Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.04.1949, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.04.1949, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURÍNN Þjóðvarnarmenn fara þess á leit við Alþingi að mega höfða meiðyrðamál gegn Ólafi Thors NYJA JBIO ! íslenzka kvikmyndin Milli fjalls og fjöru verður sýnd í Nýja bíó í dag, föstudag, kl. 9, og á morgun, laugardag, kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst klukkutíma fyrir liverja sýningu. 1----1 inwiWi---r.r.---> • Bæjarmál (Framhald af 3. síðu). festa sér afstöðu viðkomandi aðila vel í minni. Alþýðan veit það mætavel, hvaða flokkar það eru, sem bera ábyrgð á versnandi afkomu undanfarið. Hún veit einnig, að það eru fulltrúar sömu aflanna, sem ráðið hafa stefnunni í bæjarmálunum undan- farið, og þess vegna finnst henni ekki nema eðlilegt að þeir menn, fylgjendur og forsvarsmenn hins marglofaða „frjálsa framtaks" beri fyrst og fremst útsvarsbyrðamar. Þeir hafa líka breiðust bökin og beztar aðstöðuna. Sjiikrabætur vegna mænuveikinnar Eftirfarandi fréttatilkynning hef- ur borizt frá Sjúkrasamlagi Akur- eyrar: í lögum um almannatryggingar 41. grein er ákveðið að sjúkra- bætur greiðist ekki vegna far- sótta þegar þær ganga, nema tryggingaráð heimili greiðsltma hverju sinni. Tryggingaráð hefir nú heimilað greiðslu sjúkrabóta vegna mænusóttarfaraldurs þess, sem gengið hefir víðs vegar á landinu og einkum norðanlands undanfarfia mánuði, þannig, að sjúkrabætur greiðast frá og með 7. viku sjúkdómsins. Eyðublöð undir umsóknir fást á skrifstofu sjúkrasamlagsins svo og nánari upplýsingar. Giftar konur geta sótt um sjúkrabætu^ ef þær færa sönnur á, að þær hafi vegna veik- innar þurft að kaupa sérstaka hjálp, eða eiginmaður orðið að leggja niður vinnu og tapað þannig kaupi vegna hjúkrunar- starfa heima. Læknisvottorð þurfa að sjálfsögðu að fylgja um- sóknum, og einnig þarf að sýna tryggingarskírteini. Að öðru leyti gilda almennar reglur um greiðslu bótanna. Það skal tekið fram, að senda þarf allar slíkar umsóknir til Reykja- Vestrænt frelsi: Sjostakovitsj fær ekki að þiggja boð Toscanini Sovétsendinefndin, sem sat al- þjóða friðarráðstefnu mennta- manna í New York, er fyrir nokkru farinn heim. Kom hún við á Keflavíkurflugvelli á heimleið- inni og átti tíðindamaður Þjóðvilj- ans þá tal við formann hennar, rit- höfundinn Fadejeff. Meðal þess sem hann hafði að segja var, að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði við því blátt bann að nefndarmenn færu nokk- uð út fyrir New York, en þeim hafði verið boðið til ýmissa staða til að ræða menningarmál og horf- ur í alþjóðamálum. Hljómsveitarstjórarnir Toscan- ini og Kússivitski buðu hinum heimsfræga tónsnilling Sjostako- vitsj að stjórna hljómsveitum sín- um sem gestur, en ráðuneytið harðneitaði um fararleyfið. Fadejeff taldi engann efa á því, að almenningur í Bandaríkjunum vildi frið eins og almenningur í öðrum löndum, það hefðu þær mörgu kveðjur er ráðstefnunni bárust víðs vegar að úr Bandaríkj- unum sýnt. NÝKOMIÐ! Ritvélapappír Afritunarpappír Fjölritunarpappír Kvittanahefti Bréfabindi Frumbækur Bókaverzlun GunnL Tr. Jónssonar A Alþingi var í gær lesið bréf frá þeim sr. Sigurbirni Einarssyni, Klemens Tryggvasyni, Pálma Árbók Ferðafélags íslands er komin út, og einnig ársrit Ferða- félags Akureyrar. Eru félagar á Akureyri og nágrenni vinsamlega beðnir að vitja bókanna til Þor- steins Þorsteinssonar, Munka- þverárstræti 5 — eða á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar. „Milli fjalls og fjöru4i Kvikmynd Lofts Guðmundssonar Þessa dagana er sýnd í Nýja-Bíó hér fyrsta íslenzka talmyndin, „Milli fjalls og fjöru“, sem Loftur Guðmundsson hefur samið og tek ið. Vissulega eru það ekki ómerki- leg tíðindi, þegar í fyrsta skipti er gerð íslenzk talmynd, tekin af Is- lendingi, leikin af íslenzkum leik- endum og efni algerlega íslenzkt. Þess er heldur ekki að vænta að þessi „tilrauna-talmynd“, eins og höf. kallar hana í leikskrá, sé gallalaus. Hér hljóta að hafa verið mjög margir og miklir erfiðleikar á ferðinni, og ber vissulega að taka fullt tillit til þess í dómum um myndina. Það liggur í augum uppi, að rita mætti upp langan lista um ýmsa galla, stóra og smáa. Stærsti gall- inn „tæknislegs“ eðlis, er að „tal- ið“ og myndin falla ekki saman. Þetta er óviðfelldið og verður ekki séð annað, með leikmannsaugum, en að þetta hefði hlotið að mega gera betur með meiri natni. En sem sagt, eg tel enga ástæðu til þess að leggja höfuðáherzluna á galla myndarinnar, þvert á móti ber að þakka að ísinn hefur verið brotinn og vonandi á Loftur eftir að gera margar góðar íslenzkar kvikmyndir. Efnið er hvorki stórbrotið né neitt listaverk, en það er skemmti- legt og þannig, að öllum Islending- um kemur kunnuglega fyrir sjónir. Það, ásamt fallegum „senum“, veldur vafalaust miklu um, hversu vel myndin hefur verið sótt. Um leikendurna þarf ekki að fjölyrða, nöfn eins og Brynjólfur Jóhannesson, Ingibjörg Steinsdótt- ir, Inga Þórðardóttir, Alfreð Andrésson og Lárus Ingólfsson, svo að einhver nöfn séu nefnd, þekkir hver sá, sem eitthvað er kunnur leiklistarlífi íslenzku. Atvinna Okkur vantar mann til af- greiðslustarfa frá 1. maí n.k. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini kaupkröfu, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fyrir 14. þ. m. Bifreiðastöðin Stefnir. * Hannessyni, Einari Ól. Sveinssyni og Gylfa Þ. Gíslasyni, þar sem þeif 1 fara þess á leit við Alþingi að mega höfða meiðyrðamál gegn Ól-1 afi Thors fyrir ummæli er Morg- | unblaðið hafði eftir honum í þing- ; ræðu fyrra fimmtudag er atburð- irnir 30. marz voru ræddir á Al- þingi. Ólafur sagði m. a. að komm- únistar hefðu beitt þessum mönn- um fyrir sig, þessir fuglar hefðu verið látnir ljúga því að landslýðn- um að verið væri að selja landið o. s. frv. Morgunblaðið birti í gær yfir- lýsingu frá Ólafi, þar sem hann endurtekur þessi ummæli, sem eft- ir honum voru höfð. Mál þetta verður sennilega tek- ið íyrir á Alþingi í dag. Áætlaðar f lu£[f erðir í apríl 1949 innanlands FRÁ REYKJAVÍK: Sunnudaga: Til Akureyrar. —• Vestmannaeyja. _ Keflavíkur. Mánudaga: Til Akureyrar. — Vestmannaeyja. Þriðjudaga: Til Akureyrar. — Vestmannaeyja. Miðvikudaga: Til Akureyrar. — Hólmavíkur. — Isafjarðar. Fimmtúdaga: Til Akureyrar. — Vestmannaeyja. — Seyðisfjarðar. — Norðfjarðar. — Reyðarfjarðar. — F áskr úðsfj arðar. Föstudaga: Til Akureyrar. — Vestmannaeyja. — Hornafjarðar. — Fagurhólsmýrar. — Kirkjubæjarklausturs. Laugardaga: Til Akureyrar. — Vestmannaeyja. — ísafjarðar. — Keflavíkur. Ennfremur frá Akureyri ti' Siglufjarðar alla daga og fi‘* Akureyri til Ólafsfjarðai- mánudaga og fimmtudaga. Ferðist með Föxunum. Flugfélag íslands. Daglegar flugferSir milli Akureyrar og Reykjavíkur Önnumst alls konar flutninga. Ferðist loftleiðis yfir landið með Afgr. Akureyri Hafnarstr. 81 Sími 644 IMMMIIIIIIIIMIIIIIMI.IIIMIIMMMIMII. IIMIIMIIMII 1111111111111111111 TILKYNNING Úthlutun kartöflugarða til bæjarbúa fer fram á bæjar- stjóraskrifstoíunni dagana 8., 9., 11., 12., 13. og 16. apríl n. k., frá kl. 5—7 e. h. Garðeigendur og aðrir þeir, sem garða ætla að fá, eru áminntir um að endurnýja og panta garða sína þessa daga, því að eftir þann tíma verður þeim úthlutað til annarra, án frekari aðvörunar. Garðyrkjuráðunautur bæjarins. • 1111111111111IIIMIMII Mllll MMMIMi Nýj ar gamanvisur ?3~ $ Safn skop-kveðlinga undir vinsælum lögum, er ný- lega komin í bókaverzlanir. — 1 bókinni eru 28 bragir um menn og málefni, sem koma við sögu hinna síðustu og verstu tírna. — Allir, sem á annað borð geta hlegið, þurfa að lesa þessa bók. Bókaútgáfan „Blossinn“, Akureyri

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.