50 ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS 31. mynd. Langeldstæði i skálanum, húsi IX, mjög einfalt að gerð. in the hall, House IX, of a very simple construction. Hearth moldinni. Lítið grjót var í moldunum, hellur aðeins á stöku stað en hvergi í samhengi. Ur norðausturhorni skálans lágu dyr inn í bakhús og voru dyrnar flóraðar með hellum. Þar var líka í miðjum dyrum smáhola eins og eftir litla stoð eða hæl, en líklegt er, að hún hafi verið gerð áður en bakhúsið kom til. — Bakhúsið virtist upphaflega hafa verið um 3,8 m breitt og um 3,2 m langt, óreglulega ferhyrnt og hornin sljó. Greini- leg gólfskán var víðast hvar um miðbik gólfsins en náði hvergi út að vegg. Var hún greinilegust úti undir norðausturhorni og við dyrnar. Stoðarholur af ýmsum stærðum og mjög misdjúpar voru á gólfinu, einkum nálægt takmörkum gólfskánarinnar. Dældir voru í gólfið á þrem stöðum og yfir þeirri, sem næst var miðju gólfi, var hrúga af