Norðurland

Tölublað

Norðurland - 02.09.1911, Blaðsíða 3

Norðurland - 02.09.1911, Blaðsíða 3
139 Nl Hreinsunarhátíð Guðlaugs Guðmundssonar. Af eðlilegum ástæðum hefir heima- stjórnarmönnum gengið nokkuð örð- ugt að koma sér saman um, hvern þeir ættu að hafa í framboði til þing- mensku í haust, hér á Akureyri. Reynd- ar voru nógir fáanlegir, en einhverir verulegir gallar þóttu vera á þeim öll- um, og því veitti forsprökkunum örð- ugt að verða sammáia um nokkurn þeirra. Loks vaið það þó að ráði, að bæj- arfógeti Guðlaugur Guðmundsson yrði fyrir valinu. En nokkur vandi þótti á, hvernig ætti að bjóða hann fram. Reyndar hafði hann verið trúr og dyggur í mörg ár, en þetta var gam- all templar, og hafði flutt aðflutnings- bannlögin inn í þingið. Rað varð þó að hreinsa hann af þeirri dauðasynd og hann varð að játa synd sína og biðja fyrirgefningar. En að halda þá veizlu, og hafa þar nóg af Faaborgar- vínum og Hansaöli og öðru góðgæti. Rað gat þó verið hættulegt. Ö1 er innri maður, svo þá hefði ef til vill einhver hinna farið að bjóða sig fram. Og fleira gat þar orðið til vandræða. Eftir langar »umþenkingar« þótti væn- legast að halda fund. Samt í guðs bænum ekki flokksfund. Þar gat orð- ið rifrildi. Því var afráðið að kalla fundinn almennan kjósendafund og láta heimastjórnarfélagið bjóðr. bæjar- búum upp á, að velja heimastjórnar- mann til framboðs fyrir bæinn. Pó það væri ekki mjög smekklegt, var það þó talið vænlegast eftir atvikum. Gekk svo fundarboð um bæinn og var hleg- ið dátt að, því allir vissu hvað til stóð. Svo fór að fundur þessi varð næsta fámennur. Mættu þar, að sögn, rúm- ir 40 kjósendur og nokkrir áheyrend- ur. Voru það flest heimastjórnarmenn, en þó fáeinir sjálfstæðistnenn, sem höfðu búist við að þarna yrði eitt- hvert »grín«. Langflestir sjálfstæðis- menn þóttust ekkert erindi eiga á sam- komuna, fremur en á barnsskírnir ein- stakra manna. Var skólameistarinn sett- ur í öndvegi, en Guðlaugur bað sér hljóðs og hélt lauga ræðu og hjart- næma, afneitaði bannlögunum og öll- um þeirra verkunum og lofaði að vera trúr í vistinni, ef þeir vildu kjósa sig. Eitthvað þurfti Hannes Hafstein svo að dusta hann til, ert fór þó að öllu gætilega eins og við átti. Veitti hann honum þá fyrirgefnitrgu fyrri synda og skírði hann til réttrar trúar, á sjáifan sig. Að athöfninni lokitrni höfðu sum- ir sagt: amen, en þó heldur lágt. Einar á Stokkahlöðum og Pétur danne- brogsmaður voru skírnarvottar. X Silfurbrúðkaup sitt héldu Jóh. Christensen kaup- maður og frú hans 28. f. m. Hafa þau bæði verið einkar vinsæl af bæjarbú- um, enda fánar á stöng þann dag víðsvegar um bæinn. Ólat'ur Björnsson ritstjóri ísafoldar var hér á ferð með Austra 29. f. m. Hannes Hafstein bankastjóri tók sér far með Austra til Reykjavíkur. Eftirmæii. 27. f. in. andaðist óðalsbóndi Jón Arason é Þverá, á sjúkrahúsinu á Akureyri eflir 4 daga þunga legu. Jón sál. var fæddur í Víðirgerði í Eyja- firði 3. jan. 1863. En vorið 1882 fluttist hann ineð foreldrum sínum, Ara Jónssyni og Rósu Bjarnadóttur, góðum hjónum og greindum, að Þverá á Staðarbygð. Vann svo að búi foreldra sinna til vorsins 1897, sem á þeim árum blómgaðist prýðilega, og mun Jón sál. hafa átt góðan hlut að því. Vorið 1897 gekk hann að eiga Önnu Magnúsdóttur frá Kálfsskinni á Árskógs- strönd og tóku /rau þá við jörð og búi að Þverá; hafa þau búið þar síðan sæmdar- búi. Börn þeirra eru 4 og öll á lífi, vel gefin og mannvænleg. Jón sál. var með fremstu bændum í þessu héraði fyrir margra hluta sakir. Hann var ötull og góður bú- maður, bygði upþ bæ sinn prýðilega, pen- ingshús og heyhlöður, svo heimili hans var orðið - og verður lengi - eitt hið snotr- asta til að sjá og að að koma. Hann slétt- aði mikið í túni og færði það út og rækt- aði vel, enda lét sér annara urn góða nteð- ferð áburðarins en alment gerist. Tún engjar og haga jarðarinnar var hann að mestu búinn að girða. Heimili sínu var hann að öllu leyti sem bezt getur verið, og meira en kraftar Ieyfðu, því heilsan var langt frá því að vera traust síðustu árin. Sveitarfélagi sínu var hann einn hinn þarfasti stuðningsmaður, því auk þess sem hann var jafnan með hæstu gjaldendum til sveitasjóðs, studdi hann líka þau félög sem hér voru og eru og miða eiga til fram- fara og hagsmuna fyrir hreppinn. Hann var þar allur og óskiftur, trúr og tryggur sem annarsstaðar-, því hann vildi ekki hálfleik eða yfirdrepskap í neinu. Við opinber störf fékst Jón sál. fremur lítið, og var það eigi, að hann væri ekki þess um kominn sem ýmsir aðrir, er við það fást, heldur hitt að maðurinn var fá- skiflinn að eðlisfari, frá því bitinn að trana sér fram, en lét lítið á sér bera á mann- fundum, en þar verða þeir /nenn oft fyrir kosningu til opinberra starfa, sein hæst gjalla, þótt eigi séu þeir menn mætari en hinir, sem hægar fara. Hann var í hrepps- nefnd Öngulsstaðahrepps eitt kjörbil og var talinn mjög tillögugóður. Organisti við Munkaþverárkirkju og Kaupangskirkju var hann í mörg ár og fórst það starf vel, að dómi þeirra er á það þektu. Það má með sanni segja, að það er mjög þungbær skaði að þessu mannsláti, ekki einungis fyrir heimili hans, konu hans og börn, vini og vandamenn, sem eðlilega verður þó sorgin sárust, heldur einnig fyrir sveitina í heild sinni, þar sem hún á á bak að sjá einum sínum bezta manni í orðsins fylsta skilningi. En öllum er það sameigin- leg raunabót að vita það, „að lengi lifir mannorð mætt þótt ntaðurinn deyi." /<7. 11. Benjamínsson. Símataxtar til útlanda lækka að mun um næstu 1 áramót. Milli íslands og Englands eða Danmerkur á þá að greiða fyrir orðið 45 aura en 25 milli íslands og Fær- eyja. Rausnarles sriöf. M. Lund, sem verið hefir lyfsali í Reykjavík nokkur ár, er nú fluttur þaðan alfarinn til Danmerkur. Græddi hann hér stórfé á lyfjabúðinni, eins og flestir þeir Danir er hana hafa átt. — Aður en hann fór héðan gaf hann 2000 kr. til »Sjúkrasjóðs hins íslenzka kvenfélags* og 500 kr. til félagsins »Hringurinn« í Reykjavík, Háskólaembœttin. ísafold skýrir svo frá 19. f. m. »Hinn 10. ágúst var lokið umsókn- arfrestinum um háskólaembættin. Sérlega »gírugir« virðast menn eigi hafa verið í þau hin útvöldu epli Mfn- ervu. Lagadeildarcmbœttin hafa engir sótt um aðrir en kennarar lagaskólans, sem fyrir eru, þeir Lárus Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson — hvað sem veldur. Eru þeir því sjálfkjörnir. Guðfrœðisdeildarembœttin .Prófessors- embættin 2 hafa hinir settu prófess- orar Jón Helgason og Haraldur Níels- son sótt um, og eru því sjálfkjörnir. En docents-embættinu, sem Eiríkur Briem var settur í, vill enginn Iíta við, hvorki hann né aðrir. Lœknadeildarprófessorar. Um þau 2 embætti sækja aðeins Guðm. Magnús- son og Guðm. Hannesson; þeir því sjálfsagðir og leiðir af því, að læknis- embættið í Reykjavíkurhéraði losnar í haust. Norrœnuprófessor settur er B. M. Ólsen. En um það embætti hefir eng- inn sótt. Þó telur embættismanna- málgagnið líklegt, að B. M. Ó. muni »taka við því«. En ekki hefir hann sótt, — eins o‘g að honum sé lítill akkur í því. Docentsembættið í fslenzkri sögu og bókmentum keppa þeir um, Hann- es Þorsteinsson og Jón sagnfræðing- ur. Stjórnin setti í það starf Hanues Þorsteinsson. En ráðherra hafði tekið það skýrt fram, að setningin leiddi ekki af sér skipun og mun það hafa þar sérstaklega átt við þessa sýslan- ina. En hvaða mannsbarn á landinu mundi vera í vafa um, hvor umsæk- enda þessara ætti fremur að hljóta sögukennarastarfið. Heimspekisprófessorar vilja þeir verða báðir Ágúst Bjarnason og Guðm. Finn- bogason. Báðir kváðu þeir vera að erfiða á sig doktorshatt. — Bezt að gera einn prófessor úr báðum, ef hægt væri. X Nýr banki i ReyKjavík. Nítjánda I. m. stolnsetti herra kon- súll Ditlev Thomsen nýjan banka í Reykjavik. Hefir hann í sumar selt nokkuð af húseignum sínum þar í borginni fyrir 132 þús. kr. og á að verja því fé að einhverju leyti til bankareksturs. En aðalrekstursféð kvað eiga að fá með sölu hlutabréfa erlendis og einhverjar vonir um að það fé fáist. Bankinn nefnist »Reykja- vík.urbankinn«. Á banki þessi að fást við þau banka- störf »er snerta verzlun, iðnað og fiskiveiðar, kaup Og sölu á fasteignum, verðbréfum og öðrum eignum, inn- heimtu á kröfum, endurskoðun við- skiftabóka, upplýsingar um viðskifts- atvinnu og önnur bankastörf eftir at- vikum.« Vonandi að fyrirtækinu farnist vel, nóg við peninga að gera í þessu landi, ef vel og gætilega er á haldið. Réttarhöld eru nú mjög tíð á Siglufirði út af Óspektum drukkinna Norðmanna. Við þau réttarhöld hefir það orðið uppfýst, að Norðmennirnir kaupa áfengið sem þeir fylla sig í hjá óleyfilegum vín- sölum þar á staðnum. Erlend tíðindi. Höfn, 17. ág. 1911. Enska þingið. Loks er »veto«-málið til lykta leitt. .Sá atburður skeði 10. ág., að frv. um afnám neitunarvalds efri málstofunnar var samþykt í efri málstofunni með 131 atkv. gegn 114. Hafði það áður verið samþykt í neðri málstofunni, og er því málið afgreitt frá þinginu. Baráttan t efri málstofunni var löng og hörð; konungur var reiðubúinn að tilnefna nýja lávarða, ef frv. félli, en þess gerðist ekki þörf. Halsbury lávarður barðist af öllu afli gegn frv. og fylgdu honum ýmsir merkir menn að málum, svo sem Halifax lávarður, hertoginn af Norfolk o. fl. En þeir gætnari meðal lávarðanna sáu, að til vandræða horfði, ef þeir spyrntu leng- ur á móti og greiddu því atkv. með frumvarpinu. Þetta er sú stærsta breyting á stjórn- arlögum Englands, er orðið hefir síðan árið 1832; þá var efri málstofan svift þeim réttindum að ráða því, hvernig kosið væri til neðri málstofunnar, og nú getur hún ckki lengur sett sig á móti vilja neðri málstofunnar. Næst þessu máli mun stjórnarflokk- urinn taka fyrir önnur mikilsverð mál, frv. um dagpeninga þingmanna, sjálf- 'stjórn ^home rule) íra og annara lands- hluta Bretlands; ekki er heldur ómögu- legt, að konur fái kosningarrétt áður langt um líður, því að enn eru fjögur ár eftir þangað til aftur verður kosið til neðri málstofunnar. Verkfall um alt England. Verkfall stendur yfir á Englandi um þessar mundir. Byrjaði það með því, að dag einn í London lögðu 100,000 manns niður vinnu; var ómögulegt að skipa matvælum upp og urðu skipin að bíða með vörurnar. Leit ekki út fyrir ann- að, en að hallæri mundi vofa yfir miljónabænum, ef þessu héldi áfram í nokkra daga. Stjórnin hafði reyndar gert ráðstafanir til að láta hermenn afferma skipin og kotna vörunum á sölutorgin, en útlitið var þó mjög í- skyggilegt. Loks komust sættir á með vinnuveitendum og vinnuþiggjendum; fengu þeir launin hækkuð um 25% og 10 tíma vinnutfma í stað 12 áður. í Liverpool og Manchester lögðu um sama leyti verksmiðjuþjónar niður vinnu; urðu baðmullarverksmiðjurnar í Manchester um tínia að hætta að starfa. Nú gerðu járnbrautarþjónar slfkt hið sama í fleiri borgum Englands og sporvagnaþjónar f Glasgow lögðu nið- ur vinnuna. í Liverpool varð geysi- uppþot; lenti í bardaga með lögreglu- liðinu, er varð að beita vopnum við verkfallsmenn; særðust margir í viður- eign þeirri. Járnbrautarþjónar í fleiri bæjum kröfðust endurbóta á kjörum stnum, en því var neitað; breiddist hreyfing þessi nú út um alt England, og er það síðast þaðan að frétta, að járnbrautarþjónar um alt England hafa hótað að hætta vinnu í 24 tíma, ef allar kröfur þeirra verða ekki uppfyltar. Fejlberg, þjóðmenjafræðingur dansk- ur, nafnkunnur, er margir íslendingar kannast við, varð nýlega 80 ára. Er hátíðarit gefið út í tilefni þess og rita í það þjóðmenjafræðingar danskir, norskir, sænskir, finskir og fslenzkir (B. M. Ólsen.) Sund. Beztur sundmaður Norður-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.