Þjóðólfur - 09.05.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.05.1865, Blaðsíða 2
— 100 — BRASILÍUFERÐIRNAR af Norðrlandi, árin 1863 og 1865. „f>aíi ^em af heimsku er stofnaí), mun me?> heimskn fyrir farast“. Norðanfari beggja megin nýársins hefir fært oss bréf frá Jónasi nokkrum Hallgrímssyni, tré- smið úr Mývatnssveit, eru þau bréf rituð í Bra- silíu í Vestrheimi á útmánuðum í fyrra, og erþar skýrt frá ferð þeirra 4 þíngeyínga, hans og 3 ann- ara, er fóru héðan af Akreyri 1863, fyrst til Ilafn- ar, svo þaðan til Hamborgar, og að síðustu aptr þaðan til Brasilíu, þar þeir létu staðar nema allir 4 í Nýlendunni Donna Francesco. Ferðasagan sjálf, og hún er mestr hlutinn af bréfi þessu að því leyti það er enn komið í ljós, er eins og hver önnur þessleiðis ferðasaga, þegar nálega engum smáatvikum er slept og varla heldr þvi, hvað opt ferðamenn hafi fengið í staupinu og hverir liafi verið svo gestrisnir að vcita slíkt. Seinni hluti bréfsins er um viðtökur þeirra félaga, eptir það þeir voru þarna komnir til Francesco í Brasilíu, og líðan þeirra, og hversu þeir hugði þar til aðsetrs, o. s. frv. f>ví svo er að skilja á bréf- um þessum, og það víðar en á einum stað, að þeir Jónas Hallgrimsson hafi farið svona fyrifram til að leita húfanna um, hvort það mundi geranda fyrir fleiri Íslendínga að kosta kapps um að fara þángað til Brasilíu, til þess að taka þar aðsetr eða bólfestu að staðaldri, kaupa til þess jarðir og bú- slóð o. s. frv. með þeim hug, eptir því sem vér ímyndum oss, að stofna þar íslenzka nýlendu. |>að er ekki tiltökumál, þóað mönnum komi lil hugar þessleiðis áform, á meðan menn þekkja ekkert til neinna hinna margvíslegu vankvæða og mörgu tálmana sem það er bundið, að leita fjar- lægralandaíöðrum heimsálfum til þessað takasér þar bólfestu; á meðan þeir 'nugsa ekkert útí hinalöngu og erfiðu leið þángað, er hlýtr að vera bundin feyki-kostnaði, á meðan þeir blína á sól og sum- arsælu miðjarðarlínu landanna, á margfalda frjófg- un þeirra og náttúruauðlegð af öllum gæðum, en taka að engu til greina hvað við tekr að öðru, hið frábrugðnasta loptslag, landslag og lifnað allan, frá því sem hér er, suðræn mannþjóð eins ólík oss eins og land þeirra og loptslag er frábrugðið ísiandi, annað túngumál, önnur trúarbrögð, hjáleit lög og landsvenjur og hjáleit sljórn. Yér ímynd- um oss því, að hér sé á ærið margt og verulegt að líta, margt aðgæzluvert og margt, er verðr aldrei of vandlega skoðað og lagt niðr fyrir sér, áðren menn afráði að taka sig upp héðan til svo fjar- lægra landa í annari heimsálfu. Látum nú vera, samt sem áðr, að Brasiltu- mennirnir í fu'ngeyarsýslu hafi hér þókzt gæta alir- ar varúðar og umhugsunar, er þeir gerðu út þessa 4 menn í hitteð fyrra til að kynna sér sem bezt og nákvæmast þenna Brasilíu Eden, hvort að þar flóði ekki allt í smjöri og hunángi og væri eins sjálftekið eins og þeir hér gerði sér í lmgarlund, og svo hvernig öllu öðru tilhagaði, er lyti að bú- reisn eða nýlendustofnun Islendinga þar í landi. En þegar Iesin eru bréf Jónasar Ilallgrímssonar, þá getum vér eigi séð, að lýsing hans og viðtökur eða afdrif þeirra félaga gjöri þcssa fyrirætlan fu'ng- eyínga árennilega og eptirsóknarverða. f>að lagð- ist eigi annað fyrir þá félaga alla -s.aman, er þar suðr var komið, en að gefa sig í daglauna- vinnu við sögunarmylnu eina. Jónas Haljgríms- son leitaði smámsaman fyrir sér um, að hann og »nafni hans« gæti setzt að þar í næstu kauptún- unum til þess að bafa trésmiði sér lil atvinnu, en það tókst ekki; og er liann þóktist sjá í hendi sér, að þar íTDonna Franccsca væri síðr en ekki að hugsa uppá kvikfjárrækt, sem Íslendíngum, þcim er flytti þangað og tæki þar aðsetr, mundi þó bæði færast og helzt við bæfi, og er hann fór þá af stað til að skoða sig um í fylkinu Ilio Grandc, og það cplir ráði nokkurra Norðmanna, er hann liafði kynzt við, þá komst Jónas varthálfaþá leiðáfram, því annar kunníngi hans, er hann hitli fyrir á leiðinni, afréði hann sterklega að fara þángað til að litast svona um, auk heldr að hugsa þar tii að- setrs fyrir sig og hina ókomnu landa sína; þýddist Jónas þessi ráð, gaf frá sér að fara til Rio Grande og kynna sér hvernig þar væri umhorfs, en sneri aptr til daglaunavinnunnar við sögunarmylnuna. Bréfum Jónasar er nú ekki lengra komið en þetta í Norðanfaro, er vér höfum fengið yngstan frá 8. Marz þ. á. Verið getr, að niðrlagið, sem enn er ókomið, segi betra af ferð þeirra og þar- veru, beldren fremri hluti bréfsins; verið getr, að Jónas hafi tekið sig á aptr og farið af nýu til Ilio Grande eðr annara þeirra héraða þar sem honum hafi þókt líklegt til kvikfjárræktar og annarar af- komu fyrir fslendínga, ef þeir tæki sér þar ból- festu, cn vér efum stórlega, að blaðið hafi snúið sér svo verulega fyrir þeim 4, þar sem eigi cr annað sýnna, en að úrræðaleysi sjálfra þeirra hafi vaxið með degi hverjum, að þcir bafi verið orðnir svona hálft um hálft að leiksoppi útlendra ný- lendumanna og einkum Norðmanna, og að nokk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.