Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 1
SKUGGAR FORTIDARINNAR/4 ■ FRAMANDI VERUR UNNAR UR KUNM' IGLEGUM HLUTUM/6 ■ TISKUSVEIFLA MEÐ TRUARLEGU IVAFI/8 P Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Andrés Kolbeinsson Bensínafgreiðslustöð, Nesti hf., 1956. Hún er horfin en stóð í Elliðaárdal og er eftir Manfreð Vilhjálmsson. HVERFIN búa í sálardjúpum þeirra sem alast upp í þeim. Áhrifin eru iðulega ómeðvituð en þau verða skarpari þegar fyrrum íbúar heim- sækja gamla hverfíð sitt eða sjá myndir þaðan. „Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna," ritaði Þórbergur Þórðarson og í það veitir sýn- ingin á Kjarvalsstöðum, Borgarhluti verður til, einmitt innsýn. Hún stendur til 24. október. Arkitektúr, hönnun og skipulag hverfís ráða miklu um hvort hverfi verða dauð eða lifandi. 104 Reykjavík; Teigar, Laugarnes, Lækir, Laugarás, Sund, Heimar og Vogar, varð lifandi hverfí, en það reis hratt á 5., 6. og og 7. áratugnum. gjjjjjg .;>»■ f Borgarhlutinn hefur síðan öðlast sess . ... " í sögu og menningarlífí Reykjavíkur og telst jafnvel I eitt af eldri hverfum iiorgarinnar. Pétur H. Ármannsson arktitekt I setti sýninguna upp fyrir hönd Listasafns Reykjavíkur og í sam- I starfi við Árbæjarsafn og Ljós- | myndasafn Iteykjavíkur og hann I samdi einnig sýningarskrána, en I þar stendur: „Orð eins og léttleiki I og látleysi koma í hugann þegar I húsagerð tímabilsins er skoðað. Hugmyndir arkitekta einkenndust af trú á framtíðina og möguleikum tækninn- (P ar til að skapa nýtt og betra samfélag." Pétur nefnir sem dæmi um Prentarablokkin í Sólheimum 23 (1957-62) eftir Einar Sveinsson. Likan: Axel Helgason. gildi hverfísins að blokkirnar í Sólheimum og á Austurbrún séu í raun samgróinn hluti af ásýnd borgarinnar. Háhýsin þar eru mikilvæg tákn um módernismann, þau voru hin hagkvæma lausn á húsnæðisþörf almennings. „Allt frá stríðslokum og fram yfir 1960 var borg- arhiutinn við Sund eitt helsta nýbyggingasvæði Reykjavíkur og þar má fínna verk eftir flesta þá arkitekta sem áberandi voru á tímabilinu,“ ritar Pétur og fjallar svo um húsagerð þeirra í sýning- arskrá. I hópi hönnuða sem settu mark sitt á húsa- gerð 6. áratugarins var Gunnar Hansson en hann var höfundur skipulags í Heimahverfi með Gunn- ari H. Olafssyni. „Annar fulltrúi framsækinna við- horfa var Skúli H. Norðdahl arkitekt, sem m.a. teiknaði húsin við Rauðalæk 59, Vesturbrún 20 og Dyngjuveg 5,“ segir Pétur. Umræða um arkitektúr og skipulag borga er Is- lendingum ekki töm því þessi fræði eru ekki kennd hér. En „hvað sem líður allri hugmyndafræði geyma húsin og bæjarhverfin reynslu og menning- ararf þeirrar kynslóðar sem skóp þau“, segir Pét- ur, „að læra að sjá og meta gildi þeirra er góð leið til að dýpka skilning og skerpa vitund um sögu okkar, umhverfi og tilvist.“ Biðskýli úr timbri eftir Einar Sveins- son og Gunn- ar H. Ólafs- son, 1948. Stóð við Sunnutorg. Líkan: Axel Helgason. Morgunblaðið/Ásdís II í Mf II m j II ■ii II II m\ II m\ II I «■{ I m \ 11« - II ■;' ll . * 1 ■ ** • 1 «i Ný sending af stórglæsilegum húsgðgnum Svefn&heilsa A VÍK - AKVJ Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.