Skólablaðið - 01.09.1913, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1913, Blaðsíða 2
130 SKÖLABL.AÐIÐ > Drög til skólasögu Islands. Stokkseyrarhreppur hinn forni. Það er fyrst árið 1848, að farið er að tala í alvöru um að nauðsyn beri til að koma á nokkurri almennri barnafræðslu í Stokkseyrarhr. Ekki varð þó skólanum komið á það ár, en byrjað mun hafa verið þá þegar á undirbúningi undir skólabygginguna, bæði með því að safna fé og fá loforð fyrir vinnu. Það var ekki fyr en 17. des. 1850, að haldinn var reglu- legur fundur um málið, og er svo að sjá sem þeir hafi mest gengist fyrir því, Páll Ingimundsson aðstoðarprestur í Gaulverja- bæ, Guðm. Thorgrímsen verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur hreppstjóri Kolbeinsson á Háeyri. Þegar fundur þessi var hald- inn, voru gjafir innkomnar 290 rdl. og loforð fyrir 4 rdl. og 1 rdl. árl.; ennfremur 42 dagsv. í vinnu. En með því málið var ekki nægilega undirbúið og fundurinn fámennur, var engin endileg ályktun gjörð, en tekinn frestur til frekari undirbúnings. Nú var tekið að safna fé af kappi og gekk greiðlega; gáfu nokkrir 10—20 rdl., einn gaf 60 og annar 40 rdl. Gáfu sumir úr öðrum sveitum og sýslum, bæði þá og síðar. Kom það þá þegar í Ijós, að fyrgreindir menn allir þrír, gengu fast fram með þessu máli; þó er svo að sjá sem G. Th. hafi verið þeirra langölulastur í fjársöfnuninni, enda stóð hann best að vígi til þess og var þeirra kappsamastur. Snemma á árinu 1851 var haldinn framhaldsfundur og var þá kosin nefnd til að sjá um húsbygginguna á Eyrarbakka. Önn- ur nefnd var kosin til að semja reglugjörð fyrir skólann (reglu- gerðin er víst glötuð). Er það tekið fram, að í henni skyldi standa ákvæði um námsgreinir, skyldur og réftindi kennara, skyld- ur foreldra og barna og stjórnenda. Enn er það tekið fram, að í nefndina (til að semja reglugj.) skuli velja mann, sem hafi nokk- urn vísindasmekk og reynslu í skólalífi. Það var víst presturinn (P. J.), sem hélt þessu fram, bar það oftar við að hann kom fram sem »leiðandi maður« í þessu máli. Þá var og kosin þriðja

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.