Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aldrei hefur fleiri jarðarbúum gefíst tækifæri til að berja almyrkva á sólu augum en einmitt í dag Sólmyrkvi við lok 20. aldarinnar Fyrir langa löngu var sólmyrkvi talinn merki um að sólin hefði yfirgefíð jörðina og látið hana í hendur myrkrahöfðingjan- um og árum hans. Fólk grét örlög sín er dró fyrir sólu, stjörnufræðingar voru teknir af lífí fyrir að koma ekki í veg fyrir myrkvann og óvinir lögðu niður vopn sín í blóðugum bardaga þar sem sólmyrkvi var talinn fyrirboði um frið. Hrund Gunnsteinsdóttir segir frá orsökum sólmyrkva, uppgötvunum honum tengdum, goðsögnum og dómsdagsspádómum sem honum hafa fylgt frá örófí alda. ‘Edinborg >Belfast% Norður- sjór Hreyfing skuggans VILNIUS, kaupmaSjahöfn S V , MINSK DUBLIN VARSJÁ LONÐON, Amsterdam •líille Brussel KÆNUGARÐUR Frankfurt layre; Svæði þar sem almyrkvi verður: 110 km breitt belti Guernseyí ;Lúxemborg PRAG [Stuttgart BRATISUWA •vyJ Strasbourg^aVí BERNE ' kl. 10:<«r • Tórínó f Bologna Marseillejy,,~^N\ '^' \ ~Allantshaf k# Nantes / • Clermoht- 'Bordeaux Ferrand Svartahaf 79 til 70% myrkur Bilbao Andorra. Ajaccio Tímasetning""" almyrkva, að íslenskum tímai Jstanbui MADRÍD LISSABÓN' Valencia' Seville Palermó APENA 0 Miðjarðarhaf .................................................^ Skammt frá NovaScotia um 9:30 að í Bengalflóa kl. 12:36 Sést fyrst í Evrópu um kl. 10:10 Tunglið. Sólin SOLMYRKVINN YFIR EVROPU 11. AGUST Sólmyrkvinn varir í rúmar þrjár klst Skugginn af tunglinu mun færast yfir Atlantshafið til Indlandshafs á 2.850 km hraða á klst. Lok myrkvans atmyrkvi 99 til 100% myrkur FYRIR um það bil eitt þús- und árum var sólmyrkvi almennt álitinn ógnvekj- andi og yfírnáttúrulegur atburður sem leiddi úr læðingi dul- ræn öfl, oft af trúarlegum toga, sem hefðu í för með sér örlagaríkar af- leiðingar. I dag er hins vegar flest- um kunnugt um hvað það er sem veldur sólmyrkva og hafa fjölmarg- ir lagt leið sína til þeirra staða þar sem myrkvinn mun sjást hvað best, sér til skemmtunar og fróðleiks. Ef við gefum okkur að geimverur séu til og ennfremur að þeim verði litið til jarðar yfir morgunmatnum klukkan eina mínútu yfir hálf tíu á íslenskum tíma í dag, eiga þær svo- lítið skemmtilegt í vændum. Svartur skuggablettur mun snögglega birtast skammt undan ströndum Nova Scotia í Suðaustur- Kanada og færa sig þvert og endi- langt yfir Atlantshafið á 2.850 km hraða á klst. Áfram mun hann leggjast yfir suðvesturhluta Bret- lands, Frakkland, Mið-Evrópu og alla leið yfir Tyrkland, írak, íran, Pakistan og Indland, rétt áður en hann hverfur, einhvers staðar yfir Bengalflóa. Séu nágrannar okkar jarðarbúa með öflugan sjónauka við hönd mun þá vafalaust reka í rogastans er fyrir bregður tveimur Concord- þotum á vegum British Airways sem elta munu sólmyrkvann á hljóðhraða með áhugasömum far- þegum innanborðs, er greitt hafa um 175.000 krónur fyrir að fylgja skugganum á ferð sinni. En hvað veldur þess- um ósköpum? Sólmyrkvi Almyrkvi næst við ísland árið 2026 verður er tunglið er á milli jarðar og sólu og jörðin gengur inn í skugga tunglsins. Almyrkvi verður svo er tunglið er fyrir miðju sól- kringlunnar og skyggir á hana alla. Sólin er fjögur hundi-uð sinnum stærri en tunglið en þar sem hún er um fjögur hundruð sinnum lengri í burtu frá jörðu en tunglið, virðist hún álíka stór og tunglið í augum jarðarbúa. Af þessum sökum nær tunglið stundum að hylja sólina algerlega, en er almyrkvi verður nær hann yf- ir 260 km breitt belti hið mesta og varir lengst í sjö og hálfa mínútu. Sólmyrkvinn í dag mun vara í rúm- ar þrjár klukkustundir, þótt tunglið muni ekki fela sólina að fullu nema í andartak. Almyrkvinn nær yfir 111 km breitt belti en lengst er hægt að virða hann fyrir sér í Rúmeníu, þar sem hann mun vara í 2 mínútur og 23 sekúndur. Sólmyrkvar verða 2-5 sinnum á ári og að meðaltali líða 360 ár milli þess að almyrkvi verði á sama stað. Almyrkvi verður næst við vestur- strönd íslands árið 2026. Ringulreið í dýraríkinu Það sem er sérstakt við sólmyrk- vann í dag, við lok 20. aldarinnar, er að skuggi tunglsins mun breiða sig yfir fjölbýlt svæði sem gerir að verkum að aldrei hafa fleiri jarðar- búar barið hann augum. „Mér leið líkt og við værum gam- alt fólk við endalok heimsins ... Það voru engin litbrigði. Jörðin var dauð. Svo kom birtan aftur og það var sem heimurinn væri endur- heimtur ..Þannig skrifaði rithöf- undurinn Virgina Wolf um reynslu sína af almyrkva í Bretlandi 29. júní árið 1927. Þeir sem vitni hafa orðið að al- myrkva eiga vart orð tO að lýsa upplifun sinni. Það er líkt og dökk- blá tjöld falli snögglega yfir upp- lýstan himininn að degi til er sól, tungl og jörð mætast í beinni línu. Breytingarnar á því svæði sem almyrkvi verður verða gífurlegar á þeim tuttugu mínútum sem líða áð- ur en almyrkvi verður. Plánetur og stjörnur sem venjulega sjást ekki vegna birtu sólarinnar verða sjáanlegar á him- inhvolfinu. Skömmu áð- ur en algjört myrkur skellur á myndast ljós- jaðri tunglsins, þekktir hans Baileys, en blettir á sem perlúrnar Francis Bailey var fyrstur manna til að lýsa þeim á prenti árið 1836. Á ógnarhraða færir tunglið sig úr vesturátt í veg fyrir sólina og í ör- skamma stund er almyrkvi yfir hluta jarðarinnar og hitastig lækk- ar. Sólin verður líkt og svart, hring- laga tómarúm sem næfurþunnur bjarmi umlykur og er kallaður kór- óna sólarinnar. Væri tunglið stærra myndi sólkórónan ekki sjást og í staðinn fyrir þessi fjarstæðu- kenndu ljósaskipti sem verða við al- myrkvann myndi hversdagslegt næturmyrkrið hylja jörðina. Ótímabært myrkur setur dag- legt líf í dýraríkinu úr skorðum. Hundar spangóla, fuglar hætta að syngja, greifingjar yfirgefa bæli sín, leðurblökur fljúga inn í skammvinna nóttina og áttavOltar kýrnar leggjast til svefns. f bresk- um dýragórðum verða mörg stærri dýranna lokuð inni í búrum sínum svo þau verði sér ekki að voða og mannfólkinu er víða ráðlagt að leggja bflum sínum meðan á myrk- vanum stendur, tfl að skapa ekki hættu í umferðinni. Goðsagnafyrirbæri og friðarboði Fyrir vísindamenn er sólmyrk- vinn ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir að við hann fá þeir tæki- færi tO að kanna frekar sólkórón- una og aðra hluti sem á öðrum stundum eru huldir mannsauganu vegna birtunnar. Almyrkvar eru í raun sjaldgæfir í augum jarðarbúa og í gegnum ald- irnar hafa þeir verið tilefni tO goð- sagna og dómsdagspádóma, leitt fólk i dauðann en stundum verið taldir friðarboði. Það var fyrir 2.583 árum, síðdeg- is í Tyrklandi, sem á okkar dagatali væri 28. maí. Herir Lydíu og Medeu áttu í blóðugum átökum, einum af mörgum í sex ára stríði þeirra. Allt í einu var sem dregið væri fyrir sólu fyrir ofan orrustu- völlinn og eftir var lítið annað en svart sár á himninum. Að sögn Heródótusar varð þetta furðuverk að eins konar váboða í augum her- mannanna, sem lögðu niður vopn sín hið snarasta og sömdu frið. í elstu söguritum er fyrirbærinu lýst með óhug og í fornu kínversku riti voru áhyggjur manna af því að „máni og sól væru ekki samstillt“ viðraðar. Líklegt er að þessi um- mæli hafi átt við um sólmyrkva sem átti sér stað 22. október 2134 fyrir Krists burð. Kínverjar höfðu veru- legar áhyggjur af sólmyrkvum og réðu þeir til sín mann að nafni Hsi- Hso, sem tekinn var í guðatölu, en hann hafði það hlutverk eitt að koma í veg fyrir sólmyrkva. Voru þeir ófáir spámennirnir sem teknir voru af lífi í Kína fyrir að bregðast skyldu sinni. Víða var sólmyrkvi talin merkja að sólin væri að yfirgefa jörðina og láta hana í hendur myrkrahöfðingj- anum og árum hans. I ritum Asteka er að finna heimOdir um það hvern- ig konur og karlar grétu yfir því að djöflar væru á leið til jarðar tO að „éta okkur“. Aðrar goðsagnir geymdu sögur af skrímslum sem átu sólina, - líkt og úlfurinn Sköll meðal Morse- þjóðflokksins, dreki eða djöflahöfuð í Indlandi, risafroskur í Víetnam og vampíra í Síberíu. Chippewa-indíánarnir í norðaust- urhluta Bandaríkjanna brugðu á það ráð að kveikja aftur í sólinni með því að skjóta logandi örvum í átt til hennar er sólmyrkvar áttu sér stað. Astekar fórnuðu fólki með kryppu og dvergum til að friða Xolotl, aðstoðarmann sólarinnar, og fá sólina til að skína á ný. Sólmyrkvinn færði Kólumbusi mat Til eru heimOdir um að Babýlon- íumenn hafi skráð upplýsingar um sólmyrkva á 21. öld fyrir Krists burð. Þá finnst það í ritum að menn hafi spáð fyrir um sólmyrkva fyrir u.þ.b. 2.500 árum og hefur gríski heimspekingurinn Thales (625-546 f.Kr.) verið nefndur í því sambandi þótt um það sé deilt. I augum flestra voru sólmyrkvar hins vegar yfirnáttúrulegt fyrirbæri og því notuðu þeir sem til þekktu gjarnan tækifærið til að sýna mátt sinn og megin og ná sínu fram með því að hræða aðra með vitneskju sinni. Kristófer Kólumbus var einn af þeim. Árið 1503, í fimmta leiðangri sínum á Jamaíka, komst Kólumbus í vandræði er indíánar í Santa Gloria-flóanum neituðu að skipta á mat og varn- ingi. Kólumbus átti í fór- um sínum dagatal þar sem spáð var fyrir um sólmyrkva 29. febrúar 1504. Til að koma í veg fyrir hungur meðal manna sinna brá Kólumbus á það ráð lýsa því yfir að Guð væri í þann mund að sýna vanþóknun sína á hegðun indíánanna. Loks kom að því að sólmyrkvinn hófst og í örvæntingu sinni sárbáðu indíánarnir landkönnuðinn um fyr- irgefningu og Kólumbus „sann- færði Guð um að hætta við að draga fyrir sólu“ og fékk í staðinn gnægð matar. Vísindaleg þróun við könnun á sólmyrkva Edmond Halley, konunglegui- stjörnufræðingur í Bretlandi, spáði í smáatriðum fyrir um hvar sól- myrkvi myndi verða í Englandi árið 1715. Frá þessum tíma var sól- myrkvi þekkt fyrirbæri meðal vís- indamanna víðs vegar og þeir hófu að ferðast um heiminn með stjörnu- sjónauka í fórum sínum til að kanna fyrirbærið frekar. Margar uppgötv- anir fylgdu í kjölfarið. Prisma var með í fórum margra vísindamanna eins og Jules Jans- sen og Normans Lockyer. Þeir not- uðu prismað til að tvístra ljósinu frá sólkórónunni eftir lit við sólmyrk- vann til að greina hvaða efni þar væri að finna. Þetta var árið 1868 og þeim til mikillar undrunar birt- ist gulur litur sem var svo skær að frekari leit þeirra að efninu lauk ekki fyrr en þeir komust að hvers eðlis það væri. Efnið sem þeir fundu skýrðu þeir helíum, í höfuðið á gríska sólguðinum, Helios. Fund- urinn var merkilegur fyrir þær sak- ir að helíum er eitt algengasta frumefni heims á eftir vetni. Það var svo árið 1895 að Charles Young sá græna línu í sólkórónunni við sólmyrkva. Efnið var óþekkt og skýrði hann það coronium. Árið 1939 komst sænskur eðlisfræðingur svo að því að efnið var í raun járn, en vegna hita þess í sólkórónunni hafði enginn borið kennsl á það áð- ur. Þetta þýddi að hiti sólkórsón- unnar hlyti að vera yfir einni millj- ón gráða á Celsíus, miklu meiri en á yfirborði sólarinnar sem er um 5.500 gráður. Enn í dag er ekki vit- að hversu heit sólkórónan er og er það eitt af helstu rann- sóknarefnum vísinda- manna á sólmyrkvum. Ekki má gleyma af- stæðiskenningu Alberts Einsteins, en árið 1919 tókst fimm breskum vísindamönnum að færa sönnur á hana er þeir fylgdust með sólmyrkva frá Principe-eyjunum í Gíneuflóa og Sobral undan strönd- um Brasilíu. Guillermo Gonzalez, stjörnufræð- ingur við háskólann í Washington, spáir því að sólmyrkvar muni líða undir lok. Tunglið færist um fjóra sentimetra frá jörðu á ári hverju og sólin gildnar um allt að sex senti- metra á ári. Samkvæmt kenningum Gonzalez hefur mannkynið því „að- eins,“ með þessu framhaldi, um 250 milljónir ára til viðbótar til að berja fegurðina augum, hræðast dulræna atburðinn eða fylgja myrkvanum í Concord-þotum. Spádómar um að sólmyrkvar líði undir lok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.