Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Blaðsíða 1
Yerö árganqsins (minnst 52 arlcir) 3 kr. 50 aur.; trltndis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Porgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJÓÐVILJINN. - -|= NÍTJÁNDI ÁB8AN6DB. =|==- RITST.T Ó R 1: SKÚLI THO BODDSEN.' j Vppsögn skri/leg, ógild |nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 33. Bessastöbum, 12. Agúst. 19 0 5. Heiðruðu útvegsmenn! Steinolíiiinótoxánxi „Avanoe“ er t>etr*i, en nokkur annar mótor, sem hingað til hefir verið tilbúinn. hefir tengið á sýningum lang hæztu verðlaun. „ V3NT O JEl'” er þar að auki lang ódýrastur. Aöal mntooösmaötir fyrir ís- lancl og Feereyjar. Qfna og lldavélar selur Kristjdn j^orgrímsson. Hraðskeytamáliö á þingi. i. Nefnd sú, er neðri deild alþingis kaus, til þess að íhuga hraðskeytamálið, hefir nýlega lokið störfum sínum, og hafa nefnd- armenn eigi orðið á eit.t mál sáttir. Nefndarálitin, ásamt fylgiskjölunum, eru alls frekar 16 arkir, og var nefndar- álitunum úthlutað prentuðun áþingfundi neðri deildar 9. ág. Meiri hluti nefndarinuar (Guðl. Guð- mundsson, formaður og íramsögumaður, Guðm. Björnsson, skrifari meiri hlutans, síra Arni Jónsson, Björn Bjarnarson og Jón Jónsson) litur á málið með stjórnar- innar augum, reynir að afsaka allar henn- ar ávirðingar, og metur allt gott og gilt, sem hún hefir gjört í hraðskeytamálinu, og er niðurstaðan auðvitað sú, að ritsima- samningurinn veiti gagnlegasta, örugg- asta og ódýrasta liraðskeytasamband við útlönd, og innan lands, sem kostur sé á(!) Eptir að mótspyrnan gegn ritsíma- samninginum hófst, befir stjórnin gert ser allt far um, að lata líta svo út, sem landsírnalagningin milli Austfjarða og Beykjavíkur kostaði mjög lítið, að eins um 155 þús. króna, auk 300 þús. króna fjárframlagsins frá norræna ritsímafélag- inu, og styður meiri hluti nefndarinnar þá viðleitni hennar á allar lundir, eins og hann einnig forðast að birta, eða minn- ast á, ýms bréf, er málið varða, sem stjórn- inni eru miður þægileg. Sérstaklega eptirtektarvert má það og kallast, hve afar-mikið kapp meiri lilut- inn leggur á það, að reyna að sýna fram á, að hraðskeytasambandið milli landa sé alríkismál, sem íslendingum sé í raun og veru alveg óviðkomandi, og munu þess vart dæmi, að ísleDzkir þingmenn hafi áður gert sér jafn mikið far um, að tala máli danska alrikisins, og reyna að draga úr réttindum landsins. En enda þótt meiri hluti nefndarinn- ar reyni að færa rök að því. að hrað- skeytasamband milli landa sé ekki ísl. sérmál, telur haDn þó af og frá, að Dan- ir leggi fram einn eyri, nema samið sé við norræna ritsímafélagið, til þess að reyna á þann hátt að komast að þeirri niðurstöðu, að tilboð Marconifélagsins verði landinu dýrara, en ritsímasamning- urinn. A ýmsa agnúa, er gera ritsimasamn- inginn alveg óaðgengilegan fyrir Islend- inga, minnist meiri hluti nefndarinnar ekki einu orði, og er nefndarálitið í stuttu %máli að eins mjög einhliða „procurator“- vörn fyrir ráðherrann, og ritsímasamn- inginn; en að öðru leyti leyfir rúm blaðs- ins eigi, að fara um þetta frekari orðum að þessu sinni — — Minni hluti nefndarinnar (Björn Kristj- ánsson og Skúli Thoroddsen, framsögu- maður minni hluta nefndarinnar) færir á hinn bóginn rök að því, að ritsímasamn- inr/urinn fan aHgjörlega í bága ríð tilœthin fjárveitingarvaldsins, og hafi engan stuðn- ing > ákvœðnm gildandi fjárlaga, enda hefir ráðherra H. Hafsteir, sjálfur játað þetta í bréfi til danska samgöngumálaráðherrans, dags. 30. júní 1904. Enn fremur sýnir minni hlutinn fram á, að hagsmunir Islands hafi að engu leyti knúð ráðherrann, til að senrja um ritsima- | lagninguna, nður en samþgkki fjárveiting- arvaldsins var fengið, þar sem bréf danska samgöngumálaráðherrans, dags !i. ágúst 1904, og bréf forstjóra norræna ritsíma- félagsins, dags. 15. sept. 1904, sýna, að hefði ráðherrann beðið alþingis, liefði sá dráttnr eigi haft aðra þyðingu, en þá, að fresta framkvœmd verksins til ársins 1906, eða ef til ríll til ársins 1907. Yms ákvæði eru og í samninginum, er ráðherranum eigi var heimilt. að gang- ast undir án samþykkis löggjafarvaldsins, svo sem einkaréttarveiting til félagsins í 20 ár, sem horfi þjóðfélaginu til mesta óhagræðis, ekki sízt þar sem danski sam- gÖDgumálaráðherrann ákveði braðskeyta- taxtann milli landa, og hafi þegar ákveð- ið hann 50 aura fyrir orðið, svo að sím- skeytntaxtinn milli Danmerkur og íslands verði fyrir 10 orð um 8 kr. 40 a., en að eins t. d. 2 kr. 90 a. milli Danmerkur og Gibraltar og 4 kr. 50 a. milli Danmerk- ur og Grikklands. Danski samgöngu- málaráðherrann hafi og að öðru leyti tögl- in og hagldirnar, eptir samninginum, hafi lögskýringarvaldið, ef ágreiningur verð- ur, o. fl. o. fl. Minni hlutinn gengur síðan nákvæm- lega gegnum kostnaðaráætlun stjórnarinn- ar, bendir á ýms óhjákvæmiieg útgjöld, sem stjórnin hefir algjörlega sleppt, og sýnir fram á, hversu ýmsir liðir eru tald- ir lægri, eri ráðanautar stjómarinnar gera ráð fyrir, og sumpart byggðir í algjörlega- lausu lopti, og á engu viti, svo að áætlun stjórnrrinnar hljóti að vera að minnsta kosti um 210 þús. króna of lág, svo að landsíminn kosti alls um 665, í stað 455 j þús., er stfornin gerir ráð fyrir. — En sé i hér við bætt álmu frá Stað í Hrátafirði að Stað á Snæfjallaströnd, og sæsima það- an til ísafjarðar, sem telja má sjálfsagt, kosti hún um 214 þús, og verði þá kostn- aðurinn álls um S79 þús. En ársútgjöld landssjóðs teiur minni hlutinn munu nema nær 138 þús. krbna, er tekjur eru frá dregnar. Sé á iiinn bóginn tekið tilboði Marconí- 1 félagsins utn hraðskeytasamband milli Skotlands, Færeyja, Reykjavíkur, ísafjarð- ar, Seyðisfjarðar og Akureyrar, verða árs- íitgjöldin, er tekjur eru frá dregnar, að eins tœp 45 þús, og yrði það landinu þrí um 92 þús. króna ódýrara á ári, að taka tilboði Marconífélagsins, og nemur sú upp- hœð, með 4% vöxtum og vaxtavöxtum, alls nœr 3 milj. kr'öna. á 20 árum. — Og þó að Danir leggðu engan eyri fram, yrði fjársparnaðurinn þó á 20 árum alls um 1200 þús. Eptir tilboði Marconífélagsins annast félagið að öl!u leyti um rekstur og við- hald loptskeytastöðvanna, og sk'lar þeim í góðu standi, sem íslenzkri eign, að 20 árum liðnum, eins og íslendingar ráða sjálfir hraðskeytataxtanum, og hafa öll umráð yfir fyrirtækinu, og er það eitt- hvað annað, en kla.fi norræna ritsímafé- lagsins. — — 1 Til vara leggur mÍDni hlutinn það til

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.