Fréttir

Tölublað

Fréttir - 22.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 22.06.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ Fréttir koma ekki út á morg-un (sunnudag) vegna stór-tilþrifa í vélasal prentsmiðjunnar. ^byrgðarmdvitunðin. í raun réttri verður enginn að manni fyrri en ábyrgðarmeðvitund hans er fullþroskuð. Einatt er þess langt að bíða og misjafnlega eru menn bráðþroska í því sem öðru. Enginn verður mikilmenni, nema því að eins, að þessi sálarhæfileiki hans sé óvenju mikill og sterkur og allar gerðir hans séu á honum bygðar. Gott og voldugt þjóðfélag getur því að eins myndast, að ábyrgðar- meðvitund einstaklinganna í því sé sem öflugust. Hún skapar rétt- læti, festu í ráði, framkvæmdir, skyldurækni, löghlýðni, sannleiks- og ættjarðarást. Mestu varðar þó, að ábyrgðar- meðvitund þeirra sé sterk, er með löggjafar- og framkvæmdarvald þjóðfélagsins fara. Ábyrgðarmeð- vitund stjórnmálaleiðtoganna er þar þyngst á metunum. Því að heill og hagur þjóðfélagsins hvílir á henni, ekki að eins heill þess á líðandi stund, heldur og ham- ingja þess og frelsi á komandi árum og öldum. Svo er einmitt ástatt með þjóð vorri nú á þessu ári, að vel má svo til bera, að komandi kynslóðir hennar eigi frelsi sitt og sjálfstæði undir aðgerðum þeirra, er nú eru forsvarar, fulltrúar og löggjafar þjóðarinnar. Og þá reynir eigi hvað sizt á ábyrgðarmeðvitund þeirra, er falið «r af þinginu sérstakt umboð til þess að vera málsvarar réttar vors og samningamenn um hin mikil- vægustu málefni vor við Dani, er nú leita samninga við oss. Þeim er fyrir miklu trúað, þeir eru lærðir vel og vitsmunamenn, og fyrir því hlýtur ábyrgðarmeð- vitund þeirra að vera sterk, því að góðan vilja þeirra má enginn í efa draga, er þeim er sýnt slíkt traust. Væntir nú þjóðin öll af þeim sem og af öllu alþingi voru, að á slíkri alvörustund, sem nú fer í hönd, verði meðvitund þeirra um Það, að frelsi íslands og fullveldi er 1 c*byrgð þeirra, yfirsterkari öllum fornum væringum og deilumálum, Símfréttir. Khö/n. 21. júní kl. 11 10 árd. frá SBÍurvígstSIvunum. Ákafar orrustur eru enn háðar við Piava. yiusturriki - Ungverjalanð. Voðalegt neyðarástand er af matvælaskorti í Ungverjalandi. Pjóðverjar miðla Austurríkis-mönnum mat- björg. Þingvallaferðir eru byrjaðar, fyrsta áætlunarferð í næstu viku. Finnið mig á Nýja-Land sími 367, eða heima, Laugaveg 50 sími 695. Magnús Skaftfeld. Guðmundur Friðjónsson flytur erindi: í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði á sunnuda^Hkvöld lcl. 9. Aðgangur kostar 50 aura. flö5U-meðalið filodermiri er bezt. Einnig hef ég Brilliantine í glösum, Kristol. Briiiiantine í túpum. Hárvax,: Stálvír-kamba. Alúnsteinar fást hvergi nema lijá mér á I iakarastofunni Pósthússtræti 11 Ey j ótí ur| Jónssou. , öllum flokkaríg, allri síngirni og sérstæðislöngun, en þeir verði samtaka í alvöru og eindrægni um það eitt, er ábyrgðarmeðvitund þeirra telur hyggilegast, réttlátast og hamingjudrýgst þjóðinni í bráð og lengd. Fyrirspurn. Er leyfilegt að selja svokallað „roramkonfekt44 börnum og full- orðnum? Og ef þetta er leyfilegt, er það þá gert til þess að koma börnunum á bragðið nógu snemma, og enn fremur til þess að kveikja löngun í vín hjá þeim, sem veikir eru fyrir freistingunni? Eg spyr þessa af því að mér þykja það dálítið einkennilegar aðfarir í bannlandi, að slík vara sem „rommkonfekt“ er, skuli vera boðin og seld opinberlega í búðum og á opinberum stöðum, t. d. á íþróttavellinum núna 17. og 19. júní. Lögreglan virðist ekkert skifta sér af þessu athæfi, og álítur það kannske sjálfsagt. En auðvilað er nú lögreglan hérna það furðuverk, sem víst fáir með heilbrigðri skyn- semi geta botnað í. Kaupandi Frélta. Svar. Fyrirspurn þessari leyfum vér oss að beina til lögreglustjóra, að því er fgrri lid hennar snertir. Sala þessi, er fyrirspyrjandi get- ur um, hefur fyrir löngu vakið réltmœta gremju allra góðra manna, eigi sízt mœðra, er ant er um börn sín. Vér teljum brýna og beina skyldu hins opinbera að rannsaka slík mál sem þessi, þar sem hér er óhæfa höfð í frammi á almanna vit- orði, þótt eigi komi sérstök formleg kæra yfir. Myndi lögreglan láta slíkt til sin taka í hverju öðru siðuðu landi, ef ólöglegt er, sem vér verðum að telja, þangað til oss verður sannað hið gagustæða. Ritstj.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.