Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 2
94 REYKJAVIK það er unnið af friðarverðlauna-Júdas* inum Roosevelt. Öll framkoma hans, síðan hann fór að keppa við Taft um forsetatilnefn- ingu af hendi samveldisflokksins, hefir birt Roosevelt sem alveg nýjan mann að flestu leyti, einhvern inn ófyrir- Jeitna^ta Og samvizkulausasta skríl- höfðingja. Hann afneitar nú mörgum þeim helztu skoðunum, sem hann hefir bar- izt fyrir hingað til alt fram að þessu ári. Hann leitast nú við að verða forseti í þriðja sinn og hafði þó, er hann fór frá völdum, svarið og sárt við lagt, að það skyldi hann aldrei gera; enda hefir það verið Sem óritað lög- mál Bandaríkjanna síðan fyrsti forseti þeirra Washington kvað upp úr með það, að enginn maður skyldi oftar verða forseti en tvisvar. tíaga Mexico sýnir bezt, til hvers það leiðir, ef slík regla verður brotin. Það verður upp- haf einveldis og síðan óstjórnar. Annað nýmæli, sem Roosevelt held- ur nú fram, er það, að þjóðin geti með alþýðuatkvæðagreiðslu breytt dómum hæstaréttar og jafnvel afsett sjálfa dómarana. Slíkt er ið versta skríl- ræði sem hugsast getur og í raun- inni innleiðsla algerðs lagaleysis. Dóm- ar dómstólanna eiga að vera úrskurð- ur um, hvað sé lög, og heimfærsla þeirra, en ekki lýsing þess, hvað dóm- urunum finst að ætti að vera lög. Yæri svo, þá væri löggjafarvaldið hrif- ið úr höndum þingsins og lagt undir dómarana. Og væru dómar lagðir undir úrskurð alþýðu sem ófróð er í lögum, þá dæmdi hún eftir tilfinning- um sínum og hver hennar úrskurður yrði þá ný lög. Enginn maður gæti þá vitað, hvað lög væru í landi, hverju hann ætti að hlýða og fyrir hvað hann yrði dæmdur, því að ný lög sköpuðust við hvern dóm. Þetta ætla ég nægt til að sýna, á hve litlum rökum Roosevelts-dýrkun Dr. H. P. hvílir. Þetta er nú orðið svo langort, að ég get ekki farið út í það sem Dr. H. P. segir um Lloyd George. Ég tel hann að mörgu ágætismann, þótt mér þyki Dr. H. P. taka nokkuð djúpt í árinni. Hrein fjarstæða er það, er Ðr. H. P. neínir Lloyd George á íslenzku Ljóð- -Georg. Lloyd er velskt orð og merkir grár, og lægi þá nær að kalla mann- inn Girgi Gráa, ef menn vilja ekki lofa honum að hafa nafn sitt í friði óbreytt. Yér erum hársárir íslendingar er nöfnum vorum er breytt af útlend- ingum. Eða mundi Dr. H. P. una því vel að Danir rituðu hann t. d. Pedersen ? En „það sem þér viljið að mennimir geri yður“ o. s. frv. Skattálögu-tillaga Dr. H. P. í enda þessarar ritgerðar hans (í „Ingólfi" 11. þ. m.) er afleit fjarstæða, og væri þess verð að minnast lítillega á hana, ef einhvern tíma gæfist tækifæri til siðar. J. Ói. Nýr íslenzkur listmálari. Fyrir nokkrum árum sigldi Björn- stjerne Björnsson — sonur Björns Árna- sonar gullsmiðs hjer í bænum — til Þýskalands, til þess að læra málara- list. Hann hafði áður gengið á Mennta- skólann hjer. Nú er þess getið í þýzk- um blöðum, að í „Falks Kunst-Saion í Berlín“ sjeu meðal annars „málverk til sýnis eftir Islendinginn Björn- stjerne Bjórnssonu. €rlenð símskeyti. U. júní 1912. Sjö sendiherrar, þar á með- al sendiherrar Þýzkalands, Englands og Frakklands, hafa hjá utanríkisráðherranum gert alvarlegar athugasemdir um kolaeinkasöluna. Að þvi er blöðin segja, œtlar ráðherra ekki að leggja frumvarpið fram. Sveignr á kistn konnngs. Hr. kammerráð Knud Pagh í Drag- eyri, er sá um veitingarnar í konungs- förinni hjer um land sumarið 1907, hefur beðið „Reykjavík" fyrir þessa smágrein: »Frá íslandsför konnngs 1907«. Með því að jeg veit, að konur þær, sem þjónuðu Hans Hátign konungin- um á ferð hans um ísland 1907, mundu gjarnan hafa viljað sýna hlut- tekning sína við lát Hans Hátignar, hefi jeg, fyrir þeirra hön<J og mína, sent sveig á líkkistu Hans Hátignar með eftirfylgjandi áletrun á bláum og hvítum og rauðum borðum: Frá kammerráð Knud Pagh og hinum íslenzku borgaradœtrum, sem þjónuðu Hans Hátign konunginum á ferð hans um ísland 1907u. I skófatnaðarYerzlim Jöns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Ur ýmsnm áttnm. „Talsím«-blaEinkennilegasta „blað“, sem stofnað hefir verið á siðari ár- um, er án efa „talsíma-blaðið“, sem kemur út í New York. En aldrei getur neinn feng- ið tækifæri til að dást að því á gripasöfnum, eða fengið að sjá það í neinu bókasafni. Það er sem sje ekki þannig, að hægt sje að geyma það. Það er hvorki hægt að þreifa á þvi nje sjá það, heldur er einungis hægt að heyra það. í tímaritinu „Technical World Magazine“ er eftiríylgjandi lýsing á þessu einkennilega blaðfyrirtæki: „Rilstjórn „blaðsins“ er sjálfsagt svipuð ritstjórn annara blaða, en í stað setjarasals og prentvjelasals hefir þetta „blað“ að eins eitt herbergi, og í því er sjerstaklega útbúið talsíma-áhald, en útbúnaði þess er stranglega haldið leyndum. Svo mikið er þó vist, að út frá því liggja simar í allar áttir út um borgina, og að um þá sima verður aðeins talað á annan veginn, þannig, að það er ritstjórnin, sem ætíð hefir orðið, en viðtak- endur, áskrifendur „blaðsins“, sem fá þarna allar nýjustu frjettir bornar á borð fyrir sig, geta ekki gripið fram í eða komið með spurningar, og ekki heldur fengið endur- tekna setningu, þótt þeim hafi misheyrzt, eða hún farið fyrir ofan garð eða neðan hjá þeim. Þetta einkennilega ,,blað“ hefir búið sjer til nákvæma dagskrá, sem það fer eftir, svo að áskrifendurnir þurfa ekki að gera annað en að taka hlustarpípuna á ákveðnum tima, til þess að fá frjettir af þvi, sem þeir í það og það skiftið kæra sig mest um. Klukkan 8 á morgnana er fyrst tilgreint nákvæmlega hvað framorðið sje. Frá 8—9 eru lesnar upp nýjustu veðurskýrslur, sím- skeyti þau, er borizt hafa um nóttina, verð- lag á Lundúna-kauphöllinni, og það helzta, sem komið hefir í morgunblöðunum. Frá kl. 9—10 er blaðið ætlað húsmóðurinni, er nú fær stutt yfirlit yfir „útsölur“, skemmtanir og smánýjungar um heimboð, veizluhöld o. s. frv. Frá kl. 10—10s/4 er lesinn upp listi yfir gangverð verðbrjefa í kauphöllinni í New York og aðrar verzlunarírjettir, og frá ll'/j til 12 eru sagðar alls konar bæjarfrjettir. Þegar klukkan slær 12, er aftur sagt ná- kvæmlega hve framorðið sje, ognæstuhálfa klukkustund er skýrt frá efni síðustu sím- skeyta, sagðar síðustu nýjungar frá her og flota, nýjustu frjettir frá þinginu í Washing- ton og sömuleiðis frá mörgum löggjafar- þingum í Norðurálfunni og öðrum álfum heims. Næsta hálfa klukkustund er notuð til þess, að skýra frá gangverðsbreytingum, er orðið hafa fyrri hluta dagsins á verðbrjef- um í kauphÖllinni íNew York. Frákl. 1—2 er svo rifjað upp allt hið helzta og mark- verðasta af því, sem skeð hefir fyrri hluta dagsins. Frá kl. 2—2,50 fá menn að heyra nýjustu símskeyti frá Norðurálfunni, og að því loknu koma ýmiskonar nýjungar frá Washington, bendingar um nýjustu tízku í klæðaburði, og annar smáfróðleikur, sem kvenfólk hefir gaman af að heyra. Því næst kemur yfirlit yfir allt það helzta, sem gerzt hefir í iþróttum, leikhúsaDýjungum, nýjung- ar um söng og hljóðfæraslátt, fyrirlestra o. fl„ o. fl. úr öllum áttum, og enn fremur kvöld-verðlagið í kauphöllinni í New York. Kl. 5—6 eru lesnar upp „neðanmáls“-sögur, smásögur og æfintýri fyrir börnin á heimil- unum, og frá kl. 8—10*/a getaþeir, sem eru svo lánsamir að vera áskrifendur, setið heima í stofum sínum og hlýtt á ágæta kvöld- skemtun: píanóleik með söng, gamanvisna- söng, sönglestur kvæða, fiðluleik, og að lok- um á tónleik þann, sem leikinn er það og það kvöldið. Ritstjórar ,,talsímablaðsins“, eðarjettara sagt lesarar þess, eru menn, sem notið hafa sjerstakrar menntunar í hinni vandasömu list að lesa. Og starf þeirra er svo þreyt- andi, að hver þeirra talar eða les einungis 15 mínútur í senn. „Blað“ þetta heitir „Telefone Herald“. Þegar það var stofnað, efuðust víst margir um að það mundi blessast, en samt leið ekki á löngu áður en það hafði fengið 2500 áskrif- endur, og það var einmitt sú hæsta tala, sem ritstjórnin hafði búið sig undir að geta tekið á móti. Síðan hefir mikill fjöldi manna ósk- að að skrifa sig fyrir blaðinu, og hefir því orðið að „stækka upplagið11, þ. e. fjölga símalinunum mjög mikið. Verð „blaðsins11 (áskriftargjald) er 18 doll- arar eða nál. 66 kr. um árið. Gagn auglýsinga. Um mann þann, Mr. Angus Watson, sem mest hefir unnið að þvi, að gera norskar sardínur (eins kon- ar niðursoðin sild) frægar um allan heim, skrifar fregnriti Kristíaníu-blaðsins „Aften- posten“ á þessa leið: „Fyrir að eins f]órum árum eyddi Watson fyrstu þúsund sterlingspundunum í auglýs- ingar. Og hann gerði það með hálfum huga. En árangurinn varð ágætur, og í fyrra aug- lýsti hann á Englandi og í Ameríku fyrir eina railjón króna, og var það eingöngu lof um eina tegund af sardínum, „Skipper-Sar- diner“. Og hver varð árangurinn? Það seldust yfir 250 miljónir af þessum norsku sardínudésum, eða sardínur, sem náð hefðu átta sinum kringum jörðina, ef þeim hefði verið raðað hverri við endann á annari. Fyrir hverja krónu, sem eytt var í aug- lýsingar, seldust yfir 250 sardínudósir, og geta þá allir sjeð það sjálfir, hve örlítið brot auglýsinga-kostnaðurinn er af allri viðskifta- upphæðinni, jafnvel þótt hann nemi stórum Reykjavik Teatei*. Fpitz Boesens Teaterselskafa Lördag d. 15. Juni í Eneste Opförelseaf Söndag d. 16. Juni \ Jeppe paa Bjærget. Tirsdag d. 18. Juni En Folkefjende. Skuespil i 5 Akter af Henrik Ibsen. Hr. Árni Eiríksson som Gœst. Billetter som sædvaplig. Selskabet afrejser med „Sterling“ d. 21. Juni. upphæðum — komist upp í miljónir króna á árí. Það er svo langt frá því, að skynsamleg- ar auglýsingar geri vöruna dýrari, að þær gera hana þvert á móti töluvert ódýrari, vegna þess, að þær auka svo mjög söluna, að útgjöldin verða hlutfallslega miklu minni“. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndur 6. júní. Borgarstjóri las upp þakklætisskeyti frá Kristjáni konungi X. og ekkjudrottningunni fyrir samúðarskeyti þau, er bæjarstjómin hafði sent þeim. 1- Byggingarnefndarmál. Gísla Hjálmars- syni leyft að byggja þrílyft hús úr stein- steypu á lóð hans Laugaveg 8. Sigurbjörgu Þorláksdóttur leyft að slá upp lausum timbur- skúr, til skýlis handa börnum, á erfðafestu- landi því, er henni hefir verið mælt út undir barnagarð, og liggur sunnan við Leynimýri. Annars ekki annað en endur- bætur og hækkun nokkurra húsa. 2. Fasteignanefndarmál. A. J. Johnson bankaritari býður bæjarstjórninni forkaups- rjett að erfðafestulandi hans meðfram Kapla- skjólsvegi, sunnan við hús Pálma Pálssonar, en með þvi að liðið er meira en ár síðan erfðafestubrjefið var gefið út, og erfðafestu- eigandi hefir ekkert á landinu gert og ekki girt það, var samþykkt, að landið skyldi falla aftur til bæjarins. — Tveim mönnum neitað um erfðafestulönd. — Pjetri G. Guðmunds- syni leigður í sumar 50—60 ferfaðma reitur til fiskverkunar við sjóinn að austanverðu við Framnesveg. Leigan 5 krónur. 3. Hafnarnefdnarmál. Hafnarnefndin lagði til, að hafnarstjóra G. Smith í Kristjaníu yrðu greiddar kr. 10,000,00, sem fullnaðarborgun fyrir uppdrætti og áætlanir um hafnargerð- ina í Reykjavík. Bæjarstjórnin samþykti til- *ögu þessa. Samþykt var og, samkvæmt tillögu hafnar- nefndar, að endurgreiða G. Copeland úr hafnarsjóði kr. 162,40, sem hann hefir lagt út fyrir símskeyti viðvíkjandi útvegun pen- ingaláns í London til hafnargerðarinnar. 4. Samþykkt við síðari umræðu að veita 300 kr. til þess að byggja þarfahús nálægt b æj arb ry ggj unni. 5. Fjárveiting, kr. 200,00, til stofnunar lesstofu handa bömum samþykkt við síðari umræðu. 6. Sala hússins nr. 11 við Smiðjustig. — Samþykkt að selja Þorláki ófeigssyni það fyrir 6000 kr. 7. Útsvarskærur, sem borizt höfðu, voru úrskurðaðar. Samþykkt, að gefa eftir útsvar 5 manna, er reynzt hafði árangurslaust að krefja. 8. Um sölu áfengis í svo nefndum „Klúbb- um“. Samþykt að kjósa nefnd í það mál, og í nefndina kosuir: Sveinn Björnison, Knud Zimsen og Þorvarður Þorvarðsson. 9. Siggeir Torfason kaupmaður hafði sótt um slátrunarleyfi þetta ár, og var það veitt með sömu skilyrðum og áður. 10. Eftirlitsmaður með salemahreinsun út- nefndur Árni Einarsson. 11. Brunabótavirðingar. (Viðbót við hú* Lárusar Lúðvígssonar, Þingholtsstræti 4, kr. 1,376,00.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.