Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 32
„Goðatóítir11 í Helludal í Árb. ’94, bls. 8, getur hr. Brynj. Jónsson um »rúst hjá Hellu- dal; segir hann að hún sé þar í túnfætinum og sé það tóft ein æði stór og hér um bil kringlótt. »Mun það vera stakkgarður, er Hauka- dalsmenn hafa notað«. Aftur talar sami um aðrar tóftir 2 í túninu hjá Helludal í Árb. ’05, bls. 50; segir hann aðra þrískifta og án efa forna bæjartóft, en hina ætlar hann vera fjóss- og hlöðutóft, þótt hún væri nefnd »hoftóft«\ þá tóft segir hann tvískifta af miðgafii, sem dyr sje á, og útidyr segir hann vera á enda framtóftarinnar. Helludalur er næsti bær fyrir vestan Haukadal, fyrir norðan Laugar- fjall, er Geysir og þeir hverar aðrir eru sunnanundir; stendur bærinn sunnanundir Sandfelli, sem er allhátt fell, austur af Bjarnarfelli; eru engjar suður að Laugarfjalli, sem er einstakt fell lítið, miklu lægra en Sandfell og Bjarnarfell. Fyrir sunnan engjarnar rennur Laugá norðan undir Laugarfjalli. — Ekkert er hér kent við hver; örnefnin eru eldri en hverarnir. I Helludal er tvibýli nú. Þegar bændurnir þar ristu ofan af sunnantil í túninu í vor eð var, urðu þeir varir við mikið grjót í jörðu, og er þeir grófu til, fundu þeir sumstaðar vott hleðslu. Enda mátti sjá glögg merki þess að hér var tóft ein allstór og höfðu þeir rist ofan af suðurhluta hennar, fyrir austan vestari vegginn. Var þeim nú ráðið frá að raska þessu eða þekja yfir það og sögðu þeir stjórnarráðinu frá. Fór eg þá austur í byrjun júlímánaðar og rannsakaði þetta lítilsháttar sunnu- daginn 5. júlí. Miklar rannsóknir og nákvæmar gat eg ekki fram- kvæmt sökum verkmannaskorts og annars. Gjörði eg lítinn upp- drátt af mannvirkjum þeim er hér eru og nú skal skýrt frá. Hér eru bersýnilega 3 tóftir stórar og vallgrónar, og allar komnar í stórþýfi. Tóft sú, er bændurnir höfðu ætlað að slétta út, er í miðið og liggur frá norðri til suðurs; hana mun Br. J. eiga við með tvískiftu tóftinni; fyrir norðaustan hana er önnur, þrískift (sbr. grein Br. J.), frá austri til vesturs, en fyrir sunnan miðtóftina er sú þriðja, sömuleiðis frá austri til vesturs. Hún er ætíð kölluð »hofið«, en allar eru þessar tóftir nefndar einu nafni »goðatóftir«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.