#

Um vefinn


Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknaraðferðir. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Notendur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíður. Jafnt og þétt bætast við safnið fleiri titlar.

Verkefnið var styrkt af Vestnorræna ráðinu, NORDINFO (Norrænu samvinnunefndinni um vísindalegar upplýsingar), RANNÍS (Rannsóknarráði Íslands) og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Tímarit.is er samstarfsverkefni:

Um val á efni til myndatöku

Hvert safn ákveður fyrir sitt leyti hvaða blöð og tímarit eru sett út á Netið. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn veitir aðgang að nær öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til 1920 og innan tíðar verða öll dagblöð frá upphafi til dagsins í dag aðgengileg. Einnig eru valin tímarit aðgengileg í heild en stefna safnsins er að birta öll tölublöð hvers rits en lagaákvæði um höfundarrétt ráða hvað efni er sett út á Netið. Ef leyfi fæst hjá handhafa höfundarréttar um að birta efni sem nýtur höfundarréttar er það gert. Í sumum tilfellum ákveður útgefandi birtingartöf, yfirleitt síðustu 2 til 4 ár.

Tölulegar upplýsingar um verkefnið

Heildarfjöldi titla

1.861

Heildarfjöldi greina

79.944

Heildarfjöldi myndaðra blaðsíðna

6.756.846

Um notkun á efni á tímarit.is

Stafrænar myndir af dagblöðum og tímaritum sem eru birtar á vefnum tímarit.is eru eingöngu til einkanota. Um notkun á stafrænum myndum á vefnum tímarit.is gilda höfundalög nr. 73/1972. Skv. 1. mgr. 43 gr.: „Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar.“
Notendum er bent á að hafa samband við hagsmunasamtök höfunda um heimild til notkunar á efni er kann að vera í höfundarétti.



Ef einhverjar spurningar vakna um verkefnið og hvernig vefurinn virkar, sem er ekki svarað hér, sendið þá tölvupóst á timarit (hjá) landsbokasafn.is