Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Suğri

Smelltu hér til ağ fá meiri upplısingar um 26. tölublağ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Suğri

						Af „Suðra-' koraa 3-4 blóð
út á mánuði. Uppsögn með
3ja mánaða fyrirvara frá
áramótum.
Árgangurinn (40 blöð alls)
kostar 3 kr. (erlendis 4kr.),
sem borgist fyrir jiilílok ár
hvert.
4. árg.         Reykjavik, 3(). september 1S86.      | 26. blaö.
Forngripasafnið opið hvern miðviku-
da<; og laugardag kl. 1—2 e. li.
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelg-
an dag kl. 12—3 «. h.; úrlán á mánu-
miðviku- og laugardögum kl. 2—3 e. h.
Sparisjóðurinn opinn hvern miðviku-
dag og laugardai kl. 4—5 e. h.
Söfnunarsjóðurinn í Rvík: Störfum gegnt
hinn fyrsta virkan mánud.í hverjum man.
í herbergi sparisjóðsins.
. (£§=• Nýir kaupendur geta fengíð
„Suðra" frá byrjun júlímánaðar til
ársloka fyrir I kr. 50 a.
Frá   Hornströndnm.
Eptir
J>orvald Thoroddsen.
— o----
Hornstrandir kalla menn í daglegu tali
strandlengjuna norður af Húnafióa
vestanverðum, norður á Horn, þó eru
menn ekki á eitt sáttir um það, hve
.yfirgripsmikið þetta nafn eigi að vera,
sumir telja að Hornstrandir byrji við
Kúvíkur, sumir miða við Dranga, sum-
ir við Geirólfsgnúp, en réttast og eðli-
legast finnst mér vera að ttílja Horn-
strandir frá Trékyllisvík, pví par er
mynnið á Húnaflóa og paðan beygist
ströndin til vesturs, allt norður á Horn.
Hornstrandir hafa löngum verið al-
kunnar að pví, að par væri einhver
hinn kaldranalegasti og úvistlegasti út-
kjálki á landinu, enda er eigi ofsögum
af pví sagt, hve harðýðgisleg náttúr-
an er á Stróndum. Fjðllin eru al-
staðar þverhnýpt í sjó fram og jökull
hið efra, Drangajökull pað sem hann
nær — undirlendi er svo að segja ekk-
ert, dálitlir dalbotnar upp af fjörðun-
um, sumstaðar standa bæirnir í skeifu-
mynduðum hvylftum eða skvompum,
sem eru holaðar niður í bjargbrúnirn-
ar, t. d. eins og Látravík, Smiðjuvík
o. fl. Samgöngur eru fjarska örðug-
ar og má heita lítt fært á landi með
hesta bæja á milli; hvergi á landinu
hef eg farið jafnvonda vegi að öllu
samlögðu ; víða eru reyndar örðugir
hálsar og fjallvegir annarstaðar á land-
inu, en þá er skárri vegur á milli;
hér má heita að hver ófæran taki við
af annari, hér eru ótal hálsar og fjall-
garðar hver af öðrum og þó þeir séu
optast örstuttir þegar upp kemur, þá
eru þeir svo háir og snarbrattir, að
þeir eru varla færir nema gangandi
mönnum; fram með sjónum eru víð-
ast hvar tæpir götuslóðar  hátt uppi í
hömrum eða skriðum, eða þá stórgrýt-
isurð og klappir, svo hestunum ligg-
ur við beinbroti; pegar menn nú á
hinn bóginn hugsa til þess, að ísinn
liggur optast við ströndina mikinn
hluta ársins og að sumrin eru fjarska
votviðrasöm, sífelldar rigningar, pok-
ur og köföld, pá má geta því nærri,
að þar er enginn sælustaður fyrir í-
búana ; þó má ekki neita því, að Horn-
strandir hafa ýmislegt sér til ágætis
fram yfir aðra landshluta, þó ókost-
irnir séu reyndar yfirgnæfandi pegar
öllu er á botninn hvolft.
I sumar ferðaðist eg á Vestfjörð-
um ; í júlímánuði um Barðastrandar-
sýslu, í ágústmánuði um Strandasj?slu,
og Hornstrandir norður á Horn. Eg
ætla mér her að eins að segja lítið
eitt frá Hornströndum, stuttar athuga-
semdir um íbúana og kjör peirra, en
sleppa öðru í petta sinn.
Um hinar eiginlegu Hornstrand-
ir fór eg seinni hluta ágústmánaðar ;
fór eg frá Reykjarfirði 18. ágústnorð-
ur með strönd, út á hvert annes, þar
sem pað var hægt, og inn fyrir hvern
fjörð allt vestur fyrir Hornbjarg, sneri
svo við sömu leið og kom aptur á
Keykjiu-fjörð 2. september. Á þessari
ferð urðum við að fara ellefu bratta
hálsa og fjallvegi hverja leið, að frá-
skildum öllum öðrum torfærum ; það
hefði nú reyndar vel mátt klöngrast
þeniia veg með hestana, hefði veðrið
verið bærilegt, en því var ekki að
fagna; eg var svo óheppinn, að sum-
arið var á Ströndum eitt hið versta,
sem menn muna eptir, alla leiðina
fram og aptur var að eins einn dag-
ur þur, annars alltaf stórrigning,
kafald til fjalla og ófærð af nýjum
snjó, lítið sást fyrir þoku og kuldarn-
ir voru svo miklir, að hitamælirínn
sté aldrei yfir 4° Celsius um hádegi,
en vanalega var hitinn um miðjan
dag 2—3° og kvöld og morgna 0—1°
C. J>egar eg fór þaðan, var ekki bú-
ið að hirða eina tuggu af heyi á nein-
um bæ.
Síðan Eggert Ólafsson fór um
Strandir 1754, veit eg ekki til þess,
að neinn ferðamaður hafi farið þar um,
sem lýst hefur ferð sinni. Eggert fór
norður í Furufjörð og ei lengra norð-
ur, hann hefur lýst Hornströndum
bæði í ferðabók sinni og kvæðabók,
sem flestum mun kunnugt. Horn-
101
strendingar hafa í þá daga verið mjög
stutt á veg komnir, og stórum hefur
menningu peirra farið fram síðan, pó
alltaf sé samgönguleysið jafnt og kjör
manna og atvinnuvegir se eins eða
líkir. ]pegar Eggert fór þar um, voru
menn fjarska hjátrúarfullir, sáu all-
staðar drauga og forynjur, trúðu á
galdramenn og hverskyns skrípi; peg-
ar hann kom í Ingólfsfjörð, urðu íbú-
arnir hræddir og hlupu burt, því í þá
daga óttuðust þeir mjög strokumenn
úr öðrum héruðum, er opt komu og
gerðu óskunda ; bóndinn í Ingólfsfirði
hafði ekki í 16 ár komið í kaupstað,
svo ekki hefur verið mikið um kaup-
staðarferðir í þá daga; einu sinni fauk
tjald FJggerts og töldu Hornstrending-
ar það gerninga, rekaviður var þá
enn meiri á Ströndum en nú, vildu
menn þá eigi sumstaðar hafa fyrir að
kljúfa viðinn til eldsneytis en létu
annan enda á trjádrumbinum sviðna
undir pottinum, en hinn ná iit úr
bæjardyrum, og færðu drumbinn inn
eptir því sem af brann ; allt var ept-
ir þessu, en nú er líf manna og siðir
komið í betra horf, og líkist að mörgu
því, sem annarstaðar er á útkjálkum
þessa lands, en það er eigi að undra
þó ýmsu sé ábótavant, því óvíða munu
menn hafa jafnmikið fyrir lífinn.
J>að er opt komið fram á mitt
sumar þegar snjó leysir af túnum hér
nyrðra, en undir eins og snjó tekur af,
pýtur grasið skrúðgrænt undan skafla-
röndunum; mig furðaði stórum sum-
staðar nyrzt á Ströndum hve grasið
var mikið og fagurt í jafn vondri tíð,
í Furufirði, Reykjarfirði, við Geirólfs-
gnúp, Bolungarvík og Barðsvík eru
beztu slægjur — en þar er sá galli á,
að votviðri eru svo mikil á hverju
sumri, að eigi er hægt að þurka nema
svolítið smávegis; sunnar, t. d. kring-
um Dranga, er aptur miklu hrjóstr-
ugra og grasminna. pað hefir lengi
verið til þess tekið, hve feitt féð væri
á Hornströndum og mjólkin kostagóð,
því kveður- Eggert í Skjaldmeyjar-
kvæði:
Á Ströndum eru fén svo feit,
að fæstir síður eta,
þeir sem eru úr annari sveit,
en innlendir það geta,
mjólkin þó að hún sé heit
hnígur trautt um bólið þéls ;
góður þykir grautur méls

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 101
Blağsíğa 101
Blağsíğa 102
Blağsíğa 102
Blağsíğa 103
Blağsíğa 103
Blağsíğa 104
Blağsíğa 104