Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						LÖGBERG, FIMMTUDAGINNll. OKTÓBER 1956
Sólarsteinn, hinn eini sinnar
tegundar, fannst á Grænlandi
VÍKINGAR KUNNU SIGLINGARFRÆDI
Islendingar hafa löngum
brotið heilann um hver hafi
orðið endalok íslendinga-
byggðarinnar á Grænlandi.
Til skamms tíma hefir verið
um að ræða getgátur einar og
kafa ýmsar raddir verið uppi
í því ssambandi. Síðasta sigl-
ing, sem vitað er um frá
Grænlandi, var árið 1410.
Eftir það var sambandslaust
við Grænland til ársins 1605
að þrem dönskum skipum
tókst að ná þar landi. Þá voru
þar eingöngu Eskimóar. Vitað
er að Skrælingjar eyddu Vest-
Urbyggð árið 1379, en afdrif
Austurbyggðarmanna h a f a
verið mistri hulin. — Féllu
þeir einnig fyrir Skrælingj-
um, eða urðu farsóttir þeim
að aldurtila?
Fróðlegí erindi
Síðastliðin 10 ár hafa Danir
unnið að fornleifarannsókn-
um á Grænlandi. Einn helzti
forgöngumaður þessara rann-
sókna er cand. mag. C. L.
Vebæk, safnvörður í Kaup-
ftiannahöfn. Hann er nú
staddur hér á víkingafundin-
um og flytur fyrirlestur kl. 4
1 dag um helztu niðurstöður
i'annsóknanna.
Dönsk víkingahíbýli
•— Við erum sex frá Dan-
mörku, sagði C. L. Vebæk í
samtali við tíðindamann Mbl.,
"— þrír fornleifafræðingar,
tveir sagnfræðingar og einn
^alfræðingur. Fornleifafræð-
'ngurinn Thorkild Ramskou
fiytur erindi um byggingar-
háttu  víkingaaldar  í  Dan-
mörku. I Trelleborg á Sjá-
landi hafa fundizt margar
skálatóftir frá dögum víking-
anna. 1 Álaborg hafa fundizt
merkilegar grafir eins og skip
í lögun.
Lótusl úr bráðum sjúkdómi
— Þér hafið unnið að rann-
sóknum í Grænlandi?
— Já, við höfum u'nnið að
uppgreftri fornra húsatófta í
Austurbyggð. Einnig höfum
við grafið upp kirkjur og
klaustur, m. a. stórt nunnu-
klaustur frá 14. öld. Þá höfum
við rannsakað kirkjugarða og
fundið hópgrafir, þar sem
ægði saman ungum og göml-
um. Bendir allt til að fólkið,
sem þarna er jarðað hafi látizt
úr bráðum sjúkdómi, áþekk-
um svartadauða. Ýmsa merki-
lega hluti höfum við fundið á
Grænlandi.
Spónn úr rekaviði
Einn þeirra er skeið, skorin
úr rekaviði og rist rúnum.
Stendur á tveim stöðum á
skafti skeiðarinnar orðið
„sbon", á miðju skafti og á
enda.
Sólarsteinn
Annar gagnmerkur hlutur,
sem fundizt hefir er forn
„sólarsteinn", eða hluti af ein-
um slíkum, sem þó er úr reka-
viði.
Sólarsteina er getið í forn-
um heimildum íslenzkum. í
Flateyjarbók er minnzt á sól-
arstein og talið að með honum
sé hægt að finna sólarhæð
þótt loft sé skýjað. í Biskupa-
VINNUSOKKAR
MEÐ MARGSTYRKTUM TÁM  OG HÆLUM
NYLON
Beztu kjöi'kaup vegna
eniliiigar — auka-
Þa'Klnila — og auka-
Rparnaðar. Kntliiigar-
góðir IVnmans yiimu-
sokkar, al' stœrð €>g
Þ.vkt, s€'in tillK'yi'a
livaða \ innii sem er.
EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT
FRÆGT FIRMA SÍÐAN 1868
WSll-4
sögum er einnig getið um
sólarstein, en þar er hann tal-
inn næsta líkur öðrum stein-
um að útliti. I • bók eftir
danskan skipstjóra, Carl V.
Sölver, sem út kom 1954 og
heitir „Vestervejen, om Vik-
ingernes Sejlads", er góð
greinargerð um þessa sólar-
steina og notkun þeirra.
Leiðsagnarmenn
Sölver sýnir fram á, að með
þessum frumstæða útbúnaði
hafi sjófarendur til forna
getað mælt sólarhæðina og
reiknað út áttir. Telur hann
að sérstakir leiðsagnarmenn,
sem svo eru nefndir, hafi
kunnað til slíkra hluta. Þegar
siglingum fækkaði og kunn-
áttumennirnir féllu frá týnd-
ist þessi þekking.
Á ekki sinn líka
Sölver álítur að sólarsteinar
hafi, eins og nafnið bendir til,
úpphaflega verið .tilhöggnir
steinar, þar sem áttirnar voru
markaðar á hring steinsins.
Auðvitað var ekkert því til
fyrirstöðu að þeir væru gerðir
af öðru efni, eins og sá sem
fannst á Grænlandi. Þessi
hálfi sólarsteinn er hinn eini
sinnar tegundar, sem fundizt
hefir í veröldinni.
Leiðarsteinar
1 Hauksbók er talað um
leiðarsteina, sem siglt hafi
verið eftir. Er sagt að Flóki
hafi notað sér hrafnana vegna
þess að þá þekktu menn ekki
leiðarsteina.  Pólstjarnan  er
einnig nefnd leiðarstjarna til
forna. —
Elzti rennilás heimsins
C. L. Vebæk hefir til sýnis
margt fleira fágætra muna úr
Austurbyggð, eða öllu heldur
myndir af fágætum munum.
Ein þeirra er af elzta rennilás
heimsins. Hefir hann verið
þannig útbúinn, að í hvorn
jaðar fats hafa verið festir
vírhringir, en síðan dregið
saman með þræði, unz hring-
irnir lögðust hver yfir annan.
Hafa konur í Austurbyggð
krækt kjóla sína saman á hlið-
inni með þessum „renni-
lásum".
Forn vatnsleiðsla
Önnur mynd sýnir vatns-
leiðslu  í  íbúðarhús,  sem  er
haglega hlaðin úr grjóti.
Fyrsta vatnsleiðsla af þeirri
gerð var grafin upp í Bröttu-
hlíð.
I
íi
Kirkjan í Hvalsey
Þá eru myndir af trésverð-
um og spjótum úr hreindýrs-
hornum, og loks mynd af
hinni frægu kirkju í Hvalsey.
Veggir hennar hafa verið
hlaðnir úr grjóti, og standa
enn. Kirkja þessi er vel þekkt
úr gömlum íslenzkum annál-
um. Eins og áður segir var
síðasta sigling frá Grænlandi
árið 1410. Þeir sem þá komu
frá Grænlandi til Islands
höfðu setið brúðkaup, sem
fram fór í Hvalseyjarkirkju
árið 1408.           J. H. A.
—Mbl., 26. júlí
ölstofurnar
eru þegar
starfræktar
Kjósið þér aukinn aðgang að afcngi í bygðarlagi yðar?
Matsala
öl €>g vín
l>rykkjustofur
öl €>g vín
Drykkjustofur
öl, vín €>g
sterklr drykklr
(To€"ktailstofur
öl, vín og
sterkir drykkir
rabaret
öl. vín og
sterkir elrykkir
Ef EKKI setjið X gegnt "Against" ó seðli yðar
Sala öls og léttra vína	MEÐ	
í matstofum.	MÓTI	X
Sala öls og léttra vína	MEÐ	*.
í drykkjustofum.	MÓTI	X
Sala sterkra drykkja	MEÐ	
í borðstofum.	MÓTI	X
Sala sterkra drykkja	MEÐ	
í Cocktail stofum.	MÓTI	X
Sala sterkra drykkja	MEÐ	
við Cabarets.	MÓTI	X
		
Stafurinn X gegnt "Against" þýðir
•   Færri þjóðvegaslys
•   Minna um glæpi
•   Færri sjúkdómstilfelli
•   Minni peningar í vasa ölbruggarans
•   Minni freisting fyrir æskuna
•   Þverrandi upplausn heimila
MANITOBA-VÉR STÖNDUM VÖRÐ UM ÞIG
(Birt at5 tilhlutan Sameinuíu kirkjunnar I Canada)
(Manitoba  Conference  Loeal  Option  Committee)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8