Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 ELFRIEDE BJÖRNSSON: Flóttinn frá Swinemunde Grein sú, sem hér fer á efiir, er skrifuð af frú Elfriede Björns son, ekkju Þorsíeins Björnsson- ar frá Bae, sem hingað er kom- in fyrir skemmstu. Skrifaði hún um jól í Berlín 1946 í blaðið, sem kom út á Þorláksmessu. Stuttu fyrir uppgjöf Þýzka lands vorið 1945 bjó ég ásamt syni mínum 11 ára gömlum hjá fjölskyldu systur minnar í Swinemunde. Þann 12. marz gerðu Bandaríkjamenn loftárás á borgina. Rússar komu þeim tii aðstoðar. Árásarflugvélar þeirra skiptu þúsundum. Rússar höfðu þá sótt fram allt að Stettin sem þá hafði 250.000 íbúa. Að klukkustund liðinni var Swinemunde, borg með 24.000 íbúum, orðin að rjúkandi rúst. — Fjöldamargir lágu dauðir eða særgir í rústunum. Auk íbúanna var staddur í borginni fjöldi flóttamanna og höfðu þeir vagna * sinn í eftirdragi. Þeir koipu frá Aust- ur-Prússlandi, Vestur-Prúss- landi og Pommern. Tuttugu lík lágu fyrir framan skóla nokkurn, en fram hjá hon- um varð ég að fara þegar ég sótti mjólk. Fyrir framan dóm húsið gat að líta fjóra menn hengda og meðal þeirra var ein kona. Höfðu þau verið hengd á trjágreinum, og hreyfðust líkin fyrir hverjum vindblæ. Syni mínum varð illt við þessa sjón. A bak þeirra voru festir seðlar með þessum orðum. “Vi3 erum líkræningjar”. Skelfilegir atburðir marka djúp spor í sálarlíf manns. Sig- urður' sá einu sinni að höfuð- laust lík af lítilli telpu var dreg- ið úr húsarústum. Vélindið stóð út úr strjúpanum. í marga daga gat hann varla neytt mat- ar eða drykkjar fyrir viðbjóði. 24. marz tóku nazistayfirvöld- in loks þá ákvörðun, að leyfa fólki að flýja borgina, og fengu flóttamennirnir tvær járnbraut- arlestir til umráða. Tilkynning- ar voru festar upp í tré og hljóð- uðu svo: “Leyfður brottflutning- ur kvenna, barna og gamal- menna. Ákvörðunarstaður er Oldenborg”. Af því varð þó ekki að við • kæmumst þangað. Þangað fór engin lest framar. Við flótta mennirnir áðum á ýmsum stöð- um og líðan okkar fór dagversn- andi. Fylkisstjórarnir öskruðu fyrirskipanir, enginn vissi með vissu hvert halda skyldi, því að leiðin til Oldenburg var gersam lega teppt, en þá lagðist okkur það til, að við fengum að gista í Calberlah. Þar fengum við mæðginin og ýmsir förunautar okkar stóra stofu til umráða, þar sem allir gátu setið þangað til rúmin voru tilbúin, en það var ekki fyrr eit undir morgun. Svo sem að líkum ræður, fengum við sízt hið bezta af því sem til var. — Því miður var þá farið að bera á þeim þjófnaðarfaraldri sem nú geisar um landið, ekki sízt í Berlín. voru að leita að flóðgáttum Kielarskurðarins sem var í ná- grenni við okkur. Tvær sprengj- ur féllu á staðinn þar sem við höfðumst við og særði sprengju- brot bakarameistara nokkurn og konu hans og borgarstjórann og hans konu. Hvarvetna gat að líta þýzkar hersveitir á flótta, ýmist gang- andi eða í slitnum vörubílum. Það var dálítið skringilegt að sjá liðsforingjana koma í lélegum, skröltandi bílskrjóðum. Við höfð umst við í aðalgötu Hannover. Við Luneborgar-heiði Galberlah er í 10 km. fjarlægð frá Gifhorn og er á útjaðri Lune- burgerheide, en þar var það að Himmler, “blóðhundurinn”, en svo er hann jafnan nefndur í Þýzkalandi, drakk blásýru úr glasi, stuttu síðar, til þess að komast hjá að standa reiknings- skil gerða sinna hér í heimi. Nú fóru í hönd nokkrar hörm- ungamætur. Þá var það klukk- an 12 á miðnætti, að út var varp- að svohljóðandi tilkynningu: — “Árásarflugvélar á leið til Bre- men, eru nú sem stendur yfir Braunschweig”. Og síðan komu þær þúsundum saman. Hvergi var loftvarnakjallari að flýja til, heldur urðum við að bíða árás- anna ýmist í rúmunum eða í dag stofunum hjá fólkinu sem skotið hafði skjólshúsi yfir okkur. Ein og ein sprengja féll. óvinirnir Ummerki nazismans hverfa Lök og aðrir hvítir dúkar voru hengdir út fyrir gluggana, öll- um nazistamerkjum var komið fyrir kattarnef, og hakakrossfán arnir rifnir í tætlur. Dóttir gest- gjafa míns brendi hakakrossinn en sneið tvenn baðföt úr reitunum, önnur handa dóttur sinni en hin handa syni mínum. Skotdrunur heyrðust í fjarska, og skulfu fyrir þeim hin lágu bændabýli, þar sem við höfð- umst við. Lágfleygar árásarflug- vélar komu að. Eftirlitsmaður inn hafði varla tíma til að hrópa “Leitið hælis; lágfleygar orustu- flugvélar að koma”. Síðan rann upp sá dagur er dauðaþögn ríkti og engin flug- vél sást á sveimi. Næsta dag hófst aftur mikill gnýr og ös á þjóðvegunum. Það voru hinir fyrstu brynvagnar Bandaríkja- manna, og stóðu fallbyssukjaftar albúnir að skjóta út úr þeim, í allar áttir. Á eftir þeim kom fótgöngulið. '*y~r Ólti og skelfing Ungu stúlkurnar földu sig í hálmstökkum, en eldra fólkið var á gægjum bak við rúður og lét sem ekkert væri, en þó vor- um við öll meira og minna skelkuð og óttuðumst að kveikt yrði í þorpinu og allir brenndir inni. Fararstjórarnir höfðu út- málað fyrir okkur hin ægileg- ustu hermdarverk sem óvinim- ir mundu fremja á íbúunum, er þeir fengju færi á. Auk þess var hverjum hótað hörðu, sem ekki snerist til varnar. Kvenfólki var jafnvel ætlað að taka upp vam- irnar og ráðast gegn hinum óvíga her! Og allir urðu fegnir þegar Bandaríkjamenn höfðu náð full um yfirtökum og tekið við stjórn því að bófaflokkar bæði úr sveit- um og borgum, voru farnir að ræna matvöru- og fatnaðarverzl anir í sveitakaupstöðunum, og það hafði jafnvel borið við að flóttamannalestir voru rændar. Birgðaskemma nauðungarverka- maanna hafði verið rænd, glugg- ar brotnir og hurðir.' Nokkmm dögum áður höfðu hópar úr Hitlers-æskunni, 16 ára gamlir unglingar farið um götumar, ot- að skóflum og sungið: “Wenn alles vergeht Deutschland be- steht, undheut’ gehört uns Deutschland — und morgen die ganze Welt”. varla að gefa þeim nokkurn æt- an bita, en svöruðu kvörtunum þeirra með þessum orðum: “Þið hafið skömmtunarseðlana ykkar. Er það ekki nóg?” Bandaríkjamenn komu á styrkri stjórn, síðan komu Bret- ar og er nú þessi landshluti á hemámssvæði þeirra. Nazisti í verki Borgarstjóri sá, sem nazistar höfðu sett í embætti, gekk í þeirri dul, að sér leyfðist enn að stjórna að nazistiskum hætti. — Hann ætlaði að koma pólskri fjölskyldu og okkur mæðginun- um fyrir í fangabúðum. — Hann reiddjst er hann sá okkur, sem vorum íslenzkir ríkisborgarar, bera fánalit íslands. Og hvort sem honum þótti ljúft eða leitt, gat hann ekki hrakið okkur úr herberginu þar sem við höfð- umst við. Þaðan fór ég til smá- bæjar í tíu km. fjarlægð, og síð- an lengra út í óvissuna. Eg man ekki hvað þorpin hétu sem við gistum í. Eg gekk fyrir amer- íska liðsforingjann, sem stjórn- aði héraðinu, og bað hann um dválarleyfi fyrir okkur, unz ég fengi fararleyfi til Berlínar eða íslands, svo að ég þyrfti ekki að dvelja mánuðum saman í fanga- búðum. Mig langaði mjög til að sjá aftur eldri son minn af fyrra hjónabandi, og hafði ég þá frétt hvar hann var. Hann hafði ver- ið herfangi hjá Bretum um stutt an tíma, en var nú aftur frjáls. Árum saman var hann hjúkr- unarmaður í her Þjóðverja í Rússlandi, en á flóttanum um Austur-Prússland hafði hann veikzt af barnaveiki og verið fluttur sjúkraflutningi til Swine munde, og þá fékk ég ekki að sjá hann, því að flóttinn stóð fyrir henni hvaðanæva, og vildu m.a. vita hvort unnustinn væri á lífi eða hvort eiginmaðurinn mundi nokkurn tíma koma heim. Þegar í raunir rekur, leita menn sér vonar og huggunar með ólíklegasta móti. Ekki leið á löngu áður en við fengum fregnir af yngri bróður okkar. Hann hafði gegnt háu embætti í Stettin, en óvinir hans höfðu svikið hann í hendur Gestapo, og höfðu þeir tekið hann höndum svo fyrirvara- laust, að honum vanst ekki tími til að láta á sig flibba og bindi. Síðan leiddu þeir hann burt handjárnaðan. Þetta gerðist stuttu eftir að tilræðið var framið við Hitler 20. júní 1944. — Eftir það dreif þetta á daga hans. Fyrst var farið með hann til Berlínar, þaðan til Moabit, og þar beið hann dóms. — En þegar Rússar nálguðust, var hann fluttur í fangelsi í Boszow í Mecklenburg, og kom frá aéðri stöðum fyrirskipun um að hengja alla fangana, en þeir, sem framkvæma skyldu dóminn, urðu höndum seinni og björguðu Rússar föngunum. Bróðir minn var myrtur Síðar var honum falið að sjá um endurbætur á vegakerfi Mecklenburg-Schwerin, og að síðustu skipaður stjórnráðsfull- trúi. — Dó af slysförum ári síð- ar er hann var að gegna emb- ætti sínu. Hann skrifaði okkur þau tíð- indi, að bróður okkar, Herrmann, sem áður hafði verið prestur, en á síðari árum sjúklingur í geð- veikrahæli í Warthegau, hefði ásamt ýmsum öðrum sjúklingum verið styttur aldur með því að dæla eitri í æðar þeirra. Síðar h^yrðum við í útvarpinu sagt frá málaferlum og dauðadómum yf- ir læknum og hjúkrunarliði spítala þessa. Einnig lásum við um það í blaði, sem heitir “Telegraf”. Síðar kom sú frétt, eins og Hrakningar "Bjargar' Báturinn var að því kominn að sökkva, þegar hjálpin barst ^horf- svo mikið Óvild við fólkið Nú var hetjubragurinn inn og enginn þorði sem æmta á upphafsorðunum í kvæði Hoffmans von Fallers- leben: “Deutchland, Deutchland uber alles”. Og nú snerist óvildin gegn flóttafólkinu. Fólkinu í þorpun- um hefði víst verið skapi næst að reka okkur, landa sína, burtu. En meðal flóttafólksins voru líka Þjóðverjar úr öðrum lönd- um, allt frá Svartahafi, frá ná- grenni Lemburg, frá Austur- Prússlandi, frá Pommern og Slesíu. Ibúar þorpanna óttuðust að öll matvæli yrðu gerð upptæk, og földu því allt sem falið varð, létu hina heimilislausu flóttamenn vinna baki brotnu, en tímdu dyrum. Er honum batnaði var reiðarslag, að eignir okkar allar og arfleifð hefði verið gert upp- tækt af Pólverjum. Pommern, ásamt Stettin, var þá sem kunn- ugt er, komið í hlut Pólverja. Nú var ég orðin öreigi. Þá kom hjálpin þegar mest reið á. Eg var spurð hvort ég gæti ekki farið að kenna danz. hann sendur til Danmerkur, og aftur varð hann að leggja á flótta, en svo var hann tekinn höndum. Við 'gátum skrifazt á, og þegar minst varði stóð hann frammi fyrir mér. Það varð fagnaðarfundur. Tengdasonurinn slrauk Stuttu seinna kom dóttir mín, ásamt manni sínum, frá Hann- over. Höfðu þau flúið þangað og sezt að á heimili foreldra hans, ásamt börnum sínum, 6 ára gömlum dreng og 5 ára dóttur. Tengdasonur minn var í her- deild sem kennd var við Speer. Þegar hann sá sér færi, fleygði hann einkennisbúningnum og náði í borgaralegan fatnað, “stal” óskilahesti, fann einnig vagn í óskilum, og ók til þorps nokkurs, þar sem hann vissi að kona hans og börn voru. Síðan hófu þau langferð, sem stóð í marga daga og nætur, en svo urðu börnin að leggjast í spítala, vegna þess að þau veiktust af skarlatssótt. En nú voru þau öll komin til mín, heil heilsu. Þau höfðu ferðazt með ýmsum vörubílum, unz þau náðu til Galberlah, en heimilis- fahg mitt höfðu þau fengið að vita hjá foreldrum tengda- sonar míns. Allir vilja sjá fram í límann Mágur minn hafði verið í heimavarnarliðinu, og hafði hann flúið undan Rússum og náði einnig fundi okkar eftir mörgum krókaleiðum. En systir mín og lítil dóttir hennar höfðu flúið með mér frá Swinemunde. Auk þess sjötíu og fimm ára gamall frændi minn og sjötug frænka. Frænka mín, sem áður hafði unað við auð og allsnægtir lagði fyrir sig að leggja sþil, til þess að vinna sér fyrir brýnustu þörfum. Það, sem hún sagði, ganga eftir, og varð hún brátt svo víðfræg fyrir þetta, að kon- ur og ungar stúlkur þyrptust að Ungviðið langaði til að dansa Ungu stúlkurnar höfðu ekki fengið að stíga dansspor árum saman. Og refsing hafði legið við, ef út af var brugðið. Ungir menn komu úr fangelsum, og eitt kvöld var það, að 250 báðu um kennslu, er*ég var stödd í þorpi nokkru, og varð ég að skipta þess um hóp í fjóra hluta og komu tveir flokkar á hvert kvöld. Eg kenndi eldri og yngri samkvæm- isdansa, vals, foxtrot og tangó og náði í grammofón og plötur. — Eftir hina fyrri heimsstyrjöld hófst mikil dansöld eða dansæði og svo var nú. Systurdóttir mín og sonur minn aðstoðuðu mig við kennsl- una. Sonur minn hafði ekkert frétt af konu sinni og dætrum þeirra, tveggja og fjögra ára göiplum. Þær höfðu orðið eftir í þeim landshluta sem fallið hafði í hendur Pólverja. Svo sem vænta mátti var honum ekki rótt. En þó urðum við að láta sem ekkert væri, og reyna að annast störf okkar af alúð. Við ókum á hestvögnum milli þorp- anna og sultum hálfu hungri. — Peninga höfðum við nóga, en bændurnir voru tregir að láta matvæli, þó að hátt verð væri í boði, því að þeir óttuðust að flóttamannahóparnir mundu éta þá út á gaddinn. Oft hvíslaði ég í eyru nem- enda minna: “Það hæfir ekki, að þið látið danskennarann ykkar svelta. Það skyldi þó ekki vera, að þið ættuð kálhöfuð, rófur eða hveitilúku í súpu? Eða innan úr svíni? Leyfið mér að minnsta kosti hirða dauða hænu, því nú falla þær hrönnum saman úr Bálurinn hraktisl í 8 daga á siglingaleiðum, mætti sex skip- um en ekkert sinnli neyðar- merkjum. Um þrjú leytið í gær steig á- höfnin . af vélbátnum Björgu frá Djúpavogi á land hér í Reykjavík. Eins og kunnugt er, var Björg talin hafa farizt og með henni áhöfnin, fjórir menn. En svo vel tókst til, að þýzkur togari bjargaði mönnunum í fyrradag, er þeir voru búnir að hrekjast á bátnum í átta sólar- hringa. í gær átti tíðindamaður Vísis tal við Ásgeir Guðmundsson, en hann var háseti á Björgu. — Er frásögn hans á þessa leíð: Fara í róður Að kvöldi annars jóladags rérum við á Björgu frá Djúpa- vogi, sagði Ásgeir. Rérum við að svokölluðum Hvítingum, sem eru skammt austan við Lónssjó. Þegar við komum þangað, lögð- um við línu okkar og biðum svo átekta til morguns. — Nokkurt frost var um nóttina og sótti þá talsverð ísing á bátinn. Um morguninn herti frostið og höfð- um við þá nóg að gera við að berja ísinguna af bátnum. Við reyndum að draga línuna, en það gekk illa, bæði vegna þess að nokkur stormur var kominn, svo og að erfitt var um vik vegna kuldans. Að lokum fór það svo að við ákváðum að yfirgefa línu og halda heimleiðis. Sjór kemst í olíugeyminn Er við höfðum siglt í áttina til lands í um það bil hálfa aðra klukkustund, bilaði vélin í þátn- um. Orsök bilunarinnar var sú, að leki hafði komið að olíugeym- inum og sjór komizt í hann. — Þetta var laugardaginn 27. des. kl. 6—7 e.h. Sökum þess að tal- stöðin í bátnum var mjög léleg, eða ónýt, gátum við ekki haft samband við land og beðið um aðstoð. Skammt til skerjanna Rak okkur nú fyrir vindi og sjó all-langt suður fyrir Papey, þétt með Selskerjum. Munaði aðeins nokkrum metrum, að við lentum í brimgarðinum, en mikið brim var á skerjunum. — Gátum við rétt smogið meðfram þeim með að nota seglin. Lægði nú veðrið nokkuð og gátum við lagzt við akkeri 'skammt frá Papey. Um nóttina sáum við skip all-langt frá okkur. — Það sigldi með fullum ljósum og gáf- um við því merki með því að kynda bál á þilfari bátsins, en skipverjar munu ekki hafa tek- ið eftir, eða létu okkur afskipta- lausa. Síðari hluta nætur tók að snjóa og þykkna í lofti. mánudags sáum við til lands. — Vorum við þá staddir undan Hornafirði, um það bil 30—40 sjómílur frá landi. Veður batnar Nú tók veðrið heldur að batna, og tókum við þá það ráð, að reyna að sigla til lands. Undum við" upp segl, en okkur miðaði heldur lítið. Vorum við imdir seglum allan mánudag og að- faranótt þriðjudags, en ferðin sóttist seint. t Urðu kolalausir og malarlausir Brátt gengu kolabirgðir okkar til þurðar og sömuleiðis matur- inn, að undanteknum þeim fiski sem við höfðum veitt á laugar- dagsmorgun. Urðum við að brjóta innan úr bátnum til þess að hita lúkarinn og sömuleiðis til þess að sjóða fiskinn, en við suðum hann í sjó og borðuðum hann eintómann. Auk þess drukkum við sjálfrunnið lýsi. Vatn höfðum við, en spöruðum það eins og frekast var unnt, hit- uðum okkur ekki einu sinni kaffisopa. Brotsjóir riðu yíir bátinn Þrisvar gengu brotsjóir yfir bátinn. I þeim fyrsta munaði litlu, að formanninn, Sigurð Jónsson, og mig tæki út. Héng- um við á borðstokknum eftir, að ald^n hafði riðið yfir bátinn og gátum með herkjubrögðum haf- ið okkur inn fyrir. Nokkuð brotn aði báturinn við brotsjóina, sér- staklega borðstokkurinn. Heyra í flugvél Á Þriðjudag var veður orðið sæmilega gott og heyrðum við þá í flugvél, en sáum hana ekki, þar sem skyggni var slæmt. Var það undir kvöld. Við vorum á- fram undir seglum og gekk nú heldur betur en áður. Héldum við áfram aðfaranótt miðviku- dagsins og sáum til lands um morguninn. Vorum við þá undan Ingólfshöfða. Sjá skip, en það sigldi á brott Undir morguninn sáum við togara tiltölulega skammt frá okkur. Við þutum upp til handa og fóta og gáfum honum merki með því að kveikja eld á þilfari. Virtist okkur, sem skipið stefndi til okkar. En allt í einu slokkn- uðu öll ljós á skipinu og það hvarf á brott. — Síðar um morg- uninn er birta tók, sáum við ann að skip og álitum að það væri sama skipið. Sunnudagurinn Þegar birti á sunnudag var skyggni mjög slæmt og gátum við ekki greint land, ,þar sem nokkur snjókoma var. Létum við því fyrirberast þarna við Papey. Er nokkuð var liðið á daginn gerði aftaka veður, storm og stórsjó. Hélzt það ^llan daginn og aðfaranótt mánudags. Undir morgun mánudags var veður- hæðin orðin svo mikil, að bátinn sleit upp og rak hann til suðurs eða suðvesturs. Síðari hluta Þrjú skip að veiðum Á miðvikudagsmorgun sáum við þrjá togara að veiðum. Gáf- um við enn ljósmerki og virtist okkur einn þeirra taka eftir okkur. Að minsta kosti gaf hann okkur merki með ljósum og sigldi nálægt okkur. En allt í einu sneri hann við og hélt á brott frá okkur. Var þetta í birt- ingu á miðvikudagsmorgun og var þá töluverður sjógangur. / « Reynt að ná landi Ákváðum við þá að freista að ná landi austan við Ingólfshöfða. (Framh á bls. 71 einhverri umgangsveiki og eru seldar flóttafólki á 3 mörk”. Eg fékk tvær hænur sem drepizt höfðu, tók innan úr þeim og fleygði því og átum við þær síð- an, ég og sonur minn, er ég hafði matreitt þær, og varð ekki meint af. Þangað vill klárinn sem hann er kvaldastur segir máltækið — og svo var með mig. Mig langaði mjög til að eignast heimili aft- ur — og vissi þó að ég gat ekk- ert eignazt sem því nafni gæti heitið. Og fjölda mörgum öðrum fór sem mér. Eg átti kost á að flytja til Berlínar, því að þar átti ég hús, sem reyndar var að mestu ónýtt orðið. Og fyrir það hafnaði ég þessari atvinnu, náði heilu og höldnu til Berlínar, þrátt fyrir það þó að bannaður væri flutningur fólks milli her- námssvæðanna. En nú kom það mér að haldi að ég var ríkis- borgari annars lands, það sem áður hafði margsinnis valdið mér trafala.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.