Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 64

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 64
64 S m á v e g i s. Bréf frá Birni yfirkcnnara, Gunnlaugssyni til Arna biskups Helgasonar, dagsett Rvík, 23.febr. 1855. Ekki ætla eg að bera það við, að skrifa þér, gamli góð- kunningi minn, eins lipurt og elskuríkt bréf sem það, er eg hefi nú fengið frá þér. Eg er alt of stirður til þess, en eg þakka þér hjartanlega fyrir það í mestu einfeldni. Altaf hefir mér fundizt mikið til koma þess, sem eg hefi séð og heyrt til þín, síðan fyrsta sinn eg kom til þín að Reynivöllum, og ekki held eg minnki vinskapur okkar fyrir það, þó við báðir séum ástfangnir af sömu stúlkunni, þvi mér þykir vænt um að geta haft samslags tilfinningar sem þvi; eg held ekki geti hjá því farið, aðþær séu samhljóða hjá okkur, þar eg svo mikiðgleðst af öllu, sem eg hefi heyrt og séð frá þinni hendi. Skyldu menn þá aldrei verða svo heppnir, að sjá nýjan árgang af pré- dikunum þínum auk þess, sem fenginn er? — En svo eg komi aptur til stúlkunnar okkar, þá þykir mér mikið gaman að gá- góns-hætti drengsins og að alvörugefni og Hklegu þolgæði kon- unnar, sem kennir honum, þar konur þurfa mjög á þessu að halda1. Alt er hér nýmælalaust, sem þú hefir ekki heyrt, nema að Satúrnus er skamt eitt austur af Sjöstirninu, milli þess og Fjósakonanna, nærri rétt upp undan Aldebaran eða Uxans- auga. Hann er rétt eins og kaffekanna með handarhöldum að sjá, vegnaþess hringinn bersvovið. þessi himneska kaffe- kanna hallast til austurs, rétt eins og sé verið að skenkja á fyrir Fjósakonumar, og mun vera langt síðan þær hafa fengið kaffe, veslingar. Kona mín og eg óskum, að þér og þínum megi vel vegna æfinlega. LEIÐRÉTTING. Á 8. bls. 14. 1. a. o. stendur: „þvi engar leiðrétt- ingar hefir þótt þurfa að prenta“ . .. i staðinn fyrir: „því engar slík- ar leiðréttingar“ o. s. fr. í útgáfunni er „Norfi“ leiðrétt, en ekkert af hinu, og mýmargar villur eru ekki leiðréttar. ') Hér er átt við myndina framan við stafrofskver H. Kr. Friðriksson- ar og M. Grimssonar. Khöfn, 1854.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.