknum. Þeir skoruðu sín tólf stigin hvor og virk- uðu oft og tíðum einu mennii'nir sem einhverju gátu áorkað. Eitthvað hefur Friðriki Inga Rúnarsson, þjálfara Njarðvíkinga, leiðst hægur leikur sinna manna í fyrri hálfleik því að í síðari hálfleik var allt annað að sjá til gestanna. Þeii' gerðu nánast út um leikinn á 4 mínútum og voru komnir með 14 stiga forskot. Þrettán mínútur er langur tími í körfuknattleik og 14 stiga forskot er fljótt að fara og það fengu gestimir að reyna. Eftir rétt rúmlega 17 mínútna leik var staðan orðin 66:67 og allt gat gerst. Njarð- víkingar héldu þó haus og sigu fram úr á síðustu mínútunum og höfðu sigur, skoruðu 79 stig gegn 73 stig- um Grindvíkinga. „LANDIÐ er kalt, fólkið er hlýtt,“ segir Limor Mizrachi frá ísrael. Morgunblaðið/Golli Bestir í liði gestanna var áður- nefndur Friðrik sem átti fínan leik en oft var barið hressilega á honum og þá átti Teitur góðan leik, sér- staklega í vörninni. Hjá heima- mönnum átti Bergur Hinriksson skínandi leik í fyrri hálfleik en spil- aði lítið í þeim síðari. Aðrir hjá heimamönnum voru ekki áberandi þó liðið spilaði góða vöm lengstum. Friðrik Ingi, þjálfari Njai’ðvík- inga, hafði þetta að segja að leikslokum. „Þetta var bamingur í fyrri hálfleik en vörnin var betri hjá okkur í síðari hálfleik. Við náðum þá góðu forskoti og þótt við gerðum okkur seka um að vera værukærir er á leið þá hafðist þetta. Það var óþarfí að hleypa þeim inn í leikinn og við vomm dálitla stund að átta okkur á svæðisvörninni. Eftfr að við gáfum okkur tíma í sóknina þá kom þetta.“ Öruggt hjá Tindastóli Tindastóll vann sinn ellefta leik á keppnistímabilinu er það lagði KR að velli á heimavelli, 93:84 á gm sunnudagskvöldið. Björn Heimamenn höfðu for- Bjömsson ystu í leiknum frá upp- skrífar hafí til enda og gáfu hvergi eftir á lokakafl- anum. Amar Kárason var í miklum baráttuham og einnig lék John Woods vel svo og Valur Ingimund- arson. Nánast allan fyrri hálfleikinn fóra heimamenn á kostum, lékum einhvern besta vamarleik sem þeir hafa sýnt á heimavelli í vetur og gengu nánast í gegnum vöm KR- inga eins og þeim sýndist. Heima- menn vora yfír 48:34 og búnir að leggja grunninn að sigri sínum. Lið gestanna virtist gjörsamlega heillum horfið, ekkert gekk upp, hvorki í sókninni né vörninni. Keith Vassel og Jesper Söresen léku ágætlega og hjá KR Þórsarar rótburstaðir á 1 í Keflavík Hefgefið ákveðið loforð Iikið hefur verið ritað og rætt um erlenda leikmenn í ís- lenskum körfuknattleik. Sitt sýnist hverjum um gæði leikmannanna og vilja sumir meina að félögin hafi farið offari í að ráða til sín leik- menn án þess að vita nægilega mikið um þá. Félögin séu að lenda of oft í því að ráða til sín menn sem standa ekki undir væntingum, hafi lækkað um allnokkra sentimetra á leiðinni yfír hafið og þar fram eftir götunum. Kvennaflokkur KR hefur aftur á móti dottið í lukkupottinn. ísraelska landsliðskonan Limor Mizrachi hefur styrkt liðið mikið og var það þó á góðri siglingu áður en hún kom, hafði sigrað alla leiki sína í vetur í deildinni og þá varð KR-liðið bikarmeistari á dögunum. Limor leikur stöðu leikstjómanda og hæfileikar hennar era gífurleg- ir. Hún hefur boltameðferð, hraða, leikskilning og skotnýtingu sem er með því besta sem sést hefur hér á landi, auk þess að leika góða vörn. Greinarhöfundur hitti Lumar að máli á dögunum og forvitnaðist um hagi hennar, feril og tildrög þess að hún kom hingað til lands. Byrjaði ung Limor er 28 ára og hefur leikið körfubolta frá því hún var sex ára. ísraelska landsliðskonan í körfuknattleik, Limor Mizrachi, fékk boð um að leika á Islandi þegar hún var stödd í Bandaríkjunum. Hún sló til og leikur með hinu sigursæla KR-liði. Halldór Bachmann ræddi við Limor og forvitnaðist um hagi hennar, feril og tildrög þess að hún kom hingað til lands. „Þegar ég var sex ára var ég strax farin að reyna mig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Eg stundaði knatt- spymu, sund og blak auk körfuknattleiks, sem ég kunni best við.“ Atta ára hóf hún að leika körfuknattleik á fullum ki-afti með félagsliðinu Bney-Yehoda í Tel Aviv, en með liðinu lék hún til átján ára aldurs. Liðið varð Israelsmeist- ari árið 1987 þegar Limor vai’ 17 ára. Þrettán ára var hún valin í ung- lingalandsliðið og tveimur áram síðar, fimmtán ára gömul lék hún fyrst með kvennalandsliði Israels. Með landsliðinu hefur hún leikið síðan, ef undan er skilið eitt ár sem hún gegndi herskyldu. Að her- skyldu lokinni hélt Limor til Bandaríkjanna þar sem hún var eitt ár við nám í Maryland-háskóla auk þess að leika körfubolta með hði skólans. Hún hélt síðan aftur til Israels og lék þar í sjö ár með ýms- um liðum. Þá lá leiðin að nýju til Bandaríkjanna, að þessu sinni til að leika í bandarísku atvinnu- mannadeildinni ABA, sem talin var besta atvinnumannadeild kvenna í heimi. Símtal frá íslandi „Það vai’ veralegt áfall þegar ABA-deildin varð gjaldþrota í des- ember 1998. Ég var á leiðinni heim þegar ég fékk símtal frá Islandi." Það vill svo til að umboðsmaður Limor er helsti tengiliður Sigurðar Hjörleifssonai’, sem hefur átt þátt í komu margra körfuknattleiks- manna til Islands. „Það var Sigurð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.