Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 1
FJÓRÐA ÁR. 1865 NOKIvUR ORÐ um Magnús Eiríksson og stóru bókina. Deild hins íslenzka bókmentafjelags í Kaupmanna- höfn hefir i síðasta ári Skírnis látið sjerslaklega geta þess, að komin sje út þar í Ilöfn bók nokkur, um guð- spjall Jóhannesar, postula Jesú Iírists. Skírnis-höfund- urinn segir, að bók þessi sje skörp og nærfærin. Svo er það sagt, að hún sé dóttir Magnúsar gamla Eiríks- sonar, og er því systir hinnarnú hásælu »barnaskírnar- bókar« hans, og svo launbarns hans, er hann kallaði á dönsku tveimur nöfnum, »Tro og Overtro*. |>egar jeg og aðrir heyrðum Skírni lirósa því hversu skörp og nærfærin þessi jungfrú Eiríksson væri, urðum vjer næsta glaðir, því vjer hugðum þar til góðrar nærkonu einkum fyrir konur presta og preláta, sem skilja dönsku. |>essi dóttir Magnúsar, sem Islendingar almennt nefna »stóru bókina*, tók fyrst land einbversstaðar fyrir austan eða norðan. Svo er að sjá af Norðanfara, sem einhver Nr. 5 hafi þar verið í þingum við hana, en ekki höfum vjer glöggt frjett, hvort hann heitir Einar eða einhverju öðru nafni, en sjálfur hefir liann sagt, að hann sje ekki guðfræðingur og sannarlega, sannarlega segi jeg yður, það mun satt vera, er hann mælir. f>á reis upp einn gamall öldungur þar nyrðra, og sagði við Nr. 5: lát þú frillu þína fara, því hún er hóra, svo að ekki sje hún undir sama húsþaki sem eiginkona þín. f>essu hlýðnaðist Nr. 5 ekki. J>á stóð og upp annar vandlætari kristninnar, gamall klerkur á Yestur- ströndum, og sagði: »grýtið hóruna, en brennið á báli föður hennar, Magnús Eiríksson hinn djöfulóða«. Nú hefijeg, og margir aðrir Íslendíngar, sjeð þessa Magn- úsardóttur er nefnist Stórabök, og erum vjer allir á sama máli, er hana sjeðhöfum; að sá dómur, sem öld- ungur Norðlendinga hefir upp kveðið, sje rjettur, og Stóra- bókin sje hóra, og eigi að brennast, því ekki nægir að grýta liana. Aptur vil jeg minnast lítið eilt á grein gamla klerks- ins á Vestfjörðum, sem prentuð er í fslendingi Nr. 9. Ilún er sannarlega samin með röggsemd þeirri, er sam- býður lifandi ást til hinnar sáluhjálplegu trúar, sem er sú, að það sje fyrir guðs kærleika einan, er hefir gjört Nr. 12. sig sýnilegan á jörðunni í holdtekju sonarins, sem vjer getum hólpnir orðið. það þykir mjer og vænt um, að klerkurinn fer aptur ofan af því, að ekki sje vert að brenna Magnús tötrið, heldur sje það heilög skylda kirkjunnar, að reyna til að reka hinn óhreina anda úr hinni líkamlegu og hrörlegu tjaldbúð; mundi valdstjórn- in geta átt góðan þátt þar í, einkum með því að setja hann M. Eiríksson í eitthvert nægilega sterkt »Svart- hoU, og umfram allt að láta hann hafa þar lítið að snæða. |>á ber mjer ekki að bera aptur orð klerksins, að Magn- ús sje djöfulóður, en það skil jeg á líkan hátt, sem Gyðingar gjörðu, að kalla þá alla djöfulóða er voru vit- skertir, og það hefir Magnús verið í mörg ár. Eða hvaða vitleysa getur verið meiri en sú, þegar hann fyrst verður vitskertur, ímyndar hann sjer, að hver konungs- dóttir sje ástfangin af sjer, og svo muni hann mægjast við keisarann. J>essu næst ímyndar hann sjer, að drolt- inn hafi kjörið hann til að fljetta sjer svipu, ganga í musteri guðs, og reka út þá sem selja og kaupa, það er, hreinsa kristnina, verða »reformator« miklu meiri en Lúther, og taka að launum í minnsta lagi eitthvert erkibiskupsdæmi á Norðurlöndum. Nú loks er það brást, að guð vildi trúa honum fyrir nokkurri konungs- dóttur, því síður Krists kirkju, þá ímyndar hannsjernú, ef hann færist í jötunmóð, og hertygjast vopnum óvina Ijóssins, þeirra er áður liggja fallnir, og drottinn hefir skirpt út af sínum vörum, og spenni sig megingjörðum löngu dauðra trúarvillinga, muni har.n geta niður brotið það musteri, sem ekki er með höndum gjört. J>etta hygg jeg óðsmannsaðal. En þá skoðun get jeg ekki aðhyllzt, að Magnús gamli Eiríksson sje falsspámaður, enn síður Antikristur, eins og klerkurinn á Vesturströnd- um heldurað hann geti orðið. Falsspámaður er Magnús ekki. Falsspámenn eiga að sýna tákn og kraptaverk, en þau hefir Magnús enn ekki gjört, það menn viti, og sannlega segi jeg yður, hefði hann getað gjört tákn, mundi hann hafa sagt við Síva|a turn í Kaupmannahöfn: »Yerð þú að brauði, að jeg megi mettast». J>að nær og engri átt, að veslings Magnús sje Anti- kristur, eða sá maður syndarinnar, hinn guðlausi, er postulinn talar um (2. Thess. 2. kap.), sem gjörir 22. maí. 89

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.