Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 24.07.1908, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.07.1908, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 119 Lúðv.: Hvað þá, hvað meinarðu maður ? J ó n k i: Sko, það var þá sem h a n n sjálfur komst á þing fyrir það, að okkar flokkur — svona okkar á milli sagt — iaug því upp á hinn flokkinn, að hann ætlaði sér að koma á hern- aði hér á iandi. Fað var gott ráðþá; en — sko, eins og þú skilur, þá er ekki heppilegt að minnast, á þetta núna. Mér flnst við mega vera Fjallkonunni þakklátir fyrir að hún sagði ekki frá þessu, og ættum sízt sjálflr að vekja máls á því. Lúðv.: Jú, nú man ég það. Það var eitthvað þessu líkt, sem kom sýslumanninum mínum á þing þá líka. Eg man að hann frændi minn sálugi var vanur að segja við dón- ana — eg meina bændurna, — þeg- ar þeir voru eitthvað óþjálir: Viljið þið heldur láta hann Valtý gera ykk- ur að galeiðuþrælum, heldur en að kjósa sýslumanninn ? — Já, það er líklega bezt að tala ekki um þetta; en fj......er að liggja undir þessu. Jónki: 0, við humum það fram af okkur, góði. Hlýjar kveðjur, Frá hræðrum rorum restau hafs. Frá löndum vorum í Vesturheimi hafa borist þessi 2 símskeyti: Edmburgh. N.-Dakota, 19. júlí 1908 á h. Vestur-Islendingar á fjölmennum fundi á Garðar láia í Ijós sem einhuga vilja sinu, að ísland segi skilið við Dani og gerist fullveðja og sjálfstcett Ijjðveldi. Astœður bréflega. AVinuipeg, Man. 22. júlí. íslendingar á allsherjarfundi í Winnipeg 20. júlí vilja ísland verði fullveðja sjálfstcett ríki, segi sig úr sambandi við Dani, gerist lýðveldi. (Eftir ísafold). Feir láta sór sýnilega ekki standa á sama, Vestur-íslendingar, hvernig sambandsmálinu lyktar hór heima. Blöð þeirra öll eru á sama máli um þetta, sem felst í símskeytunum, að vér eigum að hafna Uppkastinu, af því að í þvi felist inniimun, en helzt segja alveg skilið við Dani. Oft hefir verið haft orð á því, að Vestur-íslendingar væru deilugjarnir, og gætu aldrei látið sér koma sam- an um neitt. Nú hafa þeir orðið sammála. Pegar frelsi ættjarðarinn- ar er í veði, rísa þeir upp sem einn maður, allir flokkar þar, og mót mæla. Ástin til gamla ættlandsins sameinar þá í einn öflugan flokk. Hér heima eru þeir taldir fjandmenn þjóðarinnar og öllum illum nöfnum, sem eru sömu skoðanir og Vestur-ís- lendingar um Uppkastið, og þejm brugðið um það, að þeir séu því mót- fallnir af því að þeir ætli sér með því að steypa stjórninni (ráðherranum) írá völdum og komast, sjálflr að þeim. Mun nú nokkur verða til þess að bregðaiöndum vorum vestra um þetta: fjandskap við fósturjörðina og ágirnd á völdunum hér heima? Ekki er það líklegt. Svo mikið vita þó allir um Vestur- íslendinga, að ekkert anuað getur ráð- ið afskiftum þeirra af málinu en fals- laus ættjarðarást. bvona er nú litið á málið, ~þar sem enginn hefir minstu tilhneigingu til að hugsa um völiin.--------- Vér hðfum ástæðu til að vera lönd- um vorum vestra þakklátir fyrir af- skifti þeirra af þessu máli. Yfirlýsing þeirra mun áreiðanlega hafa góð á- hiií hér heima. Blóðið rennur sjálf- sagt mörgum miklu fremur til skyld- unnar þegar þeir vita, að vestur í Ameríku eru margar þúsundir íslenzkra manna, sem eiga þá ósk heitasta innanbrjósts, að oss, sem heima búum, auðnist að bægja burt öilum háska, sem búinn er landinu þeírra, — land- inu, sem þeir unna engu miður en þeir, sem á því búa, og margir vafa- laust miklu meira. Hver borgar? Bað er fast sótt fyrir Uppkastmönn- um að hamra það fram, — brjóta menn til hlýðni við „dönsku mömmu". Þeir þeysast um landið þvert og endi- langt, hver í kapp við annan, æðstu valdsmenn þjóðarinnar, og berjast af öllum mætti, eða rneira en það. Nú á ekki undan að sleppa. Nú á ekki að láta Dani vera vonbiðla ís- lenzku þjóðarinnar iengur. Nú skal innlimunin verða löglega samþykt. „Við fáum það aldrei (að innlimast Danmörku!), ef við þiggjum það ekki núna“, segja þeir. Hver borgar öll þessi ósköp, sem það kostar, að sannfæra þjóðina? Hver borgar öll ferðalög ráðherrans og hans trúu þjóna út um endilangt ísland til þess að gylla Uppkastið o. s. frv. ? „Danir, það stæði þeim næst að minsta kosti, því þessir menn eru ab vinna fyrir þá,“ munu ef til vill ein- hverjir segja. Nei því er nú ver, það eru ekki Danir, sem borga, ekki að öllu leyti að minsta kosti. íslendingar eru látnir borga, íslenzki landssjóðurinn, af sinni miklu fátækt. Skattar þeir er íslenzk alþýða geldur í landssjóð, erú notaðir til þess að boiga með þeim kostnaðinn við það, að beygja íslendinga undir danska okið. Tveir sprenglærðir lögfræðingar eru skipaðir í hálaunuð embætti þremur mánuðum áður en þeir taka til að gegna þeim, og þessa þrjá mán- uði eru þeir látnir nota til þess ein- göngu að gylla Uppkastið i ræðu og riti, hendast um landið með ofsa og gauragangi o. s. frv., og taka sín fuUu embættislaun fyrir það starf. Landlæknirinn er látinn fara í em- bættiseftirlitsferð á Iandsjóðs kostnað um 6—7 sýslur landsins, og hafa jafnframt (eða aðallega) það slarf með höndum, að telja mönnum trú um ágæti Uppkastsins. Ogþá heldur ekki hann sjálfur, ráðherrann, kyrru fyrir. Sagt er að hann ætli sér að vera á ferð í alt sumar til að greiða Uppkastinu götu. Fyrir það tekur liann fyrst og fremst sín íull embættislaun úr landsjóði, þótt hann snerti ekki á nokkru em- bættisverki. En auk þess leikur orð á að hann láti landssjóð borga sér allan ferðakostnaðinn, með því að þessar ferðir hans séu látnar heita embættiseftirlitsferðir. Brauns verzlun „HAMB0RGu HAFNARFIRÐI heflr ódýrastar og stærstar birgðir af erflðisfötum, peysum, milliskyvtum, regukápum og fötum á drengi, unglinga og fullorðna. ÁGÆTIR HAMBORGARVINDLAR! JSögtaR á ógreiddum sveitargjöldum Garða- hrepps fyrir fardagaárið 1907—1908 hjá þeim gjaldendum, er eiga heima í Hafnarfirði, verður framkvæmt eftir 1. ágúst þ. á. án frekari fyrirvara til gjaldendanna. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 28/7 1 90 8 Magnús Sigurðssou settur. Bað þarf líklega ekki að kvíða því að embættisfærslan verði í ólestri 1 þeim sýslurn landsins, sem þessir æðstu stjórnendur hendast yfir í sum- ar, ef aðalerindi þeirra er að líta eftir embættismönnunum þar. Góðra gjalda væri það vert að vísu ef áhugi stjórnarinnar væri vaknaður á því, að líta vandlega eftir embættis- rekstri undirmanna sinna. Eftirlitið hefir hingað til þótt í lakara lagi. En einkennilegt er það, að þegar stjórnin tekur þessa rögg á sig, og ráðherrann er eins og fló á skinni um endilangt landið til eftirlits, þá sneiðir hann alveg hjá þeim eina em- bættismanni, sem kunnugt er um að liggur undir ákæru fyrir saknæm af- glöp í embættisrekstri. Við honum er ekki hreyft. En hann er raunar með Uppkast- inu, og má því liklega ekki tefja hann frá gyllingariðjunni fram yfir kosning- arnar. Einkennilegt eftirlit þetta, ef ráb- herrann er að ferðast í þeim erindum. En hvað segir þjóðin, ef hitt er rétt, að ferðalagið sé til þess gert að efla fylgi Uppkastsins, en látið h e i t a eftirlitsferðalag, til þess að landssjóður fái að bera kostnaðinn við það? Vill hún láta fara þannig með fé sitt? Og svo, þegar einhversstaðar fást örfá atkvæði með Uppkastinu, þá læt- ur ráðherrann síma það til Danmerkur að fylgi þess fari dagvaxandi, svo sem sjá megi á þessum atkvæðum. Bað lætur í eyrum líkt og hann segði: „Sko, svona mikið hefi eg getað áunnið fyrir ykkur; er eg ekki duglegur?" Já, fyrir D a n i er starf hans alt í sum- ar. En íslenzka þ j ó ð i n er látin b o r g a það að nokkru eða öllu leyti. Gerir hún sig ánægða með það? -<X>°^ Dáinn er Ólafur Sigurðsson dbnn. í Ási í Hegranesi, faðir Björns augn- læknis í Rvík. Merkur bóndi og mikils virtur. HERBERGíI til leigu á bezta stað í bænum með- fylgjandi eldhúsi eða án eld- húss. — Upplýsingar hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæðskera. Ljósmyndastofan í Hafnarfirði gerir allar tegundir Ijósmynda, hvort heldur af fólki eða öðru. Myndir stækkaðar og smækk- aðar. Carl Ólafsson. Erlendar ritsímafróttir til Fjallkonunnar Kh. 15. júlí kl. 7Vj. Bryan er tilnefndur forsetaefni sér- veldismama (í Bandaríkjunum). Blaðið Dannebrog (í Khöfn) átelur afskifti Norðmanna af Íslandsmálum. Dómur þjóðarinnar. Freguir af þingiuálaí'umlum. Eins og við var að búast hafði Lögrótta ekki sagt rétt frá um íund- inn við Þjórsárbrú. Þar fór eugin atkvæðagreiðsla fram ; tilraun var gerð til þess að fá samþykta þessa tillögu um fylgi við kosti Uppkastsins, en hepnaðist ekki. Annar íundur var haldinn að Selja- landi 16. þ. m. Þar höfðu umræð- ur staðið lengi yfir, og þeir inælt kappsamlega með Uppkastinu sýslu- maðurinn, síra Eggert, Einar á Geld- ingalæk, og síra Kjartan í Holti; en á móti Sigurður á Selalæk og Þórður í Hala. Eftir að meiri hluti fundar- manna var genginn af fundi var bor- in upp einhver tillaga frá Uppkasts- mönnum og greiddu henni atkvæði um 30 manna. En margir greiddu ekki ' atkvæði, hvorki með né mót. Þannig skýrir frá maður, sem var á ferð þar eystra nýlega. — Úr öllum áttum berast nú fregnir um það, að kjósendur séu óðum að snúast gegn Uppkastinu, eftir því sem þeir kynnast því betur. Hamfarir þeirra Uppkastsmanna og vanstilling hefir og sumstaðar spilt fyrir því. Mönnum skilst sem slikra aðfara sé lítil þörf, ef rnálið er gott. Og róg og illmæli um einstaka menn sem sumstaðar er freklega beit.t, telja menn ósamboðið flutningsmönnum hverrar góðrar landsmálastefnu. Náttúrlega eru í sumum sveitum laudsins til menn, sem láta villa sér sjónir. En eftir fréttunum að dæma fer þeim fækkandi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.