Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1966, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 20.12.1966, Blaðsíða 4
HJALTADALSHEIÐI nefnist einn hinna fornu fjallvega og raunar alfaraleiða milli Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar. Um heiði þessa er miklum mun torsóttari og brattari vegur en hinar sem sunnar liggja yfir sama fjallgarð, Hörgárdalsheiði og Oxnadalsheiði, en vegna legu sinnar og stefnu var Hjaltadalsheiðin hentug leið milli kóngsins og keisarans, þ. e. biskupsstólsins á Hólum og amt- mannssetursins á Möðruvöllum. Hún tengir sem sagt saman efstu drög Hörgárdals og Hjaltadals og er fremur skammt á milli, en brattgengt nokk- uð, því Myrkárjökull og Hjaltadalsjökull haldast að heita má í hendur yfir heiðarlægðina að aust- an og verður þar aldrei farið um auða jörð á kafla. Þar sem hæst er farið, mun vera um 1000 m yfir sjó, en hnjúkarnir og jökulbungurnar til beggja handa 200—300 m hærri. Þar sem Hjaltadalsheiði liggur mitt um mesta og hæsta fjallaklasa landsins, þarf engan að furða sjálfan biskupinn munu hafa verið hinn gleðileg- asti áfangi, sem lögmanni auðnaðist að sjá börn sín ganga. „Fé fylgir ei altíð heill“, og barnalán hafði hann ekki. Þegar hér var komið sögu, hafði hann misst 4 börn sín, þrjú í frumbernsku og Jón yngra, sem við nám var í Hafnarháskóla og and- aðist í sept. 1725. Þrjú lifðu eftir, Jón eldri, sem hér er sagt frá, Hólmfríður, sem varð síðar kona Bjarna Halldórssonar sýslumanns á Þingeyrum, og Magnús, er bóndi varð á Efranúpi og víðar. Jón Vídalín eldri var nál. 25 ára þegar hann gekk í það heilaga með biskupsdóttur. Hann hafði áður numið í Hólaskóla, síðan farið til Danmerk- ur og numið þar lækningar eða „bartskeraiðn“ og unnið í tvö ár við lækningar úti. Síðan innrit- aðist hann í Hafnarháskóla, en kom heim 1724 og varð þá kennari við Hólaskóla. Þann starfa hafði hann haft í tvo vetur, þegar hér er komið sögu hans. Og enn er sagt að hann kvað við hana: Fyrir mig ber hún þungan þrótt, þrifleg menjagerður, hesturinn kemur heim í nótt hvað sem um mig verður. Aðrar heimildir segja, að Jón kvæði þessa vísu í draumi við konu sína síðar um haustið, og er það sennilegra, eftir efni hennar. Þá held ég einnig, að vísan hafi upphaflega verið svona: Fyrir mig ber hún þungan þrátt, þrifleg menja gerður, hesturinn kemur heim í nátt hvað sem um mig verður. Verður hún þannig skiljanleg, þar sem Helga var langt gengin með frumburð þeirra. Og enn er sagt að Jón Vídalín kvæði þessa al- „Hialtadals er heiðin níð44 þótt vegferðir um hana séu vænskilegar og veður válynd í slíkri hæð. Hún gerist nú líka fáfarin eins og svo margar fjallaleiðirnar gömlu. Saga hennar er þó bæði löng og ströng, en ódauðleg og kannski verðug eftirmæli hefur hún hlotið með vísu séra Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá. Hann kvað: Hjaltadals- er -heiðin níð, hlaðin með ótal lýti. Fjandinn hefur á fyrri tíð flutt sig þaðan í víti. Ekki hefur heyrzt að sá gamli kærði sig um að flytja aftur búferlum upp á Heiðina, og vissi hann þó eins og aðrir hverju hann sleppti, en ekki hvað hann hreppti! Milli byggða, eða frá Flöguseli, sem var fremsti bær í Hörgárdal og vestur að Reykjum, efsta bæ í Hjaltadal, mun vera nál. 20 km leið. Heiðin var farin á öllum árstímum og ýmist stuðst þarfasta þjóninn eða farartæki postulanna. Fyrr á tímum var vegurinn um Hjaltadalsheiði auðkenndur eða varðaður. * HEIMA Á HÓLUM stóð mikið til hinn 7. apríl 1726. Þá var biskupinn Steinn Jónsson, að gifta Helgu dóttur sína Jóni Pálssyni Vídalín frá Víði- dalstungu. Margt alþýðu og tiginna manna var á Hólum þennan dag og þá næstu, í góðum fagn- aði. Faðir brúðgumans, Páll lögmaður Vídalín, sótti þangað einnig þótt hann væri þá sjónlítill orðinn og heilsutæpur. En þessar tengdir við Nokkrir dáleikar hafa verið byrjaðir með hon- um og Helgu biskupsdóttur fyrr en brúðkaupið stóð, því hún ól honum barn aðeins 6 mánuðum síðar. * ÞAÐ MÁ NÆRRI GETA, að svo ættgöfugum manni sem Jón Vídalín var, hefur fljótt verið ætlað annað og meira hlutskipti en kennarastaða á Hólum. Bæði faðir hans og tengdafaðir höfðu þau bein í nefi á veraldar vísu, að þeim var treystandi til að tala máli hans við sjálfan kon- unginn og umboðsmenn hans. Þess var og skammt að bíða, að vegur hans ykist sem ættir og mægðir stóðu til. Sýslumaðurinn í Vaðlaþingi (Eyjafjarðarsýslu) Hannes Scheving, andaðist 1. maí þetta sama vor. Með fráfalli hans losnaði álitleg sýsla og Jóni Pálssyni Vídalín var af Fuhrmann amtmanni fengið bréf fyrir henni. Líður svo fram sumarið. En um haustið þarf Jón að vitja sýslu sinnar og heilsa upp á undir- sáta sína austan fjalla. Steinn biskup slóst í för með honum. Meðreiðarsveina hafa þeir og að sjálfsögðu haft. Heimildir herma, að þessi ferð legðist strax illa í Jón og hafi hann kveðið svo við konu sína þegar hann kvaddi hana á Hólahlaði, en hann var hagmæltur vel, eins og hann átti kyn til: Ykkur kveð ég öll í senn, af því nú verð fara, hingað kem eg aftur enn ef mig guð vill spara. þekktu stöku, þegar þeir tengdafeðgar riðu fram Hjaltdalinn og upp á Hjaltadalsheiðina: Far vel Hólar fyrr og síð, far vel sprund og halur, far vel Rafta- fögur -hlíð, far vel Hjaltadalur. * > NÚ SEGIR EKKI ANNAÐ af ferðum embættis- mannanna fyrst um sinn, en að þeir riðu til Möðruvalla og Munkaþverár. Steinn biskup lauk erindum sínum fyrr en Jón og hélt aftur vestur á undan honum. Jón þurfti að þinga á nokkrum stöðum og „birta Eyfirðingum bréf sitt fyrir sýslunni“. Það var ekki fyrr en undir miðjan október- mánuð, að sýslumaður gat haldið heim til Hóla. Síðustu nóttina, sem hann dvaldi í sýslu sinni gisti hann á Möðruvöllum, en lagði fram Hörgár- dalinn tímanlega daginn eftir, sem var laugar- dagur, 12. okt. Hann hafði fengið til fylgdar við sig ungan og atalan mann úr Eyjafirði, Jón son Þorláks Grímssonar prests í Miklagarði. Jón var tæplega tvítugur. Þriðji inaðurinn í ferðinni var 13 eða 14 ára unglingur, Hans Þorláksson Londe- mann, og hafði hann fylgt sýslumanni að vestan. Þegar þess er gætt, að liðið var langt á haust, allra veðra von á fjöllum og sýslumaður sjálfur ókunnugur og óreyndur ferðamaður, var þarna vissulega teflt á tæpasta vað. Þess er líka getið, að sýslumaður hafi ætlað sér að fá einhvern vask- Framh. á bls. 12. 4) Verkamaðurinn Þriðjudogur, 20. desember 1966.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.