Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um þriðju leiðina í stjórnmálum Franskir fslandsvinir skipuleggja siglingakeppni til fslands sumarið 2000 Fjórtán skútur þegar skráðar til þátttöku Morgunblaðið/Kristinn YANN Huchet og Dominique Taillefer voru staddir hérlendis um helg- ina til þess að skipuleggja siglingakeppni á milli borgarinnar Paimpol í Frakklandi og Reykjavíkur sumarið 2000. PRÓFESSOR Anthony Giddens, rektor London School of Eeonomics and Political Science (LSE), flytur opinberan fyrirlestur í boði rektors Háskóla Islands á morgun, fimmtudag, kl. 16 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Third Way Politics“ (Priðja leiðin í stjórnmálum) og verður fluttur á ensku. I fyrirlestrinum mun Giddens byggja á kenningu sem hann setti fram fyrir skömmu í bók sinni The Third Way: The Reneal of Social Democracy og lýsir „þriðju leið- inni“ í stjórnmálum, handan öfga hreinnar markaðshyggju og hreinnar félagshyggju. I bókinni sýnir Giddens fram á að þessar tvær meginstefnur í stjórnmálum 20. aldar hafi runnið sitt skeið og færir rök fyrir því að „þriðja leið- in“ í stjórnmálum samtímans verði að stefna að því að samþætta fé- lagslegt réttlæti og hnattvætt markaðshagkerfi. Prófessor Anthony Giddens er í röð fremstu félagsvísindamanna í heiminum um þessar mundir. Hann er höfundur um 30 fræði- bóka um þjóðfélagsfræðileg efni sem hafa verið birtar á 22 tungu- málum. Giddens er einn af ráðgjöf- um Tonys Blair, forsætisráðheira Bretlands, og ýmsir aðrir stjóm- málamenn hafa leitað fanga í kenn- ingum hans, þ.ám. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Prófessor Giddens varð rektor LSE í árs- byrjun 1997. Þar áður var hann prófessor við Cambridge-háskóla og félagi í King’s College. Fræðast má nánar um feril hans og verk á vefsíðunni www.lse.ac.uk/gidd- ens/factfíle.htm SIGLINGAKEPPNI á milli Frakk- lands og íslands er nú í undirbún- ingi hjá frönskum Islandsvinum frá borginni Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi. Fjórtán skútur eru skráðar í keppnina nú þegar og eru nokkrir til viðbótar að undirbúa um- sókn. Skipuleggjendur keppninnar vænta þess að u.þ.b. 30 bátar taki þátt í keppninni og um 300 manns komi til Islands í tengslum við hana. Keppnin hefur verið samþykkt af Franska sportsiglingaráðinu og fel- ur það í sér viðurkenningu á gæðum hennar. Yann Huchet og Dominique Taillefer frá ADEPAR-samtökun- um (Assqciation pour la Développ- ement d’Economique de Paimpol et de sa Région) í Frakklandi sjá um að skipuleggja keppnina og voru þeir staddir hérlendis um helgina vegna þessa. Að sögn Huchet og Taillefer er Paimpol í daglegu tali kölluð borg íslendinganna í Frakk- landi en sjómenn frá borginni reru á Islandsmið forðum daga. Þeir segja að Paimpol hafi sterk tengsl við Island og dæmi séu um að götu- nöfn séu á íslensku auk þess sem margsinnis hafi verið haldin svokölluð sjómannahátíð, til minn- ingar um sjómennina sem fóru til íslands. Ennfremur segja þeir að með keppninni vilji þeir ekki ein- göngu minnast fornra tengsla land- anna heldur vilji þeir einnig styrkja menningarleg og efnahagsleg tengsl borgarinnar við Island. Keppnin hefst með brottför skútnanna frá Paimpol 18. júní árið 2000 og er reiknað með að siglingin til íslands taki milli átta til tíu daga. Keppendur munu dvelja í Reykja- vík um viku skeið og er ráðgert að fara með þá í skoðunarferðir um landið á þeim tíma. Að því loknu munu keppendur sigla aftur til Frakklands. Island í tísku meðai Frakka Huchet og Taillefer segja að mik- ill áhugi sé fyrir siglingakeppnum af þessu tagi í Frakklandi. Mikið sé um að slíkar keppnir fari frá Frakklandi og yfir Atlantshafið, eða suður á bóginn. Leiðin til íslands sé hins vegar óvenjuleg og nýstárleg. „Lönd í norðri eru mjög vinsælir áfanga- staðir meðal franskra ferðamanna þessa stundina og satt best að segja er Island í tísku núna. Okkur hefur borist fjöldi fyrirspuma um þessa keppni og fólk sem ekki tekur þátt í henni óskar þess að koma til íslands í tengslum við hana. Með því að halda slíka keppni erum við líka að anna eftirspum þess hóps ferða- manna,“ segir Huchet. Skipuleggjendur keppninnar leggja mikla áherslu á að vandað sé til alls undirbúnings. Þeir vilja að keppendur og aðrir sem koma til landsins í tengslum við keppnina verði eins ánægðh' og unnt er. Þeir vonast til að ef keppnin heppnist vel geti hún orðið viðburður sem hald- inn er annað hvert ár. Um þessar mundh' vinna þeir einnig að undir- búningi að því að kynna keppnina fyrir frönskum fjölmiðlum, en þeir era sannfærðir um að hún fái mikla umfjöllun í frönskum fjölmiðlum. Reikna þeir jafnvel með að einhver af frönsku sjónvarpsstöðvunum muni fylgjast með keppninni. Þeir leggja áherslu á að svona keppni geti orðið mjög góð kynning fyrir Island, sérstaklega ef vel tekst til í fyrsta sinn og keppnin verði haldin reglulega í framtíðinni. Vonast eftir íslenskum keppendum í ferð sinni hingað til lands ræddu Huchet og Taillefer við for- svarsmenn Reykjavíkur menning- arborgar Evrópu árið 2000 og verð- ur keppnin hluti af dagskrá hennar. Þá er hugsanlegt að keppnin verði í tengslum við sýningu um franska sjómenn hér á landi sem opnuð verður árið 2000. Keppnin er fyrir áhugafólk um siglingar. Að minnsta kosti fjórir áhafnarmeðlimir eru á hverri skútu sem era á bilinu 12-20 metra langar. Vonast er til þess að íslenskir kepp- endur taki þátt í henni og er sigl- ingafélagið Brokey í samstarfí við Frakkana. Þorgeir Þorgeirson fær nafni sínu breytt í Þjóðskrá BOÐSENT umslag stflað á Þor- geir Þorgeirson rithöfund barst í póstkassann á Bókhlöðustíg 6b um þrjúleytið föstudaginn 6. maí. I umslaginu var orðsending frá Davíð Oddssyni, ráðherra Hagstofu íslands, um að verða ætti við ósk Þorgeirs um að rit- hætti kenninafns hans í þjóðskrá verði breytt úr Þorgeirsson í Þorgeirson. Þessi breyting var gerð sex árum og tíu mánuðum eftir að Þorgeir fyrst krafðist þess að hún yrði gerð. Hann hafði á þeim tíma ekki neytt kosningaréttar síns, en þar sem breytingin var gerð daginn fyrir kjördag gat hann kosið í síðustu Alþingiskosningum. „Persónulega hef ég fengið aftur full réttindi," sagði Þor- geir í samtali við Morgunblaðið í gær. „En hitt er annað mál að þeir vankantar á kerfinu og það miðaldafyrirkomulag, sem er í kringum þessi mannanafnalög í vörslu Þjóðskrár, er óleyst eftir sem áður. Hagstofan hefur ekki bara ráðuneytisvald, hún hefur kansellívald eins og var héma í konungsríki. Hún setur lög, ákveður hegningar og framfylg- ir þeim.“ Þjóðin þrautpínd um einkamál sín Þorgeir sagði að þjóðin væri nánast þrautpínd undir þessum lögum um einkamál sfn án þess að aðhafast. „Þetta er hinn sanni hundatamningaskóli, sem allir em aldir upp við, og þeir, sem hafa farið af stað hafa flestir gefíst upp af því að það er svo erfítt við það að eiga,“ sagði hann. „Þetta er absolútt vald, sem þessi stofn- un hefur.“ I orðscndingunni frá Davíð Oddssyni til Hallgríms Snorra- sonar, ráðuneytis- stjóra Hagstofunnar, dagsettri 6. maí, er vitnað til þess að samkvæmt manna- nafnalögum sé Hag- stofunni heimilt að breyta ritun nafna í þjóðskrá án þess að um eigin- lega nafnbreytingu sé að ræða: „Osk Þorgeirs lýtur að rithætti kenninafns hans. I lögunum er kveðið á um að menn skulu kenna sig til föður eða móður í eignarfalli. Nú er það svo að um aldir hefur tíðkast að vikið hef- ur verið frá þessari reglu með ýmsu móti og hafa menn t.d. kallað þann hátt afbrigðilegt eignarfall. Þá eru margir sem bera ættamöfn í þjóðskrá með sama hætti og ósk Þorgeirs lýt- ur að, hvort sem þau ættarnöfn eru fengin með leyfisbréfi á sín- um tíma eða áunnin öðmvísi og teljast því hefðuð." Ekki jafnræði með borgumnum í bréfí Davíðs er siðan sagt að í fímm ár hafi Þorgeir reynt að fá úrlausn í þessu máli fyrir stjórnvöldum án ár- angurs. Þetta hafí orðið til þess að hann hafi ekki neytt kosn- ingaréttar síns í þrjú síðustu skipti og veigrað sér við því að nýta sér heil- brigðisþjónustu og reyndar þjónustu al- mennt, þar sem nafn hans komi fram eins og það sé ritað í þjóðskrá. „Það er ekki óum- deilt málfræðilega hvernig skýra beri rithátt kenninafnsins eins og Þorgeir ósk- ar eftir að hann verði og rithátt- urinn er þekktur í formi ættar- nafns hjá mörgum einstakling- um í þjóðskrá,“ segir í bréfí ráð- herra. „Það er því ekki jafnræði með borgurunum hvað þetta varðar.“ í bréfinu er tekið fram að um- boðsmaður Alþingis hafí í áliti bent Þorgeiri á að hann geti leitað réttar síns fyrir dómstól- um og reynt þannig að komast að því hvort lagasetning Alþing- is um mannanöfn sé að þessu leyti í samræmi við sljórnarskrá íslands og alþjóðasamninga um mannréttindi: „Eins og þetta mál er sérstaklega vaxið þykir mér ekki rétt að knýja manninn til þess að leggja mál sitt fyrir dómstóla. Að vel ígrunduðu máli og með almennri skírskotun til grundvallarmannréttinda um jafnræði þegnanna fyrir lögun- um hef ég komist að þeirri nið- urstöðu að Þorgeir skuli njóta vafans um hvernig meta skuli málfræðilega ósk hans um ritun kenninafnsins og heimila honum breytinguna með því að túlka lögin rúmt.“ Hafði notað Þorgeirson í fímm ár þegar því var breytt Þorgeir sagði að hann hefði verið búinn að nota Þorgeirson í fímm ár þegar því hefði verið kippt til baka. Þorgeir leit svo á að þar með hefði hann verið sviptur kosningarétti og kjör- gengi þar sem hann væri ekki lengur skráður með sínu rétt- mæta nafni í þjóðskrá. Á heimasíðu sinni (centr- um.is/~leshus) bendir Þorgeir á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu börn ekki eign foreldra sinna og það sé ein forsenda þess að hann hafni eignarfallinu í kenninafn- inu. Þorgeir sagði að vissulega væri komin lausn á hans mál- um, en hann væri ekki sáttur við að það gerðist með sama hætti og með tilskipun. Eftir að hafa átt í máli sem þessu í hálf- an áratug vildi hann halda áfram þar til raunveruleg leið- rétting fengist. Ef málið væri að stjórnvöld væru orðin leið á honum og vildu kaupa sér frið dygði þetta ekki til: „Þeir verða að borga meira fyrir hann.“ Þorgeir Þorgeirson Ræddu Kosovo og Evr- ópumál UTANRÍKISRÁðHERRA Halldór Ásgrímsson átti á mið- vikudagskvöld fund í Brussel með Joyce Quin, Evrópuráð- herra Bretlands. Ráðherrar ræddu stöðu mála í Kosovo, af- stöðu Rússlands til málsins og mögulegar aðgerðir Evrópu- ríkja til að stuðla að endurkomu Kosovo-Albana til sinna fyrri heimkynna á ný. Fyrr um dag- inn höfðu utanríkisráðherrar Evrópusambandsins fjallað um þessi mál. Utanríkisráðherrann og Evrópuráðherrann ræddu einnig nánari tengsl Vestur- Evrópusambandsins við Evr- ópusambandið en þessi tengsl eru á dagskrá leiðtogafundar ESB í Köln 2.-3. júní nk. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lagði áherslu á gagnsemi af aukaaðild Islands að VES og ítrekaði að breyting á stofnana- uppbyggingu mætti ekki verða til þess að skerða þátttöku ís- lands. Utanríkisráðherra skýrði af- stöðu ríkisstjórnar íslands til Evrópusambandsins og lagði áherslu á nauðsynleg og stöðug skoðanaskipti íslenskra og breskra stjórnvalda um stöðu og þróun einstakra mála innan Evrópusambandsins, einkum og sér í lagi málefni er vai-ða hagsmuni íslands svo sem sjáv- arútvegsstefnu ESB. Breski ráðherrann kvaðst telja slík skoðanaskipti mjög jákvæð og fýsileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.