Fréttir

Tölublað

Fréttir - 18.07.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 18.07.1918, Blaðsíða 4
4 FRETTIR enganveginn skoðast sæmilegir full- trúar þjóðar sinnar. Nú bíða menn með mikilli eftir- væntingu eftir skýringu þessara tveggja erlendu ræðismanna á því, með hvaða rétti þeir þykjast geta pantað og flutt inn áfengi á bak við íslenzk stjórnvöld, svo skýr sem fyrirmæli laganna eru viðvíkj- andi þessu. Hvað er í fréttum? Hundrað daga þingið mun það þing verða kallað, er nú er lokið í dag. í gær varð eigi af þinglausnum eins og gert var ráð fyrir. Samninga-nefndirnar luku störfum sínum í morgun og samþyktu frumvarp til sam- bandslaga fyrir ísland og Dan- mörku, er þær höfðu orðið ásáttar um. En ekkert verður birt um efni þessa frumvarps fyr en danska nefndin er komin heim til sín. — Leggur hún af stað héðan í nótt með Fálkanum. Gasstöðin framleiðir nú lítið af gasi, enda er það ekki notað að mun, að eins nokkuð til suðu um miðjan dag- inn og á kvöldin. Framleiðslan er nú að jafnaði um 200 rúmmetrar á sólarhring. Sumarið 1914 var hún hér um bil sex sinnum meiri. í vetur er leið var gasframleiðslan um 1000 rúmm. á dag, en þá var gasið notað jafnframt til ljósa. I meðal-ári mun vetrarframleiðslan vera nálægt helmingi meiri. Hæst hefur hún komist upp í 2800 rúmm. á dag. Samlögð pípulengd gasveitunnar um bæinn, reiknuð að gasmælum í hverju húsi, er áætluð rúmlega 25 kílómetrar. „France8 Hyde“. Af skeytum sem frá Englandi hafa borist má ráða, að skipið sé að fara frá Englandi áleiðis hingað, eða jafnvel farið. Böknnarofninn í gasstöðinni er nú verið að byggja, og hann það langt kom- inn, að ætla má að hann geti orð- ið notaður um næstu mánaðarmót. Mun bærinn reka brauðgerð þar inn frá upp úr því. Hafa verið keypt ýms nýtízku-tæki, svo sem hnoðunarvél o. fl. er síðar mun verða frá sagt. Verður að sögn eingöngu lögð stund á rúgbrauða- gerð, að minsta kosti fyrst um sinn. Kveðju-samsæti norræna stúdenta-sambandsins fyrir Sigfús Blöndal verður í kvöld í Iðnaðarmannahúsinu í litla saln- um uppi, og hefst kl. 9. Kappleikurinn milli Fram og Vals í gærkvöldi fór þannig, að Fram vann með 4 mörkum á móti engu.' Borg mun flytja austanþingmenn til Seyðisfjarðar á leið sinni til Eng- lands um eða eftir helgina næstu. Fossanefndin mun hugsa til að takast ferð á hendur til Noregs og Svíþjóðar með Botníu næst. (JulIfOSS er kominn til Halifax. Sterling er á Akureyri i dag. Skjöldur fór upp í Borgarnes í dag auka- ferð kl. 11. Með honum fóru þing- mennirnir Ólafur Briem, Guðm. Ólafsson. Stefán í Fagraskógi, Pétur Ottesen, Þórarinn Jónsson, Pétur Pórðarson og Guðm. Hannesson prófessor. Pinglausnir fóru fram kl. II1/* í dag. C. Hage verzlunarmálaráðherra heldur veizlu á»Islands Falk«íkvöldkl.6V2. Munu þar verða ráðherrarnir ís- lenzku, samninga-nefndirnar o. fl. Xil leigu fyrir einhlevpa stofa með sérinngangi; húsgögn fylgja ef óskað er. Upplýsingar í síma 660. Kaupakonu sem bæði kann að slá og raka og líka að mjólka ær, vantar á gott heimili i Dala- sýslu. Hátt kaup í boði. Finnið húsráðanda á Laugaveg 54 B eigi síðar en kl. 5 e. h. á föstudag. Auglý$iriÉum í Fréttir er veitt móttaka í Litlu búðinni í Pingholtsstræti þegar af- greiðslu blaðsins er lokað. Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fékst hann. Nýtt inn í landið! Hinar heimsfrægu »DELCO-LJÓSVÉLAR«, sem brenna steinolíu og búnar eru til af verksm. The Domestic Engineering Company eru nú komnar hingað til landsins og fást aðeins bjá Sigurjóni Péturssyni — Hafnarstræti 18. t Allar stærðir af mótorum til ýmiskonar framleiðslu — bæði í hús og skip —■ o. m. fl. — Skrifið eftir upplýsingum til umboðsmanns »DE LCO«-ljósanna á íslandi. Sigurjón Pétursson — Hafnarstræti 18. Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg Guy Boothby: Faros egypzki. 240 brjóst. Hann benti inér að fylgja sér eftir, og fór með mig yfir um hvelfinguna sömu leið sem hann hafði komið. Gekk eg á hæla honum og fórum við um feiknamikil súlna- göng, en’1, allar voru súlurnar þaktar helgi- rúnum. Komum við að síðustu inn í annan garð og var þar niðamyrkur og svo einmana- legt, að mér félst hugur við hvert fótmál. Þegar leiðtogi minn var kominn í miðjan garðinn, nam hann staðar og skipaði mér að standa þar kyr. Hlýddi eg því og gekk hann þá einnig á burt, en ekki var mér unt að greina í hverja átt hann fór. Þegar hér var komið, held eg, að eg hefði látið Faros eiga sig, og farið sem skjótast burt úr þessum rústum og til skips aftur — ef mér hefði verið það mögulegt, en þarna varð eg nú að vera, vegna þess sem á undan var gengið, og eg hef þegar sagt frá, og að minsta kosti er það óvíst, að mér hefði tek- ist að sleppa burtu, því að öldungurinn kom aftur að vörmu spori. Hafði hann þá blys með sér og sagði mér að fylgja sér eftir. Gekk eg þá þvers yfir garðinn með honum og komum við loks inn í lítið musteri, sem hlýtur að hafa verið æðilangt frá aðalsúlna- portinu, sem við gengum fyrst inn um. Þegar hann var kominn alveg að musteris- gaflinum, laut hann niður, sópaði sandinum. 241 sem þar var, frá með hendinni og þrýsti á leynifjöður eða tók í einhvern málmhring, því að eg heyrði glögt, að glamraði í járni við gólfhellurnar. Snerist þá ein hellan um sjálfa sig og seig niður, en eftir stóð álnar- stórt op, og þegar eg gætti að, sá eg, að þar lágu tröppur ofan i dimman og djúpan kjall- ara. Gekk öldungurinn þar ofan og eg á eftir honum, því að eg þóttist vita, að svo væri til ætlast. Tröppurnar voru fleiri en eg hugði, og hafa höftin líklega verið eitthvað um fimmtíu talsins. Þegar niður var komið, sá eg, að eg var staddur í einhverri neðanjarðar- hvelfingu. Haglega skornar súlur héldu hvolf- þakinu uppi og allir voru veggirnir þaktir málverkum, óskemdum að öllu Ieyti. Ekki er mér hægt að segja, til hvers þessi hvelfing hefur verið notuð í fyrndinni, en það var auðráðið af myndunum og eins af því, hve erfitt var að finna aðganginn að henni, að hún var að einhverju leyti í sambandi við hina leyndardómsfullu helgisiðu Ammons- dýrkunarinnar. Þegar við vorum komnir í miðja hvelfing- una, sneri öldungurinn sér við og ávarpaði mig: »Útlendingur«, mælti hann með djúpri og drynjandi rödd. »Vegna hlutdeildar þeirrar, sem þér er fyrirhugað að eiga í hefnd guð- 242 anna, þá hefur verið svo ákvarðað, að þú skulir fá að skygnast í suma leyndardóma þessa helga staðar, slíka sem enginn af þínu kyni eða þjóðflokki hefur nokkru sinni séð né heyrt. Óttastu ekki, að þér verði mein gert, því að stórmenni Egyfta halda hendi sinni yfir þér og munu vernda þig. Fylgdu mér eftir!« XIII. Pegar eg nú á að fara að lýsa því sem fyrir mig bar, eftir að öldungurinn hafði mælt þessi orð, þá óttast eg, að frásögn mín muni þykja undarlegri en svo, að hún verði tekin trúanleg. Síðan við fórum af skipinu hafði alt, sem fyrir augun bar, verið eitthvað svo einkennilegt og ótrúlegt, liggur mér við að segja, að eg var orðinn eins og hálfringlaður og gat með naumindum áttað mig á þvi- Eg var að brjóta heilann um það, hvernig á því gæti staðið, að allir þeir Egyftalands- fræðingar, sem rannsakað höfðu musteri þet^a alt frá dögum Napóleons, skyldu aldrei haf» rekist á þessar hvelfingar. En eg var sano- færður um, að svo befði ekki verið, því þá hefði Iítil ástæða verið til að halda þein» eins leyndum og eg sá að gert var. Auk

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.