Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Fréttir. Rosta 5 anra eiutakið i lausasöla. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á uiánuðl. A.wg’lý'Hinga.'verö: 50 aura faver centimeter í dálki, miöað við fjórdálka blaðsíður. Aígreiðsla í Austur- strsetl 17, sími 331. Yið anglýslngum er tekið á af> grelðslnnni og í prentsm. öntenberg. Ótgefandi: / ' Félag í Iteykj avíli. Ritstjóri: Guðm. Guðmundsson, skáld, Stærðfræðin í lærdómsdeild Mentaskól.ans. Til jólanna hefur verzlun Árna Eiríkssonar fjölbreyttar vörur handa börnum og fullorðnum. IVýtýskuefni í siimkvæmi.s- og danskjóki er snotrasta jólagjöf til ungra meyjar. Mjög er það nú tekið að tíðkast, að menn séu sjálfráðir um það, hvað þeir læra. Þeir lærisveinar, sem hneigðir eru fyrir viðskifti, fara í vezlunarskóla, þeir sem hneigjast að kenslu fara í kennara- skólann o. s. frv. Þessir menn verða að læra alt það, er býr þá undir hið sérstaka starf, sem þeir hnegjast að. Þar er því ekki að tala um nauðungarnám. Öðru máli er að gegna um Mentaskólann. Hann veitir eigi aðgang að neinu sérstöku starfi, heldur býr menn að eins undir háskóla. — Erlendis mun viðast tekið að skifta menta- skólum í deildir eftir námsgreinuin. Fara þá lærisveinarnir í þá deild, þar sem kendar eru þær fræði- greinar, sem þeir hafa áhuga á. t*ar verður því námið að miklu gagni — stúdentarnir verða betur er J ólablað félagsins „Stjarnan í austri“, ritstjóri Gruðm. Ouðmundsson, skáld, komið út og fæst hjá bóksölum. Verð 50 aurar Aðalútsala í bókaverzlun Ársæls Árnasonar. Massag-elæknir Guðm. Pótursson Hótel Island nr. 25 Viðtalstími lil. 1—3 fyrst um sinn. búnir en ella undir háskólanám sitt, Þar er ekki þetta hrafl og vaðall í öllu, eins og i Mentaskólanum hérna, Það sem bendir ljóslegast á ann- marka fyrirkomulagsins, er stærð- fræðikenslan í lærdómsdeildinni. í gagnfræðadeildinni er mönnum kendur bókstafsreikningur og flat- armálsfræði að svo miklum mun, að það má að nægu haldi koma hverjum þeim manni, er eigi hyggst að lesa stærfTræði eða -verktræði að loknu stúdentsprófi. En í lærdóms- deildinni er hafin stærðfræðiskensla á nýjan leik, fjölda mörgum læri- sveinum til þrautar og leiðinda. Sem menn vita, mun stærðfræði- gáfa vera mjög sérstæð. Menn geta verið fluggáfaðir á alt annað en stærðfræði. Séu þeir lærisveinar samvizku- samir, sem erfitt veitist stærðfræði- nám, þá eyða þeir miklum tima frá hinum námsgreinunum í stærð- fræðiiestur. Séu þeir ekki sainvizku- samir, þá læra þeir aldrei neitt að gagni i stærðfræði; hún þreytir þá og 0, 1 og 2 í einkunnabókinni fyrir slærðfræðinnar sakir verða þeim einskonar fyrirlitningar-mæli- kvarði á skólafyrirkomulagið og þá sem við það halda eins og líf þeirra liggi við. Eg hef áður minst á það, að stærðfræði sú, sem kend er í lær- dómsdeildinni, kemur eigi að neinu haldi öðrum en þeim, sem hyggj- ast að leggja stund á stærð- eða verk-fræði. En aftur vita það allir, bæði þeir er ráða keuslufrrirkomu- lagi Mentaskólans og aðrir, að stærðfræðinámið í lærdómsdeildinni er algjörlega ófullnægjandi til upp- töku í Qöllistaskólana. Jónas Guðlaugsson: Fórn árinnar. 11 Hallbjörn varð að segja honum, að hann gæti ekki gefið honum neitt. — Betlarinn hafði frétt, að Hall- björn væri eini karlmaðurinn á bænum, svo að hann tekur upp hnif sinn og otar honum að Hallbirni. Þá reiddist Hallbjörn, réð á hann, bar hærri hlut í viðskiftum þeirra, varpaði honum á dyr og harð- læsti. Lengi á eftir heyrði hann betlarann hlaupa kringum bæinn með bölbænum og hótunum. Hið síðasta, er til hans heyrðist, var það, að hann kall- aði við dyrnar, að hann skyldi hefna sín dauður eða lifandi. Um nóttina gerði einhvern hinn versta kafaldsbyl sem sögur fara af. Gaddfreðin húsin skulfu og nötr- uðu, og enginn gat sofið um nóttina fyrir veðurgný og kulda. Morguninn eftir þegar Hallbjörn ætlaði út að gefa skepnuuum, féll eitthvað kalt og hart í fangið á hon- um, þegar hann opnaði útidyrnan Þetta var þá betl- arinn, steindauður og stokkfreðinn. Upp frá þeim degi var Hallbjörn aldrei með sjálf- um sér. Hann varð svo myrkfælinn, að hann þorði ekki einu sinni að sofa einn, og á daginn var hann dulur og þögull, og fór að lesa bibliuna og ýmsar aðrar guðsorðabækur' Ógurlegar sýnir ofsóktu hann í svefni og vöku, unz dag nokkurn seint um vetur- inn að hann misti alveg vitið. Hann hélt alt í einu að hann væri Messías, og að hann væri fæddur til þess að bjarga íslenzku þjóð- inui og frelsa hana úr klóm verzlunarinnar. Þegar móðir hans grátbændi hann um að sjá börnun- um fyrir mat, þá færði hann henni steina. 12 »Hinum sanntrúuðu eru steinarnir brauð«, sagði hann. Að lokum dó skyldulið hans úr hungri, en hann hljóp leiðar sinnar með öðrum betlurum, til þess að flyija fólkinu gleðiboðskap sinn, og var hann í því fólginn, að menn skyldu drekkja öllum kaupmönn- um í Jökulsánni — »og að því loknu«, bætti hann við, »mun eg sjálfur stíga niður í ána og skira alla i nafni heilags anda . . .« — Seinna batnaði honum svo, að hægt var að nota hann til vinnu, þegar hann var beztur, en svo hefur hann samt aldrei náð sér síðan, að hann hafi orðið jafngóður«. Forvitnir og óttaslegnir höfðu ferðamennirnir horft á Hallbjörn meðan bóndinn sagði sögu sina. Þeir voru allir langt að komnir, og sumir höfðu alls ekki heyrt þessa Messíasar getið. Hið þreytulega andlit hans var þeim sem óviðfeldin gáta, og þeir störðú á hrukkurnar á enni hans og vöngum, eins og til þess að leita þar ráðningar. Þeir tóku nákvæmlega eftir hinum óreglulega andardrætti hans, og hinum ósjálf- ráðu kippum, er komu við og við í andiit hans. Byljirnir urðu harðari og tíðari meðan á samtal- inu stóð. Regnið þeyttist inn um opið á mæninum, svo nærri lá að eldurinn slokknaði, og það var kalt og rakt í skemmunni, þótt margt væri fólkið og eld- urinn skíðlogaði í hlóðunum. Óttaslegnir og óróir litu gestirnir í kringum sig, því að búast mátti við því, að vatnið, er rann í lækjum eftir gólfinu, skemdi farangur þeirra. »Guð má vita hvepær hann hægir«, sögðu margir i einu og stundu þungan. Konurnar vöfðu fastar um sig herðasjölunum, og

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.