Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						Bls. 2.
LÖGBEKG  PIMTUDAGINN.
5. ÁGÚST 1926.
Elzta óðal á Islandi.
Þegar Matthías Jochumsson leit
yfir Skagaf jörð og rifjaði upp fyr-
ir sér sögu héraðsins, kom honum
það í hug, að
hver einn bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu.
Menn muna ekki alt af eftir þessu
að það eru ekki stórbýlin ein, sem
eiga sína sðgu, kotin og miðlungs
jarðirnar eiga  hana líka.   Saga
hefir því fyrst verið bygt. Skarð
hefir þó líklega bygst mjög
skömmu eftir daga Geirmundar og
bsfa, þá Geirmundarstaðir orðið
hjáleiga og Skarð síðan verið að-
albærinn. Talið er, að Geir-
mundur kæmi hingað um 895 og
var þá orðinn gamall. Hann bar
konungsnafn, enda er hann tal-
inn konungborinn, sonur Hjörs
konungs Hálfssonar konungs, er
réð  Hálfsrekkum.  Sú ættfærsla
alls þorra þeirra, jafnt  smábýla j Þykir þó hæpin, en Landnáma ber
sem stórbýla, er nálega jafnlöng,
þúsund ára eða þar um bil.  Flest
hafa býlin hér á landi  staðið  í
sömu sporum, á sama hólnum eða
í sama hvamminum, síðan á land-
námsöld.  í þau þúsund  ár,  sem
síðan eru liðin, hefir kynslóð tek-
io þar við af kynslóð, lifað þar og
starfað, átt þar vonir  sínar  og
' vonbrigði, gleði og sorgir,  sigra
og ósigra og horfið að lokum und-
ir græna torfu.  Væri það  mikil
saga, ef hún yrði öll  sögð.   En
því  miður  er  mest  af  henni
gieymt.  Þar eru  að  eins örlítil
brot eftir.  Eins og  vænta  má,
þekkjum við flest brotin úr sögu
höfuðbólanna.   Þar bjuggu þeir
menn, er mest bar á í þjóðfélag-
inu, og mestar fóru sögur af. Því
hefir saga þeirra geymst.   Smá-
býlanna er minna getið.  Er  þó
saga  sumra  þeirra  eflaust  jafn-
verð þess að geymast, eins og saga
stórbýlanna.  Á smábýlunum hafa
gerst flest
krosslýðsins hljóðu hetjuverk
og maklegt væri, að þau mættu
hefja sig upp yfir frægðina
Ijóða og sagna.
Saga höfuðbólanna íslenzku er
ærið margþáttuð.   Staðamálin  í
lok 13. aldar skildu örlög margra
þeirra.  Fjöldi af fornum höfuð-
bólum hvarf þá úr höndum leik-
manna og undir  forræði  kirkj-
unnar.  Varð  saga  þeirra síðan
öll önnur en hinna,  er  leikmenn f  meðalgöngu
héldu.  Kirkjan var ekki allstað-
ar jafn fengsöm.  Á Vesturlandi
. hélst leikmönnum einna  bezt  á
höfuðbólunum.  Er í þeim  sveit-
um, í miðöldunum og síðar, hvert
höfuðbólið við annað, er leikmenn
ráða  yfir:  Vatnsfjörður,   Ögur,
Hóll í Bolungarvík, TMýrar í Dýra-
firði, Saurbær á Rauðasandi, Hagi
og Brjánslækur  á  Barðaströnd,
Reykhölar,   Staðarhóll,   Skarð,
Staðarfell,  Hvammur í Hvamms-
sveit.  Eigi skal hér farið í neinn
jöfnuð um sögu  höfuðbóla  þess-
ara, hvert þeirra eigi mesta sögu
eða merkilegasta, en að einu leyti
er eitt  þeirra  einsdæmi,  meðal
allra höfuðbóla,  og  líklega allra
jsrða á landi hér.  Það hefir með
vissu verið í eign sömu ættar ó-
slitið í full 800 ár, eða síðan um
1100, síðan á dögum Jóns biskups
Ögmundssonar og Sæmundar hins
fróða.  Meira að segja eru allar
líkur til þess, að jörðin hafi aldr-
ei úr ætt gengið síðan hún fyrst
var numin á landnámsöld. Það
má víst óhætt fullyrða, að þetta
verður ekki sagt um neina jörð
aðra hér á landi. Og fá munu þau
vera höfuðbólin í öðrum löndum,
sem aldrei hafa úr ætt gengið á
svo löngum tíma. Þetta er þeim
mun merkilegra, að átthagatrygð
ce rækt við forn ættaróðul virð-
ist annars ekki hafa verið mjög
rík hjá oss íslendingum. Því til
sönnnunar má benda á það, að
óðalsrétturinn, er frændur vorir
Norðmenn mátu svo mikils, festi
aldrei rætur hér á landi að marki.
Og það er ljóst t. d. af íslenzkum
ættartölubókum, að ættir hafa
dreifst ótrúJega um landið og að
furðulega miklir mannflutningar
hafa verið innanlands þrátt fyr-
ir strjálbygð og vegaleysi.
Þessi jörð er Skarð á Skarðs-
strönd.
Vegna þess hve einstakt þetta
dæmi er og merkilegt, skal saga
Skarðs rakin hér stuttlega alt
fram á vora daga. Er það auð-
skilið, að rúmsins vegna verður að
fara fljótt yfir sögu.
Skarð hefir öll einkenni íslenzks
höfuðbóls. Þegar komið er fyrir
Klofning og beygt inn hlíðarnar
lijá Melum og Ballará blasir Skarð
við. Er bæjarstæðið staðarlegt,
á hjalla undir lágu felli, en fyrir
neðan hjallann er sléttlendi til
sjávar. Heima er útsýnið eitt-
hvert hið fegursta í þeim sveitum.
Blasir allur Breiðifjörður við með
öllum eyjagrúanum og. yzt Snæ-
fellsjökull og Skor hvort til sinn-
ar handar. Sjálf er jörðin ein-
hver mesta jörð á landinu, mun
hafa verið talin þriðja hæsta jörð
að hundraðatali í jarðabókinni
frá 1861. Heimalandið er mikið
og gott og eyjalöndin víðlend og
gagnsöm. En eins og margar aðr-
ar slíkar jarðir, mun Skarð vera
fólksfrekt og örðugt ef nota á öl!
hlunnindin til fulls.
Saga Skarðs hefst með Geir-
mundi heljarskinn. Landnáma
segir, að hann hafi fyrstur manna
numið land milli Fábeinsár og
klofasteina og búið á Geirmund-
arstöðum undir Skarði. Geir-
mundarstaðir ern nú hjáleiga frá
Skarði, skamt út frá garði.   Þar
vitra menn fyrir því, "at hann
hafi göfgastr verit allra landnáms
manna á íslandi." Geirmundur
átti fjórar dætur, og eru ættir
taldar frá tveim þeirra. Senni-
legt, er að einhver þeirra hafi bú-
ið á Geirmundarstöðum eftir föð-
ty- sinn. En síðan er Skarðs eða
Geirmundarstaða ekki getið í tvær
aldir. Verður því ekkert fullyrt
um það hverjir átt hafa jörðina
eða búið á henni þann tíma. Og
eigi verður ætt hinna síðari Skarð-
verja rakin til Geirmundar með
vissu. En vel má vera, að jörðin
hafi allan þann tíma haldist í ætt
hans og það er enda líklegast.
Siðan er Skarðs fyrst getið um
1100. Þá býr.þar Húnbogi Þor-
gilsson, er Sturlunga telur meðal
góðra bænda þar í sveitum. Frá
ætt hans er ekkert sagt, nema að
móðurætt hans er rekin til Ljóts
Síðu-Hallssonar. En þess hefir
verið til getið, að hann hafi verið
bróðir Ara fróða, og styðst sú til-
gáta við það að afkomendur hans
áttu hálft Þórsnesingagorðorð, en
afkomendur Ara hálft. Húnbogi
kemur Htið við sögur. Þó er þess
getið, að Þegar Hafliði Mársson
kom í Dali sumarið 1120, til þess
að heyja féránsdóm eftir Þorgils
Oddason, hafi hann og Þórður
Gilsson á Staðarfelli, faðir
Hvamms-Sturlu, og með þeim
aðrir góðgjarnir menn safnað liði
Eftir Húnboga býr á Skarði
sonur hans, Snorri Húnbogason.
Hann var prestur að vígslu og var
lögsögumaður frá 1156 til dánar-
dags 1170. Lögsögumannsstarfið
var þá mesta virðingarstaðan á
landinu og völdust ekki til þess
aðrir en ágætustu menn. Snorri
hefir verið friðsamilr maður og
kyrlátur, eins og bezt sést af því,
að honum tekst að sitja algjörlega
hjá deilum nágranna sinna
Hvamms-Sturlu og Einars Þor-
gilssonar.
Eftir lát Snorra, búa synir hans
á Skarði, Narfi og Þorgils. Voru
þeir báðir prestvígðir. Þorgils
Snorrason gefur nálægt 1197 Sig-
hvati Sturlusyni hálft Þórsnes-
irgagoðorð. Annars er þeirra
bræðra lítið getið. Þorgils deyr
1201 og Narfi árið eftir, 1202.
Sonur Narfa Snorrasonar var
Snorri Narfason, Skarðs-Snorri,
eða Snorri Skarðsprestur eins og
hann tíðast er nefndur. Hann bjó
á Skarði og segir Sturlunga, að
hf nn hafi verið manna auðugastur
í Vestfjörðum. Snorri var hinn
mesti ágætismaður. Er hans oft
getið og oftast að því, 'að koma
sáttum og griðum á með mönnum
í róstum Sturlunga-aldarinnar, eða
við gerðardóma til að jafna mál
manna. Glögt dæmi um góðgirni
hans er það, að 1241 býður hann
Sturlu Þórðarsyni að ráða fyrir
Reykhólum, hvort sem hann vildi
búa þar sjálfur eða fá þá órækju
Snorrasyni. Gerði hann þetta til
þess, að betur greiddist sættir
með þeim órækju og Sturlu, og
var Órækja þó ekki æskilegur
landseti eða nágranni. Annars er
þess getið, að hann væri hinn
mesti ástvin Sighvats Sturluson-
ar og sonar hans Sturlu. Voru
synir hans oft í bardögum og her-
ferðum með Sturlungum, og einn
þeirra, Bárður, féll á Reykhólum
með Tuma Sighvatssyni. Skarðs-
Snorri andaðist 1260 og hefir þá
verið orðinn gamall.
Af sonum Skarðs-Snorra koma
tveir hér við sögu, Bjarni og
Narfi.
Bjarni Snorrason býr á Skarði
eftir föður sinn. Hans er getið
að því, að 1263 gengur hann á
milli þeirra Hrafns Odssonar og
Sturlu Þórðarsonar og kemur á
griðum með þeim. Annars er ó-
kunnugt um æfi hans, en lifað
mun hann hafa fram undir 1280.
Narfi bróðir hans var prestur.
Kvæntist hann Valgerði dóttur
Ketils Iögsögumanns Þorláksson-
ar á Kolbeinsstöðum, réðist þang-
p.ð suður og bjó á Kolbeinsstöðtim
til æfiloka (d. 128-1) Narfi var vel
metinn maður. Er þess getið, að
þegar klerkum var boðið að skilja
við konur sínar, hafi hann fengið
hfá erkibiskupi undanþágu frá því
banni og fékk þá undanþágu eng-
inn klerkur annar. Narfi prestur
varð vinsæll. Urðu þrír synir hans
lögmenn. Tveir koma við sögu
hér, Þórður og Snorri.
Bjarni Snorrason á Skarði mun
hafa dáið barnlaus og Skarð þá
borið að erfð undir Narfa prest
bróður hans. Víst er um það, að
skömmu  eftir  1280  er  Þórður
Narfason farinn að búa á Skarði.
Þórður er tvívegis lögmaður, 1296
til 1297 og síðan 1300 og 1302 er
sagt að hann hafi haft umboð
Bárðar Högnasonar hins nor-
ræna, er þá hafrði lögsögn. Þórð-
ur andaðist 1308, að líkindum
barnlaus, því þá tekur bróðir hans,
Snorri Narfason, við Skarði. Snorri
mun hafa verið yngstur sona
Narfa prests á Kolbeinsstöðum.
Hann kvæntist austur í Árnessýslu
og bjó þar eystra til þess að hann
flutti að Skarði. Síðasta lög-
rnannsár hans er þess getið, að
hann léti skera í sundur vébönd
um lögréttu á Alþingi. Hefir það
þótt hið mesta óhæfuverk, er sjálf-
ur lögmaðurinn traðkaði svo þing-
friðnum, enda er sagt að lögsögn-
in væri tekin af Snorra næsta
vor. Snorri andaðist tveim árum
síðar, 1332.
Sonur Snorra, Ormur Snorra-
son, hefir erft Skarð eftir föður
sinn. Ormur hefir verið ungur,
er faðir hans lézt. Hans er fyrst
getið 1344, þá fer hann utan með
Gúðmundi bróður sínum. Ormur
bjó á Skarði og kemur mjó'g við
sögur. Tvisvar var hann lögmað-
ur, 1359^—1368 og aftur 1374—
1375, og hirðstjóri var hann um
eitt skeið." Á fyrri lögmannsárum
hans, 1362, var hann í norðurför
Smiðs Andréssonar og í Grundar-
bardaga. Fékk Ormur kirkjugrið
í bardaganum og gat sér lítinn
oaðstír fyrir framgonguna. Að
því lýtur þessi vísa í kvæði Snjólf s
skálds um Grundarbardaga:
Frá ek stála storm
mjök sturla Orm, .
þar er kysti kyrr
kirkjunnar dyrr^
kvað hann þurfa þess
að þylja vers;
þó er bænin bezt
honum byrgi mest.
Tveggja sona Orms skal getið hér,
Guttorms og Guðmundar. Gutt-
ormur Ormsson bjó í Þykkvaskógi
og var veginn í Snóksdal 1381.
Vegandinn hét Þorsteinn Jónsson
er ókunugt er um tildrög vígsins.
Guðmundur Ormsson var ribbaldi
og óeirðamaður. Á jólum 1385 fór
hann ásamt Eiríki nokkrum Guð-
mundssyni, er ef til vill hefir ver-
ið sonur Guðmundar föðurbróður
hans, að Þórði nokkrum Jónssyni
og tók hann höndum. Komu þeir
síðan Ormi í málið, ef hann þá
ekki hefir verið við það riðinn frá
upphafi. Ormur nefndi dóm yfir
Þórði. Var Þórður dæmdur til
dauða og höggvinn eftir dómin-
um. Hverjar sakir þeir feðgar
hafa gefið Þórði greinir ekki, en
geta má þess til, að Þórður hafi
verið bróðir Þorsteins þess, er
Guttorm vóg, og að aftaka hans
hafi verið hefnd. Þetta verk þótti
níðingsverk og mæltist illa fyrir.
Segja annálar, að þeir Guðmund-
ur og Ormur hafi verið þröngdir
með manngangi á þingi, en að bein
Þórðar hafi verið flutt í kirkju-
garð í Stafholti eftir skipun offic-
ialis og samþykki allra lærðra
manna og hyggi menn hann helg-
an mann. Er þess og getið 1390,
að skriða féll á bæinn í Búðarnesi
og önduðust 12 menn, en einn lifði
í húsbrotunum og hafði heitið á
Þórð Jónsson. Greftrun Þórðar
í kirkjugarði sýnir, að menn hafa
talið að hann væri dæmdur sak-
laus, því ódáðamenn áttu ekki
kirkjugræft, og trúin á helgi
hans, að menn hafa talið af-
töku hans morð. Var það almenn
trú á þeim tímum, að þeir menn
væru helgir er myrtir væru sak-
lausir. Því segja Sólarljóð um
ræningjann, er myrtur var sof-
andi af manninum, er hann veitti
húsaskjól:
Helgir englar
kómu ór himnum ofan
ok tóku sál hans til sín;
í hreinu lífi
hon lifa skal
æ með almátkum guði.
Eftir þessi stórræði  var  þeim
Etríki og Guðmundi ekki fritt hér
á landi og fóru þeir utan árið eft-
ir (1386).  En eitthvað meira hef-
ir' sögulegt gerst  áður  en  þeir
færi, því annálar geta þetta ár um
það að rán og stuldir væri í Sunn-
lendinga-  og  Vestfirðinga-fjórð-
ungi af mönnum Guðm. Ormsson-
ar.  Af utanförinni  er  það  að
segja, að Eiríkur kom út næsta ár
(1387) og var þá kominn til æðstu
valda í landinu, orðinn hirðstj6ri.
En skammvinn varð  sú tign, því
hann var veginn árið eftir (1388).
Sama ár segja ánnálar  að  Guð-
mundur Ormsson hyrfi um nótt í
Færeyjum   Mmeð    undarlegum
hætti".   Ormur  lögmaður  lifði
þessa sonu  sína  langa stund og
varð gamall maður.  Er hans síð-
ast getið 1401, þá er hann að búa
sig undir að kveðja þennan heim.
Fær hann bróðursyni sínum, Ólafi
Guðmundsyni, umboð yfir eignum
sínum.  Sama ár fær  hann  til
eignar 20 hdr. kröfu,  er  óttar
nokkur   Bjarnarson   átti   hjá
Reynistaðarklaustri.  Þetta fé og
10 hdr. er Ormur sjálfur átti hjá
klaustrinu, gefur hann "guði alls-
valdanda og hans signuðu móðir
og öllum guðs helgum mönnum".
Er þetta ekki eina gjöfin, er Orm-
ur gefur fyrir sálu sinni, því víða
er í kirkjumáldögum getið um
gjafir frá honum. Ormur mun
hafa lifað skamma stund eftir
þetta og ef til vill hafa dáið í
Svartadauða árið eftir (1402).
Rftir lát Orms hefir SkarS
gengtö aí erfS til sonar Guttorms
i Þykkvaskógi og sonarsonar
Orms, Lofts Guttormssonar, sem
kalaöur hefir veriS hinn ríki, Loft-
ur hefir sjálfsagt haft bú í SkarBi,
eins og á öSrum höfviSbólum sín-
.um. En oftast mun hann sálfur hafa
setiÖ á Möt5ruvöllum í Eyafiröi, að
minsta kosti síðari hluta æfinnar.
Sumir telja aS Loftur hafi feng-
iS dóttur sinni, Ólöfu Loftsdóttur,
SkarS er hún giftist. En líklegra er
aS hún hafi vcriS 6gift er faðir
hennar lést. 1432, og hlotiS SkarS
að erfðum. Hvarf Skarð þá úr karl-
legg Skarðverja, en Ólöf var heitin
efrir langömmu sinni, Ólöfu hús-
freyju Orms Snorrasonar, og bar
því nafn úr SkarSverjaætt. Ólöí
giftist Birni hirSstjóra Þorleifssyni
og bjuggu þau á SkarSi viS mikla
rausn. Björn féll í Rifí 1467 > við-
ureign viS enska kaupmenn og eru,
svo sem kunnugt er, miklar sagnir
um þaS, hversu rækilega Ólöf hús-
freyja hefndi bónda sins. í október-
mánuði sama ár fóru fram skifti
eftir Rjörn, milli Ólafar og barna
hennar. Hlaut Ólöf þá, ásamt mikl-
um eignum öðrum, SkarS og allar
jarSir, er þar fylgdu. Bjó hún síðan
á SkarSi til æfiloka ^1479).
Ólöf og Björn áttu f jögur böm er
upp komust, þrjá sonu, Árna, Ein-
ar og Þorleif, og eina döttur, Sol-
veigu. Árni féll í orustunni á
Brunkabergi í SvíþjóS 1471, í her-
ferS meS Kristjáni konungi fyrsta,
og var því látinn áSur en móðir
hans dó. Solveig hafSi hloti'S Hól í
Bolungarvík í skiftum eftir föður
sinn og fleiri jarSir þar í sveitum og
bjó hún á Hóli. I'ar var ráSsmaS-
ur hjá henni, en Jón hét Þorláksson,
sem var orSlagSur fyrir þaS hvílik-
ur listaskrifari hann var. Þau feldu
hugi saman og vildu eigast. En Jón
var fátækur og þótti frændum Sol-
veigar eigi jafnræöi með þeim og
meinuðu þeim hjúskapinn. Þau
bjuggu þó saman á Hóli og eignuS-
ust 8 börn. Þegar Ólóf var látin,
skiftu þeir bræður, Einar og Þor-
leifur, arfi eftir hana með sér ein-
um, en gerSu Solveigu systir sína
alveg afskifta. Hefir þeim verio
þungt í skapi til hennar fyrir sam-
búS þeirra Jóns og ætlaS sér afe
beita við hana ákvæSimi Jónsb.
Kvennag. 7, urn það, aC dóttir. sem
legin er í föðurgarði eða broí5ur,
skuli ekki taka arf eftir föSur nt
mótSur. Þó er svo aS sjá sem sambúð
þeirra Jóns hafi verið slitiS áður en
Ólóf lést,, þvi þá er komio til tals
að Solveig giftist Pá!i syni Jóns
bónda Ásgeirssonar í Ögri. Páll var
ríkur maður og hafa frændur Sol-
veigar getað unaS þeim ráSahag. En
hvaS sem þessu líSur þá gengu þeir
bræður fram hjá Solveigu viS skift-
in. Fékk Einar Skarð í sinn hlut og
þjó þar næstu ár. Páll og Solveig
voru fjórmenningar a<5 skyldleika.
Vegna þess neitaiSi Magnús þiskup
Eyjólfsson í Skálholti þeim um að
giftast. Fengu þau tvívegis páfa-
bréf til hjúskaparins og biskup varS
aS lokum aS láta undan. t þessu
stappi hefir þó staoiö nokkur ár og
þau hafa varla gifst fyr en um 1484.
En eftir aS þau voru gift hafa skift-
in eftir Ólöfu sennilega verið tekin
upp að nýju og Solveig þá hlotið
SkarS. Víst er að þau Pál! þjuggu
á SkarSi og í arfleiðsluskrá sinní
gaf Solveig sonum sínum og Páis,
Jóni og Þoríeifi, SkarS með 17 til-
iggjandi jörSum þar á Ströntlunum.
Solveig dó 1495 og Páll bóndi henn-
ar var veginn áriS eftir ^1496^.
Jón sonur Páls og Solveigar dó í
æsku, ef til vill á undan föSur sín-
um. Hinn bróSirinn, Þorleifur Pá!s-
son, var barn að aldri, er hann rnisti
foreldra sína. VarS Ormur Jónsson,
föSurbróSir hans, fjárhaldsmaSur
hans og bjó á SkarSi meðan Þor-
leifur var í æsku, en þegar Þorleif-
ur var orSinn fulltíSa tók hann sjálf
ur viS SkarSi og bjó þar síSan alla
æfi. Þorleifur var vel metinn mað-
ur, sýslumaður lengi, og lögmaSur
var hann árin 1541—1546. Voru þá
siSaskiftadeilur farnar aS harSna
og sagSi hann því lögmannsdæminu
af sér. Þorleifur var vitur maSur,
friSsamur og óáleitinn, en fastur
fyrir ef á hann var leitaS og var þa
ekki allra færi viS hann aS fást.
SannaSist þaS í viSskiftum hans viS
Jón biskup Arason. Jón biskup þótt-
ist hafa sakir á hendur Þorleifi og
sendi síra Þorlák Hallgrirréson á
StaSarbakka, 1549, viS sextánda
raann vestur í Dali, þess erindis aS
taka Þorleif höndum. Um tilefni
fararinnar vita menn ekki mec
vissu, en vera má aS biskup hafi
ætlað aS hafa þaS aS átyHu fyrir
handtöku hans, að hann stæSi í ó
fwttum sökum viS helga' kirkju um
kvennamál, en Þorleifur var ærið
breiskur í þeim sökum. Karlmenn
voru fáir heima á SkarSi er NorS-T
lendingar komu. Tók Þorleifur því
]>aS ráS, aS hann lét reka hross
heim í traSir og kvenfólkiS lét hann
klæðast karlmannsfötum og standa
með vopnum úti fyrir dyrum, NorS-
lendingar sáu þennan viSbúnaS og
hugSu aS liSsföldi væri fyrir.
Hurfu þeir þvi aftur vio svo búiíS.
Jóni biskupi þótti eríndi manna
sinna lítiS orSið og kvað skopvísur
um förina:
Sendir voru sextán menn,
sagan er þessi uppi enn ;
riSu þeir heim í ríkan garS,
rausnarlítið erindiö vari5;
höidar segja aS höfuSból þetta heiti
SkarS.
Um Þorleif segir biskup þetta:
Einn fór heiman elliraumur
augnaveikur, a gjald'i naumur,
aldrei var hann í orustu frægur,
ýtum þótti ráðaslægur,
sagt hefir jafnan sína vild í svðr-
unum hægur.
Er Þorleifi líklega nokkuð rétt
Jýst í niðurlagi vísunnar. Þorleifur
dó 1558, kominn á áttræSisaldur.
Börn Þorleifs lömanns voru
mörg og eru miklar ættir af þeim
komnar. Ein af dætrum hans hét
Sigriður og ánafnaði Þorleifur
henni SkariS í arfleiSsluskrá sinni
Sigríður Þorleifsdóttir giftist
Bjarna syni Odds bónda Tómasson-
ar i Eskiholti í BorgarfirSi. Segir
sagan aS aldavinir föSur hennar,
Daði í Snóksdal, hafi komið þeim
ráðahag á, og gefiS Bjarna fé til
giftingar, Bjarni og Sigríður
bjuggu á Skarði og þar dó Bjarni
1621.
Sonur Bjarna og SigríSar var
Dafei Bjarnason, er heitinn var eft-
ir Daða í Snóksdal. DaSi erfSi
SkarS eftir foreldra sína og bjó þar
alla æfi. Hlann kvæntist Arnfríði
dóttuí Benedikts Haíldórssonar á
MöSruvöIlum,. DaSi dó 1633, 67
ára gamall, en ArnfríSur kona hans
1647, 78 ára.
Af börnum þeirra Daða og Arn-
fríSar komst aSeins eitt upp, Sig-
ríSur, er giftist Birni syni Magnús-
ar prúSa í Ögri, Björn var sýslu-
maíSur í BarSastrandasýslu og bjó í
Sattrbæ á RauSasandi. SigríSur
varS skammlíf og dó á undan for-
eldrum sínum. Áttu þau Björn einn
son, Eggert Björnsson, og var hann
því einkaerfingi afa síns og ömmu,
DaSa og ArnfríSar, og erfSi SkarS
eftir þau. Eggert var í uppvexti
sínum í BræSratungtt, hjá Gísla lóg-
manni Hákonarsyni og nam þar
lög. Þegar hann var um tvítugsald'-
ur baS faSir hans honum til handa
Kristínar dóttur Gísla lögmanns.
Ætla mætti aS æskuástir hefSu ver-
iS mi'lli þeirra. en saga þessa bón-
orSs bendir ekki til þess aS svo hafi
veriS og hún lýsir einkar vel hugs-
unarhætti manna á þeim tímum í
þeim sökum. BónorSinu var vel tek-
ið og skyldi þrúSkaup þeirra vera
næsta ár. En þegar þeir feSgar voru
komnir á leiS austur til þrúSkaups-
ins, bar nýjan biSil að garSi í
BræSratungu, sjálfan Hólabiskup-
inn Þorlák Skúlason. Hann baS
Kristínar. Löganni þótti vandast
máliS, og hvorttveggja ilt, aS vísa
biskupi frá og aS bregða giftumál-
unum viS þá feSga. Tók hann því
þaS' ráS, aS hann reio á móti þeim
og fékk komiSi svo sínu máli, aS
Eggert hugSi af ráSahagnum viS
Kristínu, en skyldi fá ValgerSar
systur hennar i hennar staS. Biskup
fékk því ' Kristínar og sátu þeir
feSgar brúSkaup þeirra, en Eggert
og ValgerSur giftust 1633. Bjuggu
þau fyrst i Sarbæ á RauSasandi, en
fluttu aS SkarSi um 1640 og bjuggti
þar síSan. Eggert var einhver attð-
ugasti maSur á landinu á sínuni
tíma, en var talinn nokkuð aSsjáll.
ValgerSur kona hans var aftur á
móti mjög örlát. Er mælt atS hann
hafi sagt: "Gef þú, ValgerSur, en
láttu mig ekki sjá þaS." Eggert dó
á SkarSi, 71 <árs gamall. t68i. Val-
gerSur lifSi lengi eftir hann og dó
háöldruð 1702.
Synir Eggerts og ValgerSar dóu
ungir en dætur þéirra nárju fullorð-
ins aldri. Ein þeirra, ArnfríSur Egg
ertsdóttir, giftist, 1675, T'orsteini
syni síra Þórar Jónssonar í Hítar-
dal. Bjttggu þau fyrst í Hjörsey á
Mýrum og víSar, en fluttu aS
SkarSi eftir lát Eggerts og bjuggu
þar ^síSan. Bogi á StaSarfelli lýsir
Þorsteini svo aS hann væri "góíSur.
vel stiltur og örlátur maSur, vfldi
engu embætti bindást." Þorsteinn
dó árið 1700 en ArnfríSur lifði tú
1736.
Þorsteinn og ArnfríSur átti fjór-
ar dætur. Ein þeirra, Elín Þor-
steinsdóttir, giftist 1704 Bjarna
gýslumanni Péturssyni á StaSarhóIí
CStaSarhóIs-Páls;. Hlutu þau
SkarS í erfS eftir foreldra Elínar,
og bjuggu þar síSan. Bjarna er svo
lýst aS hann hafi veriS stíSrgerSur
maSur og höfSinglyndur, orlátur
tnjög svo fé gekk af honum fyrii
]>á sök, vel viti borinn og sæm
lærSur. Hann varS háaWrað-
ur, andaSist 86 ára, 1768. Elín kona
hans var þá dáinn fyrir löngu  1746.
Miklar ættir eru komnar af þeim
Bjarna og Elínu. En hér kemur aS
gj^^^^
a^
Þér þurfið ekki að geta yður til
um aldurinn á
éé
éé
^Whisry
Það er ekkert vafamál.
Geymt í eikartunnum og aldurinn
er ábyrgstur af stjórninni í Canada
?K^^e^?
mtsmto$$i
eins eitt af börnum þeirra viS sögtt,
Eggert Bjarnason, er tók viS búinu
á SkarSi á efri árum föSur sins.
Eggert hafSi í æsku ver'S viS nám
hjá Jóni prófasti Halldórssyni í
Hítardal. SSan fór hann í þónustu
Benedikts lögmanns Þorsteinssonar
í SkriSu og kvæntist nyrSra prests-
dóttur frá Völlum í SvarfaSardal.
Bjó hann á ýmsum stöSum nyrSra
og vestra. þar til er hann tók viS
búinu á SkarSi. Þar bjó hann fram
til 1770. Þá brá hann búi og var
síSan í húsmensku á SkarSi fram
undir 1780, en fór þá til tengdason-
ar síns Magnúsar sýslumanns Ket-
ilssonar í BúSardal og dó þar 1782,
76 ára gamall.
Dóttir Eggerts, Ragnhildur Egg-
'ertsdóttir, giftist 1765 Magnúsi
Ketilssyni og var fyrri kona hans.
ErfSu þau SkarS eftir Eggert. Eigi
bjuggu þau þó á SkaiiSi heldur í
BúSardal. Magnús Ketilsson er al-
kunnur maSur og var einhver á-
gætasti maSur sinnar tíSar, fræSi-
maður mikill og höfSingi. Hann dó
1803, 71 árs gamall, en Ragnhildur
10 árum fyr (\"]^z)-
Sonur Magnúsar og Ragnhildar
var Skúli Magnússon, sem heitinn
var eftir ömmubróður sínum, skúla
fógeta. Skúli var settur til menta
og sigldi til háskólans í Khöfn, og
tók þar lögfræðispróf 1796. Sama
ár varð hann aðstoðarmaður föður
síns í sýslumenskunni og fékk
sýsluna eftir hans dag. Árið 1797
reisti hann bú á Skarði og bjó þar
til æfiloka. Erfði hann nokkurn
hluta jarðarinnar eftir foreldra
sina en leysti til sín erfðahluta
systkina sinna, svo að hann eign-
aðist jörðina alla. Kona hans var
Kristín Bogadóttir frá Hrappsey.
Skúli dó 1837, 69 ára gamall. Bogi
á Staðarfelli lýsir honum á þessa
leið: "Framkvæmdar- og búmað-
ur var hann utan húss í betra lagi
og séður í mörgu, mesti risnumað-
ur, gjöfull við snauða menn og
þó veglátur; af náttúru var hann
góður maður og vildi bjarga öllum
nauðstöddum. Berorður stundum
við fólk sitt og sýslubúa, einkum
við öl, mjög eftirgefandi í tekjum
og þó auðugur. Hann mun hafa
haft meðalgáfur, en lagði sig lítið
eftir lærdómsmentum eða fræði-
bókum, á sínum seinni árum.
Sýslubúar hans unnu honum hug-
ástum, einkum bændafólk."
Sonnr Skúla og Kristínar var
Kristján Skúlason Magnussen., er
tók próf í dönskum lögum við
Hafnarháskóla 1827, og varð sýslu-
maður í Snæfellsnessýslu árið eft-
ir, en fékk Dalasýslu eftir föður
sinn og flutt i þá að Skarði.
Hlaut hann nokkuð af jörðinni að
erfð «ftir föður sinn en leysti hitt
til sín frá systkinum sínum, og bjó
þar jafnan síðan. Kristján sýslu-
maður, kammerráð á Skarði, sem
hann tíðast var nefndur, var at-
orku- og búsýslumaður hinn mesti,
einkennilegur og stórge)-ður og
hWðingi að fornum sið. Kona
hans, Ingibjörg Ebenesersdóttir,
sýslumanns Þorsteinssonar í
Hjarðardal, var mesta ágætiskona.
Kristján sýslumaður andaðist
1871, 79 ára gamall. Bjó ekkja
hans á Skarði eftir hann og lézt
þar 1899, 87 ára. Gekk Skarð þá
að erfð til barna hennar, Elín-
borgar og Boga. Elínborg var
gift séra Jónasi Guðmundssyni og
andaðist 1902. Eftir hennar dag
leysti Bogi bróðir hennar til sín
hluta barna hennar í Skarði og er
hann nú einn eigandi Skarðseign-
arinar og dvelur þar hjá dóttur
sinni og tengdasyni, er búa á
Skarði.  Bogi er  22  maður frá
Húnboga Þorgilssyni. Alla þá
ættliði hefir Skarð, eins og sýnt
hefir verið hér að framan, verið
óðal ættarinnar, og allan þann
t?'ma munu þeir frændur hafa bú-
ið þar, nema tímabilið milli þess
að Eggert Bjarnason brá búi og
Skúli dóttursonur hans reisti bú.
Þennan tíma, rúm 20 ár, var Skarð
í leiguábúð, en Magnús Ketilsson
hafði þó víst jafnan undir eitthvað
C.Í Skarðslöndum.
Ólafur Láruson.
—Iðunn.
"Sögulegur draugur.
Fyrir skömmu síðan var undir-
foringi nokkur í brezka hernum,
Hennessy að nafni, að gæta skyldu
sinnar, sem varðmaður utan við
Lundúna turninn (Tower of Lon-
don). Bygging þessi hefir öldum
saman verið notuð til að geyma
í henni sakamenn, og er enn til
þess höfð, sérstaklega þá, sem
sakaðir eru um að hafa brotið
gegn ríkinu, eða um einhver þau
lagabrot, sem líflátshegning ligg-
ur við.
Eina nóttina var Hennessy á
gangi fyrir utan byggingu þessa,
og bar ekki neitt á neinu, þangað
til hann alt í einu stekkur að einni
hurðinni eins og óður maður, og
rekur byssustinginn af öllu afli í
hurðina. Hann rak upp angistar-
vein og datt svo niður á götuna og
steinleið yfir ahnn. Var hann þá
tekinn og fluttur burt þangað,
sem honum yrði hjúkrað.
rjt af þessu var honum vikið
frá stöðu sinni í hernum og hann
var sakaður um það glæpsamlega
athæfi, að hafa verið drukkinn,
þegar hann átti að gæta skyldu
sinnar sem hermaður. Samkvæmt
ráðum lögmanns síns, bar Henn-
essy vitni í málinu, þegar það kom
fyrir rétt, og var framburður han3
á þessa leið:
"Eg gat ekki að því gert, herr-
ar mínir. Hvort sem þér trúið
mér eða ekki, þá er þð það sem eg
segi, sann leikanum samkvæmt.
Eg get lagt eið út á, að þegar
eg réðist á hurðina, þá sá eg eitt-
hvað koma út um dyrnar. Það
var kona, hvítklædd; en það var
ekki nóg með það. Höfuðið var
laust frá bolnum, en fylgdi þó
strjúpanum; og það var alblóðugt.
og augun voru starandi. Það var
skelfileg sjón. Eg hefði átt að
hafa vit á að'kasta frá mér byss-
unni og signa mig, en eg var svo
hræddur, að eg vissi ekki hvað eg
hafðist að."
Dómarinn sagði, að ef ekki kæmu
frekari varnir fram í málinu, þá
hlyti Hennessy að lenda í tugt-
húsinu. En þá leiddi lögmaður
hans fram ein sjð vitni, sem öll
höfðu séð hið sama og Hennessy
og einn af þeim var undirherfor-
ingi, sem bar Victoríu krossinn.
Þar kom einnig fram herforingi,
nokkur, sem sagðist áldrei hafa
trúað því, að draugar væru til, en
ekki gæti hann komist hjá því, að
trúa að hér væri um einhverja
| vofu að ræða og eftir klæðnaðl og
útliti að dæma, hélt hann að hér
vaeri Anne Bokyn, hin fagra, en
ólánssama kona, sem Henry átt-
undi lét hálshöggva á þessum
stað.
HJennessy var algerlega frí-
kendur og fékk fulla uppreisn og
fékk aftur stöðu sína í hernum, og
viðurkendi réttvísin þar með, að
hér væri um verulegan draug að
ræða og verður því naumast öðru
vísi litið á málið, en Anne Boleyn
sé af löglegum dómstóli viður-
kend virkilegur draugur.
i5^S5S5SaS?SZ5HSH5E5H5HSH5Z5E525?J
VERÞURFUMMEIRIRJOMA!
Vér ábyrgjumst hæzta markaðsverð. skjóta af-
greiðslu og peninga um hæl. Sendið oss dúnk
til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis
merkiseðla, peim er óska.  Sendið oss líka egg,
ST.  B0NIFACE CREAMERY C0MPANY
373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba.
,?525252SZ5í5S5iaSH525H5HSH52SHSHSZ5HSSSH5S5ES25SSE5H5HSHSH52ii'o
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8