Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 1
f SKOLABLAÐIÐ SJÖUNDI ÁRGANGUR Reykjavík, 1. febr. 2. tbl. Kensla með Ijósmyndum. Allir kennarar vita, að það er mikils vert að geta sýnt það sem verið er að kenna um. En fæst af því sem kent er eða frætt um er hægt að sýna, síst inn í lítilli kenslustofu. Þá er gripið til myndanna, gripið til þess að sýna myndir af lönd- unum, borgunum, mannvirkjunum, dýrunum, jurtunum o. s. frv. — eða þá eftirlíkinga, en þær eru dýrar og ekki hægt að fá þær nema af t'áum hlutum Myndir eru því harla nauðsynleg kensluáhöld, enda víða hin einu til sýni-kenslu, sem fyrir hendi ern. Til að gera legu landanna skiljanlega, og að nokkru leyti lögun þeirra og jarðlög, eru landabréfin notuð; jarðlíkan til að gefa hugmynd um lögun jarðarinnar og hreyfingu, skifting árs- tíða og dags og nætur. Við náttárusögu kensluna eru sýndar myndir af dýrum og jurtum. Til að gera skiljanlega aðaldrætt- ina f líkama vorum eru sýndar myndir af öllum líkamanum og líffærum hans. Við fyrstu kenslu í reikningi er kúlnagrindin höfð, ogýms önnur áhöld, svo sem stika, niæliker, vog o. s. frv. Alt þetta þykir nauðsynlegt að hafa til stuðnings við barna- kensluna, til skilningsauka og til þess að festa í minni það sem börnin eiga að Iæra. En það er margt í landafræðinni og i náttúrunnar ríki, sem kennarinn vill tala um og fræða um, en sem ekki sést á landabréfunum og sem erfitt væri að sýna myndir af svo að haldi kæmi, svo sem útlit sveita og fjalla, fossa og skóga, manna- híbýla og allskonar mannvirkja, ef slíkar myndir væru dregnar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.