Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.09.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954 3 til sumardvala og ársvista, fyrir rnilljónir og aftur milljónir króna. Og er þar þó aðeins talað um stofnkostnað slíkra heimila. Margir þekkja svo, hvernig Stundum gengur eða tekst til •neð rekstur sumra opinberra stofnana. Mál það, er hér um ræðir, er nhklu alvarlegra en svo, að sið- menntuðum mönnum og ábyrg- um sæmi um að sakast eða öðr- um ófarir að kenna. Ef horfzt er í augu við vandann með bróður- legum skilningi og löngun til að firra meinin, þá hlýtur að vera hægt að hjálpa. Góður vilji, á- samt heilbrigðri skynsemi og kristilegu siðgæðisþreki, finnur ®tíð færar leiðir. Og ég tel það hjálp meiri, sem fyrirbyggir slys, en hirðir hinn slasaða, enda þótt þess þurfi líka með. Það eru lög og reglur og fjöl- niennt lögreglulið kostað til að sjá um, að sett boð séu haldin, °g fangelsi eru byggð og betr- unarhús. En ekkert af þessu er einhlýtt. Siðferðis- og menning- urslysunum fer æ fjölgandi, eftir því sem mennirnir búa fleiri saman. Hvað er hægt að gera til varnar því, og síðan til sóknar í siðgæðis og þroskaátt? VII. Ég þykist sjá eina leið og að- eins eina leið til lausnar í því vandamáli: Aukin siðgœðis- og ti"úaráhrif á hverju einasta heim- *li í bœ og sveit á landinu. Ég finn ekki, að ég mæli þetta af tilhneiging til stéttaráróðurs, heldur af langri og rólegri íhug- Un og athugun lífsins sjálfs og sögunnar. Umbúðalaus og ein- iæg Kriststrú og óttalaus Guðs- frú, eins og hún birtist t. d. í dæmisögum Jesú, er öllu öðru, sem ég þekki, meiri öryggis- gjafi og hamingjutrygging — hverjum unglingi og fullorðnum uaanni. Vakandi tilfinning fyrir raunveruleik andlegrar tilveru °g návistar Jesú og áframhald- andi vitundar og lífs sjálfra vor að jarðlífinu loknu er í raun og veru hið eina, sem skapar á- hyrga og siðferðilega breytni og gefur lífinu innihald og tilgang. Og hvar er svo hægt að móta ^eskuna, og heimilin yfirleitt, uhrifum Krists, anda Krists, trú Krists og trú á Krist? Er það ekki við hjarta íslenzkrar nátt- uru og tign og alvöru hins kyrr- Mta sveitalífs? Hvort sem það er hirkjunnar vígði þjónn eða ung móðir eða lífsreynd amma, eða hver annar sem vera skal, er leiðir unga sál að lindum helgra fræða, — leiðir hana til Krists, Sa hinn sami vinnur betra verk °g þjóðhollara en fjölmennt lög- reglulið með kylfum og táragasi. Ekki svo að skilja, að lögreglu- hðið sé ekki nauðsynlegt. En í einlægni og alvöru talað, þá held eg, að kirkjan sé líklegri en lög- reglustöðin til að leysa þetta höfuðvandamál þjóðarinnar. Það er rætt og ritað um þörf þjóðar og einstaklinga á að spara. ^g víst er gott, að hóf sé haft í hverjum máta. Verður sumum su leið helzt sjáanleg til sparn- aðar, að fækka um nokkra presta eða prestaköll í landinu. Víst sParast nokkuð fé við það. Aðrir sJa líka tekjuöflunarleið í sölu ^eira áfengis. En hvað fylgir því, eða hvað kemur í staðinn fyrir þetta hvort tveggja? Er hægt að loka augunum fyrir því, a® dvíanadi Kristsáhrif og Guðs- tru veldur siðferðislosi og margs honar óreiðu, sem því fylgir? hðð skyldi þó ekki vera, að hitt yfði öllu meiri búhnykkur, að fjölga prestum, og það svo mikið, a® þeir næðu til hvers einasta heimilis sókna áinna með per- sónuleg áhrif og boðskap Krists, samfara þessu, að auka hennslu í kristnum fræðum í öll- Uru skólum landsins að miklum mun, og gera strangar kröfur um hvorra tveggja, presta og ^ennara, þeirra manna, er bein- Ust áhrif hafa á siðgæði og þegn- tegan þroska hverrar komandi ynslóðar. En það eru fleiri sem æskuna móta og skapa ríkjandi tízku í bæ og landi. Hver einasti þegn, og í opinberu starfi ek'ki sízt, er á hverri líðandi stund að skapa það andrúmsloft eða um- hverfi, þá siðgæðis- eða sið- leysistízku, sem mótar hinn upp- vaxandi lýð, og veldur gæfu eða ógæfu. Siðferðilegir afbrota- menn í ábyrgðarstöðum eru þjóðinni jafnvel enn dýrari en hinir, sem þegar hafa hlotið vist í vandræðamannahælum landsins. Til er eitur, merkt þrem krossum mönnum til aðvörunar um að það sé lífshættulegt, sé þess neytt. Annað eitur er og til, og mun girnilegra til neyzlu, en á því stendur ekkert hættu- merki. Er það og hefir verið þjóð vorri og öðrum þjóðum enn hættulegra en hinn svokallaði Hvítidauði og Svartidauði báðir til samans. Engin ein orsök er meiri til ógæfu einstaklinga og þjóða en hin „gullna veig“, áfengið, sem ekki þykir taka að setja neitt aðvörunarmerki við. — Og það ber enn að sama brunni, þótt ríki Bakkusar sé víðlent á voru landi, þá má sá hamingjuskelfir sín þó einna minnst í sveitum landsins. Hið heilnæma loft og heilbrigða líf við barm íslenzkrar náttúru er mönnum vörn gegn þeim voða sem mörgum öðrum. vm. Það er oft, og að verðugu, vitn- að í gömlu prestsheimilin ís- lenzku, hvílíkar menningar- miðstöðvar þau voru. Þau voru þjóðinni meira virði en hægt er að reikna hagfræðilega. Sumir telja nú hlutverki þeirra lokið, þar sem komnir séu skólar bæði í sveit og bæ, sem taki að sér fræðsluhlið uppeldismálanna, er mörg prestsheimilanna fornu bæktu með mesta myndar- og ágætisbrag. Satt er það. Nú þarf enginn unglingur að týnast og glatast þjóðinni fyrir andlegt hirðuleysi. Allir eiga kost menntunar og skólagöngu. En börn og unglingar og fullorðnir menn eru þó enn að týnast, — eru að farast, andlega skilið, og kannske einmitt fyrir það, að prestsheimilin eru orðin of fá, og ekki aðeins prestsheimilin, held- ur sveitaheimili landsins, sem eru megnug þess að skapa það andrúmsloft siðgæðis, atorku og hvers kyns heilbrigðrar menn- ingar, sem nauðsynlegt er til þess, að hin langþráða og sjálf- sagða skólamenntun komi að fullum notum og skapi heil- brigða, almenna þjóðmenningu. Vér megum aldrei gleyma því, að gömlu íslenzku sveitaheimil- in, og þá ekki aðeins höfuðbólin, en einnig mörg afdala- og út- nesjakotin, voru háskóli þjóðar- innar og lýðskóli í senn um alda- raðir. Þótt veglegar skólabyggingar séu nú risnar í hverri byggð, er hlutverk heimilanna, bæði í sveit og bæ, enn sem fyrr há- leitt og vandasamt og aðkallandi til mótunar hvers kyns siðferði- legra og félagslegra dyggða. Og sem betur fer, þá eru þau mörg heimilin í landi voru, sem eru hlutverki sínu vaxin, þótt hin séu of mörg, sem betur þyrftu að gera. Sérstaklega þyrfti byggðin að aukast á þeim stöð- um, þar sem uppeldis og lífs- skilyrðin eru slík, að mestar líkur eru til að upp vaxi heil- brigð æska og hraust, eins og í mörgum sveitum landsins, — að fram komi kynslóð, sem elur heilbrigð börn og þjóðholla karla og konur. ☆ Þetta erindi, sem hófst á sögu um smá-embættisferð, er nú orðið lengra en ætlað var í upp- hafi og komið inn á ýmis efni. En það er nú svona, að mynd- irnar líða yfir tjaldið, myndir, sem blasa við augum útkjálka- búans. Borgarbúinn sér aðrar myndir og önnur lífsviðhorf. Slík er fjölbreytni lífsins og hollast, að saman fari. —KIRKJURITIÐ Hurðin, sem bæði heyrir og sér Ljósneminn — fótósellan — er furðuleg uppfundning, sem kemur œ víðar við sögu EKKERT er líklegra en að ferðamaður, sem kemur til Ameríku í fyrsta skipti, reki upp stór augu ,er hann kemur t. d. að búðardyrum, sem opnast, að því er virðist, sjálfkrafa fyrir honum, án þess að nokkur mað- ur sé þar sjáanlegur í nánd, hvað þá heldur, að hann hafi sjálfur kvatt dyra á nokkurn hátt. Sennilega mun ýmsum, er ekki þekkja þetta fyrirbrigði áður, detta í hug í fyrstu, að einhver ósýnilegur mannlegur dyravörð- ur muni dyljast þarna á næstu grösum og fylgjast svo vel með ferðum manna, að hann geti „kippt í spottann“, einmitt á réttu augnabliki, hvenær sem einhver þarf að ganga um dyrn- ar. Þeir, sem kynnzt hafa Ijós- nemanum, eða fótósellunni, áður og hinum kynlegu eiginleikum hans, vita hins vegar vel, að það er töframagn hans, dautt og vél- rænt, sem vakir þarna yfir ósýni- legt í hurðinni og stjórnar út- búnaðinum, sem opnar hana fyrir hverjum gesti, sem að garði ber og inn hyggst ganga, — og lokar henni á sama hátt að baki honum, þegar inn er komið, að hætti hins kurteisa þjóns, hljóð- laust og hógværlega. Annars þurfa menn nú orðið ekki alla leið til Ameríku til þess að kynnast „hurðinni, sem bæði heyrir og sér“ og öðrum „göldrum" þessa kynjatækis, ljósnemans, því að einnig hér í Evrópu hafa slíkir vélrænir dyraverðir verið settir til starfa, þótt ekki séu þeir algengir enn sem komið er. Jafnvel til Norður landa hafa þeir borizt. Til dæmis er þess getið í júlíhefti danska samvinnuritsins „Samvirke“, að einni slíkri hurð hafi verið kom- ið fyrir í hinni nýju sölubúð, sem kaupfélagið í Kaupmanna- höfn, Hovedstadens Brugsforen- ing, hefir nýskeð reist og opnað í Nörrevold þar í borg. Vér Islendingar erum oft ekki vonum seinni að taka upp ýms- ar nýjungar, svo að sízt er fyrir það sverjandi, að slíkar hurðir og önnur tæki, sem byggð eru á sams konar tækni, berist hingað innan tíðar, svo að almenningur hér geti kynnzt þeim af eigin raun. Væri það því vel til fund- ið, að einhver málhagur maður og orðsnjall tæki sig til og smíð- aði nýtt orð, er vel færi í ís- lenzku máli sem heiti á þeim skrítna hlut, sem þarna er að verki og líkast er að láti til sín taka á æ fleiri sviðum tækninn- ar á næstu tímum. En meðan ekkert *líkt nýyrði er til, verða menn annað tveggja að láta sér nægja hið útlenda eða fótósella (fotocel) eða sætta sig við ný- gerving þann, sem hér er notað- ur í greininni, þ. e. Ijósnemi — þegar tækið ber á góma. En í sem skemmstu máli sagt, er hér um að ræða áhald, er hefir þann eiginleika, að breytilegt ljós- magn orkar á það með þeim hætti, að það framleiðir breyti- legan rafstraum, þ. e. þegar ljós- magnið eykst, magnast og raf- straumurinn, en dvínar'á sama hátt, þegar ljósmagnið minnkar. Þegar ljósbrigði verða, skapar tækið þannig tilsvarandi straum brigði, og á þennan hátt er hægt að orka á rafstraum og stjórna honum beinlínis með ljóshrifum einum. Þýðingarmesti hluti ljósnem- ans er venjulega frumefni það sem nefnt er selan, en það hefir þann merkilega eiginleika, að hæfni þess til að leiða rafstraum stendur í beinu hlutfalli við birt una, sem á það skín. Aðalhluti fótósellunnar er því tíðast járn plata, sem þunnt lag af frum efni þessu hefir verið brætt i undir þunnri gullhúð. Önnur frumefni hafa og þennan sama eiginleika, svo sem málmarnir kalíum og cæsíum, enda eru þeir stundum notaðir í ljósnema, svo sem í útvarpslömpum. Hér um bil ein öld er nú liðin, síðan menn uppgötvuðu fyrst þetta eðli slíkra efna, en fyrst í stað var mönnum ekki ljóst, hvernig hægt væri að hagnýta sér þá þekkingu. Árið 1890 fundu svo Þjóðverjar tveir, Elster og Geitel, fótóselluna, eða ljós- nemann, sem tæknin hefir þeg- ar tekið í þjónustu sína á marg- víslegan hátt, og þekkjum vér þó naumast annað en fyrsta upp- haf þeirrar sögu sem vel getur orðið bæði löng og gagnmerk, ef að líkum lætur. Ef menn skoða nánar „hurð- ina, sem heyrir og sér“, munu þeir sjá, að í dyrastöfunum til beggja handa eru örlítil „gæju- göt“, beint andspænis hvort öðru. 1 öðru „auganu“ er komið fyrir örsmárri ljósvörpu, sem sendir geisla — að vísu oftast ósýnilegan mannlegu auga — þvert yfir gættina, rakleiðis í hitt „augað“, en bak við það er ljósnemi — fótósella. Gangi nú einhver að hurðinni, rofnar geislinn og ljósneminn breytir straumstyrknum í rafútbúnað, sem oft er raunar komið fyrir annars staðar, t. d. í kjallara hússins, en þessi útbúnaður (relæ nefnist hann á útlendu máli) er þannig gerður, að verði hann fyrir spennufalli, magnar hann annan rafstraum, sem gegnum hann er sendur, en sá straumur orkar síðan, m. a. með seguláhrifum, á loftpumpur, sem hreyfa hurðina, opna dyrn- ar og loka þeim síðan aftur, þegar geislinn frá ljósvörpunni nær aftur að skína óhindrað á fótóselluna. Allt tekur þetta að- eins örstutta stund, miklu skemmri tíma en til þess þarf að lýsa því í orðum. Á það skal bent, að efnislög- mál þau, sem hér eru að verki, eru og meginatriði í hljóm- og talmyndatækninni, þar sem gangur málsins er að vísu öfug- ur, þannig að hljóðinu er með hjálp slíkra tækja breytt í ljós- hrif, sem orka á kvikmynda- ræmuna við upptöku myndar- innar. En þegar myndin er sýnd í kvikmyndahúsunum, lætur fótósellulögmálið enn til sín taka í réttri röð og breytir þeim þætti „filmunnar“, þar sem hljóð hrifin hafa áður verið „ljós- mynduð“, aftur í hljóð, tal og tóna. Sjónvarpið byggist og öldungis á sömu lögmálum, þ. e. þeirri staðreynd, að ljóshrif geta orkað á rafstraum m^i þessu móti og síðan er hægt að senda rafstrauminn með þráðum, eða útvapa honum í allar áttir, og breyta honum aftur, með hjálp viðtækjanna, í sams konar ljós- hrif og uphaflega orkuðu á strauminn. Dyrabjöllur, varúðarmerki gegn innbrotsþjófum og fjöl- mörg önnur tæki, sem ekki gefst tóm til að nefna hér, starfa undir stjórn þessa sama töfratækis, fótósellunnar eða ljósnemans. Þegar vörur þær, sem framleidd- ar eru í fjöldaframleiðslu í stór- verksmiðjum nútímans, renna á reim sinni „samfellubandinu“ fram hjá hinum sívakandi og alltsjáandi auga fótósellunnar, orka kraftar þeir, er hún leysir úr læðingi, á talningsvélarnar, sem telja og skrásetja hvern hlut, sem framhjá fer. Þannig mætti lengi telja hin nýju undur á þessu sviði, en hin verða þó miklu fleiri og markverðari, sem eiga eftir að koma til skjalanna í framtíðinni, ef að líkum lætur. Og ekki er það ósennilegt, að al- menningur eigi eftir að kynnast ljósnemanum, þessu furðuverki tækninnar, sem vissulega hefði forðum daga verið mjög kennt við galdra, miklu nánar en orðið er, bæði á heimilunum og á vinnustöðvum hvers og eins. (Dagur) —TÍMINN, 19. ágúst Business and Professional Cards Phone 74-1855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnlpeg, Man. SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Gr&ham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimastmi 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN HofiS Höfn í huga Heimili sðlsetursbarnanno. Icelandic Old Folks’ Home Soc 3498 Osler St.. Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We Handle School Supplies We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccintant 505 Confederatlon Life Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanason 500 Canadian BanK of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln, Manitoba Eigandl ARNI EGGERTSON Jr. Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFTAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega penlngalán og eldsábyrgB, bifreiSaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 3.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson. Eggertson, Ðastin & Stringer Barristers and Solicitors 309 BANK Or NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONl 33-83*1 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Dtstributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET OfHce: 74-7451 Res.: 73-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Fhone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUTLDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Phone 14-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavllion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nen Johnson Res. Phone 74-6753 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SF.ALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-ÚÍ24 Gilbari Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk SELKRK METAL PRODUCTS Reykháfar. öruggasta ehlsvörn, og ávalt hreinir. Hitaelningar- rör. ný uppfynding. Sparar eldt- vlC, heldur hita frá ao rjúka út meC reyknum.—SkrlfiC, stmiC tll KF.LLY SVEINSSON (25 Wall St Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 8-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aii tts branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.