Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   C   MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
IÞROTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Keflavík
hafði sigur
Garðar Páll
Vignisson
skrífar
GESTIRNIR höfðu betur í ná-
grannaslag Grindavíkur og
Keflavíkur í Grindavík í gær-
kvöldi, 88:79.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflavíkur, var að vonum
kampakátur að leik loknum og hafði
þetta um leikinn að
segja: „Þetta var
hörkuleikur, barning-
ur og menn tókust á,
enda tvö góð lið að
keppa. Sóknarleikurinn var slakur
hjá báðum liðum en hjá okkur sér-
staklega í upphafi beggja hálfleikja.
Þetta gekk í lokin, við breyttum hug-
arfarinu, spiluðum svæðisvörn og
gerðum þetta saman."
Fyrri hálfleikur hófst með miklum
látum heimamanna sem spiluðu án
Astralans sterka, Paul Denman, sem
var með flensu og gat ekki leikið.
Það kom því á óvart hve grimmir
þeir voru og eftir þriggja mínútna
leik var staðan orðin 12:0 og Kefla-
vík tók leikhlé. Gestirnir náðu þó
fljótlega takti við leikinn og kropp-
uðu forskot heimamanna hægt og
bítandi niður. Staðan í hálfleik var
47:38.
Heimamenn hófu seinni hálfieik
eins og þann fyrri en nú beið Sigurð-
ur Ingimundarson, þjálfari Kefivík-
inga, ekki jafnlengi og í fyrri hálf-
leik. Eftir 7 stig heimamanna í röð
og algjört ráðaleysi gestanna tóku
Keflvíkingar leikhlé eftir tæpar tvær
mínútur. Munurinn enda orðinn 16
stig heimamönnum í vil. Eins og áð-
ur gafst leikhléið vel og Keflvíkingar
minnkuðu forskotið hægt og bítandi.
Kaflaskipti urðu síðan þegar um 8
mínútur voru til leiksloka í stöðunni
69:65. Þá hrökk allt í baklás hjá
heimamönnum, þeir náðu ekki að
leysa svæðisvörn gestanna sem skor-
uðu 15 stig í röð. Þeir héldu haus til
leiksloka og sigruðu, 79:88.
Bestir í liði heimamanna voru
Warren Peeples og Páll Axel Vil-
bergsson, sem kunni greinilega vel
við sig í sínu gamla hlutverki. Hjá
gestunum átti Gunnar Einarsson
góðan leik og hélt sínum mönnum oft
inni í leiknum með mikilvægum
þriggja stiga körfum, Damon John-
son átti að venju góðan leik en mað-
urinn sem skóp þennan sigur var án
efa Fannar Olafsson, sem spilaði
mjög góða vörn í síðari hálfleik auk
þess að skora 9 af sínum 11 stigum í
seinni hálfleik og raunar á síðustu 8
mínútunum.
KFÍ sýndi klærnar
Eg er ánægður með þennan sigur
og þann öfluga stuðning sem við
fengum. Við sýndum að við getum
^^^^^_ haldið okkar hlut
Magnús '" Þegar á reynir og náð
Gíslason       g°ðn  stjorn  a  leik
skrífar        okkar," sagði Baldur
Ingi Jónsson, fyrirliði
KFÍ, sem náði fram hefndum á ísa-
firði í gærkvöldi, er það lagði Njarð-
víkinga í öðrum'leik liðanna í undan-
úrslitum, 89:84. „Þessi leikur sýndi
hvað koma skal - það er hörð barátta
framundan og við munum ekkert
gefa eftir í henni."
Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarð-
víkinga, var rólegur og yfirvegaður
eftir leikinn. „Við vissum að róðurinn
yrði erfiður hér. Mínir menn náðu
ekki að leika eins og þeir geta best -
það var ekki nægilegur kraftur í
þeim."
Heimamenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti, pressuðu gestina
grimmt og settu fyrstu átta stig leik-
ins. Þá bað Friðrik um leikhlé til að
endurskipuleggja leik sinn og eftir
það var jafnvægi með liðunum í fyrri
hálfieik, 45:45. Heimamenn byrjuðu
seinni hálfleikinn eins og þann fyrri,
af miklum krafti. Ray Contes og
James L. Cason voru mjög sterkir
og það munaði mikið um tvær
þriggja stiga körfur frá Baldri Inga.
Ódýrt íþróttablað!
Sportlíf kostar aðeins
249 krónur í áskrift!
Askriftarsími 568 2929
ísfirðingar náðu tíu stiga forskoti,
sem þeir misstu niður undir lok
leiksins - 83:73 í 86:84, en þá var
mikill darraðardans, sem endaði með
sigurdansi heimamanna, 89:84.
Ray Contes lék mjög vel í vörn og
sókn hjá KFI, þá voru James L. Ca-
son og Baldur Ingi ágætir. Hjá
Njarðvíkingum léku þeir Teitur Ör-
lygsson og Brenton Birmingham
best að vanda.
URSLIT
Grindavík - Keflavík       79:88
íþróttahúsið  í  Grindavík,  úrslitakeppni
karla - annar leikur í undanúrslitum um ís-
landsmeistaratitlinn, þriðjudaginn 30.mars
1999. Gangur leiksins: 12:0, 19:11, 29:22,
30:31, 37:33, 47:38, 54:38, 58:49, 65:59, 69:65,
69:80,79:88
Stig Grindavíkur: Warren Peeples 22, Páll
Axel Vilbergsson 19, Herbert Arnarsson 16,
Bergur Hinriksson 8, Pétur Guðmundsson
6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Unndór Sigurðs-
son 3.
Fráköst: Vörn: 22, Sókn: 11.
Stig Keflavíkur: Damon Johnson 28, Gunn-
ar Einarsson 18,  Falur Harðarsson  15,
Fannar Ólafsson 11, Hjörtur Harðarsson 5,
Guðjón Skúlason 5, Birgir Ö. Birgisson 4,
Sæmundur Oddsson 2.
FrákBst: Vörn: 21 Sdkn: 13.
VHIur: Grindavík 20, Keflavík 21.
Dómarar: Sigmundiír Már Herbertsson og
Kristján Möller.
Áhorfendur: Um 800.
KFI - Njarðvík            89:84
ísafjörður:
Gangur leiksiens: 8:0,  8:7,  17:11,  21:21,
36:37, 43:39,45:45.55:47, 61:51, 70:61,80:69,
83:73,86:84,89:84.
Stig KFI: James L. Cason 32, Ray Cason
19, Mark Quashi 12, Baldur Ingi Jónsson 11,
Olafur Ormsson 8, Ósvaidur Knudsen 3,
Hrafn Kristjánsson 2, Tómas Harmannsson
2.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Stig Njarðvfkur: Brandon Birmingham 36,
Teitur Örlygsson 24, Friðrik Ragnarsson
12, Friðrik Stefánsson 9, Hermann Hauks-
son3.
Fráköst. 20 í vörn, 10 í sókn.
Villur: KFÍ 18, Njarðvík 22.
Dómarar: Jón bender og Einar Þór Skarp-
héðinsson.
Áhorfendur: 750.
Ikvöld
20
KORFUKNATTLEIKUR
Urslil kvenna, annar Ieikur:
Keflavík: Keflavík - KR
HANDKNATTLEIKUR
2. deild karla:
Fylkishús: Fylkir - Völsungur  20
• Aðgangur ókeypis.
SKIÐAMOT ISLANDS Á ISAFIRÐI
Kristinn endur-
heimti titilinn
KRISTINN Björnsson frá
Ólafsfirði endurheimti ís-
landsmeistaratitilinn í stór-
svigi karla frá því 1997 á
Skíðamóti íslands á ísafirði í
blíðskaparveðri í gær. Hann
var með besta tímann í báð-
um umferðum og var með
rúmlega sekúndu betri tíma
samanlagt en Björgvin Björg-
vinsson frá Dalvík, sem varð
annar.
Kristinn fór fyrri umferðina á
56,49 sek., sem var næstbesti
tími allra keppenda ef erlendu
keppendurnir eru
taldir með, en mótið
var jafnframt al-
þjóðlegt stigamót
(FlS-mót). Norð-
maðurinn Aane Sæter var með
besta tímann, 56,49 sek., og landi
hans, Knut Arne Furuseth, með
þriðja tímann, 57,13 sek. Þá kom
Sveinn Brynjólfsson, Dalvík, og
Kristinn Magnússon, Akureyri,
fimmti. íslandsmeistarinn í stór-
svigi frá í fyrra, Haukur Arnórs-
son, féll úr keppni í fyrri umferð
eins og þeir Arnór Gunnarsson og
Jóhann Haukur Hafstein. Þeir
voru allir líklegir til afreka fyrir
mótið.
Töluverð eftirvænting var í síð-
ari umferðinni. Norðmaðurinn
Sæter náði aftur besta tímanum,
53,82 sek., en Kristinn næstbesta,
54,39 sek., og tryggði sér íslands-
meistaratitilinn en Sæter vann
FlS-mótið. Björgvin Björgvinsson
frá Dalvík, sem var sjötti eftir fyrri
umferð, náði þriðja besta tímanum
í síðari umferð og hafnaði í þriðja
Morgunblaðið/Golli
KRISTINN Björnsson kemur í
mark sem sigurvegari í stór-
svigi.
sæti og þar með var silfrið á ís-
landsmótinu hans. „Eg var
óánægður með báðar ferðirnar og
gerði mistök í þeim báðum. Ég ætl-
aði að gera mun betur," sagði Dal-
víkingurinn ungi, Björgvin. Jóhann
Friðrik Haraldsson úr KR kom
næstur og tryggði sér bronsverð-
launin á landsmótinu með góðri
síðari umferð.
Veðrið á skíðasvæðinu í Tungu-
dal var eins og best verður á kosið,
sól, nánast logn og 7 stiga frost.
Keppendur voru ánægðir með að-
stæður enda framkvæmd mótsins
til mikillar fyrirmyndar hjá heima-
mönnum.
„Þetta  var  frekar  erfitt  því
brekkan var brött og skíðafærið í
brautinni frekar lint og erfitt að ná
köntun í beygjunum," sagði Brynja
Þorsteinsdóttir frá Akureyri, sem
varð íslandsmeistari í stórsvigi
kvenna. Þetta var í fyrsta sinn sem
hún hlýtur titilinn, en hún varð ís-
landsmeistari í risasvigi í fyrra.
Frænka hennar, Dagný L. Krist-
jánsdóttir, varð önnur og Lilja Rut
Kristjánsóttirúr KR þriðja.
„Ég hef verið að keyra betur en í
þessu stórsvigi. Eg tapaði aðeins í
rásmarkinu í síðari umferðinni er
ég missti handtakið á öðrum stafn-
um. Eg náði því ekki að ýta mér af
neinum krafti út úr startinu. En ég
vissi að ég mátti ekkert gefa eftir
því hinar stelpurnar voru ekki svo
langt á eftir," sagði Brynja.
Hún sagði að sigurinn í gær
myndi auka sjálfstraustið í sviginu
sem fram fer í dag. „Ég mun reyna
mitt allra besta í sviginu og er
bjartsýn á gott gengi," sagði hún.
Helsti keppinautur hennar og fé-
lagi í landsliðinu, Theódóra
Mathiesen úr KR, féll í brautinni í
fyrri umferð stórsvigsins eins og
helmingur keppenda.
Nokkrir erlendir keppendur
tóku þátt í stórsviginu og náði
sænsk-íslenska stúlkan Emma
Furuvik besta tíma allra keppenda,
var 0,20 sek. á undan Brynju. Móð-
ir hennar, Jóhanna Jóhannsdóttir,
er íslensk og sagði að vel gæti farið
að Emma, sem er 17 ára, myndi
keppa fyrir ísland í framtíðinni.
„Ég er að hugsa um hvort ég eigi
að velja ísland eða Svíþjóð. Ég á
líklega meiri möguleika á að kom-
ast í íslenska landsliðið," sagði
Emma.

HAU
Stella endurtók
STELLA Hjaltadóttir frá ísafirði varð ís-
landsmeistari í göngu kvenna fyrir ellefu
árum, en mætti nú aftur til leiks og virt-
ist engu hafa gleymt og endurtók leik-
inn. Hún kom fyrst í mark í 10 km göngu
kvenna með hefðbundinni aðferð, var
langfyrst, tæpum fimm mínútum á und-
an Söndru Dís Steinþórsdóttur, sem
varð önnur, en báðar eru þær frá ísa-
firði. Hanna Dögg Maronsdóttir frá
Ólafsfirði varð þriðja.
w
Eg get fullyrt að ég er í betri æfingu núna en
þegar ég varð íslandsmeistari á Akureyri
1988. Eg eignaðist barn fyrir níu mánuðum og
ákvað að koma mér í góða æf-
ingu með því að ganga. Skíða-
gangan er besta íþróttin til að
koma sér aftur af stað eftir
barnsburð," sagði Stella, sem er
31 árs. „Eg er búin að æfa mjög vel í vetur
jafnframt því sem ég er að þjálfa hér unga ís-
firska göngukrakka. Ég hefði ekki getað æft
vel nema með aðstoð systur minnar, Diddu,
sem sá um að passa barnið meðan ég æfði. Hún
á því sinn þátt í þessum sigri."
Miklir
yfirburðir Hauks
Akureyringurinn Haukur Eiríksson varð ís-
landsmeistari í 30 km göngu karla með nokkr-
um yfirburðum. Hann var tæpum fjórum mín-
útum á undan Þóroddi Ingvarssyni sem yarð
annar og rúmum fimm mínútum á undan Ólafi
Björnssyni frá Ólafsfirði sem varð þriðji.
Þetta var í þriðja sinn sem Haukur vinnur 30
km gönguna á Skíðamóti íslands, áður sigraði
hann 1989 og 1990. „Þetta var nokkuð erfið
ganga vegna þess að það var mikil vinna í
brautinni. Það var ekki mikið um rennsli og því
ekki hægt að hvíla sig á milli. Það var smá bar-
átta við Ólaf í byrjun en eftir þriðja hring fann
é  - y .  a **"*»......"»1 ^iié.....win»
4    á   - >-^
Morgunblaðið/Golli
STELLA Hjaltadóttir frá ísafirði varð íslandsmeistari og segist
vera í betri æfingu nú en fyrir ellefu árum, en þá vann hún
einnig f 10 km göngu kvenna.
I
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4