Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 37. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas  -  Oil  -  Grease
Tune-Ups
Accessories
Repairs
24-Hour Service
Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas  -  Oil  -  Grease
Tune-Ups
Accessories
Repairs
24-Hour Service
65.  ÁRGANGUR
WINNIPEG,  FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952
NÚMER 37
-------------------1
Ánnouncement of Instruction in
lcelandic at the University
Instruction in Icelandic begins
at the University of Manitoba
(Fort Garry site) in the latter
part of September following
registration (September 17 and
18 freshmen, 19 and 20 former
students).
Two courses in Icelandic will
be offered, one for students who
enter the University with no
Icelandic (I.A., 101) and another
for those with some knowledge
of Icelandic (I., 110).
The professor of Icelandic,
Finnbogi Guðmundsson, will be
available for consultation on the
days of registration between the
hours of 10 and 12 a.m., and 1
and 4 p.m. in room 307, Ad-
ministration Building. Students
who have in mind the study of
Icelandic should consult him be-
fore registering. He can then
advise them which course will
be more suitable and give them
further information.
The text will be Icelandic,
Grammar Texts — Glossary—by
Stefán Einarsson, 2nd edition,
1949 (The Johns Hopkins Press,
Baltimore). The text is available
at the University Bookstore.
Main emphasis will be placed
on the language to start with,
but students will receive also
general instruction about the
country and its people.
A reading course for those
already familiar with the Ice-
landic languaíte^u^! be given at
the University of Manitoba
Evening Institute, Broadway
Buildings. This wíll be open to
the general public. The course
will start late in October.  Full
Gullbrúðkaup
Fimmtíu ára giftingarafmælis
þeirra Mr. og Mrs. Thordur
Árnason var minnst með veg-
legri veizlu í samkomuhúsinu í
Mozart, Sask., 17. ágúst síðast-
liðinn.
Mrs. Th. Gunnarssson frá Van-
couver, er verið hafði brúðar-
mær og Mr. P. Thomasson er
aðstoðað hafði brúðgumann fyr-
ir 50 árum, leiddu brúðhjónin til
sætis og var Mr. Thomasson
veizlustjóri.
Margir fluttu ræður fyrir
minni þessara vinsælu hjóna og
mikið var sungið; var Mrs. T.
Josephson við hljóðfærið, en
Miss Edna Grímson söng ein-
sönva. Gullbrúðhjónunum voru
afhentar margar góðar gjafir frá
börnum þeirra, barnabörnum,
byggðinni, kvenfélaginu og ýms-
um frændum og vinum.
Þau hjónin áttu fyrst heima í
Morden, en námu land í Mozart-
byggðinni 1906 og hafa tekíð
þar mikinn og giftudrjúgan
þátt í félagsmálum; hefir Mr.
Árnason átt sæti í skólaráðinu,
sveitaráðinu og var um skeið
oddviti sveitarinnar. Mrs. Árna-
son var ein af stofnendum kven-
félagsins, Viljinn. Þau eiga sjö
börn og voru þau öll viðstödd:
Dr. Árni P. Árnason og Dr.
Thomas J. Arnason frá Saska-
toon; Mrs. Laura Vanners, Ross-
land, B.C.; Mrs. Thordís Cord,
North Battleford; Mrs. Margrét
Walker og Thordur Árnason
bæði búsett í Mozart. — Gestir
komu víðsvegar að; frá Winni-
peg voru Mr. og Mrs. Hannes
Thomasson og Mrs. G. Grímson.
information will be given in a
later advertisement.
In connection with the courses
in Icelandic, Dr. A. H. S. Gillson,
President of the University,
said: "These courses, in the
living language itself, are a core
of the work of the Department
of Icelandic language and litera-
ture. They represent the begin-
ning, within the University, of
a program of instruction, re-
search, and cultural activity that
we hope will meet the high
aspiration of the Icelandic com-
munity w h o s e efforts have
founded this Chair, and create
here an important center of
scholarship."
Lætur af embætti
Dómsforsetinn í háyfirrétti
Ontariofylkis, Robert Spelman
Robertson, 81 árs að aldri, lætur
af embætti þann 1. október næst-
komandi, einn hinna kunnustu
lögspekinga landsins; enn mun
óráðið um eftirmann hans, þó
líkur standi til að núverandi
vara-dómsmálaráðherra. sam-
bandsstjórnar, F. P. Varcoe,
hreppi hnossið.
Landsfundur
verkalýðssamtaka
í fyrri viku hélt verkamanna-
flokkurinn brezki, sem Mr.
Attlee enn veitir forustu, ársþing
sitt og voru þar mættir 900
erindrekar, er með umboð fóru
fyrir 8 miljónir meðlima; nokk-
ur átök urðu, svo sem vænta
mátti um ýmis stefnuskráratriði
og annað veifið urðu umræður
svo heitar, að við lá sprengingu;
þó tókst, að minsta kosti til
bráðabirgða, að fyrirbyggja það,
að flokkurinn klofnaði.
Mr. Bevan, formaður hins rót-
tækari fylkingararms, staðhæfði
að þjóðin gæti ekki risið undir
þeirri gífurlegu fjárhagslegu
byrði, er hervæðingarstefnu nú-
verandi stjórnar væri sam-
fara og gerði þá kröfu, að
stjórnin í þeim efnum lækkaði
seglin; en er til atkvæðagreiðslu
kom um málið, beið Mr. Bevan
lægra hlut; þeir Attlee og
Morrison og mikill meiri hluti
fundarins voru á einu máli um
það, að eins og tilhagaði á vett-
vangi heimsmálanna væri her-
væðing með öllu óhjákvæmileg;
fundurinn mælti með því, að
stjórnin beitti sér fyrir um auk-
in viðskipti við kommúnista-
ríkin jafnt í Rússlandi sem í
Asíu, en fordæmdi jafnframt
pólitíska kúgun og ofbeldi
kommúnismans.
Fréttir frá ríkisútvarpi íslands
3!. ÁGttST
Tíðin hefir verið köld síð-
ustu daga og á miðvikudaginn
var norðanstormur með snjó-
komu ofan í miðjar hlíðar norð-
austanlands. Stórhríð var á fjöll-
unum milli Möðrudals qg Jökul-
dals og bifreið á leiðinni frá
Möðrudal til Skjöldólfsstaða var
8 klukkustundir milli þeirra
bæja. Vegurinn um Siglufjarð-
arskarð varð ófær vegna snjóa
og var ýta fengin til að ryðja
hann. Næturfrost var næstu
nætur í fjallasveitum og inn til
dala, og munu stórfelldar
skemmdir hafa hlotist af því á
garðávöxtum.
Heyskapur hefir gengið vel
sunnanlands og vestan í sumar
og víða Norðanlands en þar var
yfirleitt byrjað mjög seint og illa
sprottið. í norðausturhluta lands
ins og þá sérstaklega í Norður-
Þingeyjarsýslu voru ákaflega
miklir vorkuldar og getur naum-
ast heitið að sláttur byrjaði þar
fyrr en í júlílok.
Síldveiði hefir verið sáralítil
fyrir norðan og austan, en eitt-
hvað veiðist nú sunnanlands og
er mestmegnis saltað.
F u n d u r utanríkisráðherra
Norðurlandanna fjögurra Dan-
merkur, íslands, Noregs og Sví-
þjóðar verður haldinn í Reykja-
vík dagana 3. og 4. september,
og munu utanríkisráðherrar
Danmerkur og Noregs og fylgd-
arlið þeirra koma til Reykja-
víkur í dag, en sænski utanríkis-
ráðherrann á þriðjudaginn. —
Fundurinn hefst miðvikudaginn
3. september í salarkynnum há-
skólans.
•ír
Björn Ólafsson viðskiptamála-
ráðherra og Jón Árnason banka-
stjóri fóru í fyrradag vestur um
haf á leið til Mexíco. Þeir sitja
ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og Alþjóðabankans, sem
hefst í Mexico-borg 3. septem-
ber næstkomandi.
Júhann Hafstein alþingismað-
ur var nýlega á fundi fultrúa-
ráðs Útvegsbanka íslands kjör-
inn bankastjóri við TJtvegs-
bankann í stað Ásgeirs Asgeirs-
sonar.  ¦
•ír
Björn Ólafsson viðskiptamála-
ráðherra tilkynnti í útvarpi á
fimmtudagskvöldið, að vegna
síldarleysis á þessu sumri og
sölutregðu á freðfiski þyrfti að
beina viðskiptunum til vöru-
skiptalandanna fyrst um sinn.
Gert væri ráð fyrir því, að gjald-
eyristekjurnar af síldveiði norð-
anlands yrðu í ár 80 milljónum
króna minni en í fyrra, og 10 til
20 þúsund lestir af freðfiski, í
umbúðum fyrir Evrópumarkað,
væru óseldar í frystihúsunum.
Myndi einungis hægt að selja
lítinn hluta þess magns fyrir
frjálsan gjaldeyri. Ennfremur
eru til nokkrar birgðir af þurr-
fiski, sem er verkaður fyrir
Spánarmarkað, en ekki hægt að
selja þangað nema innkaup það-
an séu aukin. Líklegustu kaup-
endurnir að fiski þessum eru
vöruskiptalöndin, og þangað
verður því að beina viðskiptun-
um, þótt verð á vörum þeirra
sé venjulegra hærra en í lönd-
um sem verzla í frjálsum gjald-
eyri. Til þess að greiða fyrir við-
skiptum þessum hafa bankarnir
heimild til þess að synja um
frjálsan gjaldeyri fyrir tiltekn-
um vörum fyrst um sinn, m. a.
fatnaðarvörum og vefnaði, bús-
áhöldum og rafmagnsvörum. —
Hömlur verða ekki að öðru leyti
lagðar á innflutninginn. Gjald-
eyrir verður ekki veittur til
ferðalaga nema um sé að ræða
bráðnauðsynleg erindi.
a
Hin gagnkvæma öryggisstofn-
un Bandaríkjanna, sem hefir á
hendi stjórn allrar efnahagsað-
stoðar, sem Bandaríkjastjórn
lætur öðrum þjóðum í té', hefir
veitt Islandi framlag, er nemur
600.000 dollurum. Er upphæð
þessi til greiðslu á vélum og er-
lendri þjónustu vegna Sogs-
virkjunarinnar nýju og áburðar-
Framhald á bls. 4
##'
Conan Doyle" Japana hefir skrifað
340 sögur á 27 órum
Stundum semur hann 8 á mánuSi
Japan á líka sinn Conan
Doyle. Hann heitir Kodo
Nomura og hefir skrifað
meira en 340 leynilögreglu-
sögur, þar sem hinn slungni
Heji, sem Nomura hefir
skapað, leysir öll vandamál
með frábærum gáfum sinum
Þótt Nomura sé orðinn 72 ára,
er hann ekki alveg af baki dott-
inn, því að nýlega lét hann frá
sér fara nýja bók og spá gagn-
rýnendur því, að hún verði vin-
sæl eins og aðrar bækur hans.
Nomura hefir skrifað meira en
eina bók á mánuði að jafnaði
síðan hann sneri baki við blaða-
mennsku og fór að gefa sig að
óðrum ritstórfum fyrir 27 árum.
Hann hefir unnið sér slíka
hylli að hann er ekki síður
kunnur meðal Japana en Yoshida
forsætisráðherra, og hylli hans'
byggist á því, að í bókum hans
er fléttað saman japanskri sagn-
fræði og tækni hins fullkomna
leynilögreglumanns.
„Sherlock Holmes" heitir Heji
og aðstoðarmaðurinn Hachigoro,
og upphaf sagnanna er ætíð hið
sama. Heji nýtur rólegs lífs, og
situr makindalega í skrifstofu
sinni, þegar Hachigoro rífur upp
hurðina með írafári og segir: —
„Heji, nú hefir hræðilegt atvik
skeð." Þá fer Heji á stúfana og
eftir margs konar hættuleg
ævintýr, tekst honum að leysa
vandamálið — vitanlega!
Nomura hefir verið svo dug-
legur við samningu leynilög-
reglusagna sinna, að stundum
hafa komið frá honum átta sög-
ur á mánuði, en nú tekur aldur-
inn að færast yfir hann, svo að
Nýjar olíulindir
í suðurhluta Manitoba hafa
enn á ný fundist nýjar olíu-
lindir, sem líklegt þykir að verði
næsta verðmætar; er nú mikið
um að vera varðandi kaup og
sölu námuréttinda á þeim
svæðum.  *
íslendingurinn lét
leika Serenade við
hús Hans Hedtofts
Ekki alls fyrir löngu dvaldi
íslendingur í Kaupmannahöfn
sér til skemmtunar og vakti hann
tóluverða athygli á veitinga-
stöðum og skemmtistöðum, því
hann var óspar á peninga og
virtist hafa nóg af þeim. Var
ekki laust við, að Dönum þætti
mörlandasvipurinn vera rarinn
að hverfa af íslendingum, og að
þeir væru hættir að þurfa snæri.
Meðal annarra skemmtana, sem
þessi lífsglaði maður hafði um
hönd, var það, að eitt kvöldið
leigði hann sér vagn og stóra
hljómsveit og ók svo um borg-
ina og stanzaði, þar sem honum
sýndist, lét hann þá hljómsveit-
ina leika og safnaðist fólk að.
Spurðist fljótt, að þar væri ís-
lendingur á ferð.
Þegar líða tók á kvöldið, var
ekið heim að húsi Hans Hedtofts.
Stillti hljómsveitin sér upp á
gangstéttinni fyrir framan húsið
og voru nú leikin hin þýðustu
lög. Stóð íslendingurinn til hlið-
ar og beið þess, að fyrrverandi
forsætisráðherra Dana léti náð-
arsamlegast sjá sig. Það var
slegið á mjúka strengi og leikin
Serenade, en í miðju lagi birtist
Hedtoft og heigði sig og þakk-
aði fyrir. — Að því loknu tók
hljómsveitin saman básúnur sín-
ar og síðan var ekið á braut.
læknar hafa ráðlagt honum að
„taka það rólega" það sem eftir
er. Þótt Nomura hafi mikið að
gera, vísar hann aldrei neinum
frá, er æskir að heimsækja hann
og tala við hann um vandamál
sín. Hann segir: „Ég var einu
sinni blaðamaður, og veit, hvað
það er gremjulegt að fá ekki
viðtal við menn. Sá maður, sem
þorir ekki að tala við hvern
sem er, er lítilmenni."
Fregn um dauða
Sherlock Holmes
yar stöðvuð
Ef Times í London hefði ekki
góðri ritstjórn á að skipa, þá
hefði illa farið í síðastliðinni
viku, er þeim barst dánartil-
kynning frá einhverjum gálga-
mat, sem tilkynnti að Sherlock
Holmes væri dauður. Um allan
heim eru starfandi Sherlock
Holmes-félög, og hefði þessi
dánartilkynning sloppið í gegn,
hefði allt hrunið í rústir hjá
þessum félögum. Niðurlag dán-
artilkynningarinnar var svo-
hljóðandi: „Holmes dó um síðir
þann 9. júní 1952 að heimili sínu
í Sussex. Hann fékk hægt
andlát."
Eins og kunnugt er, þá leiddist
höfundi Holmes-sagnanna, hve
miklum vinsældum þessi leyni-
lógreglumaður átti að fagna
meðal lesenda, og lét því eitt
sinn henda honum fram af kletti
i einni sögunni og taldi sig þar
með vera lausan við manninn,
en lesendur urðu óðir og upp-
vægir og varð hann því að endur
lífga hann hið bráðasta. Og
Sherlock Holmes lifir enn, þökk
sé ritstjórum Times í London.
Ferðafólk, sera kemur til Lon-
don, spyr um Baker Street, þar
sem hann átti að hafa starfað.
Það væri mikið áfall ef hann
dæi.
Jónas Stefánsson
frá Kaldbak látinn
Síðastliðinn þriðjudag lézt að
heimili sínu í New Westminster,
B.C., Jónas Stefánsson skáld frá
Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu,
fæddur 31. september árið 1882.
Hann var útskrifaður af Búnað-
arskólanum á Hólum í Hjalta-
dal. Jónas fluttist vestur um haf
1913, settist að í Mikley og
kvæntist þar eftirlifandi ekkju
sinni Jakobínu Sigurgeirsdóttur
prests að Grund í Eyjafirði.
Jónas fluttist fyrir nokkrum ár-
um ásamt fjölskyldu sinni vest-
ur til Westminster; auk ekkjunn-
ar lætur Jónas eftir sig þrjú
börn, .Sigurbjórgu og Selmu,
sem báðar eru lærðar hjúkrun-
arkonur, og Harald í heimahús-
um. Jónas var maður vel viti-
borinn, er eigi batt að jafnaði
bagga sína sömu hnútum og
aðrir samferðamenn. Hann lætur
eftir sig tvær ljóðabækur og all-
margt kvæða, er síðar höfðu birt
verið í Lógbergi og Heims-
kringlu.
Útför Jónasar fór fram á föstu-
daginn í sömu viku og andlát
hans bar að.
Silfurbrúðkaup
Þann 1. þ. m., áttu hin mætu
hjón Mr. og Mrs. Gunnlaugur F.
Bergman aldarfjórðungs hjóna-
bandsafmæli, og safnaðist þá
saman á Gimli, en þar eru silfur-
brúðhjónin búsett, sifjalið þeirra
og aðrir nánir vinir til að árna
þeim heilla; voru þau sæmd
fögrum og verðmætum gjöfum;
þau Gunnlaugur og frú voru
gefin saman í hjónaband að
Árnes, Man., af séra Jóhanni
Bjarnasyni. Viðstödd voru mann-
fagnað þenna svaramenn silfur-
brúðhjónanna, þau Mr. og Mrs.
S. Bergman frá Árnes.
Framan af hjúskparárum sín-
um áttu silfurbrúðhjónin heima
í Árborg, en hafa dvalið á Gimli
í tíu ár, þar sem Gunnlaugur
rekur bíla- og viðgerðarverzlun;
þau eiga fjögur börn, Fred,
kvæntur og búsettur í Winnipeg,
Wallace, Helen og Claude í
heimahúsum.
Silfurbrúðguminn er sonur
þeirra Mr. og Mrs. G. Bergman
á Gimli, en silfurbrúðurin er
dóttir þeirra Mr. og Mrs. G.
Martin, fyrrum búenda að
Hnausa, sem nú eru bæði látin.
Þjóðaratkvæði
um brugggun
áfengs öls?
Milliþinganefnd, sem undan-
farið hefir starfað að endur-
skoðun áfengislöggjafarinnar og
samningu frumvarps til nýrra
áfengislaga, hefir nýlega skilað
áliti og tillögum til ríkisstjórnar-
innar; og hefir AB það fyrir satt,
að hún leggi til að öll fyrsta
flokks veitingahús í landinu
verði látin fá vínveitingaleyfi,
en þjóðaratkvæðagreiðsla verði
látin fara fram um það, hvort
leyft skuli að framleiða áfengt
öl.
Jafnframt mun milliþinga-
nefndin hafa lagt það til, að
stofnað verði nýtt „áfengismála-
ráð ríkisins", hliðstætt ráði, sem
til er í Noregi, en kallað „bind-
indismálaráð ríkisins" þar. Þessu
ráði er ætlað að hafa alla yfir-
stjórn áfengismálanna, þar á
meðal styrkveitingar af opin-
beru fé til bindindisstarfseminn-
ar í landinu.
Mun milliþinganefhdin hafa
mælt með því að auka verulega
fjárframlög til bindindisstarf-
seminnar, svo og fjölda fastra
starfsmanna á vegum hennar.
Hæztu verðlaun
fyrir smjörgerð
Á Canadian National sýning-
unni, sem staðið hefir yfir í
Toronto, vann Maple Leaf rjóma
búið á Lundar, verðlaun fyrir
beztu smjörframleiðsluna í júlí
og ágúst; rjómabú þetta er eign
íslendinga og er forstjóri þess
Mr. J. K. Breckman, mikill at-
orkumaður og félagslyndur vel.
Úr borg og bygð
Nýlega hafa læknar á Gimli
komið sér upp lækningamiðstöð,
Gimli Medical Centre, til að
samræma og auðvelda starf sitt;
eru það Dr. George Johnson yfir-
læknir Johnson Memorial Hospi-
tal, Dr. A. B. Ingimundson, tann-
læknir, Dr. F. E. Scribner og Dr.
C. E. Scribner frá Teulon. Hin
myndarlega bygging er á þriðju
Avenue; þar verður daglega til
staðar skrifstofustúlka.
Mrs. Joleen Helgason er ný-
lega komin frá Hecla ásamt son-
um sínum Albert og Gunnari,
en þar hafa þau dvalið sumar-
mánuðina hjá foreldrum hennar,
Mr. og Mrs. G. Tómasson.
Frú Magdalena Brynjólfsson
frá Vancouver, B.C., er stödd
hér í borginni þessa dagana;
kom hún einkum þeirra erinda,
að heimsækja móður sína, frú
Henríettu Johnson, sem nú dvel-
ur á EUiheimilinu Betel á Gimli.
-tt
Mr. og Mrs. Steve Hofteig frá
Lundar dvelja í vetur hjá dóttur
sinni Mrs. Gordon í Atikokan,
Ontario.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8