Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1907, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.12.1907, Blaðsíða 36
324 Jónas Hallgrímsson. og eðlilegar og tamdar af tignum anda. Aldrei neitt of eða van. Setningarnar eru stuttar að jafnaði og líða fram í léttstígum fylkingum eftir fallanda hugsanarinnar. I kvæðunum ganga oft dýrir hljómþræðir gegnum erindin. En hvaðan er runnin þessi fegurð og yndisþokki sem heillar hugann? Það er hvorttveggja ytra mark ætt- göfginnar. Hvert orð og hver setning Jónasar á ætt sína að rekja til þess sem íegurst er og tigulegast i tungu vorri. Þar er enginn bastarður, enginn uppskafningur. Enginn hefir betur sýnt það en Jónas að íslenzkan þarf ekki að blanda blóði við önnur mál til þess að yngja sig upp og verða vaxinn kröfum tímans í hverju sem er. Hún á nógan lífsþrótt í sjálfri sér. Gott dæmi þess er þýðing Jónasar á stjörnufræði Ursins. Stjörnufræðin er eflaust sú grein sem einna erfiðast hefir verið um að rita á íslenzku þá. En Jónas leikur sér að því. Málið á þýðingunni er svo þýtt og yndislegt að engan skyldi í fyrstu gruna, hvílíkur sægur þar er af nýjum orðum. Eg hefi til gamans skrifað hjá mér hátt á annað hundrað þessara nýyrða. Hér eru nokkur þeirra, gripin af handa- hófi: sjónarhorn, sólkyndlar, sverðbjarmi, Ijósvaki, sjónauki, sjónfœri, sjónarsvið, sjónarmunur (parallaxe), samhliði, breiðhorn, mjóhorn, klofalinur, sporbaugur, sporbaugsgeiri, fleygbogi (parabole), breiðbogi (hyberbole), sólnánd, sólfjœrð, Ijósvilla (aberration), rugg (nutation), hringskekkja (excen- tricitet), viðvik (vibration), staðvindar, eldvarp, sjálfbjartur. Eins og þessi dæmi sanna hefir hann ýmist tekið orð sem til voru í málinu og fengið þeim nýja merkingu, eða hann setur saman ný orð svo eðlileg og blátt áfram að mann furðar mest hvers vegna þau hafa ekki verið til í þúsund ár. Um nýyrðin sín segir hann í formálanum meðal annars: »Ég vonast einnig eftir að önnur betri komi bráðum í stað sumra þeirra, og að þessi litla fjárgata, er eg nú hefi lagt, verði með tímalengdinni að breiðum og ruddum þjóðvegi«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.