Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 25 Fornmálin og mentaskólinn. u. í síðasta tbl. »Skólablaðsins« andmælti jeg þeirri skoðun, að afturför sú í námshæfileikum og námsþreki, sem að dómi margra danskra háskólakennara, hefir gert vart við sig hjá dönsk- um háskólanemendum, væri eðlileg afleiðing af takmörkun forn- málakenslunnar en aukning kenslunnar í nýju málunum, aðal- lega ensku. Eg gat þess, að sú breyting hefði verið sjálfsögð, en drap jafnframt á það, að ekki hefði verið jafnsjálfsagt að gera svo stórfelda breytingu á kenslunni í aðalmálinu, sem óhjákvæmilega leiðir af því, að aðaláherslan er nú lögð á að kent sé að tala það og rita. Því, að svo miklu leyti sem málanámið á sök á þessari afturför, stafar hún af gjörbreyttri kensluaðferð. Meginregla þeirrar aðferðar, sem nú tíðkast og talin er heppi- legust til að kenna ungum mönnum aðjjtala útlend mál, er sú, að nemendur læri málið á sem eðlilegastan hátt, líkt og barn lærir móðurmál sitt, með eftirlíkingu, meira og minna ósjálfrátt. Kenslan fer því aðallega fram með samtali í stundinni. Undirbún- ingsvinna er lítil, og aðallega í því fólgin, að nemendur læra utanað létta kafla á útlenda málinu, sem eru síðan gerðir að umtalsefni í kenslustundinni. Vandlega er reynt að koma í veg fyrir að nemendur heyri, sjái eða hafi nokkurntíma yfir rangt orð eða ranga setningu; það ranga festist í þeim engu síður en það rétta. Undirhúningsvinnu þeirra er því, að svo miklu leyti sem unt er, hagað þannig, að ekki komi fyrir í henni vanda- atriði,. sem hætt er við að þeir geti ekki leyst úr á réttan hátt. Af sömu ástæðu eru skriflegar þýðingar úr móðurmálinu ekki hafðar á byrjunarstigi. Það er reynsla allra málakennara, að þær villur, sem nemendur setja í þýðingar, sitja iðulega fastar í þeim en leiðréttingar kennarans; þær ganga afíur eins og draugar, og reynist erfitt að kveða þær niður. Þetta er ofur eðlilegt; það situr fastast sem mest hefír vcrið fyrir haft. Til ritæfinga fyrir nemendur eru lesnar upp fyrir þeim Iéttar sögur á útlenda málinu, og skrifa þeir þær síðan eftir minni. Veruleg kensla í málfræði og setningafræði. með þeim samanburði við móðurrnálið sem henni fylgir, kemur þá fyrst til greina, er nemendur hafa með

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.