Þjóðólfur - 07.08.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.08.1918, Blaðsíða 2
82 ÞJÓÐOLFUR aldrei gerL til þessa, nema í ör- litlum stíl. En hvernig á þá að að fara“? munu þeir spyrja, sem ókunnir eru síldveiðum. Eg skal reyna að svara því svo ljóslega, sem mér er unt. Gerum ráð fyrir, að sveitarfélag vildi fá síld til skepnufóðurs. Er þá fyrst að gera samning við áreiðanlegan mann á einhverri síldarstöð um að taka við síldinni, fyrir umsamið verð á tunnu. Þá er að fá ílát undir síldina. Til þess eru steinolíuföt lang hentug- ust og ódýrust, hafa til skamms tíma kostað 5—6 krónur. Betra er að brenna þau innan, þó að það sé ekki strangnauðsynlegt. Sá, sem tekur að sér að veita síldinni móttöku, gerir fyrst og - fremst samning við síldveiðimenn um alla úrgangssíld, sem jafnan felst tii, en sætir að öðru leyti hverju færi til góðra kaupa. Það er kunnugt., að salt er nú í mjög háu verði, en bót er í máli, að nota má úrgangssalt, þar sem það fæst, en vel getur verið, að salt sé með öllu ófáanlegt nú, þar sem nóg fæst af síld, en þar er þó ekki allur skaði skeður. Það hefir sem sé verið reynt, að leggja síldina ósaltaða í steinolíu- föt. Er hún svo geymd til vetrar- ins. Þegar tunnurnar eru opnað- ar, er sjálfrunna lýsinu fleytt af og notað sem hvert annað iýsi í hey, en þá er síldin brædd. Fæst þá enn lýsi, en hamsana má gefa skepnum. Má vera að þetta sé hið bezta ráð eins og nú hagar til. Eg veit að það hefir verið reynt og þótt vel gefast. Hér hefi eg þá í fám orðum sagt, hvernig að skuli fara til að afla sem ódýrastrar síldar og vildi eg það mætti verða til þess, að einhver færði sér það í nyt. Það er augijóst, að bændur við sjávarsíðu standa betur að vígi en aðrir um aðdráttu fóðurbætis, því að auk síldar og annars sjófangs, eiga þeir margir kost á öðrum fóðurbæti, sem ekki er minna um vert, en það er þarinn. Eg vil vekja athygli þeirra á mjög merkilegri grein um sæþör- unga, sem var í síðasta hefti Búnaðarritsins, eftir dr. Helga Jónsson. Enginn efi er á því, að svo mikið berst hér víða á Iand af þara, að ala mætti á honum ógrynni fjár, ef hæfileg heygjöf er gefln. En um það efni skal eg ekki fjölyrða. Eg vil aðeins benda mönnum á að kynna sér áður- greinda ritgerð dr. Heiga og aðr- ar þær ritgerðir, sem birzt hafa um sama efni í Búnaðarritinu. Eg vil vona að það verði til þess að landsmönnum lærist fyr en síðar að nota sér þann mikla auð, sem árlega fer forgörðum við st.rendur Jandsins, þar sem þarinn rotnar í stórhrönnum vor og haust. Sjófarandi. Frakknesk blöð Og sambandsmálið. í blaðinu „Figaro“ frá 30. júní 8.1. hefi eg rekist á skemti- lega grein um íslenzk málefni, sem eg tilfæri hér í lauslegri þýð- ingu: ísland að skilja. ísland v i 11 siíta ríkis- tengslum við Danmörku. Hr. Jacques deCoussange ritar í C o r r e s p o n d e n t um íslenzkar framtíðar- fyrirætlanir eins og h e i m s s t y r j ö 1 d i n hefir mótað þær: „Skilnaðarhreyfingin á íslandi er alt í einu opinber orðin. Ey- land þetta, sem er bygt af 80— 90,000 sálum alls, á auðæfi mikil og iðnarskilyrði. Aflið í fossum þess mætti ef til vill virða á einn milliard hestafla. — Þettá er fram- tíð þess. ísland á sér einnig fræga fortíð sem það er stórhreykið af. Lýðveldið íslenzka hefir líklegast verið langmerkust miðstöð nor- rænnar menningar í fornöld. Þjóð- in hefir varðveitt tungu sína, sem af öllum Norðurlandamállýzkunum kemst norrænu næst. Þrátt fyrir ófriðinn hefir ísland rekið óhindr- aða verzlun við England. Það hefir Noregur alls eigi getað, en undir Noreg heyrði ísland fyrrum. Síðan 1906 hefir það verið í beinu sæsímasambandi við Skot- land. Danir gerðu fjármálaskilnað við íslendinga 1871, en geldur þangað nokkra upphæð sem end- urgjald fyrir kirkjueigur, sem krún- an lét selja þar á Siðbótartímum (þegar siðbótin var lögleidd). Árið 1903, fengu íslendingar af dönsku stjórninni, án þess að Ríkisþingið fengi að fjalla um það mál, sér- stakt löggjafarþing (parlament) og sérstakan ráðherra, sem auk þess hafði einn alla stjórn yfir þeim. Landsstjórinn (le préfet) var kall- aður heim og höfuðborgin (la metropole) átti engan opinberan málsvara framar í Reykjavík. Þeir kröfðust þar næst að fá sér sérstakan fána, — rauðan kross á blám grunni (feldi); norski fáninn hefir bláan kross hvitrend- an á rauðum grunni. Allar Norð- urlandaþjóðirnar hafa kross í fán- um sínum. Þeir fengu löggilding hans heima fyrir og með strönd- um fram. Nú vilja þeir fá rétt til að nota hann á öllum höfum, þar þar sem íslenzk skip sigla. Hann er þegar búinn að láta sjá sig á höfninni í Christiania ásamt danska fánanum á siglutoppinum. Fáninn er tákn fullvalda ríkis (Etat souv- erain). Það var árið 1909 að kom- ið var fram með lagafrumvarp í þá átt að færa sambandið (við Danmörku) niður í einskonar kon- ungssamband (union personelle), sem mætti slíta eftir 25 ár. Nú fyrir skðmmu hafa menn tekið þessa uppástungu upp á ný, en Danakonungur heflr svarað því að hann tæki það eigi til greina fyr en Ríkisþingið hefði rætt málið. En á sama tíma sem ísland lætuf þessa ósk í ljósi, fremur það verk, sem virðist vera andstætt lögum og venjum, sem það þó í raun og veru má til að fremja, vegna kringumstæðanna þar sem það er svo afskekkt frá Danmörku. Þegar þurfti að endurnýja samn- ingana frá árinu 1916 við England sendir það sendinefnd til London, sem ræðismaður Stóra-Bretlands í Reykjavík verður samferða og í viðurvist sendiherra (en présence des représentants) Frakka Banda- rikjanna og Ítalíu bindur hún enda á samning á þá leið að íslending- ar koma á hjá sér matarskömtun, en eru þó birgðir upp miklu betur en áður og skuldbinda sig svo til að selja Bretum ákveðnar teg. af- urða landsins." Ennfremur segir Figaro að sami höfundur riti lengra mál um „Dan- mörku og stríðið", — að Danir bíði sigurs bandamanna með full- vissu og að þeir séu sannfærðir um að þátt-taka Bandaríkjanna í ófriðinum, ríði baggamuninn. Innlendar fréttir og tíningur. Frídagur verzlunarmanna. Yerzlunarmenn bæjarins tóku sér allsherjar frídag 2. þ. mán. og ætlast til að halda þeim sið fram- vegis. Fóru þeir skemtiferð upp í Vatnaskóg. Var fyrzt farið sjóveg upp á Hvalfjarðarströnd hjá Saur- bæ.' Var lokað öllum verzlunum og bönkunum svo viðskiftalíf alt stöðvaðist, eins og á helgum degi væri. Fánar voru og dregnir á stöng allvíða, en fólkið þusti úr bænum, bæði verzlunarmenn og aðrir; þótti all dauft og fáment á götum bæjarins, þeim er heima sátu. Veðrið var hið ákjósanlegasta og hurfu menn ergi heim, fyr en liðið var að miðnætti. Fossanefndin íslenzka er koin- in til Svíþjóðar, að því er dagblöð- in herma. Síldyeiðin kvað ganga fremur vel það sem af er veiðitimans, sérstaklega á Vesturlandi. Þá er einnig dágóður afli kominn á land nyrðra. Drengur hrapar til bana. Fimm ára gamall drengur, sonur Haralds bónda Schou á Skaga á Snæfellsnesi hrapaði fyrir stapa- bjargið 21. f. mán. og beið þegar bana. (Fréttir). Embætti og sýslanir. Lands- féhirðisstarfið er auglýst laust til umsóknar, þar eð landsféhirðir V. Claessen hefir fengið lausn. Sömu- leiðis sýslumannsembœttið í Húna- vatnssýslu. Veltingu fyrir Barðastrandar- sýslu hefir fengið cand. jur. Einar M. Jónasson. Skipafregnír. „Lagarfoss“ fór héðan til Ameríku á föstudags- kvöldið (2. þ. m.). Með honum tók sér einn maður far, Magnús Þor- steinsson verzlunarmaður. „Oullfoss" er á leið hingað frá Vesturheimi. Hafði farið frá New York núna um mánaðamétin. „Borg“ er í Englandsferð. „Botnia’1 kom til Kaupmanna- hafnar þ. 30. f. mán. „Sterling” er í strandferð aust- ur um land. Ný útkomin hagtíðindi. (3. árg. No. 5. Júlí 1918), gefa fróð- legt yfirlit yfir verðhækkun á nauð- synjavörum í Reykjavík síðan stríð- ið hófst. Er þar fyrst sýnt meðal útsöluverð í júlí þessa árs, þá er til samanburðar verðlag í byrjun næsta ársfjórðungs á undan, — fyrir ári síðan og fyrir fjórum ár- um síðan (í júlí 1914) skömmu áður en ófriðurinn hófst. Loks er sýnt hve miklu af hundraði verð- hækkunin á hverri vörutegund fyrir sig nemjir, síðan í ófriðar byrjun. Þar sem Hagtíðindin eru ef til vill eigi eins útbreidd og vera ber, (en um það er mér eigi fullkunnugt), eru hér teknar úr þeim nokkrar tölur til fróðleiks. Veröhœkkun í iúlí 1918. Síðan í Síðan í Siðan í júli júlí apríl 1914. 1917. 1918. Brauð (3 teg.) . 261°/0 9% 0°/o Kornvörur (11 teg.) 284 „ 21 ,, 1„ Sykur (B teg) . 136 „ 9„ 8„ Kálmeti og á- vextir (9 teg.) . 199 „ 41 „ 1„ Kaffi, te, súkku- lade og cakaó (6 tsg.) 109 „ 38 „ 7 „ Feiti, mjólk, ost- ur og egg etc. (8 teg.) 235 „ 46 „ 4 „ Kjöt (9 teg.) . . 136 „ 3„ 6„ Fiskur (5 teg ) . 117 „ 24 „ - - 1„ Salt (1 teg.) . . 88 „ o„ 27 „ Sóda og sápa (4 teg.) 275 „ 31 „ o„ Steinolía (1 teg.) 217 „ 43 „ 14 „ Steinkol (1 teg.) 1051 „ 112 „ 11 „ Hér er öllum þeim vörum sem Hagskýrslurnar tilgreina hvora fyrir sig, verið skift í flokka og sýnt svo meðalverð í hverjum flokki. Hefir verðið hækkað nokkuð síðan í apríl þ. á. en þó heldur minna en undanfarna ársfjórðunga. Ef verð á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir er talið 100 í júlí 1914, hefir það verið að með- altali 242 í júlí 1917, 300 í apríl 1918 og 309 í júlí þ. á. Hefir verðhækkunin numið að meðaltali á þessum vörum 209% siðan í ófriðarbyrjun, 28% síðan í fyrra sumar og 3% á síðasta ársfjórð- ungi. Vörur þær, sem hér eru taldar, eru flestar matvörur en auk þeirra eru teknar með sódi, sápa, stein- olía og kpl. Vegna þess hve verð- hækkunin hefir orðið geysimikil á kolunum er meðalhækkunin á öll- um vörunum meiri heldur en á matvörunum einum. Ef þær eru teknar sér er meðalhækkunin á þeim öllum 190% síðan í júli 1914, 24% síðan í fyrra sumar og 3% síðan í apríl þ. á. Yélarbáturiun Leó strandaði við Horn um síðustu helgi. Var á leið héðan til Siglufjarðar og Húsa- víkur hlaðinn vörura. Skipstjóri er Guðmundur Kristjánsson. Dimm

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.