Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1960
Hið eina skcld á Akureyri
Kaflar úr ritgerð eftir Örn
Snorrason, er biriist í blaðinu
DAGUR á Akureyri 30. marz
síðastliðinn.
Káinn á Akureyri
Ein öld er talsverður tími,
og enginn man nú svo langt.
Ekki ganga miklar sögur um
æskubrek Káins, en þó sagði
Friðrik Þorgrímsson mér, að
Káinn hefði snemma tekið að
búa til vísur. Kunni hann eina,
sem hann hafði lært ungur.
Tilefni vísunnar var það, að
Káinn var í vinnu hjá Höpfn-
er við að flytja brenni úr bát
upp í hús. Með honum vann
ungur piltur, Hannes Svein-
björnsson. (Fór menntaveginn,
dó ungur.) Fór Hannes sér víst
hægt, því að Káinn kvað:
Eftir vonum einkarsnar
er í brennivinnu
Hannes sonur Sveinbjarnar
og sómakonu Margrétar.
Var Káinn 12 eða 13 ára, er
þetta gerðist, og heldur Frið-
rik, að þessi vísa hafi ekki
verið prentuð áður.
Ævislarfið
Káinn flutti af landi burt 18
ára gamall, eins og áður segir,
og hann kom aldrei aftur.
Hann átti heima á sléttum
Norður-Ameríku í meira en
hálfa öld og stundaði erfiðis-
vinnu bæði í borg og sveit.
Sitt daglega brauð fékk hann
því fyrir styrk og snilld handa
sinna en ekki anda, og eru það
undarleg örlög fyrir slíkan
mann.
Ef einhver sér mig ekki vera
að moka,—
þetta orða þannig hlýt:
þá er orðið hart um skít.
Þannig lýsir hann sjálfur
lífsstarfinu.
Káinn tilheyrði því „hinum
vinnandi stéttum" á máli
þeirra atkvæðaveiðara, sem
enga telja vinnandi nema þá,
sem afla sér viðurværis með
líkamlegu erfiði.
En Káinn er frægur fyrir
sínar hugarsmíðar, og að þeim
vann hann kauplaust. Hann
var skáld, sem notaði upp-
skeruvinnu, kýr, brennivín og
alls konar daglegt amstur sem
yrkisefni. Getur nokkurt
skáld valið slík yrkisefni sér
til langlífis og öðrum til gleði?
Já, það gat Káinn, og hann
var einstakur í sinni röð.
Hann átti gullið, sem glóði,
húmorinn af hinni beztu teg-
und. Hann gerði sjálfum sér
og öðrum glatt í geði með
meinlausri kímni og gamni.
íslenzkur húmor
Við íslendingar eigum því
miður húmor af skornum
skammtí. Víð höfum eignazt
ýmsa húmorista, en tiltölulega
fáa. Okkur er alvara og hátíð-
leiki  eiginlegri  en  gamanið.
Hvort hörmungar fyrri alda
hafa gert okkur þannig — eða
þetta liggur djúpt í þjóðar-
eðlinu, veit ég ekki.
Kímni og húmor má kenna
á ýmsu, en þó mun það sann-
ast mála, að sá er mestur
húmoristinn, sem getur gert
gys að sjálfum sér.
Hverjir íslenzkir húmorist-
ar hafa gert það? Einungis
tveir, Þórbergur Þórðarson
og Káinn.
Húmor Benedikts Gröndals
komst aldrei á það stig. Hon-
um tókst allra manna bezt að
gera gys að öðrum, en sjálf-
um sér — nei; sjálfan sig tók
hann alvarlega.
Það er talið aðalsmerki
Skota, að þeir semja sjálfir
um sig gamansögurnar, Skota-
sögurnar alþekktu. Við ís-
lendingar erum svo viðkvæm-
ir fyrir eigin persónu, að við
myndum aldrei gera slíkar
sögur um sjálfa okkur, og ef
aðrir gerðu það, myndum við
stórmóðgast. Við erum enn þá
landar Sneglu-Halla, sem galt
hverjum sitt, greiddi keskni-
högg en þoldi engin sjálfur.
Bakkus gamli
Þeir, sem Káinn þekktu
bezt og um hann hafa ritað,
reyna ekki að fela þá stað-
reynd, að honum hafi þótt
sopinn góður. En þeir taka um
leið fram, að hann hafi einskis
manns virðingu né ást misst
af þeim sökum. En Káinn ger-
ir sig ekki betri en hann er,
og mikið hefir hann ort um
sjálfan sig og vínið.
Oftast þegar enginn sér
og enginn maður heyrir,
en brennivínið búið er,
bið ég guð að hjálpa mér.
Þessa bæn flytur Káinn á
torginu, en í hljóði mun hann
hafa beðið margra annarra
bæna, því að hann var maður
trúaður að eðlisfari og var
grafari í sókn sinni í mörg ár.
En það, sem hann sagði um
vínið, var þó stundum alvöru
blandið, því að Káinn sótti
gleði til Bakkusar og þóttist
ekkert betri en hann var.
Eitt sinn kvað hann, er hann
leit andlit sitt í spegli:
Æru þrotinn, þrútinn, blár,
þögull greipar spennir;
hæruskotinn,  grettur, grár,
glóðaraugum rennir.
Þessi vísa mun líklega hafa
orðið til að morgunlagi.
Öðru sinni leit Káinn í speg-
il og kvað:
Hans er lundin Ijúf og trygg,
í lófunum þó hann hafi sigg;
maðurinn líkist helzt ég hygg
hunda-dogg og svína-pigg.
Einn á báli
Káinn var alla ævi ókvænt-
ur, veit ég ekki hvað valdið
hefir. En ein vísan hans er
svona:
Heyri ég pilsa geystan gust,
grípur hjartað ótti.
Sú mér reyndist svikulust,
sem mér vænst um þótti.
Það er ekki ætíð auðvelt að
vita, hvenær húmorista er al-
vara og hvenær ekki, en ef
til vill hefir stúlka brugðizt
skáldinu, en það gerir úr öllu
gaman:
Að láta skáldin lúra ein, —
ljótur er það siður!
Þetta' er gamalt þjóðarmein,
því er ver og miður.
Og Káinn, orti vísu, sem
hann nefndi: Slys. Hún er
svona:
Um það gátu innlend blöð,
að einhver landi
hengdi sig í hjónabandi.
Skáld
Þau dæmi, er ég hef til
þessa tilfært úr kveðskap Ká-
ins, hafa ekki verið þau, sem
lengst munu lifa. Hér kem ég
með þrjú, sem ég skil ekki
að gleymist nokkurn tíma.
Einu sinni sem oftar, er Ká-
inn var fjósamaður, orti hann
þetta:
— Hala á kú ég hata að sjá
honum trúi ekki.
Heilabú mitt hann vill slá.
Halelúja segi ég þá.
Á meðan fengizt var við
mjaltir á íslandi verður þessi
vísa metin að verðleikum.
Og svo er það vögguvísan:
— Farðu að sofa, blessað
barnið smáa.
Brúkaðu ekki minnsta
fjandans þráa.
Haltu kjafti, hlýddu og vertu
góður.
Heiðra skaltu föður þinn og
móður.
Þessi vísa hafði m. a. þau
áhrif, að þeir, sem sömdu
biblíusögur þær, sem nú eru
kenndar b ö r n u m , breyttu
orðalaginu á 4. boðorðinu! Og
hvað er að segja um vöggu-
vísu Kiljans í svipuðum
anda? Er hún ekki hálfgerð
stæling á vísu Káins?
Að lokum er hér kvæðið
„Við útförina", sem er aðeins
tvær vísur:
— Ég held þú mundir hlæja
dátt með mér
að horfa á það, sem fyrir
augun ber.
Þú hafðir ekki vanizt við
það hér,
að vinir bæru þig á höndum
sér.
En dauðinn hefir högum
þínum breytt
og hugi margra vina til þín
leítt;
í trú og auðmýkt allir
hneigja sig,
og enginn talar nema vel um
þig-
Ævilok
Káinn varð maður gamall,
einu ári betur en hálfáttræð-
ur. Sagt var, að hann hefði
enga óvini átt, aðeins vini.
Hann hafði þó ort skammar-
vísur, en hann meinti bara
ekkert með þeim. Hann dó
svo með bros á vör 25. okt.
1936.  Útfarardaginn var öll-
um skólum lokað í íslend-
ingabyggðum í Norður-Da-
kota. Bæði Lögberg og Heims-
kringla minntust Káins í rit-
stjórnargreinum. 1 öðru blað-
inu er hann m. a. kallaður
mannvinur og skáld. Fyrir-
sögn hinnar greinarinnar var:
„Hver gerir oss nú glatt í
lund?"
Páskar \ Wynyard 1960
Svo birtuhrein hin bláa festing er
og blíða sólskin streyma um veröld fer,
á breiðum himni ekki skugga ský,
og skrautklædd jörðin fagnar ung og ný.
Það gleymist skjótt hve langur vetur var,
og veðragrimmdin stranga þjáning bar,
en er sem lífið vakni af værum blund,
er vorið boðar upprisunnar stund.
Hve unaðsríkt að sitja sólskins stund
og sjá er jurtin rís úr frjóvgri grund,
það er sem jörðin svelgi sólarveig,
og sérhver blómrót þrútni við hvern teig.
Og grösin kollum hneigja hægt og lágt,
sem hreyfð þau séu af moldar andardrátt,
en angan stígur upp frá gljúpri rót,
er ilmar jarðar sældin himni mót.
Eg veit að fæ ei sungið sólar ljóð —
En sæludjúp er þessi kærleiksglóð,
er bræðir ís og burtu snjóinn þvær,
svo blóm og jurt farveg þeirra grær.
Eg hrifinn stend er gróður gægjast fer,
úr grund er frosin lá og kulda ber,
þar máttug Guðshönd vinnur verkin sín,
og vorsins morgun, páskahátíð mín.
T. T. Kalman
NOW!
is the time
to pay your
M.H.S.P.
premiums

Hvar
Hvenær
þann
•  íbúar sveita á sveitaskrif-
stofu yðar.
•  íbúar í Local Government
Districts, til yðar Local
Government District.
•  íbúar í Unorganized Terri-
tories, borga beint til The
Manitoba Hospital Services
Plan, 116 Edmonton Street,
Winnipeg 1, Manitoba.
eða fyrir 31. maí 1960
Ef að einhver greiðir ekki allt
spítalagjald sitt þann eða fyrir
31. maí 1960, á hvorki hann eða
áhangendur hans, ef nokkrir
eru, tilkall til spítalaaðhlynn-
ingar fyrir tímabilið númer 2,
fyrr en að mánuði liðnum eftir
að iðgjaldið hefir verið greitt.
.... Borgið í reiðum pening-
um—gerið svo vel og framvísið
iðgjaldatilkynningunni.
Með pósti—sendið iðgjaldatil-
kynninguna ásamt ávísun yðar
eða póstávísun.
Gerið svo vel og lesið bak-
síðu iðgjaldatilkynningar yðar
Fullkomnar upplýsingar.
THE MANITOBA HOSPITAL
SERVICES PLAN
V16 EDMONTON  STREET  WINNIPEG  1   MANITOBA
Dr  G.  Johnson,        G.  I   PUki
Mirn .iit                  Commi
Hvernig.
59-C
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8