Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 135
ÍSLENZK ÚTSAUMSHEITI OG ÚTSAUMSGERÐIR
135
lclædj 169313 og nokkur skyld orð frá miðri 18. öld14 og virðast not-
uð um applikation.
I orðinu veandasaumur, sem fyrst kemur fyrir 1470: merke . . .
med veanda saum og sömuleiðis þekkist aðeins frá miðöldum,15 hef-
ur verið talið að veanda kynni að vera sama og víginda (ef. flt. af
vígindi). þ. e. víginda í vefnaði. Veandasaumur gæti þá hugsanlega
merkt þræddan saum, sbr. glitsaumur.
Orðið varp (n.) í sambandi við textíla kemur fyrst fyrir á mið-
öldum ósamsett 1523/1525: formadulcur med sprang ok varp,1G en
í samsetningum t. d. bordhandklædi med varpraundum 154817 og
varptialld 1552—54,18 einnig sögnin varpa: varpadur dukur 1525.19
Stundum er hægt að hugsa sér að þetta orð eigi við útsaum, og á það
þá sennilega við það sem seinna var kallað varpsaumur, fyrst
nefndur 1675,20 þá í sambandi við altarisklæði sem enn er til (Þjms.
2028) og talið frá fyrri hluta 16. aldar, unnið eingöngu með varp-
legg með mislitu ullarbandi í hörléreft (3. mynd og 8. mynd b).21
Enn fremur er á korpóralshúsi frá 14. öld (Þjms. 11008) nær ein-
vörðungu varpleggur, saumaður í léreft með marglitu ullar- og
hörgarni.
Þræddur saumur eins og sá sem sýndur er á 4. mynd a, unninn
með marglitu ullarbandi á hvítan hördúk, þekkist sem aðalaðferð á
þremur íslenzkum altarisklæðum frá miðöldum (Nationalmus. 15313,
1855; Þjms. 10885 (5. mynd) og 2371), enn fremur tveimur öðrum
altarisklæðum sem ekki eru tímasett, en geta verið frá miðöldum
(Þjms. 1997 og 3552), og eru þau með þessari aðferð að öllu leyti.
Á þeim tveimur klæðum sem fyrst voru talin kemur þó einnig fyrir
annað afbrigði af þræddum saumi, líkum þeim sem varð algengari á
Islandi á seinni tímum, sjá 4. mynd b. Ekki er ósennilegt að á ofan-
a
U. mynd.
b