Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 C 3 ÚRSLIT KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Stjaman - Fram 19:22 Ásgarður í Garðabæ, Meistarakeppni kvenna, miðvikud. 22. september 1999. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:7, 2:10, 4:10, 6:12, 8:12, 9:13, 11:14, 12:16, 14:16, 14:19, 15:20,15:22, 19:22. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 6/4, Sigrún Másdóttir 5, Nína K. Björnsdótt- ir 3, Inga Björgvinsdóttir 2, Rut Steinsen 2, Svava Björk Jónsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 8, (þar af 2 til mótherja.) Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Fram: Díana Guðjónsdóttir 6, Hafdís Guðjónsdóttir 4, Marina Zueva 4/2, Katrín Tómasdóttir 3, Olga Prokorova 3, Jóna Björk Pálmadóttir 2. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 16, (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: Um 200. Knattspyma íslartd - ttalía 0:0 Laugardalsvöllur, Evrópukeppnin kvenna- landsliða - riðlakeppni, miðvikudaginn 22. september 1999. Aðstæður: Logn, um 10 stiga hiti. Dómari: Bente Skogvang frá Noregi. Aðstoðardómarar: Hege Steinlund og Tom Guldbrandsen frá Noregi. Gult spjald: Hjá íslandi, Rósa J. Steinþórs- dóttir (48.) fyrir brot. ítalirnir Pamela Conti (33.) fyri peysutog og Patrizia Panico (43.) fyrir brot. Rautt spjald: Engin. Áhorfendur: 613. Lið íslands: Þóra B. Helgadóttir - Rósa J. Steinþórsdóttir, Auður Skúladóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir - Rakel Ögmundsdóttir, Margrét Ólafsdótt- ir, Katrín Jónsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Guðlaug Jónsdóttir (Sigrún Óttarsdóttir 83.) - Ásgerður H. Ingibergsdóttir (Erla Hend- riksdóttir 70.). Meistaradeild Evrópu A-riðill: Maribor - Leverkusen................0:2 - Boris Zivkovic 82., Ulf Kirsten 90. 10.000. Lazio - Dynamo Kiev.................2:1 Paolo Negro 69., Marcelo Salas 71.- Serhiy Rebrov 67., vítaspyrna. 45.000. Staðan: Bayer Leverkusen...........2 1 1 0 3:1 4 Lazio......................2 1 1 0 3:2 4 Maribor Teatanic...........2 1 0 1 1:2 3 Dynamo Kiev................2 0 0 2 1:3 0 Næstu leikir, 29. september: Lazio - Maribor Teatanic Bayer Leverkusen - Dynamo Kiev B-riðill: Arsenal - AIK.......................3:1 Fredrik Ljungberg 28., Thierry Henry 90., Davor Suker 90.- Krister Nordin 53. 71.227. Barcelona - Fiorentina .............4:2 Luis Figo 7., Luis Enrique Martinez 10., Ri- valdo 68., vítapsyrna, 70. - Christian Amoroso 50., Enrico Chiesa 79. 75.000. Staðan: Barcelona...................2 2 0 0 6:3 6 Arsenal.....................2 1 1 0 3:1 4 Fiorentina..................2 0 1 1 2:4 1 AIK.........................2 0 0 2 2:5 0 Næstu leikir, 29. september: Barcelona - Arsenal AIK - Fiorentina C-riðiII: Dortmund - Boavista................3:1 Andreas Möller 40., Fredi Bobic 53., 64. - Rui Bento 44. 44.000. Rosenborg - Feyenoord..............2:2 John Carew 21., 24.- Jon Dahl Tomasson 10., Bonaventure Kalou 22. 20.000. Staðan: Rosenborg ...............2 1 1 0 5:2 4 Dortmund..................2 1 1 0 4:2 4 Feyenoord ...............2 0 2 0 3:3 2 Boavista ................2 0 0 2 1:6 0 Næstu leikir, 29. september: Rosenborg - Borussia Dortmund Boavista - Feyenoord D-riðiII: Sturm Graz - Manchester United........0:3 Roy Keane 15., Dwight Yorke 31., Andy Cole 33.17.000. Króatía Zagreb - MarseUIe.............1:2 Tomo Sokota 64. - Ibrahima Bakayoko 5., Sebastien Perez 77.25.000. Staðan: Marseille.................2 2 0 0 4:1 6 Manchester United ........2 1 1 0 3:0 4 Króatía Zagreb ...........2 0 1 1 1:2 1 Sturm Graz................2 0 0 2 0:5 0 Næstu leikir, 29. september: Króatía Zagreb - Sturm Graz Manchester United - Marseille England Deildabikarinn, 2. umferð, sfðari leikir: Blackbum - Portsmouth.................3:1 ■ Blackbum vann samtals 6:1. Bristol City - Nottingham Forest .....0:0 ■ Nottingham Forest vann samtals 2:1. Coventry - Tranmere ..................3:1 ■ Tranmere vann samtals 6:4. Derby - Swansea.......................3:1 ■ Derby vann samtals 3:1. Everton - Oxford......................0:1 ■ Oxford vann samtals 2:1. Leicester - Crystal Palace ...........4:2 ■ Leicester vann samtals 7:5. Reading - Bradford....................2:2 ■ Bradford vann á mörkum á útivelli. Sheffield Wed. - Stoke ...............3:1 ■ Sheffield Wed. vann samtals 3:1. í kvöld Handknattleikur Meistarakeppni karla: Varmá: Afturelding - FH .20 Colin Todd hættir hjá Bolton Colin Todd, knattspyrnustjóri enska 1. deildar liðsins Bolton, sagði starfí sínu lausu í gær. Félag- ið hefur átt í fjárhagsþrengingum og þurft að selja leikmenn til þess að fjármagna reksturinn. Todd taldi erfítt að starfa við slíkar aðstæður og kvaðst hafa tekið ákvörðun um að hætta er félagið seldi Per Frand- sen til Blackbum fyrir um 205 millj- ónir ísl. króna. Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, sagði að Todd hefði verið í ágætum metum hjá leikmönnum liðsins og leiðinlegt að hann hefði ákveðið að hætta. „Fjárhagur liðs- ins var hins vegar knappur, sem gerði Todd erfitt fyrir að kaupa leikmenn.“ Aðspurður um hvort slæmt gengi liðsins, sem er í 20. sæti 1. deildar, hefði haft áhrif á að Todd sagði af sér sagði Guðni að svo gæti verið. „Gengi liðsins hefur reynst brösótt það sem af er og ef það væri við toppinn hefði þessi sala á Frandsen, sem hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár, kannski ekki komið til.“ Guðni sagði nokkrar ástæður fyrir knöppum fjárhag liðsins, svo sem að félagið hefði byggt nýjan leikvang fyrir um fjóra milljarða ísl. króna og því hefði ekki tekist að selja gamla leikvanginn fyrr en nú. „Liðið fór upp í úrvalsdeild á þeim tíma og það byggði völlinn, keypti leikmenn fyrir um 10 milljónir punda [um 1,2 milljarða ísl. króna] og gerði góða samninga. En eftir að liðið féll hefur ekki verið eins mikið til skiptanna." Tilkynnt hefur verið að Phil Brown, aðstoðarknattspymustjóri liðsins, taki við starfi Todd til bráðabirgða. Guðni rifar segl- in í vor GUÐNI Bergsson hyggst flytja til Islands á ný er samn- ingi hans við enska 1. deildar liðið Bolton lýkur í júlí árið 2000. Guðni segist ekki hafa hug á að halda áfram að leika knattspynu eftir _að hann hætt- ir hjá Bolton. „Eg stefni á að koma heim næsta sumar og geri ekki ráð fyrir að halda áfram að spila.“ Hann staðfesti að íslenskt lið hefði sýnt áhuga á að fá hann til sín en vOdi ekki segja hvaða félag var um að ræða. Guðni hefur leikið með Bolton frá 1995 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann hefur einnig leikið með Tottenham í Englandi en lék með Val frá 1983-1988 og 1994. Ósáttur að vinna ekki Við fórum í þennan leik með það í huga að spila agaðan varnarleik sem við og gerðum enda þurfti markvörður okkar aldrei að verja skot og innst inni er ég ósáttur við að vinna ekki leikinn," sagði Þórður Lárusson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn. „Eg átti von á að ítalska liðið myndi halda sig aftar- lega til að byrja með en spila sig síðan inn í leikinn og sækja hratt en það gerðist ekki. Eg hefði einnig viljað sjá tvö mörk okkar í byrjun því það hefði neytt þær framar á völlinn, sem það hefði hentað okkur því við erum með skæða sóknarleik- menn,“ bætti Þórður við og telur að vænta megi fleiri afreka af sínu liði. „Fjögur stig í fyrstu tveimur leikj- unum er meira en við var búist og er gott fyrir framhaldið. Næsti leik- ur, sem er gegn Evrópumeisturun- um frá Þýskalandi, verður erfiður en sjálfstraustið með fjögur stig er gott og þessar stúlkur í íslenska lið- inu láta ekkert stöðva sig - ég held að þær muni koma enn meira á óvart." Er í skýjunum „Ég er í skýjunum og í fyrri hálf- leik vantaði bara markið til að full- komna og við vorum mun sterkari en þær líkamlega,“ sagði Margrét Olafsdóttir, sem átti mjög góðan leik í gærkvöldi. „Það var góð stemmning í öllu liðinu og við vor- um mjög ákveðnar í að standa okk- ur. Ég veit ekki af hverju en þær komust meira inn í leikinn í síðari hálfleik enda mættu þær mjög ákveðnar til hans - hafa eflaust ekki átt von á þessari mótspyrnu í fyrri hálfleik." Liðin áttu að vinna hvort sinn hálfleikinn „ÉG hef aldrei séð þetta íslenska lið spila en það var gott og betri en ég átti von á og mér fannst vörnin góð,“ sagði Ettore Recagni, þjálfari ítalska liðsins, eftir leikinn og var sáttur við að komast með eitt stig heim. „Ég hef aðeins þjálfað þetta lið í eina viku svo að ég bjóst ekki við miklu en fyrri hálfleikur var slakur hjá okkur og íslenska liðið átti að vinna hann en við vorum betri eftir hlé og áttum þá að sigra. Ég vona að lið okkar verði betra þegar deildar- keppnin byrjar hjá okkur í byrjun október." fslandsmeistarar Körfuknattleikssamband Evrópu kemur ekkert á móts við félög Sala á sýningar- rétti helsta vonin 1. Ferð ;i landsleikitm Frakkland - ísland 2.-11. Keppnisbúningar KR 12.-111. Fótboltar áritaðir af leikniönninn KR 112.-211. Pylsur á Seleet 212.-311. Samlokur á Seleet Morgunblaðið/Kristinn Ásthildur Helgadóttir gaf sitt ekki eftir á móti ítölum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Hér berst hún um boltann við Robertu Stefanelli. ttalar máttu KÖRFUKNATTLEIKSDEILDIR Keflavíkur og Njarðvíkur, sem standa að sameiginlegu liði Reykjanesbæjar í Korac-bikarkeppn- inni, fá ekkert greitt fyrir sigur eða að komast áfram um hverja umferð frá Körfuknattleikssambandi Evrópu, líkt og tíðkast í Evr- ópumótum félags- og landsliða í knattspyrnu. Friðrik Ingi Rún- arsson, annar þjálfara Reykjanessliðsins, segir að helsta ágóða- von félaganna sé kaup þjóða væntanlegra andstæðinga á sýn- ingarrétti heimaleikja ÍRB. Evrópska körfuknattleikssam- bandið greiðir ekki liðum sem komast áfram í þessum mótum, eins og til dæmis UEFA EWr eða FIFA gera í Edwin knattpyrnunni. „Það Rögnvaldsson gerist ekki, því mið- ur,“ segir Friðrik Ingi. „Hinsvegar eru til þjóðir, sem eru gríðarlega áhugasamar um körfubolta, eins og Ítalía, Grikkland, Spánn og Tyrkland. Þessar þjóðir kaupa sjónvarpsrétt. Það væri helst í tengslum við eitthvað slíkt sem ein- hveijir fjármunir fengjust, en því miður ekki með beinum greiðslum fyrir að komast áfram. Það kostar bara meira að fara lengra í keppninni og við borgum keppnisgjald til FIBA (evrópska körfuknattleikssambandsins). En við vonum, þegar allt kemur til alls, að þetta gefi eitthvað af sér, hvort sem það er í formi peninga eða ein- hvers annars. Við vitum til dæmis ekki hvað þetta gerir fyrir bæjarfé- lagið, eða íslenskan körfuknattleik, íslenska leikmenn. Það má vel vera að allir græði mikið þegar upp er staðið,“ segir þjálfarinn. Gert mögulegt af Reykjanesbæ Islensk handknattleikslið hafa átt við svipaðan vanda að glíma. Kostn- aðurinn við þátttöku í Evrópumót- um hefur valdið því að ekkert ís- lenskt handknattleikslið verður með í vetur. Birgir Már Bragason, for- maður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir að þátttaka Suð- urnesjaliðsins hefði ekki verið möguleg án fjárstuðnings Reykja- nesbæjar. „Reykjanesbær styrkir okkur vel. Við gætum þetta ekki án stuðnings hans. Auk þess treystum við á stuðning áhorfenda, að þeir mæti vel á leikina. Einnig vonumst við tO að geta fjármagnað þátttökuna að hluta til með auglýsingum á völl- inn,“ segir Birgir Már. En hvemig varð hugmyndin að sameiningunni tO? „Hún vaknaði í síðustu lands- liðsferð. Þá fóru menn að skoða leikmannahópinn, og sáu að hann var að mestum hluta skipaður þess- um leikmönnum. Henni var hrint mjög fljótt í framkvæmd, því við höfðum skamman tíma tO að skrá okkur í keppnina. Við funduðum því með bæjarstjórninni og ákvörðun var tekin,“ segir Birgir Már. Gríðarleg kynning Friðrik Ingi segir að velgengni IRB í Korac-bikarkeppninni auki hróður íslensks körfuknattleiks, sem geti stuðlað að því að fleiri ís- lenskir leikmenn veki áhuga liða á meginlandi Evrópu, sem myndi styrkja landsliðið tO lengri tíma lit- ið. „Það er vissulega margt annað í húfi en peningar, sérstaklega þar sem við hófum þessa keppni með glæsOegum sigri, þá er þetta gríðar- *- leg kynning fyrir íþróttina. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur tekið við sér, ótrúlegasta fólk. Framhald- ið gerir það að verkum að íslensk félagslið, og landsliðið, fer að leika gegn þeim allra bestu. Eftir því sem þeim leikjum fjölgar verðum við betri, kynningin verður meiri og ég er ekki í nokkrum vafa um að á næstu árum, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, eigum við eftir að horfa á eftir mörgum ís- lenskum leikmönnum í atvinnu- mennsku. Það er að því gefnu að það haldist óbreytt að Bosman-úr- skurðurinn eigi ekki við Austur- Evrópubúa. Þar er gríðarleg flóra og íslenskir leikmenn ættu ekki jafn . greiðan aðgang að liðum á megin- landinu ef það breytist, eins og vangaveltur eru á kreiki um. Ég held samt að menn verði ekki sviknir af því að fá íslenska körfu- boltamenn og við vitum að í stað þess að eiga þrjá eða fjóra atvinnu- menn, líkt og í dag, að eiga ef tO vOl þrettán eða fjórtán, jafnvel tuttugu, eftir tvö tO fjögur ár, verður ís- lenska landsliðið enn sterkara fyrir vikið. Þá yrði það skipað leikmönn- um í góðum deddum í Evrópu og hafa körfuknattleik að atvinnu sinni, eins og menn þekkja bæði úr fótbolta og handbolta. Þarna eru leiðir að opnast og úrslit sem þessi eru einmitt mikO auglýsing hvað það varðar. Allir sem tengjast ís- lenskum körfuknattleik græða á þessu á einn eða annan hátt. Ég er ekki í nokkrum vafa um það,“ segir Friðrik. Fjórði sigur Nordhom nafa sig ÞAÐ er ekki oft sem íslenskir leikmenn og áhorfendur ganga af velli eftir knattspyrnuleik við ítalskt landslið og eru frekar súrir en sáttir með eitt stig. Sú varð engu að síður raunin í gærkvöldi þegar ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu náði markalausu jafntefli við það fs- lenska á Laugardalsvelli er liðin mættust í riðlakeppni Evrópukeppninn- ar. Fyrir vikið er ísland komið með fjögur stig eftir tvo leiki í sínum riðli, sem er meira en flestir áttu von á. Reyndar voru þessir áhorfendur að- eins rétt rúmlega sex hundruð, sem er ekki mikið miðað við mikilvægi leiks- ins auk þess sem hann var áhorfendum BBiH að kostnaðarlausu. Þessir Stefán 600 tóku tvívegis andköf á Stefánsson fyrstu mínútunum þegar skrifar veruleg hætta skapaðist við mark Itala, sérstak- lega á 8. mínútu þegar Ásthildur Helga- dóttir fékk mjög gott tækifæri í mark- teig Itala og ætlaði að lyfta boltanum yf- ir markvörð gestanna en hann náði að slæma hendinni í boltann og bjarga. At- vikin dugðu til að ítölsku stúlkurnar tóku sig á í vörninni enda þurfti þess með því mikill kraftur var í íslensku stúlkunum, sem voru nokkuð líkamlega sterkari og unnu flest návígi. Fyrir tOstilli sterkra vama var ekki mikið um færi, varla neitt til að minnast á sem eftir lifði fyrri hálf- leiks. Gestimir mættu mun ákveðnari til síð- ari hálfleiks, vörnin var sem fyrr sterk en í sóknarleiknum höfðu þær líka stillt saman strengina og áttu mun auðveldara með að spila sig framar á völlinn enda skapaðist nokkrum sinnum þvaga í ís- lenska markteignum. ísland fékk eitt ágætt færi eftir hlé, það var tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðlaug Jónsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir léku laglega í gegnum ítölsku vörnina en síðasta send- ingin var örlítið of löng fyrir Rakel. Margrét var besti leikmaðurinn Þó að lítið væri um færi sýndi íslenska liðið mikinn styrk. í markinu greip Þóra B. Helgadóttir vel inn í þegar þurfti og vörnin með Auði Skúladóttur og Eddu Garðarsdóttur fyrir miðju var sterk. Margrét Ólafsdóttir lék á miðjunni og var best í íslenska liðinu ásamt Rakel auk þess að Ásgerður H. Ingibergsdóttir og Guðlaug voru góðar framan af. Eina áhyggjuefni Þórðar Lámssonar þjálfara hlýtur að snúast um hvemig gekk á Meistaraleikur KR og SHELL er skemmtilegur leikur þar sem þú giskar á hvað KR vinnur marga bikara - þeir gætu orðið fjórir! Tekst KR-ingum að fylla bikaraskápinn? Láttu fylla bílinn á næstu Shell-stöð og fáðu þátttökumiða. karla 999 www.shell.is Bikarmeistarar karla 1999 KÖRFUKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNIN alla við kjarkinn þegar leið á leikinn því þó að ítölsku stúlkumar sýndu stund- um lipran leik gáfu þær íslensku þeim lítið eftir í þeim efnum en virtust eiga erfiðara með að halda ró sinni er leið að lokum. GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, og samherjar hans í þýska fyrstudeildarliðinu Nordhorn unnu í gær Sigurð Bjarnason og samherja í Weltzl- ar, 27:19, á útivelli. Þar með hefur Nordhom unnið íjóra fyrstu leiki sína í fyrstudeildar- keppninni og er í efsta sæti deildarinnar. Willstatt, lið Gústafs Bjarnasonar og Magn- úsar Sigurðssonar, tapaði heima fyrir Gummersbach, 23:19. Ess- en, sem Patrekur Jóhannesson leikur með, tapaði einnig fyrir Flesburg, 25:23, í Flensborg. Bayer Dormagen, sem þrír ís- lendingar leika með, Daði Haf- þórsson, Héðinn Gilsson og Ró- bert Sighvatsson, og fjórði ís- lendingurinn, Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfar, tapaði á heimavelli með einu marki fyrir meisturum Kiel, 27:26. Þá vann Wuppertal, með Dag Sigurðs- son, Heiðmar Felixson og Valdi- mar Grímsson innanborðs, sigr- aði Julian Róbert Duranona og félaga 31:29 á heimavelli. Þá vann Grosswallstadt Minden, 28:20, og Nettelstedt iagði Bad Schwartau, 30:24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.