Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999  B   5
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Jim Smart
STURLAUGUR Haraldsson híeypur fagnandi frá marki Keflvíkinga eftir að hann hafði skorað úr víta-
spyrnu, 1:0. Kenneth Matihane og Jóhannes Harðarson fagna honum.
ekki erindi sem erfíði í fremstu víg-
línu. Unnari varamanni Valgeirssyni
var greinilega brugðið innan teigs
undir lokin, en Eyjólfur sá ekki
ástæðu til að dæma neitt, flautaði
þess í stað til leiksloka skömmu síð-
ar og innsiglaði þannig fjörugan leik
sem lýsa má með þeim orðum að
hann hafi verið eins og svart og hvítt
- í fyrri og seinni hálfleik!
Jafntefli gefur aðeins eitt stig og í
sem skemmstu máli þýðir það í raun
tvö stig töpuð fyrir bæði lið. í tilfelli
Keflvíkinga mega menn þó vel við
una, bæði hefur löngum þótt fram-
bærilegt að ná stigi á Skipaskaga og
eins var staða þeirra ekki beinlínis
beysin framan af. En þeir nýttu sér
ótímabær fagnaðarlæti heima-
manna, gengu á lagið og uppskáru
eftir því.
Að sama skapi hljóta Skagamenn
að naga sig í handarbökin fyrir
frammistöðuna í seinni hálfieik. í
sumar hefur liðinu gengið bölvan-
lega að skora mörkin, en raunar
fengið á sig fremur fá. Nú snérist
dæmið við, en heilladísirnar fluttu
sig sömuleiðis um set og loksins þeg-
ar mörkin komu brást vörnin. Það er
gamalkunn klisja að kenna um
óheppni og álagi, en nú er svo komið
að Skagamenn geta engum um
kennt nema sér sjálfum. Og annað
kvöld, í stórleik gegn Eyjamönnum,
fá þeir tækifæri til að snúa við blað-
inu og gefa áhangendum sínum um
leið ástæðu til að brosa.
Þrenna
¦   m  æt   ^mm^     ¦   ¦
hja Cekic
Leikmenn KVA komu ákveðnir
til leiks á heimavelli gegn Víði
og voru staðráðnir í að sanna til-
verurétt sinn í 1.
deild. Heimamenn
slökuðu hvergi á
klónni allan leikinn
og náðu að brjóta
Víðismenn á bak aftur og tryggja
sér þriggja marka sigur, 4:1. Lið
KVA var betra fyrsta stundar-
fjórðung leiksins en tókst ekki að
skora og missti örlítið móðinn við
það og gestirnir gengu á lagið um
stund og skoruðu fyrsta mark
leiksins á 25. mínútu. Var þar að
verki Kári Jónsson með viðstöðu-
lausu skoti rétt innan vítateigs eft-
ir að hann hafði fengið sendingu
inn fyrir vörn KVA.
Aðeins fimm mínútum síðar jafn-
Kára Steini skipt út af
KÁRI Steinn Reynisson átti prýðilegan leik í liði Skagamanna,
var frískur og ógnandi á vinstri kantinum. Hann fiskaði vítið í
upphufi Ieiks, lagði knðttinn skömmu síðar fyrir Kenneth Matija-
ne í upplagðri stöðu og komst í seinni hálfleik nálægt því að
skora sjálfur, en bylmingsskot hans small á þverslánni.
Það mátti því heyra óánægjuraddir fremur háværar er Logi
Ólafsson, þjálfari IA, skipti Kára Steini af velli í seinni hálfleik
fyrir Unnar Valgeirsson. Unnar átti raunar prýðilegar rispur, en
margir stuðningsmenn Skagamanna vildu meina að þetta væri
alls ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn skipti Kára Steini of snemma
af velli.
4
aði Marijan Cekic metin fyrir KVA
með snotru skallamarki eftir fyrir-
gjöf frá Aroni Haraldssyni sem
kom inn í lið KVA á nýjan leik og
stóð sig vel. Skömmu síðar skall
hurð nærri hælum hinum megin
vallarins er Kári átti skalla að
marki KVA sem Kristján Svavars-
son bjargaði naumlega á marklínu.
Þremur mínútum fyrir leikhlé kom
Cekic heimamönnum yfir með öðru
marki sínu í leiknum.
Síðari hálfleikur var daufari en
sá fyrri. Víðismenn byrjuðu þó bet-
ur og voru staðráðnir í að jafna. Á
62. mínútu vann Atli Sigurjónsson
vítaspyrnu fyrir gestina. Félagi
hans Hlynur Jóhannsson tók
spyrnuna en Zoran Stojaniovic,
markvörður KVA varði með tilþrif-
um en hélt ekki boltanum og sókn-
armenn Víðis náði frákastinu en
Stojaniovic varði þeim veginn að
nýju. Þetta var vendipunktur því
Víðismenn voru sem slegnir út af
laginu það sem eftir lifði leik.
Cekic innsiglaði þrennu sína með
marki á 75. mínútu og þar með
voru úrlsitin ráðin en það kom í
hlut Sigurjóns Gísla Rúnarssonar
að innsigla sigur KVA tveimur
mínútum fyrir leikslok.
Leikmenn KVA börðust vel fyrir
sigrinum auk þess sem heilladís-
irnar voru einnig á þeirra bandi.
Kristján Svavarsson stóð sig mjög
vel, var sívinnandi.
Maður leiksins:
Marijan Cekic, KVA.
Krafturinn
fjaraði út
„ÞETTA var skelfilegt," sagði
Þórður Lárusson landsliðs-
þjálfari þegar hann gekk nið-
urlútur ásamt leikmönnum
sínum til búningsherbergja að
loknu tapinu fyrir Danmörku.
„Það eru margar stelpur að
spila sinn sjöunda leik á innan
við tuttugu dögum - í bikarn-
um, deildinni og á Norður-
landamótinu - og það var því
komiii mikil þreyta í liðið. Það
var kraftur í stelpunum allt
fram á síðasta stundarfjórð-
ung en þá fjaraði hann út. Þær
stóðu sig samt frábærlega,
okkar markverðir þurftu lítið
að verja skot en gripu vel inn í
þegar þess þurfti á meðan við
áttum fullt af góðum skotum,"
bætti Þórður við. „I heild er
ég mjög ánægður með liðið þó
að ég sé ósáttur við úrslitin;
við áttum að vinna bæði Sví-
ana og Danina svo að það var
alveg raunhæft að ætla sér
þriðja sætið á mótinu enda sá
ég afar lítinn mun á okkur og
hinum liðunum. Hinsvegar er
vandamál að þetta lið fær ekki
verkefni fyrr en á næsta Norð-
urlandamóti að ári."
íslensku stúlkurnar töpuðu fyrir Dönum
Áekki
ad vera
hægt
„ÞETTA á bara ekki að vera hægt - þær dönsku skora öll sín
mörk úr föstum leikkerfum, horni og aukaspyrnum," sagði
Ingibjörg H. Ólafsdóttir eftir 4:3 tap fyrir Danmörku í leik um
5. sætið á Norðurlandamóti landsliða 21 árs og yngri, sem
fram fór í Kaplakrika að morgni sunnudags. Þegar haft er í
huga að íslenska liðið hafði yfirhöndina lengst af og náði 3:0
forystu en fékk tvö síðustu mörk Dana á sig á 83. og 84. mín-
útu eru ummæli hennar skiljanleg.
Ahorfendur voru margir enn
með stírurnar í augunum þeg-
ar fyrsta færið kom eftir 10 sek-
úndna leik og mis-
heppnað spark frá ís-
lenska markinu en
skot Dana fór í höfuð
Ragnheiður Á. Jóns-
dóttur markvarðar. Aðeins leið ein
og hálf mínúta þar til Rakel Loga-
dóttir vippaði boltanum yfir mark-
vörð Dana og kom íslandi í 1:0.
Enn fengu Danir boltann eftir mis-
heppnað útspark en nú varði Ragn-
heiður í horn. Eftir aukaspyrnu
Eddu Garðarsdóttur út við vinstri
kant hélt danski markvörðurinn
ekki boltanum og Ingibjörg fylgdi
vel á eftir og kom íslandi í 2:0 en
tíu mínútum síðar skoraði Ásgerð-
ur H. Ingibergsdóttir þriðja mark-
ið. Ásgerður, sem hafði haldið
varnarmönnum Dana vel við efnið,
varð að yfirgefa völlin vegna
meiðsla á 35. mínútu og við það
efldust dönsku stúlkurnar og á 42.
mínútu minnkaði Linda Nissen
muninní3:l.
Danir mættu mjög ákveðnir til
síðari hálfleiks og minnkuðu mun-
inn í 3:2 eftir fimm mínútur en það
dugði til að íslensku stúlkurnar
tækju við sér og sköpuðu sér mörg
færi. Það skilaði þó ekki marki en
tók sinn toll af þrekinu og þar kom
að varnir brystu og á 83. mínútu
jafnaði Janne Madsen og aðeins
mínútu síðar kom Mette Jokumsen
Danmörku yfir, 4:3. Þrátt fyrir
mikinn ákafa tókst þeim íslensku
enn að jafna metin.
„Eg tel að við höfum náð betur
og betur saman eftir því sem liðið
hefur á mótið því það var frekar lít-
ill tími fyrir undirbúning. Við hefð-
um þurft einn æfingaleik til viðbót-
ar fyrir mótið en það var mjög
erfitt að koma því við," bætti Ingi-
björg við. „Mér fannst við yfirspila
þær í fyrri hálfleik en í þeim seinni
gáfum við eftir án þess að ég hafi
skýringu á því - það munaði að
vísu um að fyrirliðinn fór útaf
meiddur en við eigum ekki að
missa leikinn niður. Það er auðvit-
að mikil reynsla að spila í svona
móti, margar voru að spila sína
fyrstu leiki en þetta er framtíðin og
ef vel er haldið á málum verður
þetta gott lið því það er ekki svo
mikill munur á okkur og hinum lið-
unum. Helst liggur hann í því að
hinar hafa meiri hraða og tækni
auk þess sem mikið munar um að
hraðinn í þessum leikjum er meiri
en við eigum að venjast úr deild-
inni hér heima."
Ásgerður fékk
þungt högg
ÁSGERÐUR H. Ingibergs-
dóttir, sem bar fyrirliðaband-
ið l leik íslands við Dan-
morku á Norðurlandamóti
kvennalandsliða 21 árs og
yngri, fékk mikið högg þegar
danskur varnarmaður
slæmdi til hennar hendi. Ás-
gerður fékk skurð í augn-
krókinn við vinstri auga.
Læknir sænska landsliðsins,
sem staddur var á leiknum,
saumaði skurðinn með tveim-
ur sporum.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16