Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 'LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRÍL, 1933 KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HKNRT AVE. KAST. - - WITfNIPKG, MAR. Yard Offloe: ftth Floor, Buk ot Hamllton Chjuabm. Silfurnáman saga eftir Selmu Lagerlöf (Niðurlag,) Nú fór námustjórinn að útskýra fyrir honum, hvernig harin ætti að ná sér löglegu eignarhaldi á námunni, og hann gaf honum mörg góð ráð; en presturinn stóð graf kyr og gaf þessu engan gaum. Hann var að hugsa um hve ótrú- legt það væri, að þarna heima í fátæku sveitinni væri heilt silfur- fjall og biði hans.” Konungur rétti svo snögglega úr sér, að presturinn hætti ósjálfrátt frásögninni: “Það mun hafa farið svo,” sagði konungur, að þegar hann kom heim og fór að grafa, upp- götvaði hann, að námustjórinn hafði gabbað hann.” “Ónei,” sagði presturinn, “námustjórinn hafði engu logið.” “Þá geturðu haldið áfram,” sagði konungur og fór aftur að hlusta. “Þegar presturinn loks kom heim í sveitina aftur, fanst honum að fyrst af öllu skyldi hann segja félögunum af verðmæti málm- fundarins. Og af því að leiðin lá fram hjá bæ gestgjafans datt hon- um í hug að líta þar irin og segja honum, að það væri silfur, sem þeir hefðu fundið. En um leið og hann stöðvaði hestana á hlaðinu' tók hánn eftir að hvítar blæjur voru dregnar fyrir gluggana og að stígurinn upp að dyraþrepinu var stráður grenigreinum. “Hefir einhver dáið hérna?” spurði prestur piltinn, sem stóð við hliðið. “Já, 'gestgjafinn er dáinn,” svar- aði pilturinn. Og svo sagði hann, að gestgjafinn hefði drukkið sig fullan á hverjum degi alla síðustu viku. “Þvílík kynstur af brenni- víni, sem hafa farið í hann!” sagði pilturinn. “Hvað kemur til?” sagði presturinn, “ekki var hann vanur að drekka sig fullann.” “Hann drakk af þvl að hann þóttist hafa fundið námu,” sagði drengurinn. “Hann sagðist vera orðinn svo ríkur, að hann hefði efni á að drekka frá morgni til kvelds. Og í gær ók hann eitthvað burt, blindfullur, og vagninn valt um og hann siasaðist til bana.” - Þegar presturinn hafði heyrt þetta snéri hann hestunum og ók heimleiðis. Hann hrygðist yfir þessu, sem hann hafði fengið að vita. Hann hafði snúið heimleiðis svo ánægður og hlakkað til að segja tíðindin. En þegar hann hafði ekið stutt- an spöl sá hann Israels Per Pers- sons koma labbandi. Hann var að sjá eins og hann var vanur og það þótti presti gott, að meðlætið skyldi ekki hafa stigið honum til höfuðs líka. Nú ætlaði hann undir eins að segja honum, að hann væri orðinn ríkur maður. “Góðann dag- inn,” sagði Per Persson, “ertu að koma frá Falun?”—“Jú, það held eg,” sagði presturinn, “og eg get glatt þig með því, að erindialokin urðu enn betri en við gerðum okk- ur vonir um, því að námustjórinn segir, að þetta sem við furidum, sé silfur.” En í sömu svifum varð Per Perssons útlits eins og jörðin hefði opnast undir fótum hans. “Hvað ertu að segja?—hvað ertu að segja? Er það silfur?” “Já,” svaraði presturinn, “nú verðum við allir ríkir og getum lifað við rausn það sem eftir er æfinnar!” —“Nei, er það silfur,” spurði Per Persson aftur enn ræfilslegri. “Já víst er það silfur,—ekki skaltu halda að eg sé að gabba þig. Og ekki skaltu vera smeikur við að njóta lífsins.”—“Njóta,” sagði Per Persson, “hvers ætti eg að njóta? Eg hélt að þetta væri ekki annað en gljágrjót og svo fanst mér viss- ara að hafa vaðið fyrir neðan mig. Eg seldi honum Olof Svard minn hluta í námunni í gær fyrir hundr- að dali.” Hann var yfirkominn af örvænt- ingu og þegar presturinn fór stóð hann hágrátandi úti á vegi. Þegar presturinn kom heim til sín sendi hann vinnumanninn til Olof Svard og bróður hans til að segja þeim, að það væri silfur, sem þeir höfðu fundið. Því að sjálfur var hann orðinn ánægður af að segja góðu fréttirnar. En þegar prestur var seztur einn inn í stofu sína um kveldið krafðist gleðin útrásar. Hann gekk út í dimmuna og upp á hólinn, þar sem hann var að bugsa um að byggja nýja prestsetrið. Það skyldi nú verða prestsetur í lagi, ekki lakara en biskupsstofan. iHonum dvaldist lengi þarna á hólnum og hann lét sér ekki nægja að byggja upp prestsetrið. Hann sá, að úr því að svona ríkidæmi yrði þarna myndi fólk flykkjast í hópum í bygðina og að lokum myndi byggjast borg þarna í kring- um námuna í skóginum. Og þá myndi hann verða að byggja nýja kirkju í stað þeirrar gömlu. Lik- lega myndi mestur hluti eigna hans fara í það. En ekki var þar með búið. Þegar kirkjan væri til- búin muni konungurinn sjálfur og margir biskupar komu til vígslunn- ar og konunginum myndi lítast vel á kirkjuna og láta á sér heyra, að ekki væri til í bænum neitt hús sem sér hæfði. Og þá neyddist hann til að byggja höll handa kon- unginum þarna í bænum.” í sama bili kom einn af hirð- mönnum konungsins inn í dyrnar og tilkynti að nú væri konungs- vagninn kominn í lag. Konungurinn stóð undir eins upp og sýndi á sér fararsnið, en hugsaði sig svo um 0g sagði: “Þú getur gjarnan sagt söguna á enda. En farðu ofurlítið hraðar yfir. Við höfum nú heyrt hverni!g manninn dreymdi og hvernig hann hugsaði. Nú viljum við vita, hvað hann gerði.” “Meðan presturinn bygði skýja- borgir í huganum kom boðberi til hans, er sagði að Israels Per Pers- sons hefði fyrirfarið sér. Hann hefði ekki getað afborið, að hann skyldi selja hlutinn sinn í nám- unni. Hann hefir víst haldið, að lífið myndi verða sér óbærilegt, að horfa upp á aðra njóta gleði af auðinum, sem átti að vera hans.” Konungurinn rétti úr sér aftur á stólnum. Og nú voru bæði aug- un opin. “Hefði eg verið prestur, þá svei mér ef eg hefði nú ekki verið orðinn alveg gáttaður á námunni.” “Konungurinn er nógu ríkur fyr- ir,” sagði prestur, “hann þarf ekki meira. En öðru máli er að gegna um> prest-tusku, sem ekkert á. I stað þess hugsaði hann, ves- lingurinn, þeígar hann sá, að bless- un guðs var ekki með fyrirtæki hans: “Nú vil eg ekki framar hugsa um, að afla mér ánægju né frægðar með þessum auðæfum. En ekki get eg látið silfrið liggja þarna í jörðinni. Eg verð að láta vinna námuna til þess að rétta sveitina við.” Og þess vegna fór presturinn einn dalginn til Olof Svard og bróður hans til þess að ræða við þá um hvað þeir ættu að gera við silfurfjallið. Þegar hann var kom- inn heim undir hús stríðsmanns- ins mætti hann kerru, og á báðar hliðar henni gengu menn með byssu um öxl, eins og þeir héldu vörð. Og á kerrunni sat maður, með hendurnar bundnar á bak aftur. Þegar prestur kom að kerrunni staðnæmdist hún, svo að hann gat skoðað fangann. Höfuð hans var reifað, svo að erfitt var að sjá hver þetta var, en þó virtist prest- inum hann þekkja, að það væri Olof Svard. Hann heyrði að fanginn spurði gæzlumennina, hvort hann mætti ekki tala örfá orð við prestinn. Og presturinn feekk upp að kerr- unni og fanginn snéri sér að honum. “Nú ert þú sá eini, sem veit hvar silfrið er,” sagði Olof Svard. “Hvað ertu að segja,OIof?” spurði presturinn. “Líttu á, prestur. Þegar við höfðum fengið vitneskju um að það væri silfur þetta sem við fundum í fjallinu, var ekki jafn ljúft með okkur bræðrunum og áður; við vorum altaf að lenda í rifrildi. Og í gærkveldi lenti okkur í skömmum út af því, hvor okkar hefði orðið fyrri til að finna námuna—eða, eg man varla hvað við skömmuðumst um, en því lauk svo, að okkur lenti í handalög- máli og eg drap hann bróður minn, og líka hefir hann gefið mér högg í ennið til minja, og nú verð eg hengdur og þá ert þú, prestur, eini maðurinn, sem nokkuð veizt um námuna. En svo ætlaði eg að biðja þig, um að gera mér svo- lítinn greiða.” “Láttu mi!g heyra,” sagði prest- ur, “eg skal gera það ef eg get.” “Þú veizt, að eg læt eftir mig mörg börn,” hóf hermaðurinn máls, en prestur tók fram í. “Ekki skaltu hafa áhyggjur hvað það snertir. Það sem kemur af þínum hluta í námunni skulu þau fá, alveg eins og þú hefðir verið á lífi sjálfur.” “Nei, það var annað, sem eg ætl- aði að biðja þig um. Lofa þú mér því, að ekkert þeirra fái vitundar ögn af því, sem náman gefur af sér.” Presturinn hrökk við, stóð þarna eins og staur og gat engu svarað. “Lofir þú mér ekki þessu, get eg ekki dáið rólegur,” sagði fang- inn. “Já,” sagði presturinn, hægt og þungt, e'g heiti þér því, sem þú biður mig um. >Og svo var farið áfram með morðingjann, en, presturinn stóð þarna á þjóðveginum og var að hugsa um, hvernig hann ætti að halda þetta heit, sem hann hafði gefið. Svo hélt hann heim en alla leiðina var hann að hugsa um auðæfin, sem hann hafði glaðst svo innilega yfir. Setjum nú svo að fólkið hérna í sveitinni þoli ekki að verða ríkt? Nú voru fjór- ir menn, sem áður höfðu verið góðir o!g velmetnir, farnir í hund- ana. Hann sá í anda allan söfn- uðinn sinn og silfurnáman eyði- legði hvern af öðrum. Ætti nú hann, sem settuh var sálusorgari þess fólks, að sleppa lausri ógæf- unni, sem yrði því til tortíming- ar?” Konungurinn settist alt í einu þráðbeinn í stólnum og starði á sögumanninn: “Eg verð að segja, að þú hefir sýnt mér fram á, að í þessari bygð verður presturinn að vera maður.” “Og ekki var staðar numið við það sem orðið var,” hélt presturinn áfram, “því undir eins og fregnin um námuna barst um sveitina hætti fólk að vinna; það slæptist og beið þess að auðæfin miklu kæmi flæðandi. Og iðjuleysingjar úr öðrum landsfjórðungum komu nú í hópum og drykkjuskapur og áflog voru daglegir viðburðir. “Fjöldi manna var altaf að leita að námunni 0g presturinn varð þess var, að í hvert skifti sem hann fór að heiman læddust ýms- ir í humátt á eftir honum til þess að njósna um, hvort hann væri ekki að fara að silfurfellinu og til þess að stpla frá honum nám- unni. “Þannig var málinu komið þeg- ar, presturinn kvaddi alla bænd- urna til sín á fund. Fyrst minti hann jþá á allar þær ógæfur, sem námufregnin hefði bakað þeim og svo spurði hann þá, hvort þeir vildu sætta sig við að fara í hundana eða hvort þeir vildu bjarga sér. Þá sagði hann, að þeir gætu ekki búist við því af prestinum þeirra, að hann vildi stuðla að tortímingu iþeirra og þess vegna hefði hann einsett sér að segja aldrei nokkrum lifandi manni hvar silfurnáman væri og sjálfur ætlaði hann sér ekki að sækja þangað auðæfi. Og svo spurði hann bændurna, hvað þeir ætluðu nú að gera. Ef þeir ætluðu að halda áfram að leita að nám- unni og bíða eftir auðæfunum þaðan þá myndi hann flytja sig svo langt burt, að hann gæti ekki einu sinni heyrt orðróminn um eymd þeirra. En ef þeir vildu hætta að hugsa um silfurnámuna og lifa eins og áður þá ætlaði hann alð verða kyr. “En hvað svo sem þið kjósið, þá fáið þið mig aldrei til að segja, hvar silfurnáman er. “Nú, og hvað kusu bændurnir?” spurði konungur. “Þeir gerðu eins og presturinn vildi. Þeim fanst þetta skörulega mælt og hétu því að hugsa ekki um námuna framar. Þeir skildu að prestimfm gekk gott eitt til, úr því að hann vildi lifa við fátækt þeirra vegna. Þeir fengu óbrigð- ult traust á honum. Þeir fólu honum að fara út í skóg og fela málmæðarnar svo vel með grjóti og sprekum, að enginn gæti fundið þær, hvorki sjálfir þeir, né af- komendur þeirra.” “Og síðan hefir presturinn lifað hér við sömu fátækt og hinir?” “Já,” svarai prestur, “hann hef- ir lifað hér við sömu fátækt og hinir.” “En hann hefir þó gift sig og reist sér hús?” mælti kóngur. “Nei, hann hefir ekki haft efni á því og býr enn í gamla hreys- inu.” “Það er falleg saga, sem þú hefir sagt mér,” sagði konun'gur, og beygði höfuðið þakklátlega. Presturinn stóð þögull frammi fyrir konungi. Svo 'hóf konungur máls aftur: “Var það silfurfjallið, sem þú varst að hugsa um þegar þú mintist á, að presturinn hérna gæti útvegað mér eins mikið fé og eg óskaði?” “Já.” “En ekki get eg pínt prestinn til sagna, og ekki myndi maður eins og hann vilja sýna mér fjallið sjálfviljugur? Hann hefir neitað sér um unnustuna og um öll gæði þessa heims.” “Það er annað mál,” sagði prest- urinn, “þegar ættjörðin þarfnast sjóðsins, þá lætur presturinn víst undan.” “Getur þú ábyrgst það?” spurði konungur. “Já, það ábyrgist eg,” sagði presturinn. “Lætur hann sig einu gilda hvernig fer um sóknarbörnin hans?” “Það felum við gugi á vald.” Konungurinn stóð upp og gekk út að glugganum. Hann stóð þar lengi og horfði á mannfjöldann fyrir utan. Og því lengur sem hann horfði, því meir Ijómuðu augu hans og þessi grannvaxni maður virtist stækka. “Heilsaðu prest- inum og segðu honum,” sagði kon- ungurinn, “að konungi Svíþjóðar veitist aldrei fegurri sjón en að horfa á svona fólk.” Svo sneri konungur sér frá glugganum og leit á prestinn. Hann brosti. “Er það satt, að presturinn hérna sé svo fátækur að hann verði að fara úr svörtu fötunum sínum undir eins að lok- inni guðsþjönustu og fara í bændabúning?” sagði konungur. “Já, svo fátækur er hann,” sagði presturinn og það kom roði í stór- skorna andlitið. Konungur gekk út að gluggan- um. Það leyndi sér ekki að hann var í besta skapi. Alt sem göfugt var í honum hafði vaknað. “Láttú námuna vera í friði,” sagði hann. “Úr því að þú hefir svelt alla æfi þína til þess að söfnuðurinn yrði eins og þú vilt að hann sé, þá skal þér leyft að halda honum eins og hann er.” “En þegar ríkið er í hættu?” sagði presturinn. “Ríkið þarfnast fremur manna en fjár,” sagði konungur. Og þeg- ar hann hafði sagt þetta kvaddi hann prestinn og gekk út úr skrúð- húsinu. En fyrir utan stóð hópurinn, jafn þögull og kyr eins og þegar hann fór inn. Þegar konungur kom niður þrepin kom bóndi einn til hans. “Ertu búinn að tala við prest- inn okkar?” spurði hann. Hordauði í hegningar húsinu á átjándu öld Meðferð sakamanna virðist hafa verið harla ill hér á landi á ■v. 18. öld.—Fyrir smábrot voru als- konar pyntingar tíðkanlegar, og þótti gapastokkurinn einna versta og smánarlegasta píslartækið.— Voru helzt settar í hann frillulífs- menn og hórsekar konur. Hið síðasta dæmi þess, að menn hafi verið settir í gapastokk hér á landi, mun vera það, er Jón sýslu- maður Guðmundsson í Vík í Mýr- dal lét setja Sesselju nokkra Árnadóttur í gapastokk við Dyr- hólakirkju tvo surinudaga í röð, árið 1806, fyrir hórdóm og ranga barnsfaðernislýsingu. Varð all- mikið stapp úr þessu og leysti Geir biskup Vídalín Sesselju frá opinberri aflausn, en sýslumaður brázt reiður við og ritaði stipt- amptinu á þá leið, að biskupinn •hefði engan rétt til að dæma um, hvort verzlega valdið hefði rang- íega lagt þessa hegningu á, og því síður að veita undanþágu frá aflausn án samráða við stipt- amtmann. Svaraði stiptamtið því engu, en kansellíið bauð að höfða mál gegn sýslumanni fyrir gapa- stokksdóminn, o!g voru1 allar gerð- ir sýslumanns dæmdar ómerkar í landsyfirrétti 8.. ágúst 1808. — Síðan er ekki vitanlegt að nokkur sýslumaður eða prestur hér í landi hafi leyft sér að setja fólk í gapastokk.— # Eftir að þiegningarhúsið var sett á stofn í Reykjavík, stuttu eftir 1760, er svo að sjá sem allur aðbúnaður fanganna hafi verið þolanlegur, að minsta kosti í tíð fyrsta ráðsmanns þess, Guðmund- ar stúdents Vigfússonar, er þeim starfa gengdi í tuttugu ár. Voru fangarnir þá allsjálfráðir og !gátu börn með sakakonunum í hegningarhúsinu. ' Þar á meðal átti Arnes Pálsson, hinn alræmdi útileguþjófur og félagi Fjalla- Eyvindar, 3—4 börn í lausaleik, sitt með hverri, meðan hann var í hegningarhúsinu. Er ekki að sjá að neitt hafi verið um þetta fengist. Árin 1783-85 gengu harð- indi mikil yfir landið eins og kunnugt er, og mun þá hafa versn- að vistin í hegningarhúsinu, því að árið 1784 er getið um tvo fanga, er hafi dáið úr “vesöld,” það er að segja úr hor, en 1785 deyja þár níu manns, ýmist úr vesöld og óþrifum” eða “niðurgangi og ves- öld,” en þá var reyndar mann- dauði allstaðar mikill úr harðæri. Vorið 1786 andaðist umsjónarmað- ur hegningarhússins, Bruun að nafni, danskur maður, er tekið hafði við forstöðunni af Gunnari Vigfússyni. Frá nýári 1786 til 16. apríl, deyja enn fjórir fangar úr “vesöld” og aðrir fjórir síðar á árinu, 0g var þó enginn mannfell- ir eða harðrétti það ár í landinu'. Eftir Bruun var Gunnar nokkur Sigurðsson stúdent skipaður um- sjónarmaður hegningarhússins fyrst um sinn, og hélt hann þeim starfa í eitt ár, eða þangað til seint í júní, 1787, að honum var vikið frá, enda virðist stjórn hans hafa verið all-ill, og kastar þá fyrst tólfunum með hordauða fanganna, einkum á útmánuðum 1787. Deyja fangarnir þá unn- vörpum úr hor.—Er því til sönn- unar tekin hér orðréttur kafli úr prestþjónustubók Reykjavíkur- prestakalls frá þeim tíma. — Þar segir svo: “28. Martii begrafinn tugthúslim- ur Christin Bjarnadóttir, 38 ára, dó d(en) 16da ejusdem (þ. e. sama mánaðar) af hor og ves- öld.” “Sama dag begrafinn tugthús- limur Sigfús Gíslason, 18 ára, dó 19da ejusdem af hor og ves- öld.” “Já, eg hefi talað við hann.” “Þá hefirðu víst fengið svar okkar?” sagði bóndinn. Við báð- um þig að tala við prestinn okk- ar, svo aft hann gæti gefið þér svar okkar.” “Já, eg hefi fengið svar,” sagði konungurinn. —Fálkinn. , Slœmt bragð í munni paS bendir aðeins á a8 eitthvað af aðal- liffærunum er ekki í gððu lagi. Meit- ingin er kannske ekki gðð og matar- lystin ekki heldur, né hægðirnar, melt- ingarfærin máttlaus og svefninn ðvær, o. s. frv. Alt þetta bendir á að þú þurfir gott heilsulyf. Nuöa-Tone er meðal, sem lyfjafræðin hefir fundið upp og bætir það heilsufar, sem að ofan er lýst. NUGA-TONE veitir heilsubót á ðtrúlega stuttum tíma. I.áttu ekki sjálfum þér, né þlnum liða illa. Farðu tii lyfsalans og hjá honum færðu mán- aðarforða fyrir einn dollar. Nuga-Tone er selt með fullri ábyrgð. Eftir tuttugu daga er peningunum skilað aftur, ef þú ert ekki ánægður. “Sama dag begrafinn Magnús tugthúslimur Þorvaldsson, 20 ára, dó d. 20. Martii af hor 0g vesöld.” “Sama dag begrafinn tugthúslim- ur Hannes Grímsson, 33 ára, dó 20. Martii af hor o!g vesöld.” “23 Aprilis begrafinn tugthúslim- ur Jón Einarsson, um 30 ára aldur, dó 21ta ejusdem af hor og vesöld.” “2. Maii begrafinn tugthúslimur Sigfús Björnsson, 27 ára, dó d. 29. Aprilis af hor og vesöld.” “3. Junii begrafinn tugthúslimur Valgerður Þórðardóttir, 22 ára, dó d. 30. Maii af hor og ves- öld.” Á rúmum tveimur mánuðum (frá 16. marz til 30. maí) þetta ár hafa þá dáið úr hor í hegningar- húsinu 7 menn, allir á bezta aldri, o!g mega þag fádæmi kallast, að þeir, er áttu að sjá um fangana, skyldu sleppa algerlega hegning- arlaust fyrir slíkt athæfi. Þess ber að geta, að þetta ár dó enginn maður úr harðrétti í Reykjavíkur- sókn nema fangarnir. Þá dóu nefnilega í sókninni alt árið ekki nema 10 manns úr ýmsum veik- indum, og er það harla lítið, og á þeim tveim mánuðum, er fang- arnir horféllu, dó aðeins eitt ný- fætt barn í allri sókninni—segir í gömlum Þjóðólfi. Gunnar stúdent var svo blygð- unarlaus, að hann, þrátt fyrir hordauða fanganna í stjórnartíð sinni, sem settur umsjónarmaður, sótti þá sama vorið um að vera skipaður fastur umsjónarmaður hegningarhússins, en yfirstjórn þess hafði þó svo mikla rænu, að hún synjaði honum stöðunnar. Var helzt til fundið, að reikningar hans væru’ í ólagi, en hins lítt eða ekkert getið, efalaust sakir þess, að yfirstjórn sjálf var í rauninni jafnsek umsjónarmanninum fyrir eftirlitsleysi og vanrækslu, og má það raunar furðulegt kallast, að hún skyldi ekki vera krafin til á- byrgðar fyrir umsjóninni. — En menn voru þagmælskir í þá daga og létu yfirvöldin bjóða sér flest. Hugmyndin um almenn mannrétt- indi hefir ekki verið orðin sér- lega þroskuð og menn hafa sjálf- sagt ekki fárast mikið um það þó sakamenn(!) væru drepnir úr hor. En íslenzka þjóðin hefir, sem betur fer, tekið miklum stakka- skiftum síðan.—Islendingur. Viðskifti Canada við Bandaríkin Útflutt— $513,125,000 545,330,000' 412,216,000 266,682,000 168,948,000 Þau hafa síðastliðin fimm ár ver- ið sem hér segir: Innflutt— 1928 $825,652,000 1929 893,585,000 193° 653,676,000 1931 393-775-ooo 1932 263,549,000 Þrátt fyrir verðfall á flestum vör- um, sem vitanlega segir til sín þeg- ar viðskifti þjóða á milli er að ræða, ekki síður en annarsstaðar, þá v^fð- ur ekki annað sagt, en núverandi stjórn hafi vel hepnast sú fyrirætlun sín, að sjá svo um að Canada keypti minna af vörum frá Bandaríkjun- um, heldur en gert var áður en hún tók við völdum. En Bandaríkin hafa líka keypt minna frá Canada. Sem stendur, er ekki annað sjáan- legt, en viðskifti milli þessara tveggja nágrannaþjóða, séu á góð- um vegi að verða að engu, og þó viðurkenna allir, að þau ættu að vera mikil og séu á allan hátt eðli- Ieg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.