Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 2
34 ÞJÓÐOLFUR ur mjög víða, og er kvalræði öll- um góðum kennurum, sem þrá að sjá sem mestan árangur af starfi sínu. Meðan ekki er unt, að auka skólaskylduna svo, að nægi líka til að kehna lestur og skrift — eins og tíðkast í öðrum löndhm — þá er ekki í annað hús að venda, en heita á heimilin að leggja af aiefli stund á lestrar- kenslúna áður en skólatíminn byrjar, og sveitarfélögin að líta eftir og hjálpa þar sem þarf. Til þess þyrfti að vera próf í lestri við lok 8. og 9. árs, og inntöku- próf, þegar skólinn byrjar, og vísa miskunnarlaust hverju barni frá, sem þá er ekki sæmilega læst. Eg trúi því ekki, að mönnum færi ekki að sárna við sjálfa sig, ef börn þeirra yrðu ræk frá kenslu fyrir ónógan undirbúning, og þorra manna hugsa eg, að sé svo ant um sóma sinn, að þeir vildu ekki láta það koma fyrir. Það er ekki ofætlun að gera börn læs 10 ára, ef byrjað er í tíma, 6 — 7 ára. Annar stór brestur er hirðu- leysi um að vanda vel til kenn- ara. Það er víst helzt til almenn- ur misskilningur, að hugsa að það sé lítill vandi að kenna krökkum. Já, náttúrlega er lítill vandi að koma nafni á það, jafnvel aðhnoða í þau svo miklu, að þau standist próf, en það er ekki alt — það er minst — undir því komið. Ef það er gert á þann hátt, að þau fá óbeit á öllu námi, eða fá svo háa hugmynd um sig og þekkingu sína, að þau halda að nú viti þau nóg, eða ef námið vekur hjá þeim fyrirlitningu fyrir líkamlegri vinnu, eða ef þau komast á þá skoðun, að þekking og vit séu mestu mannkostirnir, eða að peningar og embætti séu eftirsóknarverð- ustu gæði lífsins. Nei, eg yrði aldrei búinn, ef eg ætti að telja upp misbresti, sem geta verið á upp- fræðslu barnanna, þó að þau stand- ist próf. Sannleikurinn er sá, að það þarf þroskaðan mann, gagn- mentaðan og vandaðan í öllum hugsunarhætti, barngóðan í orðs- ins fylstu merkinu, fyrir nú utan aðra hæfileika og kunnáttu — til þess að vera barnakennari. Kenn- arinn mótar hugsunarhátt barn- anna ósjálfrátt, auk þess sem hver góður kennari gerir sér far um það með öllu, sem hann kennir þeim og segir. Undarlegt að standa á sama, hvernig það er gert, og fleygja börnum sínum undir því- lík áhrif, mér liggur við að segja hvers sem hafa vill, ef hann bara vill taka 1 kr. lægra kaup um vikuna! Þjóðverjar heimta af barnakenn- urum 6 ára undirbúningsnám og þaðan af meira, launa þeim auð- vitað eftir því. Við getum ekki heimtað svo mikið, því að við getum ekki boðið þeim svo góða kosti, en við megum ekki láta okkur standa svo á sama, að við íelum þetta starf óþroskuðum, lítt mentuðurn unglingum, stundum nýfermdum krökkum, hverjum, sem við höldum að kunni það, sem barnið á að læra og vill gera það fyrir nógu lítið. Víða getur „undirboð" átt við, en hastarlegt að halda undirboð á því að móta hugsunarhátt barna og sálarlíf. Landið á að sjá um, að kennara- efni fái nægan og góðan undir- búning undir starf sitt. Það er í naumasmíði, eins og fleira, en al- þýða manna ætti að heimta, að sá skóli, sem það á að annast, sé vel úr garði gerðar. Ef nokkur skóli er hennar skóli, þá er það kennaraskólinn. Háskóladagur. Dagur Jóns Sigurðssonar. Kvenþjóðin íslenzka hefir kjörið sér hátíðisdag. Dagurinn er 19. júní. Þann dag 1915 öðluðust íslenzkar konurkjör- gengi og kosningarrétt til alþingis. En dagurinn er meira. Hann er stofndagur Landsspítalasjóðs ís- lands. Síðan 1916 hefir dagur þessi verið hátíðadagur kvenna og jafn- framt verið safnað fé til spítala- sjóðsins. Og það er ætlun kven- fólksins, að dagurinn verði fram- vegis mannfagnaðar- og fjársöfn- unardagur, safnað fé til spítalans. En að undanförnu hefir þessa merkisdags kvenfólksins að eins verið minst með hátíðahöldum og viðhöfn í Reykjavík. En nú vilja kvenfélög höfuðstaðarins færa út kvíarnar. Nú hyggjast þau að vinna að því, að hans verði minst há- tíðlega um land alt. Kveða þær vel við eiga, í áskorun til íslenzkra kvenna, er birzt hefir í ýmsum blöðum, „að vér konur ynnum að því, að 19. júní yrði viðurkendur um land alt sem minningardagur réttinda vorra og starfsdagur til eflingar áhugamáli voru. Að vér gerðum þenna eina dag ársins að þegnskyldudegi í þarfir mannúðar og líknar“. Hugmyndin er hin fegursta. Það er auðsætt, að á þenna hátt má á löngum tíma, t. d. einni öld eða tveimur öldum, safna miklu fé í þarfir mannúðar og menningar. Og manni flýgur í hug, að æskilegt hefði verið, að forfeð- ur vorir hefðu byrjað á slíkum fésöfnunum fyrir t. d. heilli öld. Fyrir slíka forsjálni og umhyggju- semi myndum vér kunna þeim þakkir og ’nugsa með hlýju til þeirra. En fleiri stofnunum vorum þarf að afla fjár en Landspítalanum. Ein þeirra er háskóli vor. Hann er enn ungur, óþroskaður og félítill, líklega einhver fátæk- asti háskóli í viðri veröld. Fað hljóta allir að vita, er ör- lítið hafa lesið um háskóla og starfsemi þeirra, hve fáskrúðug stofnun háskóli vor er, hjá því sem tíðkast um samskonar stofn- anir meðal auðugra menningar- þjóða. Eg á hér ekki við það, að illa sé kent þar, heldur hitt, hve fátt er þar kent og hve lítilla hlunninda stúdentar og kandídatar háskólans njóta. Hér eru engar rannsókna- eða fræði-iðkanastofur (laboratoria). Hér vantar stúdenta góð bókasöfn og stór. Kenslutæki yfirleitt ekki eins fullkomin með oss og annarstaðar, eins og við er að búast. Háskólastúdentar hér standa því ver að vígi til náms en stúdentar annars staðar. Og í sum- um námsgreinum háskólans, t. d. í ísienzkum fræðum, eru kenslu- kraftar svo litlir, að eg skil ekki, að stúdentar geti tekið próf í þeim fræðum, nema að nafninu til. Held eg, að allir, er einhverja nasasjón hafa af norrænum fræðum, hljóti að samsinna þessu. Það er auð- sætt, að háskólinn verður þjóð vorri gífurlega dýr, ef hann á að vaxa, unz hann nær svipuðum þroska og merkir háskólar erlendis. Og eg tel víst, að slíkt hafi verið ætlun forgöngumanna háskóla- málsins. Nú halda, ef til vill, einhverir, að grein þessi sé rituð í því skyni að sýna fram á nauðsyn stofnana nýrra embætta eða þess háttar. En menn geta sparað sér þann ótta. Hitt var ætlunin, að vekja at- hygli á, að háskólinn þyrfti sjálf- ur að hafa framtak og útvegi til að efnast og auðgast. Honum dugir þar ekki að feta altaf þjóðbrautina til Landssjóðs. Að sönnu hefir þingið verið ríft á fé við þessa æðstu mentastofDun vora, eftir þvi sem það er skapi farið og háttað er íjárhag vorum. Það getur vel verið, að alþingi verði oftast við beiðni háskólans um stofnun nýrra prófessorsembætta, bókakaup, út- vegun kensluáhalda og rannsókn- artækja. Sakaði samt ekki, að há- skólinn sjálfur væri svo efnum búinn, að hann þyrfti ekki sí og æ að biðja þingið að auka til sín tillag, er nýjar þarfir kæmu í Ijós í þessum efnum. Slík stofnun sem háskólinn þarf og á í mörg horn að líta. Það nægir ekki, að hann búi nemendur sína sæmilega undir lokapróf og — „síðan ekki söguna meir“ — geri ekki annað fyrir þá. Fyrir stuttu mintist einn kenn- ari háskólans — einn hinn mæt- asti þeirra — á það við mig, að sér þætti stúdentar þroskast þar lítið, og það væri í rauninni ekki víð öðru að búast, eins og náms- kjör þeirra væru nú. Hver háskólakandídat þyrfti að fara utan að loknu námi. Enginn vafi leikur á, að ýmsum þeirra leikur hugur á að iitast um úti í heimi, en skortir íé til þess. Og þeir ættu að geta dvalizt lengi ytra, mannast þar og þroskast. En hér er „auðurinn afl þeirra hluta, sem gera skal“, eins og víðar. Fjár verður háskóli vor að afla sér. Eiga og aðrir háskólar stóreignir, er nemendur þeirra njóta margvíslegra hlunninda og dýi- mætra af. Hví fer hann ekki að eins og kvenþjóðin ? Tekur mannlega skemtifýsn í þjónustu sína og beitir henni fyrir fjársöfnun handa sér? Einn dagur árs virðist mér sjálf- kjörinn hátíðis- og fjárafladagur háskóla vors. Og það vill svo vel til, að hann er nú, að minsta kosti hér í Reykjavík, almennur hátíða- og mannfagnaðardagur, svo að ekki þarf að fjölga hátíðadög- um af þeim sökum. Dagurinn er stofndagur háskól- ans, fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar, 17. júní. Ekki veit eg, hvernig betur yrði varið þeim degi í anda sjáifstæð- ishetju vorrar, heldur en með því móti að safna fé til háskóla vors. Undanfarin ár hefir ágóði af há- tíðahöldum þenna dag farið til íþróttavallarins, að því er mér er tjáð, verið varið til greiðslu skuld- ar, er völlurinn er í, síðan hann var afmarkaður og girðing ger um hann. Og þeirri skuld er víst ólokið enn. Mér virðist vel til fallið, að nú fyrst um sinn skifti háskólinn og íþróttavöllurinn ágóða af skemt- unum dag þenna á milli sín. Og kennarar og nemendur háskólans ættu líka að skemta bæjarbúum 17. júní. Þá er skuldin væri að fullu greidd, þætti mér bezt við eiga, að dagur þessi væri að öllu helgaður minningu þess hins mikla manns, er þá er fæddur, á þann hátt, að háskóli vor semdi og réði þá skemtiskrá, að kennarar hans og stúdentar skemtu þá bæjar- búum og prédikuðu fyrir þeim. Með þessu lagi ætti 17. júní að geta orðið vakningar- og nytsemdar- dagur. Hverir myndu tala mega af víðsýni til alþjóðar, ef háskóla- kennarar geta það ekki, er manna mest hafa næði tií andlegra iðk- ana? Hverir standa ofar smá- smuglegu dægurþrasi og heiftúð- ugri flokkabaráttu, er mörgum öðr- um glepur sýn? Og hverir skemta kunna betur en ungir stúdentar? Með þessu lagi ætti að vera streng- ur snúinn milli alþýðu.manna og háskólans, er gott eitt hefir í för með sér. Mér hugkvæmast ekki margar mótbárur gegn þessari uppástungu. Eg sé ekki, að erfitt sé að fram- kvæma hana, eða af henni megi nokkurt ógagn leiða. Ef til vill kann einhver að segja, að lítið mundi muna um fé, er safnað yrði á þenna hátt. Það er satt, ef gert er ráð fyrir, að þetta yrði aðeins gert eitt ár eða nokkur ár. En hví má ekki gera þetta ára- tug eftir áratug og'öld eítir öld? Þjóð vor er barnung. Og vér trú- um því, að henni sé geysilangt og merkilegt líf ætlað. Oftar en þenna dag mætti gera ýmislegt til að afla háskóla vor- um peninga. Og vonandi er, að stórgróðamenn vorir minnist hans og gefi honum rausnargjdfir. Með því móti getur fé þeirra starfað, að kalla eilíflega, í þarfir menn- ingar og þroska þess lands, er ól þá og veitti þeim auð og verald- arlán. Vona eg, að nemendur og kenn- arar háskóla vors taki tillögu þessa til íhugunar og framkvæmda eða finni betra ráð til féfanga handa þessaii dýrustu og mikilvægustu mentastofnun vors litla þjóðfélags* s. a.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.