Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER BLAÐ Þjóðverjar dæma í París ÞYSKI milliríkjadómarinn Bernd Heynemann dæmir landsleik íslands og Frakkland í París 9. október nk. en það er síðasti leikur þjóðanna í 4. riðli undankeppni Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu karla. Heynemann er einn kunnasti knattspyrnudómari heims um þessar mundir og er í efsta dómaraflokki UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, á leiktiðinni 1999 til 2000. Aðstoðardómarar Heynemanns eru landar hans Harald Sather og Markus Scheibel, en varadóm- ari verður Lutz Michael Fröhlich. Dómararnir sem dæma landsleik 21 árs liða þjóðanna, sem fram fer í Blois sama dag og leikur A-liðanna, koma frá Asíu. Hér um að ræða sérstakt samstarf UEFA og AFC, Knatt- spyrnusambands Asíu, um skipti á dómurum í ákveðnum leikjum. Ekki er enn Uóst frá hvaða landi Asíu dómararnir koma. HANDKNATTLEIKUR Fram meist- arar meist- aranna BIKARMEISTARAR Fram urðu í gær svonefndir meistarar meistaranna í handknattleik kvenna er liðið lagði Islands- meistara Sljörnunnar, 22:19, í íþróttahúsinu Ásgarði í Garða- bæ. Framarar lögðu grunninn að sigri sinum með öflugum vamarleik í fyrri hálfleik - komust í 10:2 og skoraði Stjarn- an ekki mark í um tuttugu mín- útur fyrir hlé. I seinni hálfleik drógu Stjörnustúlkur á Framara, en fyrirliðinn, Hugrún Þorsteinsdóttir, hélt gestunum á floti með góðri markvörslu. Á myndinni til hliðar fagna Hugrún Þorsteinsdóttir, fyrir- liði Fram, Svanhildur Þengils- dóttir, Signý Sigurvinsdóttir og Katrín Tómasdótir, sigrínum í leikslok. ' 4\A't Morgunblaðið/Ámi Sæberg KNATTSPYRNA KSÍ rannsaki ásakanir um kynþáttafordóma Sveinn Andri Sveinsson, formað- ur Knattspyrnufélagsins Fram, hefur sent erindi til Knattspymu- sambands íslands um að það rann- saki kynþáttaáreitni sem Marcel Oerlemans, þeldökkur leikmaður liðsins, mátti sæta í leik gegn Vík- ingum í efstu deild. I bréfi sínu til KSI segir Sveinn Andri að Oerlemans, sem er ættað- ur frá Súrinam og er með hollensk- an ríkisborgararétt, hafi í mörgum leikjum í sumar mátt þola svívirð- ingar frá íslenskum leikmönnum vegna litarháttar síns, allt gert til þess að ögra leikmanninum. „I ágætum leik Fram á móti Víkingum hinn 18. september tók hins vegar steininn úr, þegar vamarmaður Víkings, sem undhTÍtaður kann ekki frekari skil á, lá stöðugt í Marcel, greinilega aðeins í þeim til- gangi að espa hann til reiði. Um- mælin sem hann lét falla em vart eftir hafandi: „þræll“, „nigger“, „þú lyktar illa“, „farðu aftur í fmmskóg- inn“, auk þess sem leikmaðurinn lýsti með óviðurkvæmilegum hætti samskiptum sínum við móður Marcels. Samskipti þessi enduðu með því að upp úr sauð. Var Marcel rekinn út af í kjölfarið og virtist leikmaður Víkings vera nokkuð ánægður með afrek sitt. Þeir sem fylgdust með leiknum sáu að það sem gerðist milli leikmanna var í engum tengslum við leikinn. Marcel er sérlega dagfarsprúður drengur og því greinilegt að einhver annar aðdragandi var að atvikinu en glíma um knöttinn." Segir í bréfi Sveins Andra að áreitni og ofsóknir á gmndvelli kyn- þáttar sé refsiverð samkvæmt ís- lenskum lögum og málið því mjög alvarlegt. Hann segir jafnframt að það sé ósk Fram að KSÍ hlutist til um að íslensk knattspyrna verði laus við lágkúm af þessu tagi. „Auð- vitað eiga allir að geta leikið knatt- spymu án þess að vera lítillækkaðir vegna kynþáttar eða hömndslitar," segir í bréfi Sveins Andra. Halldór B. Jónsson, varaformað- ur KSÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það tæki slík mál alvar- lega. Honum hefði ekki borist erindi Fram en sagði að ef það bærist frá viðkomandi félagi fengi það af- greiðslu hjá aganefnd og ömggt að það yrði rætt í stjórn KSÍ. Guðmundur H. Pétursson, for- maður knattspymudeildar Víkings, sagðist ekki hafa séð bréf Sveins Andra er Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Framarar hafa ekki rætt við okkur, stjóm Víkings, um þetta meinta atvik, sem hefði nátt- úrlega verið eðlilegast í stöðunni. Menn hefðu þannig getað skoðað málið og komist til botns í því. Að öðru leyti er málið bara til athugun- ar hjá okkur. Eg hef ekki séð þetta bréf og ekki fengið neitt frá Fram. Að sjálfsögðu fordæmum við kyn- þáttafordóma í íþróttum og þetta virðist vera fyrir hendi úti í heimi, en sem betur fer em íslenskar íþróttir nokkuð lausar við þetta. Öll opinber umræða um slík mál er af hinu góða og félög ættu að reyna að koma í veg íyrir slíka hluti eins og hægt er,“ sagði Guðmundur. „Við munum skoða þetta mál og ég reikna með því að félögin fari yf- ir það og ræðist við, að ekki sé minnst á forystu KSÍ ef þetta er svo algengt í íslenskri knattspyrnu, eins og menn vilja vera láta. En að halda fram að þetta hafi verið gert með skipulögðum hætti, á ekki vð rök að styðjast. Félagið stendur ekki fyrir slíku. í því sambandi má nefna að við erum með þjálfara, sem er af er- lendu bergi brotinn, þannig að menn geta lagt saman tvo og tvo í þeim efnum,“ sagði Guðmundur H. Pétursson, formaður knattspymu- deildar Víkings. Leikmenn Stuttgart fá sér lögmann SEX leikmenn í herbúðum Stutt- gart hafa fengið sér lögmann vegna þess að Rolf Rangnick, þjálfari liðs- ins, tók þá út úr 34 leikmannahópi liðsins. „Það var alltof þröngt í klef- anum og ég hef ekkert með þennan fjölda að gera á æfingu," sagði Rangnich. Lögmaður leikmannanna segir þessar aðgerðir þjálfarans ólöglegar, þar sem leikmennirnir hafa atvinnusamning við félagið og ber félaginu að láta þá æfa við bestu aðstæður. „Að setja þá niður í áhugamannahópinn er niðurlæging fyrir þá. Við munum ekki sætta okkur við þetta,“ segir lögfræðing- urinn Dr. Engeln. Rolf Rangnick átti „neyðarfund" í gær með Hans Meyer-Vorfelder, forseta Stuttgart, og Karlheinz För- ster, framkvæmdastjóra og aðstoð- arþjálfara sínum. Tilfefni fundars- ins var staða liðsins í deildinni, sem er í neðsta sæti eftir fjórar umferðir með aðeins eitt stig. „Tími ræðu- halda yfir leikmönnum er lokið,“ sagði þjálfarinn að fundi loknum og tilkynnti jafnframt að hann muni halda fund með leikmönnum þar sem þeir þurfa að taka sjálfir afleið- ingum af afar slakri frammistöðu til þessa. KNATTSPYRNA: SANNFÆRANDI HJÁ BARCELONA OG MANCHESTER UNITED/C4

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Íþróttir (23.09.1999)
https://timarit.is/issue/132120

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Íþróttir (23.09.1999)

Aðgerðir: