Skólablaðið - 01.10.1913, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.10.1913, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 157 eftirlits með heimafræðslu er nú sett 100 kr. til hvers hrepps. Fjárveitingin til unglingaskóla er nú 14,000 kr.; er þar með- talinn Hvítárbakkaskólinn og unglingaskólarnir á ísafirði og Seyðisfirði; en þeim skólum hefur áður verið ætluð sérstök fjár- upphæð, hverjum um sig. Styrkur til að reisa barnaskólahús utan kaupstaða var lækk- aður um 2,000 kr.; er nú 18,000 kr. Laun barnakennara sitja við sama og áður. Hið ísl. kennarafélag hafði farið þess á leit við þingið, að úr landssjóði yrði veitt fjárupphæð nokkur til að bæta laun barnakennaranna eftir þjónustuárum; en þeirri málaleitun hefur þingið ekki séð sér fært að sinna. Þíngsáiyktun um að landsstjórnin hlutist til um, að fræðslumálastjórn landsins afli sér upplýsinga um tóbaksnautn ungmenna og barna um land alt var samþykt í N. d. þingsins. Þar lá fyrir frum- varp til laga um að banna sölu á tóbaki til barna; en frumvarp- ið var ekki afgreitt, heldur samþykt þingsáliktun svo látandi: Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að fræðslumálastjórn landsins afli sér upplýsinga um tóbaksnautn ungmenna og barna um land alt, og einkum í ungmenna- og barnaskólum landsins, svo og um áhrif þau, er tóbaksnautn virðist hafa á andlegan og iíkamlegan þroska barna og ungmenna og hverra tóbakstegunda einkum er neytt, og að fræðslumálastjórnin leggi fyrir stjórnina skýrslur, er hún fær um þetta efni, ásamt bendingum til umbóta, ef hún álítur þess þörf. Heimilisiðnaðarmálið. 500 kr. voru veittar hvort árið til hins ísl. heimilisiðnaðar- félags. Barnaskólinn í Reykjavík. í december í fyrra kaus bæjarstjórnin nefnd til að íhuga skólamál bæjarins — sérstaklega hina fjárhagslegu hlið — og hefur sú nefnd nú loksins lokið starfi sínu og lagt fram nefnd-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.