Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 1
3. JBLAÐ. EEYKJAYÍK, 13. EEBRÚAE. 1885. Tvær vísur eftir forn höfuðskáld. Eftir Gísla Brynjólfsson, háskólakennara í Khöfn. (Framhald.) Hér skal ég að eins taka eina lausa vísu eftir Egil fyrir til verulegrar skýringar, af því hún er gott dæmi upp á, hvernig stundum er farið með skáldskap hans, og ég svo oft hefi skýrt hana og haft rétt yfir sem rnargar aðrar fyrir ýmsum mönnum, bæði íslenzkum og útlend- um, sem vel vita þetta og víst ei leyna, þó skýr- ingar hafi ei komið fram prentaðar undir mínu nafni. Vísan sjálf er in alkunna fyrsta vísa í 56. kap. Egils sögu (Rvík útg. bls. 119): Úkynni vensk ennis ungr þorðak vel forðum haukaklifs at hefja hlín þó gnípur mínar: verð ek í feld þá er foldar faldr kemr í hug skaldi hergönundar, brúna brattmiðstalli at hvatta. Tilefnið til vísu þessarar var það, að Egill var orðinn hugsjúkr af ást til Ásgerðar, frænd- konu Arinbjarnar hersis, mágkonu sinnar og ekkju f>órólfs Skallagrímssonar, er fáum árum var yngri enn Egill. Arinbjörn vinr hans tók eftir þessu og spurði hann að, enn Egill vildi ei strax segja alt eða nefna nafn konunnar með berum orðum, enn kaus heldr að kveða svo vísu, að finna mætti samt, ef vel væri að gáð. fætta er allr vandinn í vísunni, sem kveðin er af mestu íþrótt og þó sannri tilfinningu; er hún því og mjög einföld í sjálfu sér, ef rétt er upp tekin, eins og ég nú neyðist til að setja hana hér í sundrlausu máli fyrst aðrir gæta ei ins rétta: „Ek vensk úkynni (þ. e. ég verð nú að venja mig við að vera ó- kunnugr eða óframr [við konu]); ungr þorða ek þó vel forðum [að] hefja ennisgnípur (augnabrún- ir) minar [móti] haukaklifs hlín (þ. e. göfugri ungri konu): [enn] nú verð ek at hvata brattmiðs stalli brúna (þ. e. enninu eða höfðinu) í feld, þ. e. beygja höfuð mitt í feldinn (= „þegja og þylja í feld“), þá er faldr berg-önundar foldar (þ. e. Ásgerðar) kemr í hug skáldi“. Hér er ekkert ó- vanalegt eða miðr ljóst, nema orðið ,.bergönundar“ að eins, sem þó er eigi annað enn mjög auðskil- in J>órs kenning: „bergönundr" = sá sem „anar“ í gegnum „berg“, þ. e. brýtr og branglar björg og kletta, sem alkunnugt er, að J>ór gerði mest að um með hamri sínum og eldingum. „Ás“ að eins var og mjög alment haft í stað „þ>órs“, og það er ei síðr kunnugt, að „gerðr“ einnig merkir jörð og er því ið sama sem „fold“, svo „bergön- undar-fold“ verðr einmitt = „Ásgerðr11, rétt eins og vera átti. „þ>egar ég var ungr“, segir Egill, „þorði eg þó forðum vel að líta framan í göfuga konu, enn nú hefi eg ei hug til þess lengr; þeg- ar. mér kemr höfuðskart Ásgerðar í hug, þá verð eg að lúta höfði í feld“. Ekki er nú galdrinn við skilning þessarar vísu meiri enn svo, og verðr þá líka á þann hátt alt mjög einfalt og eðlilegt, með sönnum skáldskapi þó innan um, án þess að nokkru þurfi að breyta eða afbaka. Enn hitt er satt, að menn verða að kunna að hafa vísuna yfir með réttum framburði og áherzlu, þar sem vera skal, og forðast að eigna höfuðskáldonum þá graut- argerð á orðonum hverju innan um annað, sem Dr. Sv. Egilsson var of gjarn á og sem leiddi sem hann í svo margar villur. Svo gat aldrei nokkurt skáld, jafnvel ei ið versta leirskáld talað eða kveðið, og það er því ófyrirgefanlegt, að breiða út þá skoðun, að höfuðskáldin sjálf hafi alment drýgt slíka óhæfu. Rangt var það og, er sami fróðleiksmaðr í þessari vísu vildi gera „þó“ að sagnarorði (= þvoði) í stað ins einfalda vanalega samtengingarorðs og komst svo að þeirri niðr- stöðu, að Egill hefði svo talað hér um bil: „Nú venst ég ókynni, enn áðr var annað, konan þvoði mér um höfuðið“, o. s. frv. Slíkan hrognaskáld- skap er það synd og óhæfa að eigna öðru eins skáldi og Egill var og aldrei gat hann svo kveð- ið, sízt er honum fanst nokkuð til um yrkisefnið. Og þó hafa aðrir tekið þessa afbökun upp, jafn- vel Jón jporkelsson rektor, er þó sá rétt, að lesa átti „ókynni vensk“ í upphafi vísunnar. J>etta er heldr óhappalegt um svo vandvirkan mann og svo fróðan um alt, sem íslenzku máli kemr við, og vildi ég því óska, að hann gæfi okkr heldr málfræðilegar ritgerðir um það, sem hann er manna færastr um og ei þarf síðr á að halda, heldr enn að vera að reyna sig við fornan skáld- skap, sem liggr honum miklu fjær. Enn það hefir, því miðr, lengi verið eitt með óhöppum Islands, að þeir hafa mest fengizt við slík störf, sem minna höfðu vit á skáldskapnum sjálfum eða hirtu um hann í raun og veru, heldr enn um málið eitt og orðamyndirnar. (Framhald síðar.) Um drykkjuskap. II. (sbr. 7. hl. Fjallk. 1884). I fyrri hlut greinar þessarar töluðum vér um drykkjuskapinn í Danmörku, og hefir rit það

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.