BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 3
Helgi Seljan: Einfalt ráð gegn ölvunarakstri Á samkomu SEM hópsins fyrir skömmu, sem sjónvarpað var, þótti mér eitt viðtal öðr- um athyglisverðara. Ungur maður vitnaði um ölvunarakstur sinn sem hafði hræðilegar aíleiðingar — vitn- aði með opinskárri hætti og einlægari hætti en venjulegt er. Beint fyrir framan sjónvarpsvélarnar, gegnt einu fórnarlambi ölvunaraksturs síns, sem valdið hafði ómældri þjáningu greindi hann á hreinskilinn hátt frá köldu kæruleysi sínu, vítaverðu gáleysisóráði sínu aftur og aftur, þar til ósköpin dundu yfir. Það var ekki verið að finna afsökun, enn síð- ur réttlætingu, en það var óendanleg eftirsjá í orðunum, raddblænum og svipnum. Mér varð hugsað til þess á síðkvöldsstund, hve margir myndu nú einmitt þá vera að iðka þennan lífs- háska í umferðinni. Unglingur eins og hann var, fullur undir stýri, sýnandi félögum og öðrum hversu kald- ur karl hann væri, virðulegi borgarinn af bjórkránni eða úr boðinu, sem þykist fær um akstur heim, þrátt fyrir drjúga drykkju og svona dæmi utan enda flugu um hug mér þar sem ég sat þarna undir ádrepu unga mannsins. Því ádrepa var það, brennandi ákall til allra um að gera ekki eins, taka ekki áhættuna ógurlegu, valda ekki sjálfum sér og enn frekar öðrum ómælanlegu tjóni, örkuml- um, jafnvel dauða. En auðvitað vissi ég innst inni að ekki mundi þetta ákall ná til þeirra, sem þyrftu nema að litlu leyti. Hinir hrokafullu sjálfbirgingar unga mannsins halda áfram að gerast ótæpilega með ýmsum hræðilegum tilbrigðum af því heyrandi heyra menn ekki, og vitandi betur verður skeytingarleysið öllu yfirsterkara. Jafnvel í tilkynningum yfirvalda, m.a. lög- reglu er sagt fullum fetum að ölvunarakstur hafi ekki aukist. Svo segja virtustu lögreglu- menn manni það alls óhikað að hér sé um markleysu að ræða, því sparnaðarins vegna sé eftirlitið alltof lítið, enn minna í æ vaxandi umferð. Manni býður í grun að grunnástæður yfir- lýsinga um að allt sé í stakasta lagi og jafnvel aldrei betra en nú, að þær ástæður valdi að um samvizkufróun ýmissa geti verið að ræða, þeirra sem ábyrgð bera á bjórflæðinu og fegr- uð mynd henti fjarska vel til að slá ryki í augu almennings. Það er sárgrætilegt að á sama tíma og stjórnvöld þykjast taka undir með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um minnk- un áfengisneyslu til aldamóta skuli allar flóð- gáttir opnaðar til aukningar. Þvílík hræsni og skal þá nokkurn undra þó yfirvöld leggi fyrir lögregluna að segja nú fallega frá og eins hitt að draga svo úr eftirliti að ölvunarakstur á skýrslum skráður verði jafnvel minni. Hve- Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, er fræðslufulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu. BFÖ-blaðið • 3/1989 Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533. Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritstj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Myndir: Heimir Óskarsson o.fl. Prentun: GuðjónÓ hf. Upplag: 3.600 eintök ]V«»VemI»Cr 1989 __________________________________________ 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.