Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ FIMMTUDAGUR 23. MARS BLAÐ Ágúst taki við kvenna- landsliðinu HANDKNATTLEIKSSAMBAND fslands á í við- ræðum við Ágúst Jóhannsson, þjálfara Vals, um að hann taki við þjálfun kvennalandsliðsins. Viðræður hafa átt sér skamman aðdraganda en sterkar líkur eru á að Ágúst taki við starfinu af Tlieódóri GuðHnnssyni, sem er með samning út maf. Ef það gengur eftir mun Ágúst ekki þjálfa bikarmeistara Vals næsta vetur. Theódór hefur þjálfað kvennalandsliðið undanfarin þrjú ár en Herdís Sigurbergsdóttir var nýverið ráðin að- stoðarþjálfari landsliðsins til tveggja ára. ■-------------: ggggj Sentinel Leika fyrir iuktum dyrum ENGUM áhorfendum verður hleypt inn á fyrri kvennalandsleik Bandaríkjanna og íslands í knatt- spyrnu sem fram fer í Charlotte þann 5. apríl. Þjóðimar mætast aftur í sömu borg þremur dögum síðar og þá verður leikið á aðalleikvangi borg- arinnar, Ericsson Stadium, sem tekur 50 þúsund áhorfendur. Bandaríkjamenn ætla greinilega ekki að dreifa aðsókninni á leikina og vilja einbeita sér að því að fá sem flesta á þann síðari. Fyrri leik- urinn fer fram á velli Davidson- háskóla. Forsala á síðari leikinn er haflnn, en talsverður áhugi er fyr- ir bandariska iandsliðinu heima- fyrir enda er það heimsmeistari. Logi Ólafsson, nýráðinn lands- liðsþjálfari, hefur valið fjórtán ný- liða í æflngahóp fyrir landsleikina tvo við bandarfsku heimsmeistar- ana. Heimir með KA HEIMIR Örn Ámason, handknattleiksmaðurinn efnilegi úr KA, getur leikið með Akureyrarliðinu í úr- slitakeppninni. Hann er ekki með slitin liðbönd í fingri eins og óttast var heldur með rifnar vöðva- festingar og getur leikið með spelku, að því er fram kemur á heimasfðu KA. Jóhann Gunnar Jó- hannsson hefur náð sér af meiðslum og verður með KA gegn FH á sunnudag- inn en tvísýnt er um Lars Walther sem er meiddur á öxl. Halldór Sigfússon og Geir Aðalsteinsson verða ekkert með KA-liðinu í úr- slitakeppninni. Það ríkti mikill fögnuður í herbúðum Stoke eftir sigurinn á Rochdale í gær og Ijóst að félagið var komið í úrslitaleik á Wembley í fyrsta sinn í 28 ár. Hér gleðst Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri yfir sigrinum ásamt John Rudge aðstoðarþjálfara í leikslok. ■ Fjórtán nýliðar/B3 Guðjón og læri- sveinar á Wembley GUÐJÓN Þórðarson og lærisveinar hans í enska knattspyrnulið- inu Stoke City öðluðust í gærkvöldi rétt til að leika til úrslita í bik- arkeppni neðrideildarliða við Bristol City á Wembley, þjóðarleik- vangi Englendinga 16. apríl nk. Tæplega sautján þúsund áhorf- endur sáu Stoke bera sigurorð af Rochdale, 1:0, í síðari viðureign liðanna í úrslitarimmu norðurriðils á Britannia-leikvanginum í Stoke- on-Trent í gærkvöldi. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Guðjóns og lærisveina, 3:1. Urslitaviðureignin á Wembley fer fram hinn 16. apríl nk. Andstæðingurinn, Bristol City, er þremur sætum fyrir neðan Stoke í ensku 2. deildinni. Liðin hafa mæst einu sinni áður á yfir- standandi keppnistímabili. Þá skildu liðin jöfn á heimavelli Stoke. Upphaflega var ráðgert að liðin mættust aftur í gærkvöldi, en leiknum var frestað vegna viður- eignar Stoke við Rochdale. Stoke City lék síðast á Wembley árið 1972. Þá bar liðið sigurorð af Chelsea í úrslitaleik deildabikar- keppninnar. Lokatölur urðu 2:1, en til gamans má geta að Gordon Banks stóð þá í marki Stoke, en hann var þá aðalmarkvörður Eng- iendinga. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stoke í gær- kvöldi. Bjarni, sonur Guðjóns knattspyrnustjóra, kom inn á sem varamaður fyrir Arnar Gunnlaugs- son á 57. mínútu. Leikmönnum Rochdale var mik- ið í mun að skora snemma til að eygja von um farseðil til Wembley, en vörn Stoke stóð fyrir sínu. Leikurinn var í járnum fram að leikhléi, en eftir það dró til tíðinda. Peter Thorne, sem skoraði mark Stoke fjórum mínútum fyrir leiks- lok, slapp með skrekkinn þegar hann braut illa á andstæðingi sín- um, Evans að nafni, en dómarinn virtist ekki taka eftir brotinu. Bæði lið fengu eitt kjörið mark- tækifæri áður en Thorne gerði eina mark leiksins. Það gerði hann eftir aukaspyrnu frá manni leiks- ins, Graham Kavanagh. BEINA BRAUTIN FRAMUNDAN HJÁ ÞÓREYJU EDDU/B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.