Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 13
Jón iSigurðsson bassaleikari á alnafna, er semur dægurlagatexta. SIÐAN Ritstjóri: Haukur Morthens. íslenzkir tónsmiðir hafa ekki verið fljótir að fá viður- kennrngu fyrir tónsmíðar sín ar, en samt er tónlisti sú list, sem á mestum visældum að fagna hjá almenningi. Og hef ur því tónsmiðum verið auð- veldara að vekja á sér athygli en öðrum lrstamönnum, en með því skilyrði samt að þeir hafi túlkað tóna, er vekja al- menna tónlistar hæfni. Sá maður, er hér um ræðir, er einn þeirra yngri nxanna er þrýtur sér braut með því að fara nýja leið í tónlistina hér á landi og semur modérne jazztónlist, cn umræddur maður hefur leikið jazz og klassíska tónlist jöfnum hönd um um langan tíma og heitir Jón Sigurðsson, bassaleikari, fæddur 14. marz 1932 að Söndum við Dýrafjörð. Jón Sigurðss. bassaleikari febrúar 1961 voru tekin upp hjá útvarpinu seint á árinu 1959 og heita „Look out“, hratt, skrifað fyrir nýstofn- aðan Orion Kvintett og var lagið fyrst flutt í Breiðfirð- ingabúð 1957, Temprano, frekar hægt, skrifað fyrir blásturshljóðfæri með strengjasveit, skrifað 1953 og þá fyrst flutt af KK-sextett inum. Penguen skrifað 1954 og tileinkað og leikið-fyrst í Osló af D. K. sextettinum hjá norska jazzklúbbnum Pen- guen. Jón var gerður að .heið- ursmeðlimi í Penguenklúbbn hefur gert en Jón Sigurðsson, bassaleikari hefur engan á- huga á að honum sé þakkað fyrir textana eða lögin sem nafni hans hefur gert. ViU að eins halda sínu nafni fyrir sig og vinna að sínum hugðar- efnum sem Jón Sigurðsson bassaleikari. Þeir sögðu Magnús Bl. Jóhanns son píanóleikari og tónskáld sagði að isér hefði þótt gaman að mörgu í tónlist Jóns Sigurðssonar, en þó hefði sér þótt Fúgan bezt, leinkar vel gerð og vel unnin. Einnig fannst honum kvartett inn ágætur þó hefði, gætt utanað komandi á hrifa. Það var fyrir átta árum, að Jón Sigurðsson bassaleikari hóf leik með KK-sextettinum. Hér er mynd af hinum vinsæla sextett og söngkonunni Díönu Magniísdóttur. Jón hóf hljóðfæraleik 1948 með kvintett Moraveks í Tí- voli. Var þar um sumarið. —■ Jón hóf nám í Tónlistaskól- anum 1947 í bassaleik. Kenn ari hans var Einar Waage, —* var hann hjá honum í 2 ár. Seinna hóf Jón nám í tón- fræði við Tónlistarskólann og var kennari hans Jón Þór arinsson, tónskáld og Jón Nordal. Var Jón við tón- fræðinámið í þrjú ár, frá 1952—1955, hætti hann þá námi. Á þessum árum samdi Jón Sigurðsson kvartett fyrir, fiðlu, klarinettu, kontrabassa og píanó og er það eitt af stærri verkum, sem Jón hef ur samið. Jón Sigurðsson samdi einnig 6 lög í léttum modemjazzstíl fyrir hljóm- sveitir, er hann hefur leikið með. Voru þessi lög flutt í ríkisútvarpið nýlega og vöktu verðskuldaða athygli áhuga manna fyrir modem tónlist í jazzstíl. Á útvarpið þakkir skilið fyrir að gefa ungum manni möguleika á að flytja verk sín, en hér var líka urn skemmtilegt og einstakt at- riða að ræða. Lögin sem flutt voru 7. um fyrir þetta lag. Motiv skrifað sem saxófóneinltiks- lag, leikið fyrir af Gunnari Ormslev 1954. Cool Bresse, hratt jazzlag, sem Jón samdi sérstaklega og sendi til flutn ings fyrir „World Jazz Festi- val“ f Bandaríkjunum, en þar voru flutt lög frá ýmsum lönd um. Fékk Jón nijög góð um- mæli frá jazzistum í Banda ríkjunum fyrir þetta lag- Þá var það lítil Fúga, var hún skrifuð sérstaklega fyrir þetta útvarpsprógramm. Kristján Kristjánsson stjórnaði hljóm sveitinni, en lögin öll voru í útsetningu höfundarins Jóns Sigurðssonar. Jón hefur leikið með K. K. sextettinum í átta ár og symfóníuhljómsveit- inni í tíu ár. Þá hefur hann útsett fyrir ýmsar hljóm- sveitir og þá mest það sem K. K. hefur flutt. Útsett einn ig lög fyrir hljómplötuflutn- ing fyrir hljómplötufyrirtæk ið Drangey. Jón Sigurðsson er svo heppinn eða óheppinn að eiga alnafna er semur dægur lagatexta og lög, en sá Jón Sig urðsson sem er bankastarfs- maður daglega, er einkar vin sæll fyrir þá hluti, sem hann Kristján Kristjáns- son hljómsveitarstjóri sagði að sér hefði þótt gaman að hafa fengið tækifæri til að stjórna þessari tónlist Jóns Sig 'urðssonar. K. K. lætur ánægju sína í Ijós með að útvarpið skuli hafa veitt Jóni tækifæri til að flytja tónlist sína, Óg vonar lað útvarpið gefi öðrimi ungum ís- lenzkum tónsmiðum tækifæri að flytja verk sín. Þá segir K. K. að lokum að Jón Sigurðs son gæti áorkað miklu meiru ef hann væri ekki svona upptekinn við að vinna sér fyrir daglegu viðurværi og leika og útsetja dans- músik. Alþýðublaðið — 18. febr. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.