Alþýðublaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 5
ÞJÓBVILJINN hefur undan- farna daga haldið uppi hat- römmum árásuni á forustu- menn Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur, þá Ragnar Guðleifsson, formannfélagsins, og Ólaf Björnsson, formann Sjómannadeildar félagsins. Er ástæðan sú, að Ólafi og öðrum fulltrúum sjómanna á Suður- nesjum tókst að ná samkomu- lagi við fulUrúa útvegsmanna á Suðurnesjum um verulegar kjarabætur fyrir sjómenn, en jiað samkomulag samrýmdist ekki hernaðaráætlun kommún- ista í deilunni. Alþýðublaðið átti í gær tal Við Ólaf Björnsson, formann Gjomannadeildarinnar um þessi mál. Fer viðtalið hér á eftir: Þið fenguð heimsókn á fund ykkar í Keflavík, er þið rædd- uð samningana á dögunum? Já, Hannibal Valdimarsson og nokkrir aðrir kommúnistar komu á frmdinn til þess að telja sjómenn af því að samþykkja samkomulag það, er náðst haíði. Á fundinum ræddu þeir Hanni- þal og félagar hans um nauðsyn á samstöðu, auk þess, sem þeir fóru með vísvitandi ósannindi eins og t. d. það, er Tryggvi Helgason sagði, að fundur út- gerðarmanna í LÍÚ hefði sam- þykkt að reynt skyldi að ná sér samningum á Suðurnesjum. Mér dettur í hug í þessu sam- foandi, sagði Ólafur, að 3. jan. 1958 felldu sjómenn í Keflavík samningsuppkast og sam- þykktu að standa með sjómönn um í Reykjavík og á Akranesi. Daginn eftir kom Lúðvík nokk- ur Jósefsson suður til Keflavík- ur að máli við forustumenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur til þess að reyna að lokka þá út úr þessari samstöðu. Forseti ASÍ, Hannibal Valdi- marsson, lét þá fara vel um sig f ráðherrastóli og sá enga á- stæðu til þess að koma og brýna það fyrir sjómönnum að hafa samstöðu Hinn sami Lúðvík Jósefsson fór í sömu erinda- gerðum upp á Akranes og enn sá forseti ASÍ enga ástæðu til þess að hefja herferð í því skyni að eggja menn lögeggjan til samheldni. Varð endir samn Snganna sá, að með ósannindum tókst Lúðvík þá að kljúfa Kefla VÍk og Akranes frá sjómönnum annars staðar og ótrúlegt þyk- ir mér, að allt það mál hafi far- ið framhjá þáverandi og núver- andí forseta ASÍ. Og það þarf ekki að taka það fram, að með kommúnista í ríkisstjórn þá reyndist auðvelt að ná samning um fyrir sjómenn í Vestmanna- eyjum, að ég nú ekki tali um Austfirði og Norðurland. Hvað viltu segja um aðdrag- anda samninganna á Suðurnesj um? Á fundi, er haldinn var á ný- ársdag mættu stjórnin félaga þeirra, sem aðild áttu að sam- komulaginu, er gert var. Sam- þykkti fundurinn einróma að Suðurnesjafélögin skyldu taka upp sérsamninga, ef tilboð þar um kæmi frá viðkomandi út- gerðarmönnum. Voru á þessum fundi fulltrúar úr öllum stjórn- málaflokkum. Þjóðviljinn held ur því fram, að ég hafi í samn- Ólafur Björnsson, inganefnd sjómannasamtak- anna innan ASÍ ekki gert neinn ágreining. í fundargerðarbók nefndarinnar kemur fram hið gagnstæða og er því óþarfi að ræða það má meira. Mín skoðun er sú, að sann- gjarnar kröfur eigi að gera burtséð frá því hvaða ríkis- stjórn situr við völd hverju sinni og síðan eigi að gera samn inga er tryggi hag sjómanna, bæði varðandi aflahlut og sem minnst vinnutap. Og ég vil að- eins segja þetta við Suðurnesja menn: Reiknið þið sjálfir út, hvern hlut nýju samningarnir gefa og berið það saman við uppgjörið frá í fyrra. Látið þá útkomu síðan ráða afstöðu ykk ar til samninganna. Hjartnæmt tal Hannibals & Co. þarf ekki að taka alvarlega, því samband- ið milli tungunnar og hjartans er ekki svO náið hjá þeim. Þess eru dæmi á hverju strái. Geturðu sagt okkur eitthvað á samningsuppkastinu? Já, ef málið er skoðað frá sjónarhóli sjómannanna sjálfra verður útkoman þessi: Miðað við 11 manna áhöfn á bát á línuveiðum, fœr hver mað ur 2,55 % af afla samkvæmt samningsuppkastinu, en í fyrra voru það 2% af afla á mann. Eitt tonn af línufiski, óslægöum þorski, mundi samkvæmt því nú gefa 68.08 kr. plús orloí. Sama aflamagn miðað við skipti 1960 og fiskverð 1961 mundi gefa 53,40 plús orlof, en miðað við fiskverðið í fyrra og skiptin þá, er útkoman 46 kr. plús orlof og geta sjómenn þá borið saman útkomuna þá og nú, verði samningsuppkastið samþykkt. Á netabátum eru yfirleitt 10 menn á bát í Keflavík. Ekki er gott að slá neinu föstu um það hver skiptin verða í verðflokka á netaveiðunum, en eftir minni reynslu frá síðustu vertíð ættu % hlutar að vera Lifandi fiskur og fara í fyrsta flokk. í þriðja flokk mundi fiskurinn ekki fara nema veður hamlaði veið- unum að mun. Mundi ég gizka á að eftirfarandi kæmi út úr einstökum verðflokki: (Miðað við óslægt án orlofs). Bezti netafiskur kr. 64,68 í hlut, annars flokks netafiskur kr. 58,28 í hlut og þriðja flokks netafiskur kr. 42,28 í hlut. Þjóðviljinn hefur haldið því fram, að Ragnar Guðleifsson hafi stjórnað samningagerðinni. Það eru alger ósannindi. Ragnar hefur ekkert unnið að samningunum fyrr en þeir voru um garð gengnir. Þjóðvilj irin verður því að þessu sinni að láta sér nægja að rægja mig. Já, veí á minnst. Þjóðviljinn var eitthvað að blanda báta- kaupum þínum inn í samninga- gerðina. Hvað viltu um það mál segja? Ja, Þjóðviljinn hefur gert mikið úr því að kalla mig út- gerðarmann. Af einhverjum á- stæðum hefur blaðíð ekki rætt eins mikið um útgerðar- mennsku Tryggva Helgasonar, sem einnig hefur verið í samn- inganefnd sjómanna, en hefur hann þó fengizt mun meira við útgerð en ég. Gerði Tryggvi út 100 tonna bát, er hann átti einn á sama tíma og ég átti Va í 26 tonna bát. Hvorugur okkar á hins vegar bát nú. Hitt er rétt, að ég hef undanfarið unnið að því að eignast nýjan bát ásamt öðrum, 34 tonna bát (ekki 42 tonna eins og Þjóðviljinn segir) Segir Þjóðviljinn á forsíðu í gær, að ég sé búinn að fá ríkis- lán til bátakaupanna, en ég er Framh. á bls. 15. Bráðarbirgðalög um lánamál. . . Framh'ald af 1. síðu. Áður en lán er veitt, skal fara fram nýtt mat hinna veð settu eigna, þar sem þær skulu metnar til endurkaupsverðs að frádregnum afskriftum, er miðist við rýrntm eignarinnar frá því að hún varð til. 3. gr. Telji stiórn stofnlánadeild- arinnar, að fengnum tillögum frá viðskiptabanka umsækj- anda, þörf á sérstakri athugun á fiárhag umsækjanda, áðúr en unnt verði að 'afgreiða lán- beiðni frá hoiium, getur hún tilkynnt það skiptaráðanda, Oor er þá hvers konar kyrrsetn ing eða aðför -vegna skuld- bindinga lánbeiðanda óheimil á hendur honum og ábyrgðar- mönnum hans, þangað til láns umsókn hefur verið afgreidd, þó aldrei lengur en til 31. des ember 1961. Eigi verður bú1 hans heldur tekið til gjald- þrotaskipta á því tímabili. Frá því stofnlánadeild hefur sent ofangreinda tilkynningu til skiptaráðanda og þar til lánsumsókn hefur verið' af- greidd, þó ekkí lengur en til 31. desember 1961, má Iánbeið andi ekki selja eignir sínar umfram venjulega afurðasöla og ekki veðsetja þær n«ma fyrir nauðsynlegum rekstrar- lánum og yfirleitt ekki gera neinar þær ráðstafanir, eff veruleg áhrif geti haft á efna hag hans. 4. gr. Lánveitíngar samkvæmt lö-g um þessum skulu háðar ákvæð um laga nr. 41/1946, þó ekki ákvæðum 3.—11. greinar. í reglugerð, sent ráðherra sá> sem fer með bankamál, gefur út að fengnunt íillöguitt stjórnar stofnlánadeildarinnar, skal setja nánari reglur um lánskjör og önnur atriði, effir því sem ástæða þykir til. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildii. Gjört í Reykiavík, 5. jan. ’61. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON (L. S.) Gylfi Þ. Gíslason. 1 Björgvin Guömundsson, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON tónskáld lézt í fyrrinótt í sjúkrahúsinu á Akureyri, nær sjötugur að aldri. Björgvin var söngkennari Menntaskól- ans á Akureyri og barnaskól- ans þar. Hann var eitt afkasta mesta tónskáld, sem íslenzka þjóðin hefur átt. Björgvin Guðmundsson. fæddist árið 1891 á Rjúpna- felli, í Vopnafirði. Hann stund aði nám við Royal College of Music i London og útskrifað- ist þaðan. Hann bjó í mörg ár í Kanada og stjórnaði þar mörgum kórum. Hann samdi þar mörg tónverk. Rjörgvin fluttist aftur til íslands og gerðist söngkennari Menntaskólans á Akureyri og barnaskólanj þar árið 1931. Björgvin stofnaði Kantötukór Akureyrar 1932 og stjórnaði honum um 25 ára skeið. Hann stjórnaði fleiri kórum á Akur eyri og var organleikari Matt- híasarkirkju. er látinn Af verkum Bjöfgvins má nefna kóralVerkin Friður á jörðu, íslands þúsund ár, Til komi þitt ríki, Örlagagátan og Strengleikar. Hann hefur einu ig samið óhemju af kórlögum og eins'öngslögum ásamt fjöl- mörgum lögum fyrir píanó og orgel, Þá samdi Björgvin leik- ritið Skrúðsbóndinn. Björgvin var kvæntur Hólm fríði Jónsdóttur frá Rivertoa í Manitoha. Þau áttu eina dótt ur, Margréti. Björgvin Guðmundsson vair heiðursborgari Akureyrarkaup staðar. Adenauer 85 ára Bonn, 5. jan. (NTB). Adenauer kanzlari V-Þýzka- lands varð 85 ára í dag. Barzt honum fjöldi heillaskeyta. Alþýðublaðið > vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- encla í þessi hverfi: Laufásveg Afgreiðsla Alþýðublaðsins. — Sími 14 900. Alþýðublaðið -— 6. janúar 1961 IJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.